Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 10
26 — ÞRIÐJVDAGUR 16.DESEMBER 1997 Xhypr LÍFID í LANDINU Hross á beit. mynd: ej. Það sem af er vetri þá hefur hann verð mildur og snjóléttur. Hross hafa því verið létt á fóðrum. Sprettutíð var góð í sumar og hagar voru í góðu ástandi í haust. En það er nú svo að þó hagar standi vel að hausti þá gengur mjög ört á grasið eftir að sprettu lýkur. En þegar tíð er svo góð sem nú hefur verið þá er það minna gaumgæft hvert ástand beitilanda er. Hætt er við því að hross séu höfð of Iengi í sömu girðingu þannig að öll uppskera sé búin og landið nauðbitið þegar að er gáð. Þegar ekkert er skilið eftir af grösum frá sumrinu þá er jörðin mjög nakin og þolir verr ánauð vatna og vinda. Svörðurinn fer illa. Þetta leiðir svo til lakari uppskeru næsta ár. Land sem þannig verður ástatt um þarf að fara í algera hvíld til að ná sér upp. Ekki síst til að styrkja rótakerfið. Því er á þetta minnst hér að það er landlægur misskilningur að óhætt sé að beita hrossum ótæpilega ef veðráttan er bara nógu mild. Þau finni sér æti og bjargi sér bærilega. Þegar snjór sest snemma að og tekur fyrir beit þá er það mikil hlífð fyrir landið. Margir heyrast kvarta þegar veðráttunni er þannig farið. Þeir eru vanir því að hafa hross á haga svo lengi sem veðurhörkur hamla því ekki. Þessum hugsunargangi þurfum við hestamenn að breyta. Við verðum að huga betur að því landi sem við höfum til afnota og gæta þess að það sé nýtt með þeim hætti að það gefi sem besta uppskeru án þess að mjög nærri því sé gengið. Þess vegna er þörf á því að hefja heygjöf um leið og fer að verða snöggt í högum. Eftir að rúlluheyskapur varð algengur þá fer mun minni tími í fóðrun útigangshrossa en áður. Hrossa- eigandinn þarf að vera það birgur af fóðri að hægt sé að byija heygjöf ekki seinna en í nóvember. Þetta er breyti- legt eftir landshlutum og breytilegt eftir tíðarfari. En þó skal minnt á það sem sagt er hér að framan að tíðarfarið má ekki villa um fyrir mönnum þegar land- gæðin eru metin. Að svelta hross á útigöngu. Það hefur verið mikil umræða um hrossabeit undanfarin ár. Hestamenn hafa tekið tíllit til þess með auknu skipulagi beitar. Þó má þar betur gera ef duga skaf. Þéttbýlishestamenn hafa fengið ákúrur fyrir ofbeitt land og vissu- lega eru slík dæmi. En þessar aðfinnsl- ur hafa nánast eingögnu verið um sum- arhagann. A sumrin er flest fólk á ferð- inni og rekur þá gjarna augun í ofbitna bletti eða iila farið land af völdum hrossa. Haust og vetrarbeitin er minna gagnrýnd. Hún er þó oft mesti skað- valdurinn. Hlífi menn landinu á haustin og veturna þá er það miklu bet- ur undir sumarbeitina búið og þá myndi þeim kvörtunarröddum, sem við heyrum, fækka. Þess vegna er nauðsyn- legt að byija vetrarfóðrun snemma. I haust voru hross feit eftir gott sumar. Margir freista þess að hafa þau af þeim ástæðum lengur á snöggu landi til að þau taki eitthvað af eigin forða. Mönn- um hrís hugur við því að þurfa að svelta hross í langan tfma eftir að þau eru komin á hús. Það fer enda í skapið á sumum hrossum og þau verða erfiðari og leiðinlegri í tamningu og allri um- gengni. Þegar menn þurfa að grípa til þess ráðs þá þarf að gæta þess að hross- ið fái nóg af næringarefnum þó heyið sé sparað. Þegar mannfólkið fitiiar. Þegar mannfólkið fitnar um of þá er því ráðlagt að minnka neysluna en passa að fæðan sem það neytir sé næringarrík. Þetta er ekkert öðruvísi með hrossin. En með þau eins og mannskepnuna þá er mest að þau séu í jafnvægi hvað lík- amlegt ástand varðar, lendi hvorki í því að fitna alltof mikið eða horast. Því ástandi verður hins vegar ekki náð með því að svelta hrossin upp á snöggum högum. I það fóður vantar æði mikið af bætiefnum sem líkamanum eru nauð- synleg, ekki síst ef hrossin eiga svo að fara f stranga þjálfun þar sem gerðar eru miklar kröfur. Þar sem ég þekkti til sem strákur þá voru hross oft lengi á útigangi. Þau voru þá misjafnlega fyrir- kölíuð þegar þau voru tekin á hús. En það var viðtekin venja að bata þau vel áður en farið var að temja þau eða þjálfa. Spuming vaknar þá hvort ekki sé betra bæði fyrir hrossið, landið og af- komuna að láta hrossið aldrei ganga á svo snöggu landi að það fari að fella af, hægt sé að fara að vinna sem fyrst með það eftir að húsvist hefst og hrossið þá fyrr náð því formi að vera söluhæft eða getað þjónað eiganda sínum eins og hann óskar. Þá yrði landinu hlíft og þegar voraði væri það fyrr tilbúið að taka á móti beitarálagi. Það er misskilin hagfræði að nauðbeita land eða ætla sér að halda hrossum holdlitlum með því. Það kostar meiri útgjöld á öðrum svið- um. Þetta eru sannindi sem ekki gilda bara um beitarland, þau gilda um alla hluti að ekki borgar sig að ganga of nærri nokkrum hlut. Þá bilar hann þeg- ar mest á reynir. Er ekki kominn heygjafartími hjá þér? Kári flrnórsson skrifar Látið ekki milt tíðarfar koma niðiir á landinu í Englandi var veiðimaður frægur er hann, eftir að hafa reynt í 11 ár að veiða lax í ákveðinni á f Skotlandi, veiddi loksins Iaxinn með flugu sem hnýtti úr hári konu sinnar. I Michigan setti amma nokkur 18 mán. gamalt barnabarn sitt í barna- stólinn í bílnum og læsti sjálfa sig úti Vigdís Stefánsdóttir skrifar hann óviljandi. Barnið komst úr stólnum og lét bílinn í drifgír og ók í gegn- um bílskúrshurðina án þess að amman kæmi nokkrum vörnum við. 18 ára piltur kveikti í húsi fjölskyldu sinnar, vitandi það að bræður hans tveir, sem báðir Voru yngri en hann. Astæðan? Jú, þeir höfðu fengið jóla- gjafir, én hánn eklu. • > HVAÐ Á É G AÐ G E R A Einmana Sæl Vigdís. Mig langar til að tala um svolítið sem hvflir á mér. Eg er enginn unglingur, orð- in 77 ára gömul kerling og bý á elliheim- ili. Það er vegna þess að börnin mín töldu mig ekki geta verið eina lengur. En ég er svolítið einmana, þó það sé heilmikið af fólki á heimilinu, þá er það einhvern veg- inn ekki eins og að hafa börnin sfn. Þau eru ódugleg að koma til mín og stoppa stutt og ég þekki barnabörnin varla í sjón eða þau mig. Svona kerlingar eins og ég þvælast víst bara fyrir í þessu þjóðféíagi, þar sem allir eru að flýta sér. Þetta þykir mér Ieitt að heyra. Vfst er að margir eru einmana og líður illa þess vegna. Hefur þú reynt að segja bömunum þínum hvernig þér líður? Kannski álíta þau að þú hafir nægan félagsskap af þeim sem eru með þér á heimilinu. En ef þú hefur möguleika á því að fara sjálf eitthvert, þá eru þér allir vegir færir og þú heimsækir bara sjálf fólkið þitt. Það virðist tíðum ein- faldara fyrir fólk að fá heimsókn en að taka tíma í að heimsækja aðra. Þú gæt- ir t.d. pantað bíl og farið hvert á land sem er ef þú ert ekki akandi eða fær um að fara í strætó. Nú eða hringt í bömin þín og fengið þau til að sækja þig reglulega. Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann M. 9-12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is JólaljósinheiUa Við íslendingar höfum löngum haft gam- an af jólaljósunum og hin síðustu ár verið dugleg að kaupa fallegar ljósaseríur og skreytingar. Sumir ganga jafnvel svo langt að skreyta allt húsið og umhverfið með og vekja með því talsverða athygli vegfar- enda. En þótt ljósin séu falleg og lýsi upp grámyglulegan hversdagsleikann, þá geta þau verið hættuleg Iíka. Ljósaseríur eru því marki brenndar flestar, að bili ein per- an, þá hitna hinar því meira og geta, ef hitinn hækkar nóg, kveikt í eldfimum hlutum í nágrenni við sig, svo sem jólatré eða gluggatjöldum. Ef pera í skreytingu er of sterk, þá getur einnig kviknað í. Hafa ber i huga að 25 watta pera verður 89°C heit og 100 watta pera verður 265°C heit. Ódýrar skreytingar og óvandaðar eru oft á tíðum illa merktar eða jafnvel ómerktar og engin leið að sjá stærð per- unnar eða straumgerð og jafnvel eru dæmi um seríur þar sem vírar eru örmjóir og perustæðum haldið á sínum stað með límbandi. Þessar seríur eru stórhættuleg- ar og þó þær séu ódýrar, þá getur sparn- aðurinn verið dýru verði keyptur. Því er rétt að neytendur skoði pakka vel og vandlega og gæti að merkingum og því að varan standist öryggiskröfur þær sem gerðar eru til slíks búnaðar hérlendis. Til þess að minnka áhættuna af jóla- Ijósum og skreytingum, eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga og gott er að athuga snemma í jólaundirbúningi. 1. Skipta strax um bilaðar perur. 2. Nota aðeins perur af réttri stærð og styrkleika. 3. Sé perustæði eða kló brotin, þarf að skipta tafarlaust um. 4. Allar leiðslur þurfa að vera heilar og eingangrun í lagi. Óvarinn rafbúnaður getur valdið raflosti. 5. Inniljós á aðeins að nota inni, jólaljós fyrir utandyranotkun eiga að vera sér- staklega gerð til slfkrar notkunar. 6. Gömlum og úr sér gengnum ljósum á að fleygja eða láta fagmenn gera við þau. Tökum höndum saman, pössum upp á að ljósin séu í lagi svo ekki hljótist af þeim slys. Á blaðamannafundi um öryggi jólaljósa og skreytinga kom m.a. fram aö um 22% Ijósa sem flutt eru inn til landsins fengu athugasemdir við skoðun hjá Aðalskoðun hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.