Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 2
18-ÞRIÐJUDAGVR 16 .DESEMBER 1997 ro^tr LÍFIÐ t LANDINU Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík Sfmimi hjá lesendaþjónustmmi: 5631626, 460 6171“ 551 6270 inetfang: ritstjori@dagur.is Simbréf: æ a a f»i*n eða i Þessir hringdu Bréffrá... Hrafnseyri Ekkert klárn í SORPU! / haust voru liðin 100 ár frá því nokkrir foreldrar á Þ/ngeyr/ tóku sig til og efndu tii skólahalds fyrír börn. Myndin sýnir kirkjuna á Þingeyri. Hundrað ára skóla- hald á Þmgeyri í haust voru Iiðin 100 ár frá því nokkrir for- eldrar á Þingeyri tóku sig til og efndu til skólahalds fyrir börn sín í heimahúsi á staðn- um. Skólahald hafði reyndar hafist í Þing- eyrarhreppi talsvert fyrr, eða árið 1885, þegar stofnsettur var skóli í Haukadal, en þá og fram yfir aldamót, var þar þróttmikið mannlíf og fleira fólk búsett en á Þingeyri. Gunnar Hvanndal, veður- fræðingur, segir frá þvf í 2. hefti af Mannlífi og sögu, að fyrsti skólastjórinn á Þingeyri, Þorvarður Þorvarðarson, cand. theol. hafi lent í hremmingum nokkrum þegar hann tók að sér að Ieiðbeina piltum í dönsku, utan skólatíma. Gunnar segir svo frá: „Byijuðu svo dönskutímarnir, sem hafðir voru á kvöldin í Hermanns Wendels húsi. Inn- an tíðar kom skólanefndin og lét Þorvarð vita, að hann mætti ekki kynda ofn skólastofunnar utan kennslustunda. Heldur en að hætta við allt saman, ákvað Þorvarður að taka skóla- piltana heim til sín og kenna þeim í sínu prívat herbergi á Pósthúsinu. Segir svo ekki frekar af kennslunni, en þegar piltarnir ætluðu að fara að borga honum, vildi hann enga borgun, en bað þá að hafa sama háttinn á, ef til þess kæmi, að til þeirra yrði leitað í svipuðum efnum.“ Já, það eru breyttir tímar! Tómas Jónsson frá Gili í Dýrafirði, var lengi skólastjóri Barnaskóians á Þingeyri, Tómas er kunnur fyrír gaman- semi sína og létta lund og eru eftirfarandí tvær frásagnir hans til vitnis um það. „Þetta lagast allt þegar snjórinn kemur “ Það var að hausti til, og skól- Hallgpimup Sveinsson skrifar inn nýbyrjaður, að móðir eins drengsins í skólanum hringdi til mín og kvartaði yfir því að drengurinn lærði ekkert heima, og sagði það ótækt að við kennarar létum hann komast upp með það. A ég þá að hafa svarað: „Hafðu engar áhyggjur af drengnum, þetta lagast allt þegar snjórinn kernur." Og það gekk eftir. En konan trúði mér fyrir því seinna, að eftir þetta samtal hafi hún sagt við sjálfa sig: „Við þennan helvítis mann tala ég ekki oftar.“ Sú varð nú ekki raunin, því seinna gerðist hún kennari við skólann! „Nú hefur þú gleymt að greiðaþér, Tommi“ Það var regla hvern morgun, að nemendur stilltu sér upp í röð á gangi skólans, áður en gengið var inn í skólastofurnar. Það var ekki fyrr en kennarinn sagði: „Gjörið þið svo vel,“ og dyr skólastofanna voru opnað- ar, að hver og einn gekk til sæt- is síns. Einn morguninn, þá er allir voru komnir í sína röð, fannst mér að ég þyrfti að flytja smá áminningarpistil. Það var mér eiginlegt að tala alltaf hátt og skýrt, með nokkrum þögnum á milli. Áleit ég áhrifamátt þagn- arinnar ekki minni en orða- flaumsins. Þá gerist það í einni dauðaþögninni, að drengur nokkur, saJdeysislegur á svip- inn, segir hátt og skýrt: „Nú hefur þú gleymt að greiða þér, lommi. Þar með lauk áminningar- ræðunni. ÍDegiþ. 10.12. var smápistill frá konu sem hafði hringt og kvartað undan klám- myndum í Sorpu. Ragna Halldórsdóttir umhveifisfræðingur sendi þetta svar Það var fyrir um tveim vikum að framkvæmdastjóri SORPU kall- ar mig inná skrifstofu og segir að það sé komið upp alvarlegt mál. Það hafi hringt kona og hún kvarti yfir því að dóttir sín, 13 ára, hafi orðið fyrir áfalli vegna klámmynda á veggjum SORPU og Idámblöðum um allt. Konan gerði mikið úr þessu og talaði um að færa málið fyrir lögrelglustjóra. Barnið hafi kom- ið með Rimaskóla í vettvangs- ferð og hafi séð nektarmynd af Pamelu Anderson? Fram- kvæmdastjóri biður mig um að athuga málið, hvort það sé ein- hver fótur fyrir þessari ásökun. Niðurstöður mínar voru þær, að í fyrsta lagi var engin skrán- ing hjá mér um að ég hafi tekið á móti 13 ára nemendum úr Rimaskóla. Eg skrái hvern skóla þegar kennarar hringja inn og panta vettvangsferð. I öðru lagi þá fara nemendur ekki út úr rútu inní móttökustöð og koma aldrei inn í hús í end- urvinnslustöðvum, enda er þar ekkert að sjá. Það eru því engar berar konur á vegi þeirra í vett- vangsferð, nema þeir hafi góðan kíki og geti séð eitthvað hanga utan á böggluðum pappír í mót- tökustöðinni. I þriðja lagi, þeir nemendur sem labba í gegnum stöðina sjá kannski blaðahrúgu á gólfinu við pressuna en það eru ekki frekar klámblöð en eitthvað annað. Mestmegnis eru þetta dagblöð. I Móttökustöðinni eru blöð í kassa inni í trúnaðarskjalaher- bergi af margvíslegum toga og mynd af Pamelu Anderson í bik- ini á ströndinni uppá vegg. Það má kannski skilgreina það sem bera konu? Þá mætti spyija sig að því hvort banna ætti börnun- um að fara í skólasund. Annað hangir ekki þar, nema kannski mynd af Jesú í fallegum gylltum ramma. Nemendur í vettvangs- ferð koma aldrei í trúnaðar- skjalaherbergi og myndin af Pamelu er saklausari en margur myndi sjá inná næsta verkstæði eða víða annarsstaðar. Ég hringdi í konuna sem hafði komið með þessar ásakanir á hendur SORPU og hafði hún lítinn sem engan tíma til að tala við mig né vildi segja mér hvar, hvenær eða hvernig þessi saga væri komin til. Það er því óhætt að segja með sönnu að nemendur komi til SORPU til að sjá úrgang á leið til endurvinnslu eða urðunar og fræðast um umhverfismál og er viðkomandi lesanda boðið að koma til SORPU og kynna sér málið í eigin persónu. Ragna Halldórsdóttir, unihverfisfræðingur SORPU. Visa, Euro, Frí, Vildar... Lesandi hringdi vegna þeirrar kortaumræðu sem á sér stað í þjóðfélaginu nú og hafði þetta að segja: „Við verðum víst að sætta okk- ur við það að þessi kort eru komin til að vera og getum ekki breytt því nema með því að allir taki sig saman um að hætta að nota þau og það er líklega ekki á dagskrá. En vegna þess, þá er bara eitt sem við getum gert og það er að vinna með þeim, eða eins og stundum er sagt: if you cant beat them, join them. I því felst að í hvert skipti sem við förum í búð, þá eigum við að spyrja afgreiðslufólkið hvort ekki gildi eitthvert kort hjá viðkom- andi fyrirtæki og séu þau fleiri en eitt, þá að fá útskýringu á því hvert þeirra sé hagstæðast að nota og/eða hvort peningar komi kannski best út í það skiptið. Þetta kallar jú á að afgreiðslu- fólk sé vel inni í þessum málum og kemur til með að tefja af- greiðslu eitthvað, en það er eng- in ástáeða til annars en að nota þessa þjónustu, sem svo sannar- lega er komin eða kemur út í verðlagið og bitnar auðvitað fyrst og fremst á neytendum." Framsókn skaðast af samstarfi vlð íhaldlð Kona hringdi og vildi gera at- hugasemdir við ummæli Hall- dórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins og Björns Bjarnasonar, menntamálaráð- herra um að samstarf Framsókn- armanna við aðra flokka í R-Iist- anum hefði skaðað flokkinn. Sagðist hún viss um að Fram- sóknarflokkkurinn hefði beðið meira tjón af samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.