Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 6
22 — ÞRIDJUDAGVR 16.DESEMBER 1997 ro^tr LÍFIÐ í LANDINU Bestu og verstu Jólabækumar streyma á markað og þótt inni- haldið varði mestu hefur útlitið sitt að segja því falleg bókarkápa laðar að en Ijótfælirkaupand- ann frá. Dagurfékk Stef- án Snæ Grétarsson, graf- ískan hönnuð hjá aug- lýsingastofunni Máttur- inn og dýrðin, til að velja bestu og verstu bókakápur ársins. Tíubestu bókakápur ársius 1. Leyndarmál frú Stefaníu Jón Víðar Jónsson Mál og menning Skemmtileg tilraun með efni. Hönnunin hæfir efninu vel - andi fyrsta áratuga aldarinnar skýr. 2. Og hugleiða steina Sigfús Daðason Forlagið Vel heppnaður minimalismi. Laus við stæla og hentar efninu vel. 3. Góða nótt, Silja Siguijón Magnússon Bjartur Það væri svosem hægt að velja hvaða kápu sem er frá Bjarti. Glæsilegur heildarsvipur, ein- faldar og sterkar kápur. 4. Ævintýri nálfanna - Flóttinn Terry Pratchett Mál og menning Kápan er þess eðlis að þessa bók verður að lesa! Ævintýri með stóru Æ-i. tottit l Mtornnumuitijnll íflu Híbbí* Bílsjsleia 5. Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis Þættir í stjórnmálafræði eftir Hannes Hólmstein Gissurarson Hið íslenska bókmenntafélag og Stofnun Jóns Þorlákssonar Töff kápa og hörð. Hentar efn- inu vel. 6. Bræður af Ströndum Sýnisbók íslenskrar alþýðu- menningar Sigurður Gylfi Magnússon Ekki gallalaus hönnun en skemmtileg. Góð Ijósmynd og skemmtileg tilraun með týpographiu. 7. Grandavegur 7 Vigdís Grímsdóttir Iðunn Mig minnir að grafíkin sé unnin uppúr gömlu kápunni, sem er í lagi, og ljósmyndin er flott. 8. Erta Didda Forlagið Agæt hugmynd þetta með dag- bókina. Hefði þó mátt vera hreinni - en hentar það Diddu? Jean-DomÍBÍquc Dauby 9. Glerhylkin og fiðrildið Jean-Dominique Bauby Fróði Skemmtileg tilvísun f tískublöð- in, en ég lýsi eftir því hvað dreq MVC YED þýðir. g yótfðtíul GísÚSJk Salomon ^svarti 10. Salomon svarti Hjörtur Gíslason Skjaldborg OK, þetta er hálfgert svindl. Kápan er örugglega fjörutíu ára gömul en það er hægt að læra af þessu. Verstu bókakápumar laosinf smm I' Stein^rímur’ StH. s&or&.sö'i V Jrfi 'V líf Jffifik.uj't 1. Lausnar steinn Steingrímur St. Th. Sigurðsson Fjölvi A1 hverju þurfa endurminningar að vera svona Ijótar? 2. ísland hið nýja Trausti Valsson og Birgir Jóns- son Fjölvi Ogurleg meðferð á letri og ljótar myndir. 3. Leiðin til hamingjunnar L. Ron Hubbard Fróði Hvað er eiginlega verið að fara? Leturmeðferð klaufaleg og ljós- myndin ljót. 4. Af silunga- og Iaxaslóðum Islenska stangveiðihandbókin 1997 Guðmundur Guðjónsson Sjónarrönd Nei. Nei. Nei. Myndir, letrið, það er allt í ólagi. 5. Kæri Keith Jóhanna Kristjónsdóttir Fróði Tilraun til að vera flott en mis- tekst. Kannski átti Jóhanna ekki betri mynd. 6. Sálumessa syndara Ævi og eftirþankar Esra S. Pét- urssonar, geðlæknis og sálkönn- uðar Ingólfur Margeirsson Er blessaður maðurinn að kýla sjálfan sig? 7. Útkall rauður Sorg og sigrar í starfi björgunar- sveita Björgvin Richardsson Skjaldborg Klaufalegt Photoshop sukk. Hlutföll milli mynda í ólagi. 8. Lífsgleði Minningar og frásagnir Þórir S. Guðbergsson Hörpuútgáfan Hið fallegasta fólk en liturinn er ógurlegur. 9. Þá flugu ernir Lítil flugsaga að vestan Jónas Jónasson Skjaldborg Enn og aftur er verið að reyna en formhugsunin er bara ekki í lagi. 10. Brynhildur og Tarzan Kristjána Bergsdóttir Bókaútgáfan Hólar Klaufaleg myndskreyting og lélegar tilvísanir í klassíkina. Sérstök yerölaitn!!! Ismaðurinn Þorsteinn Antonsson Ljótasta bókarkápan þessi jólin. Það má ekki gera svona!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.