Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 4
20-ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 UMBÚÐALAUST Verið heima GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON SKRIFAR Skýrslur herma að sá hluti þjóð- arinnar sem býr á hinni svoköll- uðu landsbyggð hugsi sér al- mennt mjög til hreyfings og langi suður. Þegar rannsakendur ganga á fólk og spyrja hvað valdi þessari löngun verða svörin hins vegar all loðin, enda er óvíða at- vinnuleysi, nema þá kannski helst hér í höfuðstaðnum. Þó skilst manni að fólki þyki fátt við að vera; dauft sé í sveitum: lítil menningarstarfsemi, einhæf vinna, síakir skólar. Fólk virðist hafa talið sér trú um að allt þetta sé eitthvað skárra hér fyrir sunnan. Það er ekki satt. Verið heima. Ffugsiði bara um veðrið: hér í Reykjavík er fúlasta veður í heimi. Hér er aldrei hlýtt og aldrei þessi tigni, fagri, kyrrðar- kuldi norðursins, bara rok. Hér er aldrei ærlegur stormur, bara rok. Sjálf sólin skín hér bara þegar er rok og maður þarf að híma einhvers staðar í vari með gæsahúð í svokölluðu sólbaði. Allt er fegurra en vorkvöld í Reykjavík þegar iðandi götulífið eru plastpokar að fjúka um grá- ar götur og einn og einn geð- vonskulegur bíll að silast niður Bankastrætið. Haustkvöldin eru eins. Líka desemberkvöldin - en á útmánuðum er ekki bara rok, heldur sandrok. * * * Verið heima. Hér er alltaf ein- hver hávaði. Hávaði úr bilum, hávaði úr útvarpi sem berst úr bílum, hávaði úr húsgrunnum. Hávaði úr loftpressum, eilífar drunur úr flugvélum; stöðugt suð. Hér er þögnin eins og óvæntur hávaði sem maður hrekkur upp við með andfælum þá sjaldan að hún berst manni. Hér er enginn sem stoppar á götu að kjafta eða segja góða sögu, allir standa á götuhornum og kjafta í símann. Hér er eng- inn kynlegur kvistur síðan Stef- án frá Möðrudal Ieið, bara eit- urætur og rónar; allir eru settir hér á prozak eða lokaðir inni um leið og bærist með þeim frumleg hugsun. Mannlífið er hér fátæk- legra en í öllum hinum þorpum landsins. Verið heima: Ef allir flytja til Reykjavíkur verður enginn eftir til að fara á allar myndlistasýn- ingarnar, öll Ieikhúsin, ballett- sýningarnar, upplestrarkvöldin og Bingóin. Ekki stunda Reyk- víkingar þetta, svo mikið er víst. Til að stunda menningarlíf þarf maður að vera uppnuminn frá sínu háttbundna daglega lífi - í helgarferð. Sjálfir stunda Reyk- víkingar sitt menningarlíf í heimsborgunum. Og þar kaupa þeir líka fötin sín, og hver á þá að stunda tuskubúðirnar í Reykjavík ef allir flytja hingað - þá fer Reykjavík á hausinn. Hér í Reykjavík er fásinnið. Hér er svo fátt við að vera. Venjulegur Reykvíkingur fer ekki í kór, spilar ekki í hljómsveit og tekur ekki þátt í starfi leikfélags- ins. Hann þorir það ekki. Reyk- víkingurinn verður hjárænulegur í hóp, hér þekkir enginn neinn, og öll húsin sem kynnu að eiga sér einhveija sögu og fjölskyldu eru á stöðugum þveitingi milli Árbæjarsafns og Bráðræðisholts. Þeim fer meira að segja óðum fækkandi sem stunda Lions og soroptimistafélög. Reykvíkingur- inn telur að í allt menningar- og frístundastarf þurfi að hafa rétt próf frá viðurkenndum skólum og vill ekki trana sér fram á sér- sviði annarra - hangir því bara heima og talar í símann sinn. Hinn Islendingurinn sem býr f litlu samfélagi og hefur góða sturturödd er óðara kominn í kór þar sem hann getur gefið af sjálfum sér og fengið ómælt til baka því ekkert er gjöfulla í mannlegu samfélagi en sam- söngur; og líði viðkomandi bæri- lega á sviði getur hann tekið þátt í uppfærslu leikfélagsins á einhverju þrautprófuðu klass- ísku stykki þar sem koma fyrir augnablik sem þú geymir með þér alla ævi - og sértu meira gef- inn fyrir að fylgjast með hljóta slíkar sýningar að bjóða upp á gullin tækifæri til að gera gys að vinum sínum. * * * Kannski að kennslan sé lakari hér og þar en í bestu skólum hér fyrir sunnan en það eru að minnsta kosti ekki dópdílerar bjóðandi varninginn á skólalóð- inní eftirlitslaust víða um land, eins og gerist hér í bænum. Og í litlu samfélögunum gefst krökk- um kannski kostur á að um- gangast gamla fólkið eilítið meira en hér í Reykjavík þar sem elli jafngildir holdsveiki og gamla fólkið er markvisst snið- gengið nema á sérstökum dög- um. Og það að hlýða á gamlar sjóarasögur og ömmusögur um huldufólkið hér í hólnum er menntun. Það að alast upp við tungutak síns fólks jafnhliða allri amerískunni er menntun. Það að Iæra að ríða net, baka ldeinur, spila á harmonikku, fara niður á bryggju - það er mennt- un, það er menning, það er ís- lensk menning. Verið heima. * Jf- Jf- Allt hrynur ef allir æða hingað í fásinnið til Reykjavíkur. Því samfélagið er gert af ótal litlum einingum sem splundrast við flutninginn og ekkert kemur í staðinn: bara sjónvarpið, bara síminn, bara rokið. KOLBRUN BERGÞÖRS- DOTTIR SKRIFAR Vitaskuld skiptir innihald bóka meira máli en útlit þeirra. Hinu er þó ekki að leyna að þegar fal- legt útlit og og efnisríkt innihald fara saman þá er bókasafnarinn miklu bættari. í gamla, fallega antíkbókaskápinn minn hef ég raðað bókum sem mér þykja öðrum fallegri. Þar ber mest á rauðum kjölum og öðrum svört- um. Rauðir kilir og svartir Þeir rauðu tilheyra þeim bók- um sem koma frá Heimsbók- menntaklúbbi Máls og menn- ingar. Þar eru gamlir klassíkerar á borð við Dostójevskí, Austen, Rabelais og Diderot. Einnig meistarar tuttugustu aldar, látn- ir og lifandi og meðal þeirra eru Joyce, Mann, Marquez og Kundera. Þarna eru einnig minni spámenn sem hafa þó staðið sig í stykkinu. Einstaka bækur þessa ágæta klúbbs hafa þó verið léttvægar fundnar og ekki ratað í hilluna eftir lestur heldur sendar til útlanda til ís- lenskra vina sem taka öllum sendingum fagnandi. I hvert sinn sem ég fæ senda bók með fallegum rauðum kili hýrnar yfir mér, svo mikla ánægju hef ég af því að sjá rauða Iitinn breiða úr sér í bóka- hillunni. Eina athugasemd mín er sú að útgáfan mætti byggja enn meir á gömlum sígildum verkum höfuðsnillinga bók- menntasögunnar. Bókmennta- ldúbbur eins og þessi á að líta á það sem metnaðarmál að sjá um bókmenntauppeldi. Fáir aðrir sýnast hafa hug á því. Fyrir stuttu hitti ég rithöfund hér í bæ sem upplýsti mig um það að þýddar skáldsögur seld- ust lítt, 500 eintök var talan sem hann nefndi. Ég vona að sú bókaröð sem hefur svarta kili seljist í meira mæli en svo. Ég á við Syrtluröð Máls og menning- ar. Þar er um að ræða þýðingar á 20. aldar verkum í fallegum bókaflokki sem Robert Guillem- ette hannar af stakri snilld. Þar er maður sem sinnir verki sínu á heimsmælikvarða og slíka menn eiga Isiendingar að hafa vit á að heiðra. Syrtlurnar hafa ekki ein- ungis útlitið með sér því inni- haldið stendur jafnan fýrir sínu. Ég hef ekki enn rekist á Syrtlu sem stendur ekki undir kröfum um listrænt innihald. Það er líklega rétt að útgáfa á þýddum verkum skili ekki fjár- hagslegum gróða en hún er mik- ilvægur þáttur í bókaútgáfu hér á landi og verður seint fullþökk- uð. Um þessi jól er sérstök ástæða til að þakka fyrir þýðingu Péturs Gunnarssonar á einu höfuðverki 20. aldar, I leit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust. Sú bók virðist þegar hafa ratað til sinna, eigi að marka tvo kunningja mína sem skiptast á að lesa upphátt úr henni í daglegum strætisvagna- ferðum sínum til og frá vinnu- stað. Meðan til eru lesendur eins og þeir, sem leita til skáld- skaparins í önnum hversdagsins, þá eru metnaðarfullir bókaút- gefendur ekki að vinna til einskis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.