Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 16.12.1997, Blaðsíða 11
X^MT ÞRIDJUDAGUR 16.DESEMBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Úterkomið ætt- artalfólksins frá Kussungsstöðum íFjörðum.íætt- innieru 1.600 manns, meðal annars afkom- endursystra sem þekktarvoru fyrirfegurð. Kussungsstaða fólMð kortlagt „Sem bam var ég í sveit hjá afa mínum og ömmu á Skarði i Dals- mynni, þeim Sigrúnu Guð- mundsdóttur og Jóni Jóhanns- syni. Amma var af Kussungs- staðakyninu og var afar gestrisin, einsog margir af þessu fólki, og afi reyndar líka. A þessum tíma var Skarð í þjóbraut og fólk frá Kussungsstöðum Ieit því oft við í heimsókn, ætti það leið um. Stundum stóð gamli maðurinn meira að segja fram við veg og bauð inn í kaffi, bæði skyldum og óskyldum. Með þessum sífellda gestagangi fór ég að fá áhuga á fólki og spá í hveijir væru skyldir mér,“ segir Jóhanna Daðadóttir á Akureyri. Hún hefur nýlega sent ffá sér ættartal Kussungsstaðætt- ar, en það stendur saman af af- komendum Jóhannesar Reykja- líns Jónssonar og Guðrúnar Sig- ríðar Hallgrímsdóttur, sem bjuggu á Kussungsstöðum í Fjörðum. Ort um fallegar dætur Jóhannes Reykjalfn var fæddur 1840 og Guðrún Hallgrímsdótt- ir níu árum síðar. Jóhannes var sonur séra Jóns Reykjalín, prests á Þönglabakka í Fjörðum. „Þau Jóhannes og Guðrún áttu níu börn sem fæddust 1871 til 1892 og í aldursröð voru þau; Hall- grímur Óli, Sigríður Inga, Val- gerður, Hálfdanía, Trausti, Sig- urbjörg eldri og Sigurbjörg yngri, Guðrún, Jóhannes og Árni. Dætumar voru þekktar um norðlenskar sveitir sakir fegurð- ar og sagan segir að ekkert skáld hér um slóðir hafi ekki ort um þær, hvort heldur var leirskáld eða góðskáld," segir Jóhanna Daðadóttir. Jóhanna segir að í dag telji Kussungsstaðaætt alls um 1.600 manns. Fyrir þremur árum kom fólk af ættinni saman á Grenivík og mættu um 800 manns. Sum- ir Ieggir ættarinnar hafa þó alla tíð haldið hópinn, til dæmis af- komendur Valgerðar sem bjó á Ljómatjörn í Grýtubakkahreppi. Þeir koma saman á fimm ára fresti og kalla sig Lómstiminga. I þeim hópi er meðal annarra þær Valgerður Sverrisdóttir, al- þingismaður, Sigríður Schiöth, kórstjóri á Akureyri og Svan- fríður Jónasdóttir alþingismaður Ættfræðiáhugiim vex „Fljótlega eftir ættarmótið mikla fór ég að viða að mér heimildum í ættartal Kussungsstaðafólks. Eg hef unnið við þetta í frítím- um síðustu ár og ættfræðiforrit- ið Espólín hefur verið mér mikil aðstoð. Eg hef haft samband við mikinn fjölda fólks og haft til stuðnings ýms rit og upplýsingar sem fýrirliggjandi hafa verið,“ segir Jóhanna. Jóhanna gefur ættartal Kuss- ungsstaðaættarinnar sjálf út - og sölu þess annast hún sjálf. Hún segir athyglivert að það sé ekki síst yngsta fólkið er hafi mikinn áhuga á ritinu og af því og mörgu öðru megi ráða að ætt- og sagnfræðiáhugi Islendinga á öllum aldri fari vaxandi. -SBS. AÝJARISLENSKAH ÞJÓÐSÖGUR „M tefllr Albert“ í viðtali við Pétur Rlöndal í Morgunblaðinu íyrir nokkrum árum rifjaði Helgi Hjörvar, for- maður Rlindrafélagsins, upp rafmagnaðan dag þegar örlög ríkisstjórnar Gunnars Thorodd- sen voru að ráðast. Helgi var um þær mundir þingsveinn, það er snúningastrákur í þinginu. Albert Guðmundsson var þá með oddaatkvæði og fyrir lá að hann myndi ekki veita ríkis- stjórninni brautargengi við af- greiðslu fjárlaga. Og Helgi sagði í viðtalinu: „Aður en kom að atkvæða- greiðslunni var gert stutt hlé. Þingmenn þyrptust fram á gang- ana, stóðu í hópum og ræddu málin en það var einsog þeir hefðu Iítinn áhuga á að ræða þau við Albert. Hann gekk frá einum hópi til annars, þar til hann endaði niðri í kringlu við taflborðið og við fórum að tefla. „Þú teflir Albert," sagði Gunrtar Thorodd- sen við Albert Guðmundsson þegar örlög ríkisstjórnar Gunnars voru að ráðast á oddaatkvæði hans. Skákir við Albert fór yfirleitt hægt í gang vegna þess að hann þurfti að skera vindilinn og koma nálinni fyrir. Rrátt tek ég eftir því að skvaldur þingmann- anna verður lágværara og sé að Gunnar Thoroddsen gengur niður stigann og kemur inn í kringluna. Hann stillir sér upp við skák- ina, sem er þá á tfunda leik eða svo og segir. „Þú teflir Albert.“ Það blandaðist engum hugur um tvfræðnina f því. Það kom nokkurt fát á þingmanninn og hann gætti þess lítið hverju hann lék. Tapaði fyrir vikið drottningunni í næsta leik. Þá stóðust áhorfendur ekki mátið og skelltu uppúr. Svo gengu þeir í þingsalinn og réðu örlögum ríldsstjórnar Gunnars Thorodd- sen til lykta.“ Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson. Ljótt af þér Magnús Óskarsson gefur út minningabrot sín á bókinni Með bros í bland og segir þar frá kynn- um sínum við ýmsa þekkta menn, barnæsku sinni á Akureyri, búsetu sinni í Reykjavík og síð- ast en ekki síst á Raufarhöfn, sem honum er greinilega mjög hlýtt til. Þaðan rifjar hann upp vísu Sigurðar Árnasonar, afa Vigdísar Gríms- dóttur. Þótt Raufarhöfn skorti andlegan auð °g enginn sé fegurðarstaður, að lasta sitt eigið lifihrauð er Ijótt af þér, aðkomumaður. Dró fLösktma upp reglulega Magnús Óskarsson: þykir vænt um Raufarhöfn. Magnús var níu sumur í síld og átti eftirminnileg viðskipti við Óskar Halldórsson, íslandsbersa, á Raufarhöfn. „Eg seldi honum inn á ball á Raufarhöfn. Hann vildi borga fyrir fleiri en sjálfan sig og þegar ég spurði hvað þau væru mörg svaraði hann: „Eigum við ekki að segja hundrað og tuttugu". Óskar mætti svo á ballið með kassa af sænsku brennivíni, hundrað síldarstúlkur og nokkra karlmenn. Sat svo á bekk með kassann milli fóta, dró upp flösku og saup á. Gekk að hljómsveitinni, rétti fram tíkall og fékk hana til að spila „Kátir voru karlar“ og bauð upp dömu. Þannig gekk þetta reglulega fyrir sig allt kvöldið. Dæmigerður sólarhriugur Magnús segir einnig frá kynnum sínum af afrískum mennta- manni á Nýja-Garði, Gaston Gréco, sem átti skrautlega en skamma þátttöku í íslensku skemmtanalífi. Hann var boðinn vel- kominn með svarta dauða og svaraði því til að hann „blandaði aldrei“ þó sterkt væri. Ekkert vantaði „upp á menntun og ytri sið- fágurí' hjá manninum þó að „ekki væri skóflustunga niður á villi- manninn," segir Magnús meðal annars. „Þegar leið að hádegi, sunnudaginn sem við buðum Gaston velkominn, studdum við hann til sængur og fórum í mat. Um kvöldið fréttum við af hon-, um í Naustinu og á mánudagsmorgun mætti ég prúðbúinni dömu á leið úr herbergi hans. Þetta reyndist dæmigerður sólar- hringur hjá Gaston." Frásögninni lýkur svo með frétt á því þegar flugvél með Tsjombe, fv. forsætisráðherra Kongó, var rænt og Tsjombe svikinn í hendur óvina af einkaritara sínum og ráðgjafa. „Hann hét Gaston Gréco.“ MIKLU stærri að inuau I bókinni segir Magnús líka ýmsar skemmtisögur af Stefáni listmálara frá Möðrudal og kynnum hans af borgarstjórunum Geir Hallgrímssyni og Davíð Oddssyni. Eitt sinn ku Stefán hafa hitt Davíð á götu og boðið honum inn að skoða málverkin. „A leiðinni inn rákust þeir á húseigandann, heilsuðu honum en ræddu ekki við hann. Sagði Stefán svo frá síðar, „Þegar ég sagðiað Herðubreið værialltof stór, og ískraði í honum hlát- á málverki eftir hann, varð hann hneykslaður urinn, að eftir heimsókn og hissa og sagöi hátt og mjóróma: „Hún er Davíðs hefði húseigand- MIKLU stærri að innan". }nn hætt við að segja honum upp leigunni eins og til stóð.“ Svo heldur Magnús áfram og segir: „Þegar ég sagði að Herðubreið væri alltof stór, á málverki eftir hann, varð hann hneykslaður og hissa og sagði hátt og mjóróma: „Hún er MIKLU stærri að innan“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.