Dagur - 17.12.1997, Qupperneq 2

Dagur - 17.12.1997, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 — MIÐVIKUDA GU R 17.DESEMBER 1997 „ Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil“ segir íjólakvæðinu. Eitthvað á þessa leið hafa þeir hugsað ungir framsóknarmenn, en þeir hafa gefið út spil með myndum af öllum þingmönnum sínum. mynd: e.ól Spilað með þmgmenn Samband ungra fram- sóknarmanna er þessa dagana að gefa út spila- stokka með myndum og vísuin af öllum þing- mönnum flokksins, 15 að tölu. Liðsmenn SUF gefa spilin út í fjár- öflunarskyni en það var Jón Krist- jánsson alþingismaður sem orti vísurnar um samflokksþingmenn sína. „Við höfum rekið okkur á að s -MkW-j | 1 ö™ § <S§Sɧ| 1 I $ JKL. Ingibjörg Pálmadóttir: Sértu mjög lasinn lagast þú, og lifandi uppi stendur, af Langasandi sú Ijúfa frú, ef leggur hún yfir Guðni Ágústsson: Ætíð vill gleðjast með glöðum, á glaðværum stundum hröðum, gæðasál talar gullaldarmál, garpur frá Brúnastöðum. Finnur Ingólfsson: Ekki finn ég að Finni, mér finnst að sá drengur sé „inni", finnst lítið mál, að framleiða ál, ég segi ekki meira að sinni. nýjar leiðir virka best og selja best í Ijáröflunarstarfi. Því ákváðum við gera þetta og ég veit ekki betur en að þingmönnum flokksins finnist þetta allt í lagi,“ segir Einar Skúlason, ritari ,SUF, í samtali við Dag. Spilastokkarnir eru seldir undir yfir- skriftinni Spilum með þingmenn um jólin. Hver stokkur er þannig settur FRÉTTAVIÐTALIÐ saman að mynd af hverjum þingmanni, sem eru alls 15, er á tveimur spilum. Síðan er eitt aukaspil í hverjum stokki, Svarti-Pétur, sem er Árni Gunnarsson, formaður SUF. Með hverjum spila- stokki fylgja tvö kerti og blað, annars- vegar með leiðbeiningum um þrjár teg- undir spila sem hægt er að spila og hinsvegar með vísum um þing- mennina sem Jón Kristjánsson orti. Að sögn Einars Skúlasonar er hægt að spila þrjár tegundir spila með þingmannaspilinu; Minnisspilið, Svarta-Pétur og Þingmann, sem í daglegu tali er kallaður Veiðimaður. I síðastnefnda spilið þarf tvo spila- stokka, en þar getur fjöldi þátttak- enda verið frá tveimur upp í þrjá. Framsóknarspil þessi komu úr prentun í gær og verða seld næstu daga ásamt kertum, á 500 kr. stykk- ið. Þegar hugmyndin var kynnt fyr- ir þingmönnum flokksins á dögun- um mun Árni Gunnarsson, formað- ur SUF, hafa látið svo ummælt að hann hygðist ekki vera í spilastokk þessum sem Svarti-Pétur nema þetta eina kjörtímabil. Hann setti stefnuna á að komast í mannspilin eftir næstu kosningar, hvað sem sú tvíræðni orða hans kann að merkja. -SBS. SDnpir Tónleikar Kristjáns Jóhannssonar voru injög milli tanna manna og almenn ánægja. Sunnan- mcim sem hlýddu á í Akureyrarkirkju notuðu sitt glögga gests auga til að sjá að kappinn var á fleygiferð um sal- hm til að heilsa upp á vini og kunningja milli þess sem hann söng, og þótti fyrirsögn Dags, „Á heimavelli“ einkar viðeigandi. Einn lét þessi orð falla á heimleið: „Á báðum tónleikunum var fullt hús af „konnurum" og sátu ailir úti í sal með þeim- an svip: „iss, þetta get ég nú alveg jafnvel sjálf- ur!““ Mótettukórinn var með í brjóstvasa hetjutenórsins og lulstist í vindhviðum kvaliimi rútu norður til að syngja undir. Tvemiir tónleikar voru teknir með glans - þeir seinni hófust um kl. 23 - og svo upp í rútu aftur um nóttina til að koinast suöur. Margir í vinnu næsta dag! Sameiningannál sveitarfélaga fá nýja vídd í nafnadeilu Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Mikill vilji er til að samcinast í nýju, öflugu, glæstu og sögufrægu sveitarfélagi. En. Nafnið. Enginn viil láta sitt víðfræga nafn, og gæti sú deila orðið til að ekkertyrði úr. Nema Salóinon- inn sem þótti komast næst lausn í pottinum verði látimi ráða: Stokkseyrarfoss! V. Hörður Áskels- son, stjórnandi Mótettukórsins. Sigrún Aðal- bjamardóttir prófessor. Sigrún Aðalbjamardóttir prófessor hefur sentfrá sér shýrslu um vímuefnaneyslu unglinga þarsem fram koma sláandi upplýsingar um vaxandi neyslu. Hassneysla imglinga hefur aldrei veno ineiri — Er vímuefnaneysla unglinga vaxandi og þú sífellt alvarlcgra vandamúl? “Það er alveg Ijóst að svo er, að minnsta kosti miðað við fyrri rannsóknir og þá eink- um hvað tiltekin vímuefni varðar, þ.e. hass og amfetamín. Eg rannsakaði '79-árganginn þrjú ár í röð og þar eru tölurnar yfir þessi efni sláandi og sömuleiðis fer tóbaksnotkun mjög vaxandi. E-pilIan tók hins vegar ekki flug og áfengisneysla virðist svipuð og áður en mér finnst þó alvarlegt hvað þau drekka mikið sem á annað borð drekka.“ — 30% ungmenna 17 ára hafa prófað hass og 12% oftar en 10 sinnum. Er þetta í raun meira en á þeim frægu árum í kringum 1970? “Þetta er rosalega mikið miðað við undan- farin ár og miðað við yfirlitstölur Þórodds Bjarnasonar er þetta vissulega meira en á þessum árum sem þú nefndir. Tölur hjá honum sýndu einn hóp með hærra hlutfall en 30% þá og það var meðal tvítugra ein- staldinga en ekki unglinga. Ég get fullyrt að hassneyslan hafi aldrei verið meiri hjá þess- um aldurshópi. Og það sem meira er; ég náði aðallega í skólafólkið, en aðeins í tak- markaðan hóp þeirra sem hættir eru í skóla. Ég held því að við séum þarna að tala um Iágmarkstölur." — Gefa svör um viðhorf gagnvart vímu- efnaneyslu vísbendingar um æskilegar forvarnaraðferðir? “Þar sem þetta var langtímarannsókn er hægt að sjá hvernig viðhorfin breytast, hvernig þau linast eða herðast eftir aldri. Þau eru jafnvel linust við 14 ára aldurinn en hörðust gegn þessu eru 17 ára ungmenni sem hafa ekki prófað efnin. Viðhorfin eru því ólík og spurning hvort ekki beri að beita mismunandi forvarnaraðferðum eftir aldri.“ — Virðist yera munur á afstöðu foreldra til neyslu unglinga eftir stéttarstöðu eða skólagöngu foreldranna? “Munurinn er lítill miðað við það sem þekkist erlendis. Það sem má segja er að börn mæðra sem hafa háskólamenntun eru líklegri tii að hafa prófað hass en börn mæðra sem eru ófaglærðar eða með litla fagmenntun. Það er ekki hægt að fullyrða um þetta hvað sterkari efnin varðar.“ — Virðist þér að aðgengi unglinga að vímuefnum sé tiltölulega auðvelt? “Já, maður heyrir það, en kannski hefur lögreglan meira um það að segja, því ég spurði ekki að þessu beint. Þó kom fram í beinum viðtölum mínum við unglingana að þau töldu auðvelt að nálgast efnin. Ég þekki svo sem eldú markaðinn, en hugsanlega er aðgengið misjafnlega auðvelt og ef til vill gengur salan í bylgjum. Sölumenn fara kannski af stað þegar krakkarnir eru t.d. að ljúka prófum og þá gengur salan kannsld betur en á öðrum tímum.“ — Áróðurinn gegn E-pillunni virðist hafa sliilað sér vel, en amfetamínið virðist furðu vinsælt. Hejur þú skýringu á þessu? “Nei, kannski er þetta bara spurning um framboð og eftirspurn. En það er þarft að vekja athygli á þessari staðreynd, því það vekur upp hjá mér virkilegan óhug að 15% af 17 ára unglingum hafi prófað amfetamín. Mér finnst þetta óhemju stórt hlutfall."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.