Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 13
 MIÐVIKUDAGUR 17.DESEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR L Tímamótasamning- ur hjá SKÍ og ITLA? Skíðasamband íslands hefur að undanförnu átt í viðræðum við ítalska sportvöruíramleiðandann FILA International um auglýs- ingasamning fyrir I<ristin Björns- son skíðamann. Kristinn Svan- bergsson, framkvæmdastjóri SKI, heldur í dag utan til við- ræðna við ítalska fyrirtækið, en ef samkomulag næst verður það væntanlega tímamótasamningur fyrir íslenskan skíðamann, því Kristinn hefur að undanförnu skíðað á slóðir, sem enginn ann- ar íslendingur hefur komist á til þessa. FILA er einn af þekktari sport- vöruframleiðendum heims og markaðsstaða fyrirtækisins er mjög sterk á Italíu, enda eru flest öll ítölsk landslið í vörum frá fyr- irtækinu. Viðræður SKÍ við FILA hafa staðið yfir alveg frá því að Ólafsfirðing urinn náði 2. sætinu í svigkeppninni í Park City. Einn umboðsmaður FILA var fljótur að koma auga á auglýsingagildi Kristins eftir að hann kom í mark úr síðari ferðinni. Umboðs- maðurinn, sem er vinur Alberto Tomba, límdi á hann auglýsinga- miða frá merkjum fyrirtækisins. SKI setti sig í samband við ítalska framleiðandann og það var upphafið að viðræðum aðil- anna sem staðið hafa á undan- förnum vikum. Kristinn Svanbergsson fram- kvæmdastjóri vildi sem minnst ræða um samninginn og hvaða fjárhæðir væru í húfi. Hann sagði málið enn á samningastigi og óljóst væri um útkomuna. Fimmti á sviglistanum Þrátt fyrir fall í fyrri ferðinni í Sestriere á Italíu er Kristinn í 5. sæti sviglistans í heimsbikarn- um, en Norðmaðurinn Finn Christian Jagge skaust upp í fyrsta sætið með sigrinum í fyrradag. Kristinn hélt til Madonna de Campiglione í gær- dag en næsta mót heimsbikars- ins verður haldið þar eftir eina viku. Kristinn mun æfa þar fram að mótinu. Tilboði í Cole hafnað Manchester United hefur hafnað tilboði frá spánska liðinu Deporti- vo La Coruna, scm bauð enska liðinu 7,5 milljónir punda fýrir Andy Cole. Tilboð spænska liðsins er hálfri milljón punda hærra en Manchesterliðið greiddi fyrir Cole, þegar hann var keyptur frá Newcastle. Pleat til Spurs Búist er við því að Tottenham ráði David Pleat sem sérstakan knatt- spyrnuráðgjafa félagsins á næstu dögum. Pleat, sem var rekinn úr stjórasætinu hjá Sheffield Wednesday, á þó eftir að semja um starfs- lok við Sheffieldfélagið. Pleat var framkvæmdastjóri Tottenham um nokkurra ára skeið á síðasta áratug. Fowler er ekki til sölu Roy Evans, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur látið þau boð ganga út að Robbie Fowler, framherji liðsins og enska landsliðsins, sé ekki til sölu. Arsenal hefur sýnt Fowler mikinn áhuga en litlar Iíkur eru á að hann gangi til liðs við Lundúnaliðið, sem leitar að eftirmanni Ian Wright. Óáuægja meö Dalglish Leikmenn Newcastle eru sumir allt annað en ánægðir með fram- kvæmdastjóra sinn, Kenny Dalglish, og þann sið hans að bóka alla leikmenn á hótel í Newcastle, eflir leiki í miðri viku. Dalglish gerir það til að koma í veg fyrir drykkju leikmanna, en það mælist misjafnlega fyrir. Margir vilja eyða fríkvöldunum heima með fjölskyldum sínum. KÖRFUBOLTI KFÍ áfram í bikarkeppninni Isfirðingar unnu góðan en alls ekki iyrirhafnarlausan sigur á Keflvík- ingum í gærkvöld í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKI og Renault, 93:90. Eftir að heimamenn höfðu komist 20 stigum yfir söxuðu gest- irnir á forskotið og ísfirðingar máttu þakka fyrir að vinna með 3ja stiga mun. — GÞÖ Prinsiim fær óskipta athygli vestanhafs Hnefaleikariim Naseem Hamed, eða Prinsiim eins og hann er gjaman kaUaður, háir sína fyrstn orrustu í Bandaríkjunum nk. föstudags- kvöld þegar hann leggur WBO titil sinn að veði gegn Kevin KeUey. SannkaUað prins-æði hefur gripið um sig í New York, þar sem har- daginn fer fram, en heimamaðurinn Kevin KeUey virðist flestum gleymdur. Kelley er frá New York og hefur ekki keppt í heimaborg sinni í fimm ár. Þrátt fyrir það hefur at- hyglin öll beinst að Hamed og risastór veggspjöld af honum eru vfða í New York. „Eg greiddi leiðina fyrir ná- unga eins og Prinsinn og það er mér að þakka hve fjaðurvigtin er vinsæl í Bandaríkjunum, en mér hefur aldrei verið boðinn samn- ingur eins og sá sem Prinsinn fær fyTÍr að síást. Það er eins og ég sé svarti sauðurinn í hnefa- leikaheiminum, öll athyglin beinist að þessum náunga sem enginn þekkir og er ekki einu sinni héðan," segir Kelley um mótherja sinn, Prinsinn frá Sheffield. Kelley fær ekld aðeins mun minni athygli, heldur fær hann einnig mun minna fé fyrir að slást. Prinsinn fær 1,25 milljónir dala í aðra hönd frá dreifingarað- ilum sjónvarpsefnis (rúmlega níutíu millj. ísl. kr.), en Kelley fær „aðeins“ 400 þúsund dali. Tilmæli frá frænkuimi Meira að segja gömul frænka Kevin Kelley er orðin þreytt á þeirri athygli sem Englendingur- inn fær. „Frænka mín, sem er mjög trú- uð kona og segir aldrei neitt illt um fólk, ræddi við mig um dag- inn og sagði: „Kevin, ég hef séð þessar auglýsingar og hann (Prinsinn) er bæði hrokafullur og illgjarn. Þú þarft að berja hressilega á honum, hann þarf á því að halda," sagði frænkan. Kelley sem er þrítugur að aldri hreppti WBC-titilinn þegar hann sigraði Gregorio Vargos á stigum fyrir fjórum árum. Fjórtán mán- uðum síðar tapaði hann fyrir Al- ejandro Gonzalez og það er eina tap hans á ferlinum til þessa úr 50 viðureignum. Prinsinn hefur aldrei tapað í hringnum og 26 af 28 viðureignum hans hefur hann unnið með rothöggi. Ef Kelley kemur á óvart þá mundi það koma í veg fyrir risa- bardaga prinsins við Junior Jones sem fyrirhugaður er næsta sum- ar. Jones sagði nýlega að hann hefði ekki trú á því að Kelley mundi spilla þeirra veislu. „Kelley er einn af mínum bestu félögum, en ég hef ekki trú á því að hann geti bundið enda á sig- urgöngu prinsins." Ef Kelley sigrar á föstudags- kvöld þá má búast við því að vin- sældir hans muni margfaldast og hann komist í hnefaleika-elít- una, fámennan hóp heims- þekktra hnefaleikara sem þiggja risafjárhæðir í hvert sinn sem þeir berjast. Prinsinn reiður Prinsinn, sem á tvö heimsmeist- arabelti, hefur aldrei háð bar- daga vestanhafs. Hann reiddist mjög um síðustu helgi þegar honum var skipað að hætta æf- ingum á Chelsea Piers æfinga- stöðinni um helgina þar sem hann hafði reiknað með að æfa sig f>TÍr átökin. Ástæðan var sú að starfsfólk stöðvarinnar hugð- ist halda jólagleði. „Hvort metið þið meira bar- dagann minn eða jólaglöggið ykkar,“ var það eina sem heims- meistarinn sagði við eigandann þegar hann strunsaði út. Það þarf ekki að spyrja að því að Prinsinn skipti strax um æfingastöð og æfir nú í Blue Velvet. Framkvæmdastjóri Naseem Hamed, Frank Warren, sagði að framkoma starfs- fólks stöðvarinnar hafi verið með þeim ólfkindum að hann hafi aldrei kynnst öðru eins. Það hafi verið dónalegt og á allan hátt reynt að gera Prinsinum lífið leitt. Því hafi ekki verið um neitt annað að gera en að skipta um æfinga- stöð. - fe/gþö

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.