Dagur - 20.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 20.12.1997, Blaðsíða 1
T HELGARUTGAFA Verð ílausasölu 200 kr. Laugardagur 20. desember 1997 80. og 81. árgangur- 242. tölublað Guðrún Péturs- dðttir sögð tilbúin Kjömefndarmeim ræða við Guðnmii Pétursdóttur iiin að taka 8. sætið á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík og Guðrúu sögð heit, en það stendur í mönnuui að húu gerir kröfu um að vera jafnframt horgar- stjóraefni flokksins. Samkvæmt heimildum sem Dag- ur telur áreiðanlegar hafa tveir kjörnefndarmenn Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík rætt óform- Iega við Guðrúnu Pétursdóttur dósent um að taka 8. sætið á lista flokksins við borgarstjórnar- kosningarnar f vor. Samkvæmt sömu heimildum hefur Guðrún gefið ádrátt um að hún sé tilbú- in í slaginn ef kjömefnd sam- þykkir hugmyndina. Guðrún var spurð að því í gær hvort þetta væri rétt? „Eg hef áður svarað því til að Ég hefáður svarað þvi til að ég muni svara spurn/ngum fjölmiðla um þetta eftir áramót, “ segir Guðrún. ég muni svara spurningum fjöl- miðla um þetta eftir áramót. Ég er önnum kafin í mínu starfi sem stendur og ég er móðir með tvö ung börn og það eru að koma jól og það gengur fyrir sem stend- ur,“ var svarið sem Guðrún gaf. Það er athyglistvert að hún neit- aði ekki spurningunni. „Ég hefí raun ekkert um það að segja. Mér skiist að kjörnefnd sé að fara yfir þessi mái og ætli að gefa sér góðan tíma, “ sagði Árni. Arni Sigfússon, leiðtogi borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins, var spurður um þennan þrá- Iáta orðróm um að Iagt væri að Guðrúnu að taka 8. sætið. „Hef ekkert að segja“ „Ég hef í raun ekkert um það að segja. Mér skilst að kjörnefnd sé að fara yfir þessi mál og ætli að gefa sér góðan tíma. Menn ætli að átta sig vel á stöðunni en snemma f janúar liggi niðurstað- an fyrir. Ég er mjög sáttur við þá meðferð málsins. Þessi umræða er að mínum dómi gagnleg og hlýtur að hjálpa kjörnefnd til að fá hugmyndir um nöfn. Að öðru leyti hef ég ekkert um þetta að segja. Árni staðfesti að sér væri kunnugt um að kjörnefndar- menn hefðu rætt við Guðrúnu Pétursdóttur fjTÍr prófkjörið í haust og farið fram á það við hana að hún gæfi kost á sér í það. Hún hafnaði því. ViU hún verða borgarstjóri? Heimildarmenn Dags fullyrða að ef Guðrún samþykki að fara í 8. sætið á listanum, sjálft baráttu- sætið, muni hún gera kröfu um að verða þá borgarstjóraefni flokksins. Sömu heimildir herma að að því verði ekki gengið. En menn benda Iíka á og spyija hvers vegna Guðrún ætti að leggja sig að veði í 8. sætinu og verða svo bara óbreyttur borgar- fulltrúi ef sigur vinnst. — S.DÓR Jólaverslim með allra mesta móti Mildð annríki var í verslunum landsins í gær og voru kaup- menn sem blaðið ræddi við harla ánægðir með sinn hlut. Margt bendir til að jólaverslunin verði töluvert meiri í ár en í fyrra en þó jókst hún verulega frá því á árinu 1995. Kreppunni er lokið, trúin á góðærið virðist staðföst og viðskiptin blómstra. Einn er þó sá hópur sem á hinn bóginn fagnar ekki endilega aukinni verslun. Agreiðslufólk sem blaðið ræddi við í gær sagði að það hálfkviði helginni og síð- ustu dögunum fyrir jólin þegar verslunin nær hámarki. Alagið er mikið og vex með hverjum degin- um. — Bi> Rut Ingólfsdóttir, starfsmaöur í Levi's-búðinni á Akureyri hefur staðið í ströngu við afgreiðslustörf að undanförnu. Álagið á verslunarfólk á þó enn eftir að aukast og nær toppnum á Þorláksmessu ef að líkum lætur. - mynd: brink Rauð jói fyrir norðan en hvít í Reykjavík? Mislit jöl? Samkvæmt Iangtímaspá Veður- stofunnar ættu samgöngur að ganga snurðulítið fyrir sig fyrir jólin, þar sem spáð er meinleys- isveðri. Bragi Jónsson veður- fræðingur segir að horfurnar á aðfangadag séu þannig að hæg breytileg eða suðvestlæg átt muni ríkja á landinu. Smáél við suður- og vesturströndina en annars þurrt. Hiti verði frá -3 til +3 gráður. A jóladag er útlit fyrir sunnankalda og sennilega slyddu við SV-landið en þurrt annars staðar. „Ef þessi spá gengur eftir erum við að tala um indælisveður. Það er enginn snjór á landinu en lit- urinn er fljótur að koma í éljum og það gæti hæglega gerst að jól- in yrðu hvít fyrir sunnan en rauð fyrir norðan. Mér dettur í hug í því sambandi að Bretlandseyjar hafa verið alveg snjólausar þang- að til nýlega þegar snjóaði á Suð- ur-Englandi. Þar er jörð orðin hvít en alautt fyrir norðan. Sama gæti alveg gerst hér,“ segir Bragi Jónsson veðurfræðingur. Næstu daga er gott veðurútlit, sérstaklega fyrir norðan. Bjart er því yfir ferðalögum innanlands en á Þorláksmessu gæti þó kom- ið suðaustan skot að sögn Braga með rigningu sem e.t.v. gæti haft einhver áhrif á flugsamgöngur. Bl> Fjárlagauidur- staða gagnrýnd Stjórnarandstæðingar gagnrýna harðlega niðurstöðu fjárlaga, en samkvæmt tillögum fjárlaga- nefndar fyrir þriðju umræðu verður aðeins 150 milljóna kr. afgangur á (járlögum. Fullyrt er að til viðbótar þessum litla af- gangi séu falin útgjöld í frum- varpinu sem ekki sé reiknað með þannig að í raun sé mikill halli á fjárlögum. Sighvatur Björgvinsson talar t.d. um 8 milljarða halla. Sjd ítarlegn úttekt á bls. 8-9 HBHH J* 4 dagar til jóla Bjúgnakrækir I p^° SINDRIVJ -sterkur í verki jfl -O 'O

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.