Dagur - 20.12.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 20.12.1997, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 - 7 Dj^ur RITS TJÓRNARSPJALL Getur verið að ein af ástæðunum (yrir árangursleysi byggðastefnu sé að menn hafi hugsað of mikið um þénustu, í stað þjónustu? Menn hafa haldið að með því að byggja upp og tryggja atvinnu - mikla yfírvannu - væri hægt að stöðva fólksflutningana á suð- vesturhornið. Síðan þyrfti kannski að bæta við opinberri þjónustu, og þá sem atvánnu- starfsemi númer eitt, og raun- veruleg þjónusta númer tvö. Þetta hefur brugðist, með til- heyrandi fólksflótta suður. Alltof fá Við erum örþjóð í stóru landi. Alltof fá til að hér fái blómstrað fjölbreytt mannlíf í líkingu við það sem gerist hjá stórþjóðum. Imyndum okkur að vegna loftslagsbreytinga yrðum við að flytja öll til annarrar jafn stórrar eyju, með sömu landkosti, fiski- mið og orku. Þetta væri annað Island, en óbyggt. Við hefðum með okkur öll atvinnutæki, hús og fasteignir. Er líklegt að við myndum dreifa okkur eins um Iandið og nú er? Myndu margir lyjósa að búa fjarri alfaraleið? Nokkur hundr- uð saman í þorpi, með eitt burð- ugt eða óburðugt fyrirtæki, eina verslun, lélega myndbandaleigu, engan veitingastað? Myndu menn vilja stofna til svona byggða, vitandi að engin hagræn rök væru þar á bakvið, enginn at- vinnulegur ávinningur, en dýrt að veita þar þjónustu? Það er ótrúlegt. Hugsanleg ræða á strönd á þessu nýja Islandi hljómaði svona: Við erum fá. Auðugt, fjöl- breytt og fjörugt mannlíf byggist á nálægð. Listamenn þurfa ná- lægð sín í milli til að þroskast. Fræðimenn líka, fyrirtæki þurfa þjónustu og milli þeirra verður að vera samkeppni; samanburð- ur er nauðsynlegur fyrir alla, greiðar upplýsingar. Við höfum ekki efni á öllu því sem stórþjóð- ir geta veitt sér, við verðum að gæta ítrustu hagkvæmni til að Iifa við nútímaleg gæði. Inntakið væri þetta: Við ætlum okkur að vera ríkt samfélag og halda ótrauð til móts við verk- tækni og þekkingu sem einkenn- ir framtíðina: upplýsinga- og þjónustusamfélagið. Og hvað er þar mikilvægast? Mannauður- inn. Til að hann geti eflst eins og gerist hjá ríku þjóðunum þurfum við öfluga borg. 260 þúsund manna byggð er þorp - á heims- mælikvarða. Smáþorp. Við þessa ræðu kæmu upp raddir sem segðu: við skulum ekki endurtaka mistökin frá gamla Islandi. Landið verður að vera allt í byggð. Við viljum ekki borgríki í þessu smáríki. Um leið og þessi sjónarmið virtust ná yfirhöndinni færu nokkrar þúsundir manna að pakka niður aftur og vildu kom- ast strax burt, beint til Köben, London, New York. Þetta væri unga fólkið, best menntaða og kannski framsæknasta fólkið. Við sæjum þá, eins og nú, að örsmár vísir að borg eins og Reykjavík er síðasta vígið til að halda ákveðnu fólki í landinu. Nýjaísland Meginþorri Islendinga stæði hins vegar á þessari nýju strönd og reyndi að gera upp við sig hvar hann vildi búa. Öllu heldur hvernig. Og fólk færi í gegnum krossapróf í huganum. Svona krossapróf glímir fólk við hvar- vetna á landinu þessi misserin, eins og þessir ímynduðu Islend- ingar á nýju eyjunni sinni. Og hvað er á þessu prófi? Ja, hvað er ekki? Frumþörfum hins ríka nútíma Islendings hefur verið svalað: hann hefur atvinnu, húsaskjól, útvarp, sjónvarp, heilsugæslu, jafnvel í flestum tilvikum skóla. Fólk gengur út frá þessum grunnatriðum, næstum því sama hvar það býr. Svo spurningarnar varða ekki grunnþarfír heldur lífsstíl. Þetta eru spurningarnar sem hinn ný- ríki nútíma íslendingur spyr sjálfan sig þegar hann ákveður hvernig hann vilji búa: * Viltu búa þar sem hægt er að kaupa ferskt grænmeti? * Viltu búa þar sem er hægt að fara út að borða? * Viltu búa þar sem hægt er að velja um þrenna eða ferna tón- leika á einni helgi - jafnvel þótt maður fari aldrei? * Viltu búa þar sem hægt er að fá filmu framkallaða á ldukku- stund? * Viltu búa þar sem hægt er að velja um fimm skyndibitastaði í innan við 10 mínúta fjarlægð? * Viltu búa þar sem boðið er upp á málfundi um þjóðþrifamál? * Viltu búa þar sem fæst lífrænt ræktað grænmeti? * Viltu búa þar sem fæst ófrosið kjöt í búðinni? * Viltu búa þar sem fæst kjóll á konuna þína eða spariskyrta á manninn þinn? * Viltu búa þar sem hægt er að kaupa blöð, bækur og græjur sem varða helsta áhugamál þitt? * Viltu búa þar sem hægt er að kaupa nýjan hljómdisk síðdegis um helgi? * Viltu búa þar sem hægt er að velja um kaffihús, krá eða bar á föstudagskvöldi og fara aftur út kvöldið eftir án þess að fínnast þú vera að endurtaka þig? * Viltu búa þar sem hægt er að kaupa einhvern annan ost en skólaost? * Viltu búa þar sem hægt er að láta sér detta í hug að drekka rauðvín um kvöldið og kaupa það án þess að grípa til sér- stakra ráðstafana? * Viltu búa þar sem kennd er nýjasta tækni í Iíkamsrækt? * Viltu búa þar sem ekki tekur jafn langan tíma að komast í helgarferð til London eins og ferðin sjálf tekur? Þetta eru einmitt spurningarn- ar sem fólk spyr sig þegar það vel- ur sér stað sem hæfír þeim lífsstíl sem það telur eftirsóknarverðan. Ekkert eitt þessara atriða skiptir sköpum. En þegar þessi og hundruð annarra sambæri- legra raðast saman í kröfur og þrár, þá höfum við flótta úr dreif- býli í þéttbýli. Allt tengist þetta því sem við skrifuðum um í Degi fyrir nokkru: það búa tvær neyslu- þjóðir í þessu landi. Ein í þétt- býli, hin í dreifbýli. Og megin- þungi í neyslu- og eyðslumynstri nútíma íslendinga liggur í átt til þeirra „gæða“ sem spurt var um að ofan. Sífellt fleiri kjósa að kaupa tilbúinn mat, eyða æ stærri hluta tekna í afjireyingu og þjónustu, ferðalög, skemmt- anir, græjur og smáhluti. Dreif- býlið er afskipt. Ekki vegna þess að það hefur ekki þénustuna. Við sjáum að tekjur eru oft hærri en fyrir sunnan. Heldur vegna þess að það hefur ekki þjónustuna. Möguleikana til að eyða tekjun- um. Þeir sem svóruðu spurningum hér áðan neitandi eiga að búa í afdal. Flestir Islendingar svara meirihluta spurninganna með jái - og fela sig markaðnum á vald, ekki pólitískri byggðastefnu. Hvert er svaxið? Stutta svarið er: fólksflutning- arnir sem hafa staðið undanfarin misseri munu halda áfram og ekkert fær stöðvað þá, til skamms tíma. Lengra svar er: Gagnþróun er hafin, þó í litlu sé. Ákveðin teg- und af fólki snýr frá borgarmiðj- unni. Vel menntað, upplýst, hæft, oft Ijölskyldufólk. Það mun óska þess að búa í hæfilegu þéttbýli með rauðvíni, ostum og hárgreiðslu, en njóta öryggis, þæginda og friðsældar smábyggðar. Og geta skroppið - þá sjaldan að hugurinn girnist - til borgarinnar, eða útlanda. Þessi lífsgæði verða mjög eftir- sóknarverð í framtíðinni: kostir fámennis og fjölmennis samtím- is. Fyrirtæki og sveitarfélög bera á því sameiginlega ábyrgð að boðið verði upp á þennan lífsstíl á landsbyggðinni. Þar sem það er hægt. Sem er ekki alls staðar, þar sem nú er byggð. Það gera fyrirtæki með því að skipuleggja, blanda og haga starfsemi sinni svo að þau tengist og bjóði upp á faglega og félagslega fjölbreytni. Og jafnvel ákveðinn jöfnuð Iíka, því fámenni þolir illa fátækt við hlið uppgripa. Fyrirtæki sem fylgir fjölskyldu- vænni stefnu verður æskilegur vinnuveitandi. Líka fyrirtæki sem verndar fólkið sitt en sendir það ekki heim, leyfir því að læra og bæta sig. Og getur byggt hvata inn í starfið. Fyrirtækin verða líka að ná höndum saman með sveitar- stjórnum. Líf og lífstíll er mjög skilyrt opinberum ákvörðunum. Bær sem kýs að vera illa þefjandi getur ekki verið menningarbær. Að sama skapi er frábært fyrir fjöskyldufólk að búa þar sem er stutt í útivist, skólar eru góðir og heilbrigður andi ræktaður mark- visst í félagsstarfí. Bæir geta hreinlega markaðs- sett sig sem fjölskyldupólitíska bæi. Það kallar á félagslega meðvitund. Og fyrirtældn verða að vera ábyrg fyrir fólkinu: hvers vegna ætti fólk að veðja á sjávar- pláss þar sem ókunn öfl lát greipar sópa um auðlindina og eru farin um leið og verðbréfa- þingið opnar? Hvorki ríkið, sveitarstjórnir né atvinnufyritæki hafa skilið að fólk lifir ekki hólfuðu Iífi. Fram- tíð byggðakjarna, sem nú tíðkast mjög að ræða um, byggist á því að menn skilji og skilgreini styrk og möguleika, og ákveði að koma til móts við væntingar og þrár fólks. Með tæknibreytingum og þró- un atvinnuhátta erum við í raun að byggja nýtt Island. Þær ákvarðanir sem fólk tekur um búsetu grundvallast ekki á stað, heldur tilveru. Og sú tilvera er manngerð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.