Dagur - 20.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 20.12.1997, Blaðsíða 4
4-LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 ro^tr FRÉTTIR L. Kosið lun samemingu 7. februar. Bæjarstjórnin á Selfossi og hreppsnefndir á Eyrarbakka, Stokkseyri og í Sandvíkurhreppi hafa samþykkt að kosið verði um sameiningu þessara sveitarfélaga laugardaginn 7. febrúar nk. Er miðað við að sameining taki gildi 7. júní á næsta ári, verði tillagan samþykkt. Sam- hliða sameiningarkosningum stendur til að fram fari skoðanakönnun meðal íbúa um nafn á nýju sveitarfélagi og það nafn sem flest at- kvæði fær verður fyrir válinu. Fram til 5. janúar nk. getur fólk skilað í sérstaka móttökukassa sem eru í helstu verslunum á svæðinu og á skrifstofum sveitarfélaganna, tillögum að nafni. Tillögurnar verða yf- irfarnar og úr þeim, og að fengnum tillögum sérfræðihóps, verður samhliða sameiningarkosningum kosið um þrjár til tíu tillögur að nafni á sveitarfélagið. Það nafn sem flest atkvæði fær verður gefið nýju sveitarfélagi. Nýr prófastur Við messu í Eyrarbakkakirkju á morgun, sunnudag kl. 14, mun biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, setja sr. Úlfar Guðmundsson inn í embætti sem prófast Ar- nesinga. Kór Eyrarbakkakirkju syngur við athöfnina, en organisti og stjórnandi kórs er Haukur Gíslason. Verslim Guðlaugs lokað Verslun Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka, sem starf- rækt hefur verið frá árinu 1917, hætti starfsemi sinni fyrir nokkrum dögum. Kaupfélag Arnesinga keypti lager verslunarinnar, en nokkur hluti varningsins þar var komið nærri síðasta söludegi. Það var Guð- Iaugur Pálsson sem rak verslunin frá 1917 og fram til dánardægurs haustið 1993, en þá tók Svanhildur Hauksdóttir, sonardóttir hans við, og rak verslunina, þar til yfir lauk á dögunum. Kjjöt á Náttúnumi Vikið verður frá grænmetisfæðinu á Heilsustofnun Náttúrulækn- ingafélags Islands um jólahátíðina. Þar verða á aðfangsdagskvöld í boði réttir einsog Bayonne-skinka, kalkúnakjöt og hangikjöt. „Mun þetta vera í eina skiptið á árinu sem kjöt er á boðstólum á Heilsu- stofnun NLFI,“ segir í Sunnlenska fréttablaðinu. Ólafur Skúla- son. Jóláhúsin í bænum Kunngjörð hafa verið úrslit í samkeppni um fagurlegast jólaskreyttu húsin á Húsavík. I fyrsta sæti varð húsið Lyngbrekka 17, eign Bene- dikts Kristjánssonar og Sigrúnar Erlingsdóttur. I flokki fyrirtækja varð hlutskarpast Bókaverslun Þórarins Stefánssonar fyrir glæsilega gluggaskreytingu. Miðnæturmessa á aðfangadag Sóknarpresturinn á Húsavík, séra Sig- hvatur Karlsson auglýsir miðnæt- urguðsþjónustu í Húsavíkurkirkju á aðfangadag. Ekki hefur áður verið messað á þessum tíma í kirkjunni, sem fagnaði 90 ára afmæli á þessu ári. Oft hefur bekkurinn verið þröngt set- inn í hinni hefðbundu aðfangadags- messu kl. 18, og vona menn að að- sóknin dreifist eitthvað við þessi ný- mæli. Fjárhagsáætlun lögð fram Fjárhagsáætlun Húsavíkurkaupstaðar fyrir árið 1998 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn á dögunum. Helstu niðurstöður áætlun- arinnar eru þær að heildartekjur bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja eru áætlaðar 616 milljónir og heildarrekstrargjöld 475 milljónir. Tekjuaf- gangur sem hlutfall af heildartekjum er áætlaður 23% en var 26% sl. ár. Til verklegra framkvæmda og fjárfestinga er áætlað að veija 442 milljónum á móti 279 milljónum á yfirstandandi ári, og nemur hækk- unin 58%. I árslok 1998 eru langtímaskuldir bæjarsjóðs og bæjarfyr- irtækja áætlaðar 333 milljónir eða 54% af heildartekjum. Tiltölulega fá verkefni hafa verið unnin i nýsmiðum skipa að undanfömu. Því er ekki að undra að marga fýsi í viðamikil verkefni. Myndin er tekin i Siippstöðinni á Akureyri. Góðmeimska LÍÚ ekki ftíl fyrtr hálfan milljarð Bæjarstjóm Akureyr- ar hefur eiuróma sam- þykkt að leitað verði allra leiða til að nýtt hafrannsóknaskip verði smíðað hérlendis. Samþykkt bæjarstjórnar Akureyr- ar áréttar einnig mikilvægi marg- földunaráhrifa þannig að um gíf- urlegan ávinning sé að ræða fyrir atvinnulífið. Að fá slíkt verkefni til Akureyrar yrði mikil lyftistöng í atvinnulegu tilliti enda um tugi starfa að ræða. Bæjarstjórn Akur- eyrar treystir því að málið verði sérstaklega skoðað með þjóð- hagsleg áhrif í huga. Vegna til- tölulega fárra verkefna í nýsmíði á undanförnum árum er hætta á að sú reynsla sem skapast hefur hérlendis við smíði skipa muni hverfa komi ekki einhver stór verkefni til á næstu misserum. Eiríkur Tómasson útgerðar- maður f Grindavík, varaformaður LIU og formaður bygginganefnd- ar skipsins, segir að verið sé að yfirfara þau tilboð sem bárust í smíði skipsins og síðan verði samið um smíðina. Af tæpum 20 tilboðum hafa nokkur tilboð þeg- ar dottið úr skaftinu vegna þess að þau uppfylltu ekki skilyrði í útboðsgögnum. Eiríkur segir að niðurstaðan liggi ekki fyrir fyrr en um miðjan janúarmánuð þar sem mörg fyrirtæki í Evrópu Ieggi niður starfsemi fyrir jól og allt til 5. janúar 1998. „Við látum ekki hálfan milljarð í styrk til byggingar hafrann- sóknaskips umfram milljarðinn sem það kostar að byggja skipið t.d. í Kína ef gæði eru sambæri- leg. Það er nóg að taka þann kostnað að sér sem er hagstæð- astur okkur, en við munum ekki sætta okkur við að smíði skipsins kosti hálfum milljarði meira inn- anlands en utan, góðmennska okkar ristir ekki alveg svo djúpt. Það var upphaflega miðað við að bygging skipsins kostaði einn milljarð króna úr Þróunarsjóði og í hann verður áfram greitt,“ segir Jónas Haraldsson, lögfræð- ingur LÍÚ. — gg Sameiningarviima í Borgarfirdi Unuið er að samein- ingu sveitarfélaga í Borgarfirði. Ýmist er búið að uudirbúa sam- einingarkosningar, nýlokið könnun eða viöræður á byrjunar- stigi. Sameiningarkosningar verða í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar í janúar, en þá munu hrepparnir þar ásamt Hvítársíðuhreppi kjósa um sameiningu sín á milli. Um er að ræða Skorradalshrepp, Andakílshrepp, Lundarreykja- dalshrepp, Reykholtsdalshrepp og Hálsahrepp, auk Hvítársíðu- hrepps. Búið er að halda kynningar- fundi í öllum hreppunum en vinnan hófst á miðju ári 1996 en þá komu sveitarstjórnirnar í Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar sér saman um að kjósa tvo úr hverri sveitarstjórn í sameiningarnefnd. Einn sameig- inlegur kynningarfundur verður haldinn í byijun janúar en kosið verður um sameiningu 17. janú- ar á næsta ári. Hvítársíðuhrepp- ur, sem er í Mýrasýslu, ákvað að fljóta með hreppunum í sunnan Skarðsheiðar eftir skoðanakönn- un sem fram fór í hreppnum. Nýlega lauk skoðanakönnun um mögulega sameiningu í þeim hreppum Mýrasýslu sem standa utan Borgarbyggðar, að Hvítár- síðuhreppi undanskildum. Nið- urstaðan varð sú að meirihluti var fyrir sameiningu í Þverárhlíð- arhreppi, í Álftaneshreppi var lít- ill meirihluti gegn sameiningu en stærri meirihluti gegn samein- ingu í Borgarhreppi. Ekki er Ijóst með framhald sameiningarmála í kjölfar niðurstöðuni i :r, en búast má við því að kosið verði um sameiningu a.m.k. í Þverárhlíð- arhreppi. I sveitarfélögum Borgarfjarðar- sýslu sunnan Skarðsheiðar eru hafnar viðræður um mögulega sameiningu við Akranes og hefur verið haldinn einn fundur. Sveit- arfélögin sem þar um ræðir eru Leirár- og Melahreppur, Skil- mannahreppur, Hvalfjarðar- strandarhreppur og Innri-Akra- neshreppur auk Akraneskaup- staðar. -OHR Arkitektar og aðrir Degi hefur borist athugasemd frá Norðurlandsdeild Arkitektafélags Islands, þar sem vitnað er til fréttar í blaðinu þann 4. desem- ber vegna málaferla sem risið hafa vegna hönnunarvinnu við veitingastaðinn Kaffi Akureyri. I fréttinni sagði að húseigandi hafi leitað til annars arkitekts áður en hönnun var lokið, og í framhaldi af því hafi fyrri arkitektastofa þá höfðað mál vegna þóknunar sem hún taldi vangreidda. Þá kom fram í fréttinni að þriðji aðili í málsins, titlaður arkitekt í frétt- inni, hafa skrifað uppá teikning- ar upphaflegs hönnuðar. Vegna þess vill áðurnefnd deild innan Arkitektafélags íslands hins veg- ar taka fram að enginn þeirra sem koma við sögu í fréttinni hafi Ieyfi til þess að nota það starfsheiti. Sé „...stétt arkitekta því blandað inn í mál þetta, al- gerlega að ósekju," einsog segir í athugasemdinni. SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.