Dagur - 20.12.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 20.12.1997, Blaðsíða 10
10- LAUGARDAGUR 20.DESEMBER 1997 ÞJÓÐMÁL ^ l. J Uppskríft að íslandsmeist- itnmi framtíðaríimar? Skiptar skoðanir eru um hvort KA og Þór á Akureyri ættu að sameinast. Greinarhöfundur segir að metnaður félaganna ætti að felast í þvi að eiga sem flesta leikmenn úr sínum röðum I sameinuðu liði í meistaraflokki. Þróun mála í knattspyrnu á Akur- eyri hefur verið með þeim hætti undanfarin ár að ég er ekki ánægður. Að geta ekki farið og séð Ieiki í efstu deild karla þar í bænum, heldur þuría að keyra út í Olafsfjörð ti! þess, þykir mér slæm staða. Ekki má skilja orð mín svo að það sé óeðlilegt að Leiftur sé í efstu deild, það er hið besta mál, hinsvegar finnst mér í hæsta máta óeðlilegt og til vansa fyrir Akureyringa að eiga ekki meistaraflokkslið karla í knatt- spyrnu í efstu deild. Staðan í dag Líklega er Akureyri ekki nógu stór til að þar geti verið tvö meistara- flokkslið í efstu deild, skipuð heimamönnum að mestu, enda er hvorugt þar í dag. Hér eru fé- lögin KA og Þór komin í slæma stöðu, raunar í vítahring sem erfitt virðist vera að vinna sig út úr. Efnilegir og góðir leikmenn eru nefnilega auðkeyptir annað, þvf allir vilja jú leika í efstu deild. Þar liggur leiðin áfram til þroska í knattspyrnu og jafnvel til at- vinnumennsku á erlendri grund eins og ótrúlega mörg dæmi hafa sannað nú í haust. Þessari stöðu finnst mér að verði að breyta. Fyrirmynd uitglmga Allir þurfa fyrirmyndir í lífinu, ekki síst unglingar í íþróttum. Einhverja til að líta upp til! Fyrir- myndirnar eru þeir sem eru að leika í meistaraflokkum félag- anna og þar hefur staðan á Akur- eyri ekki verið nógu sterk undan- farið. Ég held að sameinuðu íþróttabandalagi myndi ganga betur að halda í góða leikmenn og hafi því alla burði til að vera meiri og betri fyrirmynd unglinga á Akureyri. Þetta tel ég raunhæft ef kraftar fullþroska knattspyrnu- manna á Akureyri eru lagðir sam- an og þeir bestu spili undir einu merld, gegn öðrum toppliðum á Islandi. Eg kem ekki auga á greið- ari Ieið fyrir knattspyrnu á Akur- eyri til að rísa upp úr þeim öldu- dal sem hún virðist vera í þessi misserin. Unglingarnir þurfa að fá að sjá fleiri góða knattspyrnu- leiki á Akureyri þannig að þeir sjái að hvetju þeir skuli stefna. Hvað ber að gera Meistaraflokka karla hjá Þór og KA í knattspyrnu á umsvifalaust að sameina undir eitt íþrótta- bandalag með sérstaka stjórn þar sem bæði félögin ættu fuiltrúa. Ráðinn yrði þjálfari sem sátt væri um í þessari stjórn. Við samein- inguna myndu sparast umtals- verðir peningar, s.s. varðandi ferðalög og þjálfara. Þá peninga mætti gjarnan nýta til að efla unglingastarfið. Starf yngri flokka félaganna mætti vera með svipuðu sniði og er í dag. Metnaður félaganna KA og Þórs fælist svo í þvi að ala upp og eiga sem flesta Ieikmenn í þessu íþróttabandalagi (IBA) eða hvað sem það yrði kallað. Þannig yrði samkeppnin enn til staðar upp alla yngri flokka og markmið allra að fá að spila fyrir hönd bandalagsins þegar þroska og fullri getu í fótboltanum er náð. Líklega væri skynsamlegt að þessi samruni eða samstarf næði niður til 2. flokks karla einnig. Þáttur bæjaryfirvalda Eitt af því sem fólk veltir fyrir sér þegar rætt er um búsetu, er hvernig félagslegar aðstæðurá hverjum stað erur Þar koma inn þættir eins og hvernig er að ala upp börn á staðnum, hvernig er staða grunnskóla og möguleikar á framhaldsnámi. Íþróttalíf og æskulýðsstarf almennt vegur einnig þungt hjá mörgum ekki síst með tilliti til forvarna og heil- brigðra lífshátta. Nauðsynlegt er að fá bæjaryfirvöld að málinu og öflug fyrirtæki á Akureyri til að styrkja við nauðsynlegar fram- kvæmdir, s.s. eins og yfirbyggðan knattspyrnuvöll á Akureyri. Akur- eyran öllur hefur þannig umgjörð að auðvelt er að skapa rífandi stemmningu, sameinist allir heimamenn um eitt lið. Akureyr- arvöllur myndi sóma sér vel sem heimavöllur Islandsmeistara og þarf það að gerast sem fyrst. Að lokiun Með samstilltu átaki allra aðila ætti knattspyrna að geta orðið enn betri með þessum hætti. Iþróttabandalagið hefði alla burði til að verða í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn innan fárra ára. Þar væri á ferðinni öflugt knattspyrnulið, að mestu skipað úrvals knattspyrnumönnum úr héraðinu, dyggilega stutt af Ey- firðingum öllum sem unna góðri knattspyrnu. Það eina sem vantar í dag er nýtt skipulag, fjárhags- lega raunhæft, sem unnið er eftir af dugnaði og metnaði, með mjmdarlegum stuðningi bæjaryf- irvalda. Með ósk um góða tíð í knatt- spyrnu á Akureyri ... til framtíðar. Vandræðin með Liuidarskóla JÓN HJALTASON SKRIFAR „Því miður er margt í þessum greinum sem ekki á við rök að styðjast," skrifar Asta Sigurðar- dóttir bæjarí'ulltrúi (sjá Dag 11. des. '97) og á m.a. við grein und- irritaðs er birtist í sama blaði þann 18. nóvember. Greinin var skrífuð í tilefni fundar er foreldr- ar barna í 7. bekk Lundarskóla héldu þann 27. október. Alllöngu síðar fékkst grein mín birt í blaði okkar landsbyggðar- manna, þá stytt með rnínu sam- þykki enda hvað eru menn að vilja upp á dekk með langhunda sem enginn nennir að lesa. Ef til vill hefur þetta tvennt slegið ryki í augu Ástu. Fyrir vikið áttar hún sig ekki á eðli greinar- innar og skrifar því: „Um heim- ildir að hinni fyrri [þ.e. grein minni] veit ég ekki“. Grein mín átti einfaldlega að vera fundargerð títtnefnds fundar sem foreldrar stóðu að en ekki Ásta eða skólanefnd. Þar urðu skoðanaskipti sem skelfdu mig og þess vegna hljóp ég í blað okkar Akureyringa. Hin auðvelda upp- lýsingaleið, sem Ásta er svo vin- samleg að benda mér á, hefur því verið farin. I langhundi mínum bið ég fundarmenn að leiðrétta mig fari ég með rangt mál og bið þá (og alla aðra) að taka niður pólitísku gleraugun og fjalla málefnalega um framtíð Lundarskóla. Ég tek ekki þátt í neinum pólitískum hráskinnsleik þegar kemur að framtíð barna á Akureyri. Þessi orð mín hefur Ásta lesið eins og skrattinn Biblíuna. Ég vil því aft- ur draga saman það helsta sem kom fram á títtnefndum fundi í 1 s uu iiuu iosa fvlnir AHt í jó/abakstui AUt í jólamatinn Opið aiia daga kl. 11-23 Lundarskóla þann 27. október síðastliðinn. (1) Lundarskóli er of IítiII til að geta hýst fleiri nemendur með góðu móti. Fyrir vikið mun hann ekki, að öllu öðru óbreyttu, geta veitt öllum nemendum sínum lögbundna kennslu næsta vetur (’98/’99). Þetta sagði Hörður Olafsson skólastjóri. (2) Samkvæmt núverandi verk- efnadagskrá bæjarstjórnar í skólamálum mun ekki verða byggt við skólann fyrr en árið 2001 - eða síðar. Þetta sagði Einar Jóhannsson (starfar í byggingadeild Akureyrarbæj- ar). Sigfríður Þorsteinsdóttir staðfesti þetta. Brynjar Skaptason, sem sæti á í skólanefnd og mættur var til fundarins, sagði orðrétt: „Það er fræðilegur möguleiki að fá hér nýja byggingu haustið 1999.“ Hann tók þó líka undir orð Ein- ars og Sigfríðar. Lítum nánar á nokkrar afleið- ingar þessa: 1. Væntanlega mun 1. bekk haustið 1998 verða skipt í tvær bekkjardeildir í stað þriggja og verða Iíklega 20 til 22 börn í hvorri. 2. Áttundi bekkur mun verða af heimiliskennslu næsta vetur (og þá væntanlega 8., 9. og 10. bekkur Lundarskóla á meðan húsnæði hans verður ekki aukið). 3. Kennsla í eðlisfræði mun verða sett á hakann næsta vetur og kannski lengur vegna húsnæð- isskorts. 4. Svipuð ógn virðist steðja að náttúrufræðikennslunni. 5. Tölvunarfræðin er líka til vandræða og ekki Ijóst hvernig á að leysa það mál. 6. Strax veturinn '99/2000 mun skapast neyðarástand við skól- ann. Ekkert rými verður þá fyr- ir 1. bekk og væntanlega mun 2. og 3. bekk verða kennt í eins stórum hópum og kostur er. Og er nokkur goðgá að ætla að allt annað skólastarf muni líða fyrir þrengslin? Þetta eru atriði, Ásta, sem við ættum að ræða. Ég neita því alls ekki að sumt er ofvaxið mínum skilningi. Ég rembist þó eins og rjúpan við staurinn að skilja en til þess að ég hafi árangur sem erfiði þarf að ræða tilteknar staðreynd- ir. Ég á svo óskapega erfitt með að skilja almennt orðaðar fullyrð- ingar um skilningsleysi mitt - sem ég neita þó alls ekki að geta vel átt við rök að styðjast. Það sem við ættum þó fyrst og fremst að gera, Ásta, er að velta því fyrir okkur hvort ekki sé rétt að fresta því að gera Lundarskóla skylt að taka við 8., 9. og 10. bekk. Eru vandræði Brekkuskól- ans (Barnask. Ak.) svo aðkallandi og stórvægileg að þau réttlæti þá úlfakreppu sem þessi breyting mun setja Lundarskóla í? Þetta er spurningin sem ég vil fá þitt svar við Ásta og skóla- nefndar. Hvað segið þið um þetta Jón Ingi Cæsarsson og Brynjar Skaptason? Hvert er álit skóla- stjórnenda Brekkuskólans? Og hvað segja stjórnendur Lundar- skóla? Eða eru bæjaryfirvöld reiðubú- in að byggja við Lundarskóla þannig að viðbyggingin verði til reiðu alls ekki síðar en haustið 1999?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.