Dagur - 24.12.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 24.12.1997, Blaðsíða 3
 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 24.DESEMBER 1997 - 3 Áitægðir unglæknar áAlmreyri Sumum fiimst kannski kominn tími á „karlinn“ Guðmundur Bjamason, umhverfisráðherra. Guðmundur Bjama- son umhverfisráð- herra segir orðróm um að hann eigi stutt eftir sem ráðherra ekki koma sér á óvart. „Ég svaraði þessum orðrómi í haust þegar hann fór af stað. I raun hef ég engu þar við að bæta en auðvitað veit enginn sína æv- ina fyrr en öll er í þessu sem öðru. Ég hef ekki hugsað mér það að breytingar séu á döfinni," sagði Guðmundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfisráð- herra í samtali við Dag um þann þráláta orðróm að hann sé á leið út úr pólitík. Orðrómurinn fékk byr undir báða vængi þegar Steingrímur Hermansson seðlabankastjóri lýsti því yfir á dögunum að hann ætli að láta af störfum 1. júlí næstkomandi þótt hann geti, lögum samkvæmt, setið út næsta ár. Guðmundur Bjarnason er reyndur bankamaður og því er haldið fram að hann taki við af Steingrími. Dagur spurði Guðmund hvort hann útilokaði algerlega að hann dragi sig í hlé áður en kjörtíma- bilinu lýkur: „Það er ekki hægt að segja að eitthvað sé að gerast. Það hafa engir nema ljölmiðlar rætt hugs- anlegar breytingar við mig og ég hef ekki rætt þær við nokkurn mann. Hins vegar er ég búinn að vera 20 ár í pólitík og þess vegna getur það verið að einhverjir í kringum mig tali um að Jtað sé kominn tími á „karlinn". Eg man þá umræðu sem ungur maður þegar við ræddum um hvenær væri kominn tími á þá sem voru á undan manni, þannig að um- ræðan nú kemur mér ekkert á óvart,“ sagði Guðmundur. „Ykjusagnahöfimdiu- Alþýduflokksins“ Því var haldið fram í DV í vik- unni að Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra væri á útleið úr pólitík. Hann var spurður um málið í gær: „Það er einföld skýring á þess- ari kjaftasögu um að ég sé að hætta í pólitík. Eftir að DV tengdist þingflokki Alþýðuflokks- ins, þá hefur ýkjusagnahöfundur Alþýðuflokksins fengið nokkuð frjálsar hendur við að skrifa þar fréttir. Þegar dregur að jólum fær hann að njóta sín á útsíðum blaðsins og því held ég að þessi saga eigi sér þær rætur. Hún á alla vega ekki rætur í neinni ákvörðun sem ég hef tekið,“ sagði Þorsteinn. -S.DÓR „Vinnustaðasamningurinn við unglækna á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri er trúnaðar- mál, en ég get sagt að þar eins og annars staðar var yfirvinnu- prósentan meginkrafan og unglæknarnir eru mjög ánægðir með samninginn," segir Bryn- hildur Eyjólfsdóttir, formaður Félags ungra lækna, í samtali við Dag. Unglæknar á Akureyri hafa dregið til baka uppsagnir sínar, en þar sögðu átta af níu unglæknum upp. Það gerðist eft- ir að vinnustaðasamningur tókst við stjórn Fjórðungssjúkrahúss- ins. Meginástæða uppsagna unglækna um Iand allt er að í ný- gerðum samningum við Lækna- félag Islands og Læknafélag Reykjavíkur var yfirvinnupró- sentan lækkuð úr 1% af dag- vinnulaunum í 0,8% og má skilja þróunina svo að á Akureyri hafi þetta verið lagfært að öllu eða mestu Ieyti. Einnig voru vinnu- staðasamningar langt komnir á sjúkrahúsinu á Akranesi, en að sögn Brynhildar strandar þar á að stjórn sjúkrahússins vildi aðeins semja til áramóta, en þá kemur nýr hópur unglækna til starfa. Allir þrír unglæknarnir á Akra- nesi sögðu upp. FÞG Tíðarfarið á landinu hefur verið með eindæmum gott undanfarnar vikur. Þessir hressu garðyrkjumenn voru að sinna uppskerunni í gær, en það eru afar óhefðbundin störfá Þoriáksmessu. mynd: hilmar. Jólákartöflur teknar upp á aðventunnl Jólakartöflurnar frá Reykjum í Mosfellsbæ þarf ekki að afhýða. Þær eru nýkomnar upp úr mold- inni hjá garðyrkjubændunum þar. Helgi Asgeirsson er garð- yrkjubóndi á Reykjum, en tví- burarnir Sveinn og Sverrir hafa stjórnað aðgerðum að undan- förnu. Tíðarfarið á landinu hefur ver- ið með eindæmum gott undan- farnar vikur. Það þýðir að ferskt og gott grænmeti er á boðstól- um. Þannig voru nýjar kartöflur teknar upp á aðventunni í Mos- fellssveit, fallegar rauðar, stinnar og sætar á bragðið. „Við höfum aldrei áður náð því að taka upp í desember. Það var skilið eftir smávegis af kartöflum í haust, og það nýtist vel núna, því við erum búnir að ná í þetta allt saman, nema svolítið af gul- rótum í Víðinesi þar sem við erum líka með garða," sagði Sveinn. Nýtt og ferskt kál hefur verið á boðstólum frá Reykjum, hvítkál, kínakál, rauðkál og brokkolí og fleira, allt ræktað úti. Risarófur á stærð við handbolta hafa verið að koma upp úr görðunum á þessum mildu vetrardögum, of stórar fyrir almennan markað en úrvals vöru eigi að síður. -JBP Rauðvíii og koníak á jólum Freyðivín og kampavín um áramót. Starfsfólki fjölgað. Opið kl. 10-12 á laugardag. „Það er meira um rauðvín og koníak um jólin en á öðr- um árstímum. Um áramót er það svo freyðivín og kampavín,“ segir Þór Oddgeirsson aðstoðarforstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins, ÁTVR. Reiknað er með að landsmenn eyði 800-900 milljónum króna í áfengiskaup í desember, eða hátt í einn milljarð króna. Lætur nærri að það sé tvöfalt miðað við það sem gengur og gerist í venjulegum mánuði. Þrátt fyrir mikil rauðvíns- og koníakskaup um jólin er bjór- salan mikil og fer vaxandi. Sem dæmi um áfengiskaup landans þá keypti hann áfengi fyrir um 7 miljarða króna í fyrra og er þá virðis- aukaskattur meðtalinn. -GRH Á Suður- skautsjökli á jólanótt Islendingarnir Ingþór Bjarna- son, Ólafur Haraldsson og Haraldur Ólafsson voru á Þor- láksmessu 250 km frá Suður- pólnum í 2.300 metra hæð í djúpum rifsköflum og miðaði hægt. Þeim félögum hefur mið- að 24 til 26 km á dag en upp- hafleg áætlun var að ganga 20 km á dag. 25 stiga frost er þar sem þeir eru og ef áætlunin gengur eftir munu þeir gista á Suðurskautsjökli (Antarctic Glacier) á jóla- nótt og næstir þeim verða Ástralíumenn í 150 km fjarlægð. Þeir fé- lagar hafa engan frídag tekið sér og aðeins tafist um einn dag vegna veðurs. Á aðfangadagskvöld verður kveikt á jólakerti, sett upp jólatré og jólaborði og sungnir jólasöngvar. Þeir félagar munu borða jólasteik og hugsa heim til fjölskyldna sinna á Islandi. Rifskaflarnir hafa verið erfiðir yfirferðar en ef ekkert fer úrskeiðis verða þeir á Suðurpólnum á nýársdag. Þaðan verður flogið með þá á Twin-Otter til grunnbúðanna í Patrot Hill og síðan til Punta Arenas í Chile og til íslands gegnum Florida um miðjan janúarmánuð. Banaslys við Nauteyri Banaslys varð á veginum við Nauteyri við Isafjarðardjúp á mánudagskvöldið er jeppabifreið fór þar út af veginum og valt. Öku- maður, karlmaður á fimmtugsaldri, ér talinn hafa misst stjórn á bifreiðinni í lausamöl, kastast út úr henni og lent undir henni og er talið að hann hafi látist samstundis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.