Dagur - 24.12.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 24.12.1997, Blaðsíða 13
 MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR íhuga málsókii á hendur KSÍ vegna tryggingami ál a Eiður Smári Guðjohn- sen og foreldrar hans eru að íhuga málsókn á hendur Knatt- spymusambandi ís- lands, vegna þess fjár- hagstaps sem Eiður Smári hefur orðið fyr- ir frá því hann meidd- ist í U18 ára lands- leik íra og íslendinga fyrir rúmu einu og hálfu ári. Mál Eiðs Smára vekur upp þær spurningar af hverju atvinnu- knattspyrnumenn tefla Iifibrauði sínu í hættu fyrir íslensk landslið og hvort Eiður Smári eigi eftir að gefa kost á sér í landsliðið í framtíðinni. Olöf Einarsdóttir, móðir Eiðs Smára, segir son sinn ekki gera það að óbreyttu. Olöf og Arnór Guðjohnsen, foreldrar Eiðs, hafa þegar fengið lögfræðinga til að kanna fyrir sig hver staða sonar þeirra er í þessu máli. Þau ráðguðust við Frank Arnesen, hinn kunna danska leikmann á árum áður, sem nú er framkvæmdastjóri PSV Eind- hoven og að sögn Olafar þá er hann eldd í nokkrum vafa um að KSÍ sé bótaskylt gagnvart Eiði Smára, sem hefur tapað allt að helmingi af launum sínum vegna meiðslanna. Um er að ræða svokallaðar „bónusgreiðsl- ur“, sem eru, að minnsta kosti hjá PSV Eindhoven, stórt hlut- fall af launum A-liðsmanna fé- lagsins. Um háar fjárhæðir er að ræða, en málið hefur einnig haft mikil leiðindi í för með sér fyrir Eið Smára, sem hefur gengist undir þrjár skurðaðgerðir og er skyldur til að mæta á allar æfing- ar hollenska liðsins, þrátt fyrir að geta ekki gert annað en horfa á félaga sína. Metinn á 500 milljónir Eiður Smári var af mörgum tal- inn efnilegasti knattspyrnumað- ur Islands í fyrravor og búið var að meta hann á 500 milljónir kr. áður en hann hélt í drengja- landsleik gegn Irum í fyrravor. Sú för hans var ekki litin hýru Það verður ekkert jólafrí hjá landsliðsmönnum Islands í körfubolta. A annan dag jóla heldur liðið til Luxemburgar þar sem það tekur þátt í sterku fjög- urra Iiða móti. Andstæðingar Is- lands verða heimamenn í Lux- emburg, Austurríkismenn og Pól- land U-22. Undirbúningur liðs- ins hófst af fullum krafti á laugar- daginn og munu æfingar standa yfir alla hátíðina. Það verður skarð fyrir skildi í ís- lenska liðinu að Teitur Örlygsson, Sigfús Gizurarson og Herbert Arnarson verða ekki með í ferð- inni. Teitur og Sigfús gefa ekki kost á sér en Herbert er meiddur. Einn nýliði er í hópnum, KR-ing- auga af forráðamönnum PSV Eindhoven, þar sem Eiður var búinn að vinna sér fast sæti í að- alliði Eindhoven og átti skömmu síðar að keppa í úrslitum bikar- keppninnar. Eiður Smári var „sparkaður niður“ í leiknum og í ljós kom að hann var fótbrotinn. Endurhæfingin gekk seint fyrir sig, þar sem brotið náði ekki að gróa eðlilega saman. Bein óx á milli sköflungs og kálfabeins. Slíkt er afar sjaldgæft en gerist þó alltaf öðru hvoru og þá annað hvort hjá gömlu kyrrsetufólki eða hjá íþróttamönnum sem eru með mikið blóðflæði. Ef Eiður Smári hefði verið fljótur að ná bata, er Iíklegt að það hefðu verið endalok málsins, Hann [Eiður Smári] spilar ekki meira með íslensku landsliði fyrr en þetta mál er frágengið, þannig að allir leik- menn landsliðsins séu tryggðir. en Ólöf Einarsdóttir, móðir Eiðs Smára, segist hafa verið hissa, þegar hún komst að því fyrir stuttu að sonur hennar var ekki tryggður af hálfu KSI. Fer ekki hænufet... „Þegar pabbi hans (Arnór Guðjohnsen) meiddist í lands- leik og var frá meira og minna í þrjú ár hjá Anderlecht, var geng- ist fyrir því að KSI, þá undir for- mennsku Ellerts Schram, að sambandið tryggði þá leikmenn sem leika með erlendum liðum og ég vissi ekki betur, en það væri ennþá gert þegar Eiður Smári byrjaði að spila lands- Ieiki,“ segir Ólöf Einarsdóttir, móðir Eiðs Smára, sem haldið hefur heimili með Eið Smára í Hollandi á undanförnum árum. Hún segir að sonur sinn muni urinn Baldur Ólafsson, sem átt hefur góða leiki með liði sínu í haust. Baldur er 206 sm. hár miðheiji og er því þriðji alvöru ís- lenski miðherjinn. Hinir eru ekki fara hænufet í landsleiki fyrr en gengið hefur verið frá þessu máli, í eitt skipti fyrir öll. „Hann spilar ekki meira með ís- Iensku landsliði fyrr en þetta mál er frágengið, þannig að allir leik- menn Iandsliðsins séu tryggðir. Það er skoðun Eiðs Smára og okkar skoðun að þegar menn taka frí frá sinni atvinnu til að spila fyrir Islands hönd, þá er það það minnsta sem viðkom- andi samband getur gert er að tryggja Ieikmenn sína,“ segir Ólöf. Flest bendir til þess að málinu ljúki í réttarsal, en Ólöf segir það vera neyðarúrræði. „Helst vil ég sleppa við málsókn, en ef KSI kemur ekki til móts við okkur, þá er ekkert annað sem hægt er að gera. Við ætlum ekki að gefast upp fyrr en f fulla hnefana," sagði Ólöf, en rétt er að geta þess að blaðamanni Dags tókst ekki að ná í Eið Smára, sem er nú í jólafríi hér á Iandi. Regliun breytt af FIFA árið 1990 Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSI, sagði að sam- bandið tryggði ekki neina leik- menn fyrir tekjutapi, það væri al- farið á ábyrgð félaganna. Al- þjóðaknattspyrnusambandið hefði breytt reglunum þar að lút- andi á árinu 1990. Þær reglur hefðu verið settar til að vernda minni sambönd, sem hefðu ekki tök á því að fá dýra atvinnumenn í landsleiki. Ólöf sagðist vita það fyrir víst að aðrir Ieikmenn PSV, hvort sem þeir eru Danir, Belgar eða Hollendingar fái greiðslur frá samböndum sínum, þegar þeir meiðast á æfingum eða í leikjum með landsliðum sínum. Nýr samningur Það kann að hafa munað litlu að Eiður Smári þyrfti að leggja skóna á hilluna vegna þessara meiðsla og Ólöf segir að ef að umsögn frá lækni hans hefði ekki komið til þá hefði hollenska liðið gefið hann upp á bátinn, 1. desember, þegar samningur hans rann út hjá félaginu. Olöf flutti meðal annars búferlum, hingað til lands, þar sem einsýnt þótti að dagar Eiðs Smára hjá hollenska liðinu væru taldir. Eiður Smári var meðhöndiað- Guðmundur Bragason sem verið hefur einn í þessari stöðu lengi hér á landi og Friðrik Stefánsson sem stimplaði sig rækilega inn í stöðuna á síðasta ári. - GÞÖ ur af einum frægasta lækni Evr- ópu, Dr. Martens, sem hefur verið mjög hátt skrifaður á með- al knattspyrnumanna. Hann taldi við skoðun í lok nóvember að Eiður Smári mundi ná sér og í kjölfarið var gengið frá hálfs árs samningi sem gildir til vors. Drög að Ijögurra ára samningi eru nú á borðinu, en hvort skrif- að verður undir þann samning ræðst af því hvort Eiður nær að komast í gott form í byrjun næsta árs. Hann vonast eftir því að geta byrjað að leika með vara- liði PSV í febrúar eða marsmán- uði. — FE ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Stóra sviðið kl. 20 HAMLET eftir William Shakespeare Frumsýning á annan í jólum, 26/12 uppselt. 2. sýn. Id. 27/12 uppselt 3. sýn. sud. 28/12 örfá sæti laus 4. sýn. sud. 4/1 nokkur sæti laus 5. sýn. fid. 8/1 nokkur sæti laus 6. sýn. föd. 9/1 nokkur sæti laus GRANDAVEGUR7 eftir Vigdísi Grímsdóttur Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir Þrd. 30/12 uppselt Id. 3/1 - sud. 11/1 FIÐLARINN Á ÞAKINU eftir Boch/Stein/Harnick föd. 2/1, 40. sýning, nokkur sæti laus - id. 10/1 Sýnt í LOFTKASTALANUM kl. 20 LISTAVERKIÐ eftir Yasmina Reza Id. 3/1 - Id. 10/1 Gjafakort er gjöf sem gleður Miðasalan verður lokuð á aðfangadag en annan dag jóla verður opið kl. 13-20 Leikfélag Akureyrar jólafrumsýning ♦ Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry Daisy: Sigurveig Jónsdóttir Hoke: Þráinn Karlsson Boolic: Aðalsteinn Bergdal Þýðing: Elfsabct Snorradóttir Lýsing: Ingvar Bjömsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Leiksljóm: Asdís Skúladóttir Hjörtum nmnnanna svipar sam- an í Atlanta og á Akureyri. Nú er tígullinn tromp. Á lauítrompið okkar, Hart í bak, náðum við 90% sætanýtingu á 25 sýningar. Látum tígulinn trornpa laufið. Frumsýning á Renniverk- stæðinu á annan í jólum, 26. des. kl. 20.30. UPPSELT Örfá sæti laus. 2. sýning 27. des. kl. 20.30. Örfá sæti laus 3. sýning 28. des. kl. 20.30. 4. sýning 30. des. kl. 20.30. Sýningar um helgar í janúar og febrúar V Söngvaseiður frumsýning í Samkomu- húsinu 6. mars Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir Markúsar- guðspjall cinlcikur Aðalsteins Bergdal frumsýning á Renniverk- stæðinu um páska Gjafakort í leikhúsið. Jólagjöf sem gleður. Kortasala: í Blómabúð Akureyrar, Versluninni Bókvali, Café Karólínu og í miðasölu Leikfélags Akureyrar í Samkomuhúsinu. Sími: 462 1400 Gleðileg jól! Munið Leikhúsgjuggið FLUGFÉLAG ÍSLANDS sími 570-3600 mmmmmmm^^mmmmm er styrktaraöili Leikfélags Akureyrar SVEINN KRISTJÁNSSON Efra-Langholti Hrunamannahreppi lést að heimili sínu þann 23. desember. Aðstandendur. Landsliðið sterkt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.