Dagur - 24.12.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 24.12.1997, Blaðsíða 6
6 -MIÐVIKUDAGUR 24.DESEMBF.R 1997 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstodarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELI'AS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG PVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Sköpuð fvrír ljósið og lífið í fyrsta lagi Jólahátíðin er að ganga í garð. Hátíð friðar og fögnuðar meðal kristinna manna sem minnast fæðingar Jesú Krists í Betlehem fyrir um tvö þúsund árum síðan. I nútímanum eru jólin ekki síst tími barnanna sem bíða óþreyjufull dögum og vikum sam- an eftir að þessi mesti hátíðisdagur ársins renni upp. Þótt hin ytri umgerð jólahaldsins sé fyrirferðarmikil í samtímanum og kaupmennskan setji gjarnan um of mark sitt á jólahald vestur- landabúa gefa vonandi flestir sér næði til að meðtaka hinn eig- inlega boðskap jólanna - markmiðið með öllu umstanginu. í öðru lagi „Hvers vegna eiga aðventan og jólin svo rík ítök í okkur öll- um?“ spyr herra Karl Sigurbjörnsson, nýkjörinn biskup yfir Is- landi, í jólahugvekju sem birt er í dag í jólablaði Dags. Og hann svarar spurningunni þannig: „Það gerir myrkrið. Vegna þess að myrkrið er ekki bara náttúrufyrirbæri. Það er tákn alls þess sem ógnar lífinu, eyðir, deyðir. Vil viljum ekki tilheyra því myrkri. Við erum sköpuð fyrir ljósið og lífið, Ijósið sem er óháð birtubrigðum náttúrunnar og sólfari, ljósið sem eilíft er. Um það ljós fjalla aðventa og jólin.“ I þriðja lagi Islendingar, eins og aðrar vestrænar þjóðir, blóta mammon ótæpilega síðustu vikurnar fyrir jólin. En hið sanna inntak jól- anna felst ekki í gjöfum og glingri. Það felst heldur ekki í vél- rænu helgihaldi. Svo aftur sé vitnað í jólahugvekju hins nýja biskups í jólablaði Dags: „Þú sem nú ætlar að undirbúa heilög jól og vilt njóta hughrifa og helgi. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Það fæst nefnilega ekki í hlutum, ekki einu sinni í dýrum hlutum. Það fæst í nánd, í umhyggju, í kærleika. Taktu utan um þau sem þér næst standa, láttu þau finna að þau skip- ta máli.“ Já, hin sanna helgi jólanna felst í mannkærleika og hluttekningu með öllum mönnum. Gleðilega hátíð! Elías Snæland Jónsson. Aflrek VISA- Kinars Garri á áhugamál sem hann stundar af þeim krafti að hann er að mestu til friðs á heimilinu í sínum fáu en þónokkuð góðu frístundum. Ahugamálið sem fáir vita um eru uppfinningar. Garri er í hópi þeirra fjölmörgu ís- lensku hugvitsmanna sem hafa leyst aðskiljanlegustu vandamál hversdagsins og fært mannkyninu hamingju og gleði. Garra er alltaf minnistætt úrið sem var þeirrar ynd- islegu náttúru að ganga hratt á virk- um dögum, en hægt um helgar. Þessi uppfinning sem því miður fékk ekki náð fyrir aug- um heimsbyggðarinnar, hefði getað breytt ásýnd heimsins meir en Kristnin og Komm- únisminn samanlagt. Garri hefur samt sem áður eins og margir hugvitsmenn, sætt sig við að vera á undan samtíð sinni. Hins vegar dáist hann að þeirri tegund uppfinninga- manna sem ekki sætta sig við slíkt og þverskallast við háði og spotti samtíðarinnar. Brauð handa hungraðum heimi Garri réði sér því ekki fyrir kæti þegar hann las um einn slíkan í blaðinu sem fundið hafði Iausn á vandamáli sem fæstir vissu að væri til. Það er alltaf afrek að leysa vandamál, en tvöfalt meira afrek er að finna upp nýtt vandamál og leysa það síðan. Þessi maður er Einar S. Einarsson, for- stjóri VISA á Islandi. Hann hefur með hugkvæmni sinni fundið upp fleiri vandamál og leyst þau, en nokkur annar ís- lendingur. Það er ljóst að slík- um manni er þjóðin öll skuld- bundin og mun verða um ókomna tíð. Nýjasta dæmið um hug- kvæmni Einars er tvöfalt pylsubrauð. Þessi frábæra uppfinning leysir vanda þeirra sem af einhverjum ástæðum hafa löngun til þess að graðga í sig tveimur pyls- um í einu, en hafa þurft að búa við þá fötlun að borða eina í einu. Munnstórar og magamiklar pylsuætur geta því nú, þökk sé VISA-Einari, glaðst um jól- in eins og hinir smámynntari og magarýrari. Framlag hans til þessa vanrækta minni- hlutahóps verður líklega seint metið. Ný dögim neysliumar Þetta framlag VISA-Einars varð Garra kveikja að þ\á að vinna eitthvert Jiað verk sem verða kynni mannkyni til heil- la. Slíkt er ekki áhlaupsverk og mun Garri beita allri hug- kvæmni sinni til að örva landsmenn til eyðslu og neyslu á komandi árum. Garri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og hvetur þá til að leggja höfuðið í bleyti og reyna að yfirvinna þær tækni- legu, líkamlegu og andlegu takmarkanir sem hindra taumlausa neyslu manna. Fordæmi VISA-Einars sýnir að við slíkt böl þarf enginn maður að búa. BIRGIR GUÐMUNDS- SON skrifar Það er fróðlegt að rifja upp um- mæli foringja ríkisstjórnarinnar sem æ ofan í æ hafa fallið síðan núverandi stjórnarsamstarf byrj- aði. Bæði Halldór Asgrímsson og Davíð Oddsson hafa talað um það sem einn megin muninn á þessari stjórn og þeirri sem áður sat, að nú leystu menn sin mál innan ríkisstjórnarinnar og kæmu svo samstæðir fram út á við. Þessi ríkisstjórn, sögðu þeir, leysti ekki sín mál í fjölmiðlum. Skilaboðin voru vitaskuld þau - ekki síst þegar Davíð talaði á þessum nótum - að í síðustu rík- isstjórn hafi ekki verið starfsfrið- ur fyrir fjölmiðlagleði samstarfs- aðilans, Alþýðuflokksins. Hvort sem það var nú Alþýðuflokknum og Jóni Baldvini einum að kenna (sem teljast verður ótrúlegt) þá er það tilfellið að ótrúlegir fjöl- miðlafarsar einkenndu samstarf- ið í Viðeyjarstjórninni á seinni hluta samstarfsins ekki síst í kringum Evrópumál og landbún- Nýr stíllá stjómarheimilmu? aðarmál, kalkúnalappir og annað fínerí. KaLkúnalappír og traust Skærur milli ráðherra í fjölmiðl- á ekki hvað síst við ef slíkar skærur eru að endurtaka sig með reglulegu millibili. Það hins veg- ar virkar ekki heldur mjög sann- færandi fyrir ríkisstjórnarsam- samstarfsflokkurinn koma greinilega af fjöllum. Það þætti gerræðisleg framkoma á vinnu- stað ef verskstjóri tilkynnti um meiriháttar uppsagnir og breyt- ingar á vinnulagi fyrst í fjölmiðl- um og léti hendingu ráða hvenær starfsfólkið frétti af mál- inu. Engu að síður er svo komið að einmitt þessi staða er uppi á ríkisstjórnarborðinu í dag. um í kringum innflutning á nokkrum kalkúnalöppum getur auðvitað spillt fyrir trúverðug- leika og trausti ríkisstjórnar. Það starf ef forsætisráðherra ríður á vaðið í fjölmiðlum og tilkynnir um breytingar á ríkisstjórninni þannig að allir ráðherrarnir og Þáttaskil Þess vegna er sérstaklega for- vitnilegt að fylgjast með hvað gerist í framhaldinu með ríkis- stjórnarsamstarfið. Uppákoman um helgina gæti hiklaust markað ákveðin þáttaskil í þessari sam- vinnu, þáttaskil þar sem snúið er frá hugmyndafræðinni um „ríkis- stjórn sem ekki leysir sín mál í fjölmiðlum" en hefur þess í stað tekið upp kalkúnalappastílinn. Hvort það gerist eða hvort hér verður um einangrað tilfelli að ræða kemur í Ijós á nýju ári. -BG X^ur Ætlarþú í hirkju um jólin? Magnús Kjartansson tónlistannaður. Nei, það hefur ekki verið siður í minni fjölskyldu að fara í kirkju um jólin, enda er oft lítið þar um laus sæti á þess- ari helgu hátíð. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þultirá Útvarpimi. Nei, ég er lítið fyrir að fara í kirkju og að fara í kirkju um jól hefur ekki verið siður í okkar h’öl- skyldu. Stefanía Valgeirsdóttir er á þuiarvakt á aðfangadagskvöld, en ég býst við að ég hlusti á messuna svona í bakgrunni á þessu helga kvöldi. Sjálf er ég síðan á vakt á öðrum degi jóla. Hörður Geirsson safnvörður í Minjasafninu á Akureyri. Já, ég ætla í messu í Akureyr- arkirkju kl. 6 á aðfangadags- kvöld. Síðan er ég kirkjuvörður í Minjasafnskirkj- unni hér, þar sem messað er kl. 5 á öðrum degi jóla. Þangað mæta gjarnan 50 til 100 manns í huggulega kertaljósamessu, þar sem fólk nær kannski að upplifa jól hinna liðnu tíma. Elsa Bjömsdóttir snyrtifræðingur á Akureyri. Já, ég ætla í mið- næturmessu í Akureyrarkirkju sem hefst kl. 23:30 á aðfanga- dagskvöld. Fjöl- skyldan öll hefur farið á þessa messu síðustu ár og sú hátíðlega stund hefur verið verið ómissan- di hluti í jólahaldi okkar — og reyndar það sem ég hlakka alltaf til, frá ári til árs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.