Dagur - 24.12.1997, Blaðsíða 8
8- MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997
FRÉTTIR
L
SpilafOm er vaxandi
vandi þroskaheftra
Alvarleg dæmi eru um
það að þroskaheftir
emstakliugar haíií
spilakössum misst all
ar eigur síuar - og ný-
lega feugiun sjálfsá-
kvörðunarrétt að auki.
„Ég held að spilakassarnir séu
freisting fyrir marga sem eiga lít-
ið og hafa lítið fyrir stafni;
þroskahefta jafnt sem atvinnu-
lausa og fólk sem er hætt að
vinna og hangir bara heima og
hefur ekkert að gera, sem leiðist
þá út í þetta. Ég veit um alvarleg
dæmi þess,“ sagði María Hreið-
arsdóttir formaður Ataks, félags
þroskaheftra. „Það eru þeir sem
minnst mega sín í þessu þjóðfé-
lagi sem leita á náðir spilakass-
anna í því skyni að reyna að
græða, en hver verður árangur
þeirra? Hann er einfaldlega basl
lífsins, sem verður á endanum
að svo mikilli fíkn að fólk ræður
ekki við gjörðir sfnar." María
höfðar til ráðamanna um úrræði.
íleiri en eitf og fleiri en
tvð...
„Menn ætla núna að taka þessi
vandamál með formlegum
hætti,“ sagði Friðrik Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Þroskahjálp-
ar. Hjá Svæðisráði í málefnum
fatlaðra og fleiri aðil-
um munu menn
væntanlega setjast
yfir þetta og kanna
bæði umfang þessa
vanda, þ.e.a.s. fíkn-
ina, og meðferðarrúr-
ræðin.
„Fíkn í spilakassa
er langt í frá ein-
skorðuð við þroska-
hefta, en þau er
kannksi viðkvæmari
fyrir þessu en þver-
sniðið af Islendingum
og sjá síður í gegn um
brelluna. Við höfum,
því miður, vitneskju
um fleiri en eitt og
fleiri en tvö mál þar
sem menn hafa spil-
að allt frá sér í spila-
kössum," sagði Frið-
rik. Nýlegt dæmi væri
um einstakling sem
fór mjög langt, því
auk þess að selja allt
út af heimili sínu til
að fjármagna fíknina
hafi hann eiginlega spilað frá sér
sjálfsákvörðunarréttinn.
Meira í húfl fyrir
þroskahefta
En er þar ekki gengið harðar
fram gegn þroskaheftum en öll-
um öðrum sem „spila rassinn úr
buxunum"?
„Menn hafa síðasta áratuginn
vitnis um að fólk ráði
ekki við stjórn eigin
mála. Af því þessi
hópur hefur ekki haft
þessi mannréttindi
fyrr en tiltölulega ný-
lega, þá eru menn
kannski líka róttækari
að taka þau af þeim
aftur.
Aukin vímuefna-
vandamál með
auknu frelsi
Þetta aukna frelsi
segir Friðrik einnig
hafa orðið til þess að
þroskaheftir eigi við
aukin áfengisvanda-
mál og aðrar fíknir að
stríða. Vandi þessa
hóps sé líka enn
flóknari en annarra
fíkla þar sem þau
þurfi bæði að fást við
fíknina og um leið
fötlunina. „Það er
flóknara fyrir þennan
hóp að notfæra sér
þau meðferðarprógrömm sem
boðið er upp á því sumir hafa
kannski ekki úr því að vinna sem
til þarf.“
Framfærslueyrir fátækra 1
spilakassana
„Ég er ekki hissa á að þau hafi
orðið vör við þennan vanda, því
Talsmenn þroskaheftra segjast vita um alvarleg dæmi þar sem spi-
lafíkn hefur farið illa með þroskahefta. - mynd: brink
eða svo barist fyrir því að þroska-
heftir fái að vera þátttakendur í
samfélaginu, sem sjálfstæðastir
og með eins mikinn sjálfsákvörð-
unarrétt og mögulegt er. En
lendi þeir í því að klúðra hlutun-
um illilega, þá er pendúllinn
fljótur að far hina leiðina og þá
enn Iengra, þar sem þetta þyki til
hann er vel þekktur annars stað-
ar, bæði hjá ellilífeyrisþegum og
öðrum sem ekki eru í fastri
vinnu, en eyða framfærslueyri
sínum með þessum hætti. Og
þroskaheftir hafa minni getu til
að þjálfa upp mótstöðu gegn
þessu," sagði Þórarinn Tyrfings-
son, læknir á Vogi. Þetta fólk
komi þó ekki oft í meðferð vegna
spilafíknar. „Aftur á móti höfum
við orðið vör við talsverðan
áfengis- og vímuefnavanda hjá
þroskaheftum einstaklingum,
sem Ieita sér aðstoðar hérna."
Stóri vandinn; 10 milljóna
spilaskuldir
Að sögn Þórarins verður vanda-
mál þeirra hópa sem minnst
mega sín þó aldrei eins stórt og
hjá öðrum. „Þeir sem valdið geta
mestum skaða, bæði sjálfum sér
og öðrum eru menn sem hafa
góða vinnu, greind, traust og
getu til þess að fá lán og keyra
spilið þannig áfram.“ Lána-
möguleikar slíkra manna, m.v.
núverandi þjóðfélagsaðstæður,
séu af þeirri stærðargráðu að
þeir séu ósjaldan búnir að setja
sjálfa sig, aðstandendur sína og
vini í um 10 milljóna skuldir út
af spilum, áður en þeir komist í
strand og reyni að takast á við
vandann. „Þetta er stóri vandinn
sem við stöndum frammi fyrir,“
segir Þórarinn. — HEI
VÍÐ ÓSKUHí
YKKUR ÖLLUÍÍI
GLEÐÍLEGRA-
JÓLA
ÉBEÐ ÞÖKK FYRÍR
ÁnÆGJULEGT AR
Starfsfólk Brauðgerðar KEA 1
„Ég líka“