Dagur - 24.12.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 24.12.1997, Blaðsíða 7
r MIDVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997 - 7 ÞJÓÐMÁL Hvaö nú - Akranes? sameiningu Reykjavfkur og Kjal- arness er án vafa m.a. að styrkja aðstöðu sfna gagnvart hinu vax- andi atvinnusvæði við norðan- verðan Hvalfjörð. Höfuðborgin ætlar nú þegar að byggja stærri íbúðarbyggð á Kjalarnesi og síðar á Alfsnesi þar sem rúmast mun yfir 20.000 manna byggð. Eins og húshitunarkostnaður er nú á svæðinu norðan Hvalijarðar stendur það mjög höllum fæti gagnvart öllu höfuðborgarsvæð- inu þ.á.m. Kjalarnesi, sem nýtur þegar hitaveitu höfuðborgarinnar. Mjög óhagstæð vegtenging Ein helsti veikieiki atvinnulífsins á Akranesi verður fyrirsjáanlega skortur á svonefndum „kvenna- störfum" og þetta lýsir sér þegar í því að atvinnuleysi á Akranesi er nú nær eingöngu meðal kvenna. Stóriðjuver eru vinnustaðir karla en verslun og þjónustustarfsemi býður upp á mun fleiri „kvenna- störf". Um þetta er Iíka fjallað í skýrslu ferðamálafræðinganna Bjarnheið- ar Hallsdóttur og Sigríðar Þ. Stef- ánsdóttur: „Stefnumótun í ferða- þjónustu, verslun og afþreyingu á Akranesi 1997-2005“. Hverjar eru horfurnar með uppbygginu á þessu mikilvæga sviði að mati skýrsluhöfunda? Þeir segja m.a. þetta og benda á óhagstæða vegtengingu fyrir Akranes: „Vegalagningin við ganga- munna Hvalfjarðarganga norðan megin er Akurnesingum mjög óhagstæð þar sem helsti þjóðveg- ur landsins Iiggur framhjá bæn- um. Samgöngubyltingin sem verður við opnun Hvalfjarðar- ganga er ógnun við verslun, þjón- ustu og ferðaþjónustu á Akra- • (( nesi. Skýrsluhöfundar benda á að þau góðu samgöngutengsl, sem Akraborg hefur skapað Akranesi hverfi og þar með um 40 manna vinnustaður. „Akraborgin sigldi beint frá miðbæ Akraness til mið- bæjar Reykjavíkur og auðveldaði að sama skapi aðgengi ferða- manna að Akranesi." Hér er ótvírætt tekið til orða. Hver sá sem hugleiðir stöðu Akra- ness í þessu tilliti ætti að geta tek- ið undir þetta. Ohjákvæmilega verður örðugra til sóknar á sviði verslunar, þjónustu og ferða- mennsku, eftir að Akraborg er horfin. Aðalvegleiðin austan Akra- fjalls f stað eðlilegrar Ieiðar vestan við það í námunda við bæinn og síðan beint til Borgarness og vest- ur og norður með 7 km styttingu á brú á Grunnafjörð yfir á tiltölu- Iega þröngan ósinn milli Hvíta- ness og Súlueyrar. Óbreytt þjónustutengsl við Vesturland Staðir sem liggja ekki við aðalleið- ir verða að bíta í það súra epli að möguleikar þeirra á sviði þjón- ustustarfsemi hvers konar eru lakari en hinna. Óhagstæð þjón- ustutengsl Akraness við aðra hluta Vesturlands, sem lengi hafa torveldað samskipti, breytast sára- lítið til batnaðar með þeirri aðal- vegleið, sem ákveðin hefur verið. Göngin bæta hins vegar tengsl höfuðborgarinnar við allt Vestur- land að mildum mun. Um gildi bættra tengsla Akra- ness við aðra hluta Vesturlands fórust þingmanni þess af Sæfells- nesi þessi orð í ræðu, sem hann hélt árið 1988 á Akranesi er und- irbúningur Hvalfjarðarganga var að heQast: „Ekki fer á milli mála að göng undir Qörðinn á þeim stað sem nú er rætt um munu valda byltingu fyrir Akranes. Göng við Laufagrunn munu færa Akranes í þjóðbraut ekki síst ef þjóðvegur- inn verður vestan Akrafjalls. Frá sjónarhóli Vestlendinga er það að öllu Ieyti mjög æskilegt. Margskonar samstarf byggðanna mun styrkjast og eflast og t.d. nú- verandi samstarf á sviði fram- haldsskólareksturs mun verða auðveldara og kostnaðarminna vegna betri samgangna við Akra- nes, ef þjóðbrautin liggur þar um bæjarhlaðið.“ Því miður sér þessara orða Iít- inn stað í aðalvegleiðinni, eins og fyrr er getið og erfitt hefur reynst að koma þessum sjónarmiðum að hjá yfirstjórn vegamála, er reynt hefur verið að vekja athygli þeirra á þessu. Verður það að teljast nokkuð kaldranalegt að sá staður, sem mest hefur lagt að mörkum til umbóta í samgöngumálum um Hvalfjörð skuli bera svo skarðan hlut frá borði að þessu Ieyti. Hvað nú - Akranes? Hinar nýju aðstæður boða breytta tíma fyrir Akranes og byggðirnar í kring, sunnan Skarðsheiðar og við Hvalfjörð. Hinar breyttu aðstæð- ur opna nýjar víddir ojg bjóða upp á nýja möguleika. Ahrifin geta verið bæti jákvæð og neikvæð. Ef íbúar, atvinnulíf og sveitarfélög finna ekki rétt úrræði til að hag- nýta sér nýja möguleika er hætt við að hin neikvæðu áhrif geti orðið ríkjandi um of. Langvarandi samdráttur i at- vinnulífi með tilfinnanlegri íbúa- fækkun á síðustu árum, eins og áður hefur verið minnst á, felur í sér veikleika til að takast á við þessi viðfangsefni. Þetta hefur rýrt Qárhag Akranesbæjar svo að geta hans til að leysa ýmis við- fangsefni er of þröng um þessar mundir. Sameining sveitarfélaga á svæð- inu sunnan Skarðsheiðar er mjög brýnt verkefni til hagsbóta fyrir alla íbúa þess. A sama tíma er unnið að þeim málum og íbúar samþykkja slíkt blasir hvarvetna sú nöturlega staðreynd við að ekk- ert hefur miðað hér í þessum efn- um. Hvar ætli þörfin sé brýnni? I grein í Fjármálatíðindum 1995 „Byggðamálin - er eitthvað til ráða?“ bendir Valdimar Krist- insson á, að svæðið norðan Hval- fjarðar hafi flest til að bera, sem telja verði ákjósanlegt sem sjálf- stæða byggð ekki fjarri Reykjavík. Og ræðir hann um borgarmyndun í því sambandi. Það liggur nú nánast beint við að snúa sér að slfkri sameiningu með það í huga að skipuleggja og móta t.d. 20.000 manna framtíðarbyggð, dreifða um þetta svæði í nokkrum þéttbýliskjörnum. Aðstæður Itretj- ast þess nú að menn snúi sér í fullri alvöru að úrlausn í þessum anda, ella er sú hætta yfirvofandi að svæðið í heild fari halloka f samkeppni við sterkan nágranna. Akranes stendur frammi fyrir ögrandi viðfangsefnum við skörp straumhvörf í sögu bæjarfélagsins og nágrannabyggða. Takast verð- ur á við þennan vanda. Verður bæjarfélagið, sem helsti drifkraft- ur framþróunar að hafa hið fyrsta frumkvæðið að þessu þríþættu úr- bótum fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu: 1. Lækkun húshitunar kostnaðar. 2. Vegtenging yfir Grunnafjörð. 3. Sameining sveitarfélaga. „Skýrsluhöfundar benda á aö þau góöu samgöngutengsl, sem Akraborg hefur skapað Akranesi hverfi og þar með um 40 mann vinnustaöur" Sjálfsbiörg bíðnr enn úrskurðar BRAGIHALLDÓRSSON sjAlfsbjörg akureyri SKRIFAR Umhverfisráðherra Iætur ennþá bíða eftir úrskurði sínum í lyftu- máli vegna byggingar 3. hæðar ofan á Hótel Norðurland. 1 des- ember 1995 mótmælti stjórn Sjálfsbjargar á Akureyri og ná- grenni harðlega ákvörðun bæjar- stjómar Akureyrar um að Ieyfa byggingu 3ju hæðar ofan á Hótel Norðurland án þess að gera kröfu um að sett væri lyfta í húsið. Ósk Sjálfsbjargar um að Ieyfið yrði afturkallað, þar sem með veitingu þess væru brotin ákvæði byggingarreglugerðar, var hafnað af bæjarstjórn. Málið var því kært til umhverfisráðherra, sem fer með yfirstjórn byggingamála, og frestaði hann í febrúarlok 1996 réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar, en þess var einnig óskað, þannig að ekki mátti hefja framkvæmdir meðan málið var til meðferðar og úrskurðar í ráðu- neytinu. I úrskurði ráðherra, með bréfi dags. 29. maí, staðfesti hann hinsvegar útgefið byggingarleyfi bæjarstjómar Akureyrar á þeirri forsendu að 3. mgr. greinar 8.2.2.1. í byggingarreglugerð næði ekki til hótelbygginga. Þannig tók ráðherra ekki afstöðu til hins raunverulega ágreinings- efnis, þ.e. hvort bygging heillar hæðar ofaná umrætt hús teldist meiri- eða minniháttar breyting samanber 2. mgr. nefndrar laga- greinar. Þessi úrskurður kom mjög á óvart. Hann var í mótsögn við álit allra þeirra sem komu að málinu. Þannig töldu bygginga- fulltrúinn á Akureyri, samstarfs- nefnd um ferlimál, skipulagsstjóri ríkisins og skipulagsstjórn ríkis- ins, að veiting leyfisins væri ólög- mæt, þar sem það bryti ákvæði byggingarreglugerðar. Þessir aðil- ar voru því sammála stjórn Sjálfs- bjargar. Auk þessa gekk úrskurður þessi nú í öfuga átt, miðað við þær forsendur sem ráðherra færði fram þegar réttaráhrifum um- ræddrar kæru var frestað þremur mánuðum áður. Stjórn Sjálfsbjargar mótmælti þegar þessum úrskurði og ákvað að skjóta málinu þá þegar til um- boðsmanns Alþingis, sem þann 21. júní framsendi erindið til um- hverfisráðherra, Guðmundar Bjarnasonar, og óskaði eftir gögn- um og skýringum. Ráðuneytið var fremur seint til svara og fór því síðari hluti ársins 1996 í upplýs- ingatog og andsvör í gegnum um- boðsmann Alþingis. Hinn 4. apríl 1997 sendi umboðsmaður Al- þingis svo frá sér álit í kærumáli þessu og segir þar í niðurlagsorð- um m.a., eftir að því hefur verið lýst að umhverfisráðuneytið fari með yfirstjórn byggingarmála, samanber 8. mgr. 8. gr. byggingar- laga nr. 54/1978: „A þessum Iagagrundvelli var umhverfisráðherra tvímælalaust bær til að skera úr þeim réttar- ágreiningi sem uppi er í þessu máli. Eins og mál þetta lá fyrir, bar umhverfisráðuneytinu að taka afstöðu til þess, hvort bygging 4. hæðar á hótelbyggingu þá, sem hér um ræðir, teldist meiriháttar breyting í skilningi 2. mgr. grein- ar 8.2.2.1. í byggingarreglugerð nr. 177/1992. Ef sú hefði orðið niðurstaðan, átti að leysa úr því á grundvelli 7. og 8. mgr. sömu greinar, hvort gera yrði kröfu til þess að lyfta yrði sett í húsið. Ur síðastgreindu atriði átti ráðuneytið annaðhvort að leysa sjálft í úrskurði sfnum eða vísa málinu til nýrrar með- ferðar byggingaryfirvalda á Akur- eyri. I þessu sambandi er þess að gæta, að samkvæmt grein 1.2. í byggingarreglugerðinni eru ákvæði reglugerðarinnar „lág- marksákvæði“ og að samkvæmt lokamálsgrein greinar 8.2.2.1. í reglugerðinni getur byggingar- nefnd sett strangari kröfur um lyftu en tilgreindar eru í reglu- gerðinni." Síðan segist umboðsmaður AI- þingis ekki geta fallist á að bygg- ingarreglugerðin hafi ekki veitt umhverfisráðuneytinu svigrúm til annarrar niðurstöðu en fram kom í úrskurði þess frá því 28. maí 1996, og Ieggur því til, ef „beiðni kemur fram um það frá Sjálfs- björgu, félagi fatlaðra á Akureyri og nágrenni, að umhverfisráðu- ne>tið taki mál félagsins til athug- unar á ný og hagi þá meðferð þess í samræmi við framangreind sjón- armið." Strax þann 18. apríl sendi Sjálfsbjörg umhverfisráðherra ósk um að taka málið upp að nýju og úrskurða það sem allra fyrst í fyrr- greindum farvegi. Nú, sjö mánuð- um síðar hefur enginn úrskurður borist. Það virðist vefjast fyrir ráðuneytinu að úrskurða um það hvort bygging heillar hæðar ofan á hús, hæðar sem er 331 fermetri og stækkar bygginguna um 33,64%, sé meiri eða minniháttar breyting. Samkvæmt byggingarreglugerð á umhverfisráðherra að úrskurða í kærumálum innan þriggja mán- aða, og samkvæmt nýsamþykktri reglugerð nr. 621, um úrskurðar- nefnd samkvæmt 8. gr. nýrra skipulags- og byggingarlaga, á sú nefnd að úrskurða í svona máli innan tveggja mánaða. Dráttur umhverfisráðherra, og eða ráðu- neytis, á að úrskurða í þessu máli er orðinn allt of langur, eða sjö mánuðir, og skorar stjórn Sjálfs- bjargar því á ráðherra að úrskurða nú þegar í máiinu, sem vonandi hefði í för með sér lyktir þess f\r- ir nk. áramót.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.