Dagur - 24.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 24.12.1997, Blaðsíða 11
l^HT MIÐVIKUDAGUR 24.DESEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR k Daglegt líf í nxstuimm Aðeins 100 vLkux eru frá því Daytoii sam- komulagið var gert og langt frá því að öll vandamál hafi verið leyst. Það sem kemur einna mest á óvart í Sarajevó undir árslok 1997 eru ekki húsarústirnar, sem allir hafa hvort eð er ótal sinnum séð myndir af í sjónvarp- inu, heldur hversu daglegt líf virðist ganga þar fyrir sig með eðlilegum hætti. Nú tveimur árum eftir að Serbar afléttu 43 mánaða löngu umsátri sínu um borgina er gamli miðbærinn fullur af lífi. Viðskipti blómstra á útimarkaðn- um, sem oftar en einu sinni var vettvangur hryllilegra atburða meðan stríðið geisaði. Rétt þar hjá er svo Benetton-verslun - rétt eins og í öllum öðrum stærri borgum Evrópu. Nú í haust var bæði kvik- myndahátíð og leikhúshátíð í borginni, fjölsóttar báðar tvær og þangað kom fólk úr öllum heimshornum. Hljómsveitin U2 spilaði í Sarajevó í september fyrir fullu húsi, og það sem áhorfendum þótti hvað best við tónleikana var að ekkert var minnst á stríðshörmungarnar. „Það var gott að manni þurfti ekki að Iíða eins og maður sé skjólstæðingur Iíknarstofnana," sagði einn læknanemi sem var á tónleikunum. 1 síðasta mánuði kaus Cat Stevens - eða Yusuf Islam eins og hann heitir núna - að halda í Sarajevó fyrstu tónleika sína í tvo áratugi. Ekki er allt sem sýnist En oft er ekki allt sem sýnist. Mikið ef erlinum í miðbænum má rekja til þess að gríðarmikið innstreymi hefur verið af pening- um erlendis frá auk þess sem nokkur þúsund erlendra sendi- manna og starfsmanna hjálpar- stofnana eru í borginni. Fyrir stríðið var íbúatala borgarinnar 525 þúsund, en um þriðjungur þeirra er farinn og snýr að öllum líkindum aldrei aftur - a.m.k. ekki í náinni framtíð. Nærri helmingur þeirra sem eru eftir er atvinnulaus, og mikil fátækt er í úthverfunum. Vatnsveitan er brigðul, og í sumum hverfum hitaveitan líka. Satt að segja eru rústirnar ekki bara lýsandi fyrir lífið í borginni, heldur er hún ekki síður klofin en meðan á stríðinu stóð. Fyrir stríðið sem hófst 1992 var borg- in blönduð múslimum og Serbum sem bjuggu saman í sátt og samlyndi. Rúmlega helming- urinn voru múslimar en um þriðjungurinn Serbar. I lok stríðsins var meirihluti Serbanna flúinn. Aírani klofin borg En þótt nánast allir sem eftir eru séu múslimar er Iangt frá þ\a að þeir séu samhentur hópur. Nýjar félagslegar átakalínur eru komn- ar til sögunnar - milli heims- borgaranna sem fyrir voru og að- flutta sveitafólksins sem leitaði þar hælis í stríðinu; milli þeirra sem héldu umsátrið út heima fyrir og hinna sem flúðu en sneru aftur þegar samið var um frið; milli nýríkra útsjónarsamra athafnamanna og allra hinna sem lifa bara á leifunum af gamla útbrunna sósíalíska efna- hagskerfinu í gömlu Júgóslavíu; milli menntaða enskumælandi unga fólksins sem getur fengið vinnu hjá alþjóðlegum stofnun- um hvers konar og foreldra þeir- ra sem tala bara eitt tungumál og fá enga atvinnu. Að mörgu leyti er eftirstríðsborgin Sarajevó töluvert klofnari en hún var fyrir stríðið þegar þar bjó saman fólk af ólíku bergi brotið. Samkvæmt friðarsamkomulag- inu sem gert var í Dayton í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir því að flóttafólkið snúi aftur til síns heima. Vandinn er sá að það virðist alls ekki ætla að ganga upp. Vesturlönd eiga að sjá um að samkomulaginu sé framfylgt, en hafa hikað við að beita her- valdi enda virðist ólíklegt að hægt sé að leysa mörg vandamál- anna með valdbeitingu. í fjölmiðlum er óspart kynt undir kynþáttaótta og raddir þjóðernissinna eru ráðandi í stjórnmálum, þannig að fólk á erfitt með að mynda sér sjálfs- mynd sína öðruvísi en í ljósi kyn- þáttar síns. Vesturlönd hafa ekki gert mikið til að styðja og styrkja hófsama stjórnmálamenn, og þeir njóta lítils stuðnings heima- manna. Innan Jjjóðemisnuíra Þrátt fyrir að alþjóðlegar stofn- anir hafi varið tveimur milljörð- um dollara á tveimur árum til uppbyggingar landsins, og Nató ásamt bandamönnum sínum hafi varið mörgum milljörðum að auki í sín verkefni, þá hafa þjóðernismúrarnir staðið af sér allar atlögur. „Það hefur svo miklu fé verið eytt með afar, afar litlum ár- angri,“ sagði Zdravko Grebo, lög- fræðiprófessor í Sarajevó. Sjálfur segist hann ekki vilja gefa upp vonina um að eðlilegt Iíf geti aft- ur orðið mögulegt í Bosníu og Hersegóvínu. En á þessu stigi telur hann hugmyndina um að koma aftur á samhentu fjöl- þjóðaríki vera „nánast draum- x <( syn . „Það eru 100 vikur frá því Dayton-samkomulagið var gert,“ sagði háttsettur vestrænn stjórn- arerindreki sem þekkir vel til mála. „A Balkanskaga hefur flók- ið átakaferli hins vegar staðið yfir í þúsund ár, kommúnisminn entist í 50 ár og fjögur ár fóru í borgarastyrjöld eða eitthvað sem líkist borgarastyrjöld. Samt eru allir að segja að við eigum að leysa þetta eftir 100 vikur. ... Það þarf að láta sjúklinginn gangast undir meðferðina alla, og við eru ekki einu sinni hálfnaðir. Guð minn almáttugur, auðvitað höf- um við ekki leyst vandamálin ennþá.“ - Washington Post Jeltsín mættiir til vinnu RÚSSLAND - Boris Jeltsín, forseti Rússlands, mætti aftur til vinnu sinnar í Kreml í gær eftir tveggja vikna veikindi. Hann hefur dvalið á heilsuhæli frá því 10. desember vegna heiftarlegs kvefs, en segist nú hafa náð sér að fullu. Læknar hans hafa sagt að veikindin hafi engin áhrif haft á hjarta Jeltsíns. Boris Jeltsin. Drukknar rottnr til vandræða INDLAND - Lögreglan í Nýju-Delhi, höfuðborg Indlands, hefur um nokkurra vikna skeið átt í mikilli baráttu \ið drukknar rottur sem sækja stíft í áfengi sem gert hefur verið upptækt og er geymt á lög- reglustöðvunum. Samkvæmt frásögnum dagblaða á Indlandi dansa rotturnar uppi á borðum og stólum, lögreglunni og viðskiptavinum hennar til mestu vandræða. Er nú svo komið að jafnvel kettir hafa enga lyst Iengur á dýrunum. „Fuglaflensan64 virðist smitast mifli manna HONG KONG - Svo virðist sem fuglaflensan dularfulla, sem vart hefur orðið í Hong Kong undanfarið, smitist milli manna, en hennar hefur hingað tii einungis orðið vart hjá fuglum. Sex ára drengur smit- aðist af flensunni, en hann er skyldur þremur börnum sem voru smit- W uð fyrir. Drengurinn er ellefta manneskjan sem greinist með flens- una. Þrír hafa þegar látist af henni, og tvísýnt er um líf einnar konu. Friðarsamkomulag undirritað SOMALIA - Leiðtogar allra helstu stríðandi afla í Sómalíu undirrit- uðu í gær friðarsamkomulag eftir að hafa verið á fimm vikna fundum 1 Egyptalandi. Hugsanlegt er að þar með sé bundinn endir á borgara- styrjöldina í landinu, sem hófst eftir að einræðisherranum Mohamed Siad Barre var velt af stóli árið 1991. I samkomulaginu er gert ráð fyr- ir því að stofnuð verði bráðabirgðastjórn sem sitja skal þangað til lýð- ræðislegri stjórnskipan hefur verið komið á. Öryggisráðið gagnrýnir írak - en fordæmir ekki SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á mánudag yfirlýsingu þar sem Irakar eru gagnrýndir fyrir að heimila ekki vopnaeftir- litsmönnum SÞ óheftan aðgang að stöðum þar sem grunur leikur á að vopn sé að finna. Yfirlýsingin sem samþykkt var er þó ekki jafn harðorð og Bandaríkin vildu, þar sem Irakar eru ekki „fordæmdir" eins og stóð í upphaflegum drögum að yfirlýsingunni. Orðalagið var mildað vegna mótmæla frá Rússum og Frökkum. Leyflð bömiuium að trúa á jólasveiniim NOREGUR - Nærri 44 prósent Norðmanna er þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt fyrir börn að fá að trúa á jólasveininn í friði, að því er fram kemur í skoðanakönnun sem birt var í gær. Það er þó dálítið breytilegt eftir stjórnmálaskoðunum hve Norðmenn telja trúna á jóla- sveininn mikilvæga. Þannig eru aðeins 28% þeirra sem kjósa Vinstri- flokkinn þeirrar skoðunar að jólasveinatrúin sé börnunum mikilvæg, en hins vegar er Framfaraflokkurinn greinilega helsti stuðningsflokk- ur jólasveinsins, því 50% kjósenda hans telja að börn eigi að fá að trúa á hann í friði. Skóli fyrir þriggja ára SVIÞJÓÐ - Nýr skóli tekur til starfa næsta haust í sænska bænum Rynkeby skammt frá Stokkhólmi, og er hann ætlaður börnum frá þriggja til fjórtán ára. Þriggja ára börnin byrja strax að læra ensku sem fyrsta erlenda tungumál. Við tíu ára aldur bætist annað erlent tungu- mál við, og svo þriðja tungumálið þegar þau verða tólf ára. Mikil áher- sla verður einnig lögð á tölvukennslu, en það eru foreldrar barnanna sem eiga frumkvæðið að stofnun hans. íþróttastöðiimi lokað iim áramót DANMÖRK - Dönsku sjónvarpsrásinni TVS, sem sýnir eingöngu íþróttaefni, hefur eklci verið eins vel tekið af áhorfendum og vonast var til. Taprekstur hefur verið á stöðinni, og erfiðlega gengið að safna áskrifendum. Hefur þvf verið ákveðið að hætta útsendingum stöðvar- innar frá og með áramótunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.