Dagur - 24.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 24.12.1997, Blaðsíða 1
Aftur að fjölga í þjdðkirkjimni Þjóökirkjimiöimiun hefur aftur farið að fjölga á þessu ári sem er nýjum biskupi fagnaðarefni. Þjóðkirkjufólki er nú aftur farið að fjölga, um rösklega 620 manns á þessu ári, eða ríflega fjórðung þess sem landsmönn- um hefur fjölgað á einu ári, sam- kvæmt nýjum tölum Hagstof- unnar. Það eru veruleg umskipti frá rúmlega þúsund manna fækkun í fyrra, litla sem enga fjölgun í nokkur undanfarin ár. Fólki skráðu utan trúfélaga hef- ur aftur á móti einungis fjölgað um rúmlega 320 á þessu ári, borið saman við 1.330 á því síð- asta, enda var þá algengast að þeir sem sögðu sig úr Þjóðkirkj- unni léíu skrá sig utan trúfélaga. „Eg gleðst yfir þessum tíðind- um“, sagði nýkjörinn biskup landsmanna, sr. Karl Sigur- björnsson. „Það er gott að finna að fólk er tilbúið að taka hönd- um saman við þjóðkirkjuna í þeiri uppbyggingu og endurnýj- un sem við viljum sjá í kirkju og þjóðlífi. Eg skynja það svo. Eg hef ekki lagt það niður fyr- ir mér hver skýringin er, sem hægt er að benda á í stuttu máli. Þar er örugglega ótal margt sem kemur til. En það er þetta, menn gera sér grein fyrir að þjóðkirkjan á Islandi er ákveðin kjölfesta í okkar þjóðlífi - og kannski er þetta það, að menn vilja koma til móts við hana og styrkja hana. Níu af hverjum tíu íslending- um tilheyra þjóðkirkjunni, sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Félögum fríkirkjusafnaðanna fjölgaði um 350 manns á árinu, sem langflestir eru í Oháða söfn- uðinum, þar sem safnaðarfélög- um hefur Ijölgað um 17% á ár- inu. Og í öðrum trúfélögum hef- ur fjölgað um 800 manns frá fyrsta desember í fyrra. Meira en helmingur þessa hóps er í Kaþólsku kirkjunni, enda hefur kaþólskum fjölgað um sjötta hluta á einu ári. Félögum í krossinum og búddistum hefur líka fjölgað hlutfallslega mikið í ár. Búddistar er annað tveggja trúfélaga sem sker sig úr hvað hlutfall kynjanna snertir, þar sem yfir 80% allra búddista í landinu eru konur. Þessu er hins vegar þveröfugt farið hjá ásatrú- armönum þar sem karlar eru 85% félagsmanna. I öðrum trú- félögum eru hlutföll karla og kvenna svipuð. — HEI Bamajól á sjukra- „ÖII börn og foreldrar eiga þá ósk að komast heim um jól, þó ekki sé nema að komast heim í nokkra klukkutíma á aðfanga- dagskvöld. Hægt er að verða við óskum margra, en nokkrir verða að vera hér á þessu helga kvöldi. I þeim tilvikum koma foreldrar og systkini barna sem hér dvelja á aðfangadagskvöld hér saman og borða saman hér og eins reyn- um við að hafa eins jólalegt hér - eins og hægt er,“ sögðu Anna Ólafía Sigurðardóttir og Svana Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingar á Barnaspítala Hringsins í Reykja- vík, í samtali við Dag í gær. — SBS Sjá eittnig bls. 2. Beðið eftir jólunum á Barnaspitaia Hr/ngsins i gær: Feðgarnir Jón Heiðarsson og sonur hans Atli Snær. Litli maðurinn er eins og hálfs árs, en vegna veikinda hefur hann enn ekki komst heim af sjúkrahúsi eftir fæðingu. í fyrra dvaldist fjölskyldan á vökudeild Landspítalans, en hefur nú von um að geta farið heim einhverja stund á aðfangadagskvöld. - mynd: þúk Haukjur Ingi Guðnason. Dýrasti knattspyrnumaður á íslandi. Tæpar 80 miUjómr fyrir Hauk Kjartan Másson, framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildar Kefla- víkur, var að vonum ánægður með söluna á Hauki Inga til Liverpool. „Þetta var mjög góð sala. Það er vel séð fyrir strákn- um, sem skiptir mestu máli, og við erum ánægðir með okkar hlut. Ekki síst það að við komum á mjög góðum samskiptum við Liverpool sem nýtast okkur vel í framtíðinni. Þetta voru einstak- lega góðir menn að eiga við og stráknum líkaði svo vel þarna í haust að hann snérist úr Arsenaláhanganda í Liverpool stuðningsmann og draumur hans rættist á laugardaginn. Það er því ljóst að við erum allir mjög ánægðir hér,“ sagði Kjartan Más- son. Bresku blöðin Það er mikið gert úr kaupverði því sem Liverpool greiðir íyrir Hauk Inga Guðnason. Ekki vildi Kjartan segja nákvæmlega hvað þeir fengu fyrir sinn snúð en sagði það ekki fjarri lagi sem bresku blöðin greindu frá í gær. Þar kom fram að Liverpool hefði borgað 150 þúsund pund fyrir Hauk Inga auk þess sem félagið borgar 500 þúsund pund til við- bótar þegar hann hefur náð ákveðnum leikjafjölda með lið- inu. Þá segja ensku blöðin einnig frá því að Liverpool hafi haft bet- ur en PSV Eindhoven frá Hollandi sem einnig vildi fá Keflvíkinginn í sínar raðir. — GÞÖ Gleðileg jól Kertasníkix Premium miðlarar BIACK&DECKER Handverkf æri SINDRI -sterkur í verki BORGARTUNI 31 • SIMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.