Dagur - 30.12.1997, Qupperneq 6
6-ÞRIÐJUDAGUR 30.DESEMBER 1997
ÞJÓÐMÁL
mmsmmmm
Utgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
A ðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjaid m. vs'k.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Sfmbréf auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
HSMMi
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
stefAn JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 1A, REYKJAVÍK
ABO 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
460 617UAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Jól í Bagdað
í fyrsta lagi
Oft ratast kjöftugum satt á munn. Ævintýramaður og pólitísk-
ur jólasveinn, Astþór Magnússon, fór með bensínafgreiðslu-
manni, félaga sínum í viðeigandi búningi, til borgar harma-
grátsins: Bagdað. Hin siðferðislegu skilaboð komu af fjölum
skrípaleikhúss sem alþjóðlegir fjölmiðlar í fréttahallæri sjón-
vörpuðu beint: „Jólasveinninn vill ekki að börn séu drepin,"
sagði bensínafgreiðslumaðurinn og Astþór var bara örlítið rök-
fastari með ferðatöskuna á öxlinni. En sjónarspilið kom mál-
staðnum á framfæri. Við viljum ekki að börn séu drepin í okk-
ar nafni.
í öðru lagi
Viðskiptabann Sameinuðu Þjóðanna á írak í kjölfar Persaflóa-
stríðsins er hóprefsing gegn fólki sem hefur ekkert unnið sér
til óhelgis annað en að búa við harðstjórn Saddams Husseins.
Er það glæpur gegn okkur? Sem ber að refsa harðlega fyrir?
Hundruð þúsunda barna hafa látist af völdum viðskiptabanns-
ins. Ur sjúkdómum og vannæringu. Obreyttir borgarar þjást
óbærilega. Vegna aðgerða sem Islendingar taka þátt í, jól og
alla aðra daga.
í þriðja lagi
Flugferð jólasveinanna hefur litla líknandi þýðingu, en tákn-
rænt gildi sjónleiksins er þrátt fyrir allt nægilegt til að minna
okkur á að við erum ábyrg fyrir óverjandi aðgerðum og mis-
notkun á nafni Sameinuðu þjóðanna. Þegar glæpamenn setja
sprengju í almenningsvagn og myrða saklausa borgara til að
koma skömm í hatt þriðja aðila kallast það hryðjuverk. Hver er
eðlismunurinn á því og viðskiptabanni Islands á Irak?
Stefán Jón Hafstein.
i
Ástþðr og Dagsbrún
arj ólas vetnniim
„Stop killing the children,"
voru skilaboðin sem gamli
Dagsbrúnarmaðurinn, Kristján
Árnason, flutti í búningi jóla-
sveins þar sem hann stóð í dyr-
um flugvélar Friðar 2000 eftir
að hún lenti í írak nú um há-
tíðarnar. Óneitanlega var þetta
nokkuð brosleg sena, bæði
vegna þess að jólasveinaenskan
var með svo dásamlega þykkum
íslenskum hreim og þá ekki síð-
ur vegna þess að fyrirbær-
ið jólasveinn er óþekkt í
hinu islamska Irak. Það
hefur því verið einkenni-
legur fagnaðarboðskapur
að sjá rauðklæddan Dags-
brúnarmann frá íslandi
tala sérkennilegum tungum í
dyrum rússneskrar flugvélar á
vegum Ástþórs Magnússonar.
Fj ölmiðlaathygli
Ástþór Magnússon náði íflug-
ferð sinni til Irak um jólin að
draga athygli heimsins að við-
skiptabanninu á írak með
kröftugri hætti en hingað til
hefur tekist. Athygli helstu fjöl-
miðla heims beindist að þessari
heimsókn og hún var eitt helsta
fréttaefnið á mörgum sjón-
varpsstöðvum yfir jólin. Með
því að taka fársjúka fimm ára
stúlku og fjölskyldu hennar
með frá írak hefur hann enn
fremur tryggt sér áframhald-
andi umfjöllun og nær að halda
kastjósinu á viðskiptabanninu
miklu lengur en ella hefði orð-
ið. Ástþór Magnússon og Dags-
brúnaijólasveinninn standa því
með pálmann í höndunum
hvað athygli varðar. Það eina
sem hefði getað vakið meiri at-
hygli heimsbyggðarinnar en
jólasveinn með íslenskan hreim
að bjarga barni í Irak, væri ef
stórhveli hefði verið í lífshættu.
En alkunna er að heims-
byggðin er næmari fyrir útrým-
ingu hvala og dauða en fyrir ör-
lögum manna í tjarlægum
löndum. Og vegna þess að ekki
var vitað um um neinn hval í
háska um jólin hafa afleiðingar
viðskiptabannsins nú komið
óvenju vel fram.
Notaður af
Saddam
Allt hefði þetta verið frábært
hjá þeim Ástþóri og Dags-
brúnarjólasveininum, ef
ekki hefðu komið til ýmis
viðbótarskilaboð í kring-
um þessa ferð þeirra. Við-
skiptabönn eru almennt
vafasöm þvingunaraðgerð
og oft gagnslaus til að ná fram
þeim markmiðum sem lagt er
upp með. Viðskiptabannið á
Irak er gott dæmi um það.
Áhrifin koma minnst við stjórn-
völd en afleiðingarnar eru
skelfilegar fyrir allan almenn-
ing. Það voru hins vegar ekki
skilaboðin sem komu frá Ást-
þóri Magnússyni og jólasvein-
inum £ Baghdad. Samkvæmt
þeim voru það Sameinuðu
þjóðirnar einar sem voru vondi
aðilinn í málinu fyrir að hafa
beitt fyrir sig viðskiptabanni.
Saddam Hussain var gjörsam-
lega stikkfrí, enda gerði hann
hvað hann gat til að notfæra
sjálfum sér til framdráttar
þessa ferð íslendinganna.
„Stop killing the children" átti
ekki við hann eða stjórn hans,
sem uppvís hefur orðið að upp-
söfnun gjöreyðingarvopna, lít-
ilsvirðingu gagnvart hinu al-
þjóðlega samfélagi og kúgun og
fjöldamorðum á eigin þegnum.
Því er ekki rétt að lýsa uppá-
komunni á Baghdadflugvelli
sem broslegri. Hún var grát-
brosleg. GARRI.
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Minnisleysi og
metsðluráðherra
Árið er senn, eins og þar stendur,
liðið í aldanna skaut. Og aldrei
það kemur til baka. Og svo fram-
vegis. Og ekkert nema gottum
það að segja. A.m.k. þýðir lítt að
harma það sérstaklega eða hafa
uppi mótmæli harðleg, því ekk-
ert fær stöðvað tímans þunga
straum, eða kannski flaum eða
glaum?
Það er háttur okkar margra á
þessum dögum að líta ögn til
baka og velta fyrir okkur þessu
ári frá ýmsum hliðum, þ.e. ef
hófleysi jólanna, ofátið og of-
drykkjan hefur ekki valdið svo
andlegum sljóleika með því að
hjúpa vitundina fitulagi for-
heimskunar, að við erum alls
ófær um að rifja upp eitt eða
neitt, skoða og skilgreina af
skynsamlegu viti.
Gleymska er aHt sem þarf
Hvað hefur þetta ár fært okkur
og hvað hefur þetta ár tekið frá
okkur? Hverjir eru menn ársins
og hverjir eru amlóðar þess t.d. í
hópi stjórnmálamannanna?
Sennilega er flestum efst í
huga við áramót það sem hefur
snert þá persónulega á einhvern
hátt í sorg og gleði. Ástvinamiss-
ir eða einstakar hamingjustund-
ir, fremur en
skakkaföll í opin-
berri stjórnsýslu
eða áföll á lands-
mælikvarða. Á
þessum dögum er
hver sjálfum sér
næstur eins og alla
jafnan. Langtíma-
og skammtíma-
minni okkar á at-
burði og persónur
sem snerta okkur
ekki beint er
brigðult.
Og það er í ljósi þessa heppi-
lega minnisleysis sem stjórn-
málamennirnir ganga keikir inn í
nýja árið, þess fullvissir að mis-
tök þeirra stór og smá, jafnvel
misgjörðir, verða gleymd og graf-
in þegar þjóðin bröltir á fætur í
þokukenndri skelþynnku nýárs-
dagsins. Minnisleysi þjóðarinnar
er höfuðforsenda þess að mis-
heppnaðir stjórnmálamenn geti
starfað kjörtímabil-
um saman eins og
ekkert hafi í
skorist. En hefur
það einnig í för
með sér aðdugandi
menn á þessum
vettvangi hrölddast
á stundum óverð-
skuldað af sviðinu.
Jeffrey Archer
íslands
Talandi um stjórn-
málamenn þá hafa þau tíðindi
gerst sem líkast til eru einsdæmi
í vestrænum heimi að forsætis-
ráðherra landsins er jafnframt
orðinn vinsælasti rithöfundur
þess og hefur skákað margreynd-
um sagnasmiðum og Norður-
landameisturum á því sviði. Illar
og andsnúnar tungur munu auð-
vitað segja að forsætisráðherra
hafi ekki minni reynslu en met-
sölurithöfundar þjóðarinnar f að
setja saman skáldsögur og hag-
ræða veruleikanum og sannleik-
anum í eigin þágu. En það breyt-
ir því ekki að við státum af met-
sölurithöfundi í stóli forsætis-
ráðherra og hvað er eölilegra hjá
sjálfri bókaþjóðinni, sem byggir
tilverugrundvöll sinn og sjálf-
stæði á gömlum skræðum og
varðveislu tungunnar.
Við skulum því óska sjálfum
okkur til hamingju með Davíð
Oddsson - sem rithöfund. Og
megi hann stíga á stokk um ára-
mótin og strengja þess heit að
halda áfram að skrifa - jafnvel þó
verði á kostnað annarra hnappa
sem hann þarf að hneppa.
Ilvad finnstjer um
framtak Ástþórs Magn-
ússonar í írah?
Amþór Helgason
varaformaður Framsóltnarfélags
Sdtjamamess.
Eg held að við
séum sammála
um að framtak
Ástþórs sé mjög
virðingarvert.
Hann tók þá af-
stöðu að flytja
einvörðungu til
Iraks varnings sem Sameinuðu
þjóðirnar gátu sætt sig við. Það
hlýtur samt að segja sig sjálft að
aðstoð með þessum hætti getur
ekki komið í stað eðlilegra við-
skipta við landið. Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra lét
þess getið fyrir um mánuði að
hann væri hlynntur því að við-
skiptabanni Islands á frak yrði
aflétt ef aðrir gerðu það. Nú hafa
íslendingar alla burði til þess að
aflétta einhliða slíku banni og
hætta með því þátttöku í þjóðar-
morði.
Sr. Vigfús Þór Ámason
sóknarprestur í Grafarvogskirkju.
Mér finnst já-
kvætt að gerðar
séu tilraunir til
að benda á þá
þjáningu sem
þarna er til stað-
ar, ekki síst hjá
börnum sem fá
ekki nægan mat og lyf við veik-
indum. Allt er þetta til að benda
á hvað ástandið í landinu er al-
varlegt. Allir aðilar verða að sam-
einast um að finna lausn í þessu
máli þó það verði efalaust erfitt á
meðan Saddam stjórnar - einsog
hann hefur stjórnað.
Margrét Frímannsdóttir
form. Alþýðubandalagsins ogfulltrúi
i utanríkismálanefndAlþingis.
Mér finnst fram-
tak hans vera
mjög virðingar-
vert og greinilegt
er að Ástþór er
maður sem lætur
verkin tala. Þá
deili ég einnig
með Astþóri skoðunum hans á
viðskiptabanninu, sem bitnar
harðast á þeim er síst skyldi. Það
mun seint takast að svelta þessa
höfðingja til hlýðni, því þeir sjá
til þ ess sjálfir að hafa nóg - á
meðan börnin svelta.
Ami Ragnar Ámason
þingmaðurSjálfstæðisfloltltsogfull-
trúi í utanríkismálanefnd Alþingis.
Eg tel að þarna
sé um að ræða
aðgerð í átökum
á milli ríkja. Þó
ég áfellist ekki
samtök einsog
Frið 2000, sem
vilja koma fólki í
nauðum til aðstoðar, get ég ekki
tekið undir þau sjónarmið að
fella eigi niður aðgerðir af hálfu
ríkja sem írak hefur átt í deilurn
og jafnvel átökum við. Stað-
reyndin er sú að írakar hafa hvað
eftir annað gerst brotlegir við al-
þjóðlegar samþykktir og við-
skiptabannið er afleiðing þeirra
gjörða stjórnvalda í Bagdad.