Dagur - 06.02.1998, Qupperneq 3

Dagur - 06.02.1998, Qupperneq 3
FÖSTVDAGVR 6.FEBRÚAR 1998 -3 Thgpr' FRÉTTIR Alþýðub andalagsmeim takast á iim auðlmdagj ald Míðstjóm Alþýðu- baudalagsins tekur væntaulega afstöðu til ágreinings sem uppi er í flokknum um stefnuna í auð- lindagjaldsmálum á fundi inii helgina. Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til fundar um helgina, en Iandsfundur flokks- ins vísaði til hennar ágreiningi um auðlindir í þjóðareigu og stefnuna í sjávarútvegsmálum. Olíklegt er að miðstjórnin taki af skarið í sjávarútvegsmálun- um, því væntanlega verður vinnunefnd falið að fara yfir framkomnar tillögur í þeim efn- um og reyna að búa til úr þeim heildstæða stefnu. Formanni AI- þýðubandalagsins er hins vegar mjög í mun að tekin verði af- drátttarlaus afstaða til þeirra tveggja tillagna um auðlinda- gjald sem fyrir liggja. I báðum er gert ráð fyrir að skipuð verði nefnd til að skil- greina auðlindir í sameign þjóð- arinnar og gera tillögur um gjaldtöku fyrir afnot þeirra. Samkvæmt tillögu sem Ragnar Arnalds og fleiri fluttu á lands- fundinum verður aðeins leyft að taka gjald til að standa undir rannsóknum, vernd og sjálf- bærri nýtingu auðlinda og er það í samræmi við frumvarp sem 7 af 9 þingmönnum AI- þýðubandalagsins hafa lagt fram á þingi. I tillögu Margrétar Frímannsdóttur er hins vegar gert ráð fyrir að auðlindagjald megi nýta til að stuðla að rétt- látri skiptingu afrakstursins, m.a. til að styrkja byggð um landið. Formaður Alþýðubandalags- ins vill með öðrum orðum ganga lengra en meirihluti þingflokks- ins og um þetta verður tekist á miðstjórnarfundinum um helg- ina. Ymsum innan flokksins þykir eðlilegra að afgreiða þetta mál í samhengi við sjávarútvegs- stefnuna, sem eins og fyrr sagði verður sett í nefnd, enda séu þau mál nátengd. Margréti finnst hins vegar mikilvægt að miðstjórnin afgreiði málið. „Breytt umhverfi kallar á að stefna stjórnmálaflokka sé skýr hvað auðlindir þjóðarinnar varð- ar og hvernig með þær skuli fara,“ segir hún. Viðbúið er að kratar fylgist af áhuga með miðstjórnarfundin- um enda telja margir að mögu- leikar á samstarfi flokkanna kunni að einhverju leyti að velta á því hvernig Alþýðubandalagið afgreiði auðlindapólitíkina. Til- laga Margrétar er meira í anda Alþýðuflokksins, en hún vill ekki kannast við að vera stíga skref til að nálgast sjónarmið krata. Það sé aukaatriði og ef eitthvað er hafi Alþýðuflokkur- inn heldur nálgast Alþýðu- bandalagið með því að draga úr ofuráherslu sinni á veiðileyfa- gjald og beina sjónum að auð- lindagjaldi almennt. Miðar vel Margrét segir að viðræður fé- lagshyggjuflokkanna um sam- starf í næstu kosningum hafi gengið eins og ráð hafi verið fyr- ir gert, en hins vegar fari mikill tími núna í undirbúning sveitar- stjórnarkosninga. Staðan í þeim málum segi reyndar allt sem segja þurfi um sameiningar- málin. „Það eru að verða til sameiginlegir listar þessara flokka í nær öllum stærstu sveit- arfélögunum. Það er auðvatað sterk vísbending um það sem koma skal hvenær sem það veröur." Stórsigur fyrir ís- lenska karlmeim Feður taka æ meiri þátt i umönnun og uppeldi barna sinna og nú hefur fallið dómur i Hæstarétti, þar sem staðfestur er réttur feðra sem starfa hjá rikinu til að nýta hluta fæðingarorlofs mæðranna óskl foreldrarnir þess. Fj ármálaráðuneytið mátti ekki synja Sig- urði Torfa Guð- mimdssyni um laim að feðraorlof. „Stór- sigur fyrir íslenska karlmenn,“ segir Sig- urður. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að greiða Sigurði Torfa Guð- mundssyni ekki laun í fæðingar- orlofi hafi verið ólögmæt. Hæstiréttur staðfestir þar með rétt feðra til fæðingarorlofs á launum. „Þetta er stórsigur fyrir ís- lenska karlmenn. Þetta er von- um framar og það er gaman að því að þjóðfélagið skuli vera að breytast með þessum hætti, því þarna sigrar sú hugsun að um- önnun beggja foreldra skili betri einstaldingum út í þjóðfélagið þegar fram í sækir. Þetta er mik- ill sigur,“ segir Sigurður Torfi um niðurstöðu Hæstaréttar. Sigurður Torfi sótti um laun- að feðraorlof í einn mánuð í september 1995 en tjármála- ráðuneytið synjaði því með þeim rökum að rétturinn næði aðeins til kvenna á launaskrá ríkisins. Þó lá fyTÍr að eiginkona Sigurð- ar, sem einnig er ríkisstarfsmað- ur, rnyndi afsala sér mánuði af sínu orlofi. Eiginkonan hefur fengið greidd laun í fulla sex mánuði og því ekki gerð krafa af Sigurði um að fá greiðslur, held- ur var málið rekið af kærunefnd jafnréttismála sem prinsippmál, enda ótvíræður andi jafnrétt- islaga að feður jafnt sem mæður hafi rétt til launaðs orlofs eftir fæðingu barns og hvers kyns mismunun eftir kynferði óheim- il. Hæstiréttur undirstrikar í úr- skurði sínum að fæðingarorlof sé annars vegar hugsað til þess að konur geti jafnað sig eftir barnsburð, en einnig að foreldr- ar fái báðir tældfæri til að ann- ast barn sitt fyrstu mánuði ævi þess. - FÞG GuUinbrú hið fyrsta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði á borgarstjórnarfundi í gær að svo gæti farið að borgin hæfi sjálf framkvæmdir \ið breikk- un Gullinbrúar í Grafarvogi, ef ríkið gæfi ekki fyrirheit um það fljót- lega. Brúin telst til stofnbrautar og heyr- ir því undir ríkið. Borgin hefur boðist til að lána ríkinu fé til framkvæmdanna en svar við því tilboði hefur ekki borist. Ingibjörg sagðist gefa ríkisvaldinu hálfan mánuð til að svara, en það væri ekki hægt að bíða lengur ______________________ með þessar fram- kvæmdir. Samgöngumálin voru rædd á opnum borgarfundi sem Sjálfstæðis- Ilokkurinn hélt í Grafarvogi í gærkvöld. Samnorræn sýning í París Sex Islendingar eiga verk á stærstu samnorrænu myndlistarsýningu sem haldin hefur verið í París og opnar í kvöld. Það eru Þorvaldur Þorsteinsson, Olafur Elíasson, Anna Guðjónsdóttir, Inga Svala Þórs- dóttir, Kristinn Harðarson og Hannes Lárusson. Þá kemur Björk Guðmundsdóttir við sögu með óbeinum hætti, því breski listamaður- inn Jeremy Deller ætlar að nota myndbönd hennar og setur þau upp með finnska hljóðlistarmanninum Mika Vainio. Hundruð dauðra fugla Mikið af dauðum svartfugli hefur rundist á Ijörum við Suðaustur- land. A svæðinu frá Ingólfshöfða austur að Stokksnesi skipta dauðu fuglarnir hundruðum, jafnvel þúsundum, samkvæmt fréttum Ut- varpsins. Bera fór á fugladauðanum iyrir um hálfum mánuði og er húið að senda nokkra fugla til skoðunar hjá Náttúrufræðistofnun. Heimamenn telja líklegt að fuglinn hafi drepist úr hor. Gullinbrú i Grafarvogi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.