Dagur - 06.02.1998, Page 12

Dagur - 06.02.1998, Page 12
12 - FÖSTUDAGUR 6. FEBHÚAR 1998 ÍÞRÓTTIR Grmdavík áfram á toppmun Rafmagnað loft í Hafnarfirði og Grinda- vík. ÍR vinnur Val og ísfirðingar snéru leHmum sér í hag í Borgamesi. Haukarnir hófu leik sinn við Keflvíkinga af krafti á heimavelli sínum í Hafnarfirði. Þeir höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleik- inn og virtust mun sterkari aðil- inn og leiddu í Ieikhléi, 45:41. Bandaríkjamaðurinn Sherrick Simpson fór á kostum og skoraði 16 stig í hálfleiknum. I seinni hálfleik sneru Keflvíkingar dæm- inu við og náðu að jafna leikinn í 55:55. Eftir það skiptust liðin á um forystuna og spennan hélst til loka þar sem bæði Iiðin gátu sigrað. Það voru þau Haukarnir sem unnu taugastríðið og höl- uðu inn sigurinn, 68:67. Leikur Grindvíkinga við Njarðvík var nánast spegilmynd af leik Hauka og Keflvíkinga. Grindvíkingar leiddu með 12 stigum í leikhléi, 55:43, og eng- inn trúði á sigur Njarðta'kinga nema þeir sjálfir. Friðrik Ingi tal- aði yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik og það var nýtt og breytt NjarðWkurlið sem kom og sneri leiknum sér í hag í seinni hálfleik. Þegar 5 sekúnd- ur voru til leiksloka- var staðan 80:80 og Grindvíkingar rændu Haukar mörðu sigur gegn Keflvíkingum í gærkvöld. - mynd: bg gesti sína boltanum og Darryl Wilson skoraði glæsilega 3ja stiga körfu og tryggði sínum mönnum sigurinn, 83:80. Skallagrímsmenn stóðu í Is- firðingum í fyrri hálfleik og virt- ust hafa leikinn í höndum sér en ísfirðingar sneru dæminu við í seinni hálfleik og unnu öruggan sigur, 71:94, sem þeir geta þakk- að Bandaríkjamanninum David Bevis. Þau undur og stórmerki áttu sér stað á Hlíðarenda að hotnlið deildarinnar lagði Val að velli, 81:86. Sigur IR-inga var örugg- ari en tölurnar segja til um. Þórsarar sigruðu ÍA í fjörugum leik á Akureyri, 90:74, þar sem heimamenn réðu ferðinni frá fyrstu mínútu vel studdir af frá- bærum áhorfendum. Úrslit lcikja í gærkvöld: Haukar-Keflavík 68:67 Grindavík-Njarðvík 83:80 Skallagrímur-KFÍ 71:94 Valur-IR 81:86 Þór-ÍA 90:74 Staðan er nú þessi: Grindavík 17 1584:1412 30 Haukar 17 1437:1224 26 KFÍ 17 1493:1390 22 Keflavík 17 1540:1453 20 Njarðvík 17 1485:1398 18 Tindastóll 16 1260:1212 18 ÍA 17 1324:1339 16 KR 16 1293:1320 16 Skallagrímurl 7 1398:1509 14 Valur 17 1373:1478 10 ÍR 17 1333:1557 6 Þór 17 1325:1553 6 Sautjándu umferð úrvalsdeild- arinnar lýkur í kvöld með viður- eign Tindastóls og KR á Sauðár- króki kl. 20. - c.i>o/jj/ie Fjölnieraiustu vetrar- leikamir verða settir í nótt Fjölmennustu vetrarólympíuleik- ar sögunnar verða settir í dag í Nagano í Japan, eða um kl. tvö að nóttu að íslenskum tíma. Um 2600 keppendur frá 72 þjóðlönd- um taka þátt í leikunum, eða tæp- lega átta hundruð fleiri en voru á leikunum í Albertville fy'rir sex árum. Islendingar senda að þessu sinni átta keppendur sem allir keppa í alpagreinum. íslenski hópurinn undir farar- stjórn Kristjáns Vilhelmssonar kom til Nagano eftir ellefu tíma flug frá Kaupmannahöfn í gær- morgun kl. 7:20 að íslenskum tíma (16:20 að staðartíma) og ís- lenski hópurinn dró íslenska fán- ann að húni í ólympíuþorpinu. Klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma hefst setningarathöfn leik- anna og þegar hefur verið ákveðið að Theodóra Mathiesen verði fánaberi íslenska hópsins. Tveir ókomnir Ljóst er að það verða ekki allir ís- lensku keppendurnir við athöfn- ina, því tveir þeirra eru ókomnir til Japan. Það eru þeir Kristinn Björnsson, sem er við æfingar með sænskíi landsliðinu í Svíþjóð og hyggst koma til Japan þann 10. þessa mánaðar, og Jóhann Hauk- ur Hafstein, sem er við nám og æfingar í Veilo í Noregi. Það ætti Theodóra Mathiesen. ekki að koma að sök, því þeir bytja ekld að keppa fyrr en eftir tæpar tvær vikur, á síðustu dög- um leikanna. Bry nja Þorsteinsdóttir frá Akur- eyri verður fyrst íslendinga til að keppa á leikunum, en keppni kvenna í risasvigi fer fram næsta þriðjudag. Að öðru leyti eru hinar hefðbundnari alpagreinar, svig og stórs\ig, hafðar síðastar en leik- unum Iýkur þann 21. þessa mán- aðar. Vel sóttir leikar Það er ekki nóg með að leikarnir í Nagano séu fjölmennustu Ieik- arnir, heldur mun aðsóknin verða meiri en í Lillehammer fyrir fjór- um árum. Stuttu fyrir leikana var Brynja Þorsteinsdótt/r. 84 prósent allra aðgöngumiða seldir, eða tæplega 1,1 milljón miða. Þegar var uppselt á skauta- hlaup og Curling-keppnina, en ennþá var hægt að fá miða á ís- hokkíleiki. Betra lyíjaeftirlit Japanir taka í notkun fullkomna rannsóknastofu og beita nýjum aðferðum við að hafa upp á ster- um og öðrum lyfjum sem eru á bannlista. Gert er ráð fyrir því að um 5-600 keppendur skili þvagprufum, sem er svipaður fjöl- di og í Lillehammer fyrir tveimur árum, en tækninni hefur fleygt fram síðan þá og notast er við ný efnasamhönd til að kanna hvort íþróttamenn hafi neytt stera. Mættir aftur Jamaíka hefur aldrei verið þekkt fyrir vetaríþróttamenn í fremstu röð, kannski af skiljanlegum ástæðum. Þeir eiga þó þekltt lið sem mætir til Ieiks í sleðakeppni á Ieikunum í Nagano, en íjórmenn- ingarnir frá Jamaíka vöktu heims- athygli þegar þeir voru með á Ieik- unum í Calgary 1988. Segja má að frægð þeirra hafi risið hæst þegar bíómyndin „Cool Runn- ings“ var gerð um uppátæki þeir- ra. Reagge-mennirnir frá Jamaíka eru semsagt mættir á nyjan leik og segjast vonast til þess að í þetta skipti verði þeir teknir alvar- lega, ekki sem einhverju skemmtiatriði! Yfir 100 klst. áskjánum Vetrarólympíuleikarnir ( Nagano í Japan verða formlega settir í nótt. Ríkissjónvarpið sýnir beint frá setningarathöfninni sem hefst kl. 02:00 að íslenskum tíma. Sjónvarpið mun sýna, í beinni útsendingu, 70 klukku- stundir frá leikunum. Auk þess verður sérstakur Olympíupakki á hverju kvöldi miili klukkan 19.00 og 20.00. Einnig verða endursýningar á efni frá leikun- um flesta daga \ikunnar. — GÞÖ ENSKI BOLTINN Fiimntán á sölulista Enska 1. deildarliðið Manchest- er City, sem hefur átt í miklu basli í deildinni í vetur, setti í gær fimmtán leikmenn sína á sölulista. Ráðstafanir Man- chestermanna og framkvæmda- stjóra félagsins, Frank Clarke, eru til þess gerðar að rétta félag- ið við fjárhagslega og minnka launakostnað. McClair meiddist Brian McCIair, miðjumaður Manchester United, meiddist í leik með varaliði félagsins gegn Sheffield Wednesday í fyrra- kvöld og ljóst er að hann mun ekki verða með liðinu gegn Bolton á Iaugardaginn. Nicky Butt Ieikur ekld með Man. Utd. á laugardag vegna leikbanns og þá er Ronny Johnsen meiddur á kálfa. INNLENT Toppleikur á Selfossi Einn af úrslitaleikjunum í 2. deild karla í handknattleik verð- ur háður í kvöld, þegar Selfyss- ingar taka á móti Þórsurum, en leikurinn hefst kl. 20 á Selfossi og kann að ráða miklu um það hvort Iiðin tvö vinni sér I. deild- arsæti. Þá mætast á Isafirði á sama tíma Hörður og HM, sem bæði sigla lygnan sjó í deildinni. Ohætt er að segja að spennan sé mikil á toppi deildarinnar. Grótta/KR er nú í efsta sætinu með 18 stig að afloknum ellefu leikjum, Fylkir hefur stigi minna eftir ellefu leiki. Selfoss og Þór eiga bæði tvo leiki til góða á toppliðin, því leikurinn í kvöld er tíundi leikur beggja Iiða í deildinni. Þór er nú með 16 stig og getur komist upp að hlið Gróttu/KR og Selfyssingar eru með 14 stig og þurfa nauðsyn- lega á sigri að halda til að halda í vonina um 1. deildarsæti, því aðeins sextán umferðir eru leiknar í deildinni. Keppnisdagar íslendingaima Febrúar 10. - Risasvig kvenna Brynja Þorsteinsdóttir 18. - Stórsvig kvenna Brynja Þorsteinsdóttir Theodóra Mathiesen 19. - Svig karla Arnór Gunnarsson Haukur Arnórsson Kristinn Björnsson Sveinn Brynjólfsson 20. Stórsvig karla Haukur Arnórsson Jóhann Haukur Hafstein Kristinn Björnsson 21. Svig kvenna Brynja Þorsteinsdóttir Sigríður Þorláksdóttir Theodóra Mathiesen Þess má geta að fimm ís- lenskir keppendur voru á síðustu leikum sem fram fóru í Lillehammer, þar af voru þrír úr alpagreinum. Tveir þeirra keppa í Naga- no, en það eru þeir Kristinn Björnsson og Haukur Arn- órsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.