Dagur - 07.02.1998, Page 4

Dagur - 07.02.1998, Page 4
4- LAUGARDAGUR 7. FERRÚAR 1998 ro^tr FRÉTTIR L > Meimingaverðlaim VÍS afhent Forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, afhenti menningarverðlaun VIS við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands. Menningarsjóður VIS verðlaunar árlega íslenska einstaklinga sem að mati stjórnar sjóðsins skara fram úr á sviði lista og vísinda. Hæsta styrkinn, eina milljón króna, hlaut Jónas Ingimundarson pí- anóleikari sem er löngu landsþekktur fyrir störf sfn að tónlistarmál- um. Auk þess að vera meðleikari margra helstu söngvara þjóðarinnar hefur hann haldið fjölda einleikstónleika víða um land. Þá hlutu þeir Olafur Halldórsson, framkvæmdastjóri fiskeldis Eyja- fjarðar, og Jóhann Sigurðsson, framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Leifs Eiríkssonar, fimmhundruð þúsund krónur hvor. Lögmeim mótmæla gjöldum Stjórn Lögmannafélags Islands hefur sent frá sér ályktun þar sem Al- þingi er hvatt til að endurskoða nú þegar breytingar á Iögum um aukatekjur ríkissjóðs, þar sem gjöld fyrir fuilnustuaðgerðir og réttar- gjöld eru hækkuð verulega. Stjórn lögmannafélagsins segir gjöld þessi fyrst og fremst greidd af þeim sem minna mega sín, þ.e. fólki í fjárhagsvandræðum. Lög- mannafélagið vekur athygli á því að með þessu er verið að samþykkja að hækka um 100 milljónir gjöld, sem skuldarar landsins greiði fyrst og fremst. Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig á áttrœðisafmœli mínu þann 4. febrúar með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Lifið heil. Sigríður Valdimarsdóttir Böðvarsgarði Fnjóskadal. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUNNARS B. LOFTSSONAR. Innilegar þakkir til starfsfólksins á Hjúkrunar- heimilinu Seli fyrir frábæra umönnun. Sugríður Guðmundsdóttir, Yngvi R. Loftsson, Hrefna Jakobsdóttir, Margrét Yngvadóttir, Nanna G. Yngvadóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT ÓLAFSSON bóndi, Laxárdal Þistilfirði verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju fimmtudaginn 12. febrúar kl. 14.00. Elín M. Pétursdóttir, Bragi Eggertsson, Helga Jóhannsdóttir, Petra S. Sverrisen, Einar Friðbjörnsson, Ólafur Eggertsson, Anna Antoníusdóttir, Stefán Eggertsson, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Marinó P. Eggertsson, Ósk Ásgeirsdóttir, Guðrún G. Eggertsdóttir, Þórarinn Eggertsson, Særún Haukdal, Garðar Eggertsson, Iðunn Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sr. Valgeir Ástráðsson hefur unnið mái gegn ríkinu og fengið staðfest að prestar geta dregið frá kostnað eins og aðrir verktakar. - mvnd: bg Prestar eru full gildir verktákar Prestar mega draga kostnað vegna auka- verka frá tekjum af þeim verkum, þótt ríkið greiði sérstakan embættiskostnað. Hæstiréttur hefur úrskurðað að prestar megi eins og verktakar Ieggja fram kostnaðarreikninga á móti tekjum vegna ýmissa prestsverka (aukaverk). Hæsti- réttur staðfesti dóm undirréttar um þetta í máli íslenska ríkisins gegn séra Valgeiri Ástráðssyni, en um prófmál var að ræða um stöðu allra presta. Prestar eru á launum hjá rík- inu en fá þess fyrir utan greiðsl- ur fyrir verk eins og skírnir, ferm- ingar, jarðarfarir, giftingar og út- gáfu embættisvottorða. Fram að þessu hafa þeir ekki mátt færa fram kostnaðarreikninga á móti þessum tekjum, svo sem vegna aksturs, ritfanga og annað í þeim dúr. Hins vegar hafa verið settar reglur um greiðslu embættis- kostnaðar presta og prófasta, sem þó hafa ekki verið birtar. Hjá sumum prestum er til- fallandi kostnaður vegna emb- ættisverka vel hærri en þessar reglur segja til um. Skattyfirvöld hafa talið að ýmsir kostnaðar- reikningar presta mættu ekki koma á móti tekjum þar sem þeir féllu undir embættiskostnað, sem ríkið greiddi. Dómarar Hæstaréttar töldu skattaframkvæmdina hafa verið ómarkvissa árum saman og að allan vafa yrði að túlka prestin- um í hag. Dómararnir staðfestu því undirréttardóminn en tóku ekki afstöðu til einstakra frá- dráttarliða. — FÞG Rangæingar vilja sameinast Alls 77% Rangæinga vilja sjá sveitarfélög í Rangárþingi samein- ast. Sveitarstjórnir og héraðsnefnd iiiiuiu móta tillögur iun þau efni. Ef til vill verður kosið um sameiningu í vor. Afgerandi meirihluti íbúa í Rangárþingi er fylgjandi samein- ingu sveitarfélaga f sýslunni, skv. skoðanakönnun sem Gallup hef- úr gert fyrir Héraðsnefnd Rang- æinga. 77% íbúanna eru hlynnt- ir sameiningu, en heildarsvörun í könnuninni var um 90% í tæp- lega 1.700 manna úrtaki. „Þessi mikli vilji íbúanna við samein- ingu fer fram úr mínum björt- ustu vonum,“ segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárvallahrepps, sem situr í vinnunefnd Héraðsnefndar um sameingarmál, í samtali við Dag. Gallup spurði hvort fólk væri hlynnt eða andvígt sameiningu sveitarfélaga í héraðinu. Af þeim „Þessi mikli viiji ibúa við sameiningu fer fram úr mínum björtustu vonum, “ segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárvallahrepps. sem afstöðu tóku voru 77% hlynntir sameiningu, 13% and- vígir og 10% hlutlausir. Minnst- ur var stuðningur við samein- ingu í Fljótshlíð, 62%, en mestur í V-Landeyjum, 85%. Spurt var um hvaða sameiningarmynstur íbúar vildu sjá; þ.e. eitt eða tvö sveitarfélög eða þá einhvern annan sameiningarkost. Þar nefndu 44,4% eitt sveitarfélag, 46,6% tvö sveitarfélög og 9% höfðu aðra kosti í huga. Guðmundur Ingi Gunnlaugs- son segir að á næstu tveimur vik- um muni sveitarstjórnir ræða sameiningarmál og koma í fram- haldinu með sínar hugmyndir sem lagðar verða fyrir Héraðs- nefnd Rangæinga, sem aftur muni móta tillögur um samein- ingu. Guðmundur \ill ekki segja til um hvort kosið verði um sam- einingu samhliða sveitarstjórnar- kosningum í vor, en útilokar slíkt þó ekki. Segja má að Rangárþing skipt- ist í tvennt um Eystri-Rangá. Svo hefur verið litið á að Flella sé höfustaður vestari hlutans og HvolsvöIIur hins eystri, en báðir staðirnir eru svipaðir með tilliti til íbúaljölda og samfélagsgerðar. Guðmundur Ingi óttast ekki að torvelt verði að marka öðrum hvorum staðnum hlutverk höf- uðstaðar, verði sýslan gerð að einu sveitarfélagi. Samgöngur og tæknimöguleikar í dag séu með þeim hætti að hægt sé að veita fólki um alla sýsluna góða þjón- ustu af hálfu sveitarfélagsins - og því sé karp um höfuðstað í hér- aði óþarft. — SBS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.