Dagur - 07.02.1998, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 7.FEBRÚAR 1998 - 7
Xfc^MT
RITSTJÓRNARSPJALL
M aummapi
íslendingar þurfa ekki stjórnar-
skrá. Það er reynsla af stjórnar-
skrá í Nígeríu; þar er mikil póli-
tísk spilling. Islendingar þurfa
ekki heldur lög um fjármál
stjórnmálaflokka. Svoleiðis lög
eru til á Italíu, og þar er mikil
spilling í fjármálum stjórnmála-
flokka. Þeir sem eru á móti því að
stjórnmálaflokkar þurfi að gera
grein fyrir fjárreiðum sínum fara
alltaf að tala um Italíu.
í hremsMlni sagt
Það er mikilvægt fyrir lýðræðið í
landinu að fjármál stjórnmál-
anna séu heilbrigð. Eru þau það?
Nei. Tökum dæmi sem sjaldan er
minnst á. Foringjar íslenskra
stjórnmálaflokka eru oft per-
sónulega í ábyrgðum fyrir skuldir
flokka sinna. Með hús og eignir
að væði. Frambjóðendur og nán-
ustu stuðningsmenn eru oft
„skyldaðir" til að skrifa upp á
kosningaskuldir. Þetta hefur þótt
sjálfsögð fórnfýsi, hollusta við
málsstað eða bara eðlileg „tfund“
fyrir að gegna launuðum störfum
sem „flokkurinn hefur komið
fólki í“. Þetta er óeðlilegt. Um
þetta er sjaldan talað opinberlega
vegna þess að það er slæmt af-
spurnar fyrir viðkomandi stjórn-
málamann að hann sé ijárhags-
Iega hætt kominn vegna flokks-
skulda. Með heimili að veði. Við
þurfum sjálfstæða stjórnmála-
menn, ekki skuldaþræla. Og
sama röksemd á við stjórnmála-
flokka.
Forsetamál
Sú krafa kom fram í forsetakosn-
ingunum síðast að frambjóðend-
ur gerðu grein fyrir (járöflun og
kostnaði við baráttuna. Allir
frambjóðendurnir lofuðu að gera
það. Við það stóðu þeir, nema
einn. Hann situr á Bessastöðum.
Ekki skal efast um að staðið verði
við fyrirheit um uppgjör. Skuldir
framboðsins eru sagðar einhvers
staðar á bilinu 15-20 milljónir.
Er gott til þess að vita að svo mik-
ið fé sé útistandandi hjá fram-
boðsnefnd forseta? Nei, því
skuldirnar setja forseta í tor-
tryggilega stöðu. Þarf þó ekkert
tortryggilegt að eiga sér stað.
A þetta er minnst vegna þess
að í undanfara dýrustu forseta-
kosninga sögunnar var mikið um
íjármál frambjóðenda rætt. Al-
menningi líkaði eldd sú tilhugsun
að fjársterkir „keyptu“ sér for-
seta. Þá líkaði hvorlu fjölmiðlum
né almenningi að frambjóðendur
væru háðir gefendum sínum eft-
irá. Hvort sem frambjóðandinn
kæmist á Bessastaði eða sæti
áfram í Hæstarétti. Hættan við
kosningaskuldir er sú að sá sem
gegni embætti, skuldum vafinn,
freistist til að nota áhrif þess um-
svif til að bjarga sjálfum sér úr
klemmunni. Einstaklingur eða
flokkur.
Við eigum að haga málum svo,
með opinberum framlögum,
reglum um fjáröflun og sam-
komulagi um útgjöld að ekki fari
hér allt í ítalska vitleysu.
Ráðherrar
Báðherrar í ríkisstjórn og for-
menn í nefndum sveitarstjórna
eiga auðveldara en forseti með
að hygla fjárstuðningsmönnum
eða handhöfum skuldabréfa.
Þess vegna er óeðilegt að þeir
eða flokkarnir séu hluti af neð-
anjarðarhagkerfi.
Flokkarnir eru hvorki framtals-
skyldir né skattskyldir. Látum
vera þótt þeir borgi ekki skatt, en
hvers vegna ekki framtalsskyldir?
Þeir þiggja framlög frá hinu op-
inbera, og gegnum þá strejona
miklar fjárhæðir í formi styrkja
frá einstaklingum og fyrirtækj-
um. Þessir styrkir eru að hluta
skattfrjálsir. Hættan á hags-
munaárekstrum er svo augljós að
ekki þarf að ræða hana. Samt er
henni drepið á dreif í erg og gríð
- samanber nýlegan Kastljóssþátt
í sjónvarpi. Framkvæmdastjórar
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks töldu enga ástæðu til að
tortryggja flokkana á neinn hátt.
Svar okkar er: jæja. Við skulum
þá bara koma þessum málum á
hreint, formlega og löglega.
Hvers vegna gildir framtalsskylda
um allt sem nöfnum tjáir að
nefna í samfélaginu - nema þá
sem mest hafa völd og HELST
gætu lent í hagsmunaárekstrum?
Eftirtektarverður imiriur
Stjórnmálafræðingar og aðrir há-
skólamenn hafa eindregið beint
þeim tilmælum til handhafa hins
pólitíska valds að koma fjárreið-
um sínum á hreint. Þeir benda á
fordæmi í nálega öllum ríkjum
sem okkur standa nærri. And-
mælendur grípa alltaf til Italíu,
því þar séu strangar reglur en
spilling samt mest. Með sömu
rökum getum við lagst gegn því
að hér sé lögregla, því á Italíu
starfi öflug lögregla, en þar séu
skipulagðir glæpir miklir. Hvert
er samhengið? Þessi rökleysa er
ekki neinum manni bjóðandi.
Af svipuðum toga er sú rök-
Ieysa að setning reglna um fjár-
reiður stjórnmála muni grafa
undan góðum siðum. (Siðum,
sem reyndar er ekki víst að séu
til.) Ekki megi setja reglur því þá
fari menn að finna leiðir til að
komast hjá þeim. Jafn -satt og
þetta kann að vera í einstöku til-
fellum, þá er þetta engin megin-
röksemd. I Bandaríkjunum eru
framlög til frambjóðenda bundin
hámarki og þau birtingarskyld.
Jafnframt hafa menn fundið
smugur: alls kyns hagsmunahóp-
ar sem ekki eru skilgreindir sem
flokkar eða frambjóðendur hafa
komið sér upp sjóðum til að berj-
ast á vettvangi stjórnmálanna.
Kostirnir váð reglurnar eru samt
augljósir: frjárhagstengsl gefenda
og þiggjenda eru ljós. Þau eru
LIKA Ijós þegar menn finna
smugur hjá tilgangi laganna, eins
Hvers vegna gildir
framtalsskylda um
aUt sem nöfnum tjáir
að nefna í samfélag-
inu - nema þá sem
mest hafa völd og
HELST gætn lent í
hagsmunaárekstrum?
og þegar Rifflavinafélagið lýsir
yfir stuðningi við frambjóðanda
með auglýsingum, eða beinum
fjárframlögum. Margt af því sem
úrskeiðis fer í sambandi stjórn-
mála og peninga í Bandaríkjun-
um er ekki vegna reglnanna,
heldur vegna þess að menn hafa
ekki fengist til að útfæra þær
skynsamlega.
Reglurnar skilgreina „Iágmarks
siðferði"; finni menn lagakróka
hjá þeim standa þeir eigi að síð-
ur sýnilegir: Löglegt, en siðlaust
athæfi, fer á vogarskálar kjós-
enda.
Sveitarstjómarpólitik
I raun gildir alveg sama röksemd
í sveitarstjórnarpólitík og í lands-
málum. Tökum dæmi af höfuð-
borginni - en þar stefnir í óvenju
harðan slag í vor milli a.m.k.
tveggja andstæðra fylkinga. Mið-
að við forsetakosningarnar er alls
ekki fráleitt að ímynda sér að
verði stjórnlaus barátta í Reykja-
vík geti herkostnaðurinn farið
upp í 100 milljónir. Það væri í
fyrsta lagi hryllileg sóun á fjár-
munum, því hin lýðræðislegu og
málefnalegu skoðanakipti þurfa
alls ekki svo mikið fé. Verði sama
öfugþróun í vor og hefur átt sér
stað í undanförnum kosningum
til þings og Bessastaða má búast
við fáránlegum útgjöldum.
Hvaðan koma þeir peningar?
Setjum sem svo að kostnaður
verði einhvers staðar á bilinu 40-
100 milljónir. Þeir peningar
koma ekki úr opinberum sjóðum
- nema Sjálfstæðisflokkurinn sjái
af heildarframlögum flokksins af
fjárlögum til borgarmálaflokks-
ins. Reynsla framboða er ekki sú
að almennir stuðningsmenn
leggi mikið af mörkum. Þá eru
eftir framlög fyrirtækja. Getur
einhver mótmælt því að kosn-
ingabaráttan verði að stórum
hluta fjármöguð af sníkjum til
fyrirtækja? Og þó einhver mót-
mælti því, þá væri það einskis
vert - því fjárreiður framboðanna
eru neðanjarðar en ekki opinber-
ar.
Fyrirtækj askattur
Bein framlög fyrirtækja til kosn-
ingasjóða eru ávísun á grun-
semdir um hagsmunatengsl eða
brenglað lýðræði. I fyrsta lagi að
fyrirtækin „fái eitthvað“ í staðinn
samkv’æmt gömlu góðu reglunni:
„æ sér gjöf til gjalda". 1 öðru lagi
að stjórnmálaflokkum sé mis-
munað og „samkeppnisstaða“
þeirra skekkt. I þriðja lagi að
óeðlileg persónuleg tengsl geti
myndast og það haft áhrif á
stöðuveitingar, meðferð mála,
metorð í opinberu lífi og fleira í
þeim dúr. Allt þetta er með réttu
eitur í beinum almennings.
Þetta kerfi er sem betur fer að
láta á sjá. Stjórnmálamenn hafa
æ minni tækifæri tif að deila
gögnum og gæðum til vildarvina
undir borðið. Samt er það mögu-
legt. Þá eru stærstu fyrirtækin í
vaxandi mæli almenningshluta-
félög. Eðlilegt er að hluthafar
fylgist gjörla með gjöfum til
stjórnmálaflokka, þótt erfitt
kunni að vera að fá nákvæmlega
sundurliðað á aðalfundi hvað
heyrir undir t.d. „menningar-
starfsemi". Er það auglýsinga-
kostnaður frambjóðanda? Þá er
siðferði í viðskiptum vonandi að
aukast svo að stjórnendur hygli
ekki einum flokki á kostnað ann-
ars. Eigi að síður leiðir þetta allt
að einni niðurstöðu: það er vit-
laust kerfi að gera stjórnmálin í
landinu og framboðslista háða
framlögum fyrirtækja. Ein helsta
mótbára þeirra sem vilja viðhalda
núverandi skipan er sú að flokk-
arnir verði að vera sjálfstæðir
gagnvart ríkinu. En hvað með
sjálfstæði þeirra?
Pröngsýni
Frumvarp Jóhönnu Sigurðardótt-
ur og Ossurar Skarphéðinssonar
um þetta efni fer ekki í gegn,
nefnd sem á að leggja fram tillög-
ur kemur ekki saman og sendir
ekkert frá sér.
Það er furðuleg þröngsýni,
sem meðal annars má kenna fjöl-
miðlum um, að vilja ekki fjár-
magna lýðræðið. Stjórnmálasam-
tök þurfa fé. Þessir dökkklæddu
menn með skjalatöskur flolck-
anna sem ganga á milli og rukka
í leynum eru framverðir lýðræðis
á lslandi. Þessi aðferð er ítölsk.
Þetta er mafíufyrirkomulag.
Stjórnmál kosta fé, það er
staðreynd. Við getum haldið okk-
ur við sikileysku aðferðina eða
tekið upp vestræna lýðræðis-
hætti. Við þurfum opinber fram-
lög til stjórnmálastarfs, og eins
og nýleg uppákoma á Alþingi
sýnir verða að gilda um þau mál
gagnsæjar og skynsamlegar regl-
ur. Við þurfum siðlegar reglur
um aðra fjármögnun stjórnmála-
starfs, svo hugsanlegir hags-
munaárekstrar verði ekki einu
sinni hugsanlegir, og altjent skil-
greindir siðlausir. Og við þurfum
samkomulag þeirra sem axla
ábyrgð á opinbéru fé eftir kosn-
ingar, um hegða sér skikkanlega
í undanfara kosninga.