Dagur - 07.02.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 07.02.1998, Blaðsíða 4
20 -LAUGARDAGVR 7 . FEBRÚAR i 9 9 8 ro^tr MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU bókaa Elias Snæland Jonsson ritstjóri HILLAN Ted Hughes yrkir til Sylvíu Plath Enska lárviðarskáldið Ted Hug- hes hefur heldur betur átt væna daga upp á síðkastið. Þessi hlé- drægi maður, sem hefur gjarnan haldið sig til hlés, ekki síst vegna Iangvarandi illvilja margra sem neita að fyrirgefa honum framr komuna við Sylvíu Plath, hefur verið í sterku kastljósi breskra fjölmiðla vegna nýrra verka og verðlauna. Skömmu fyrir mánaðamótin birti stórblaðið The Times Ijóð úr nýrri bók skáldsins - „Birthday Letters" - þar sem hann yrkir til Sylvíu sem framdi sjálfsmorðs ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Smíðaverkstæðið kl. 20.00 Poppkorn - Ben Elton Þýðandi: lllugi Jökulsson Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Leikstjórn: Guðjón Petersen Leikarar: Pálmi Gestsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, • Arnar Jónsson, Vigdís Grímsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Halldór Gylfason. Frumsýning Id. 14/2 kl. 20.00 - sud. 15/2 - föd. 20/2 - sud. 22/2 Stóra sviðið kl. 20.00 FIÐLARINN Á ÞAKINU Boch/Stein/Harnick í kvöld Id. nokkur sæti laus föd. 13/2 GRANDAVEGUR7 Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir. á morgun sud. uppselt - fid. 12/2 nokkur sæti laus - fid. 19/2 uppselt - Id. 21/2 nokkur sæti laus MEIRI GAURAGANGUR Ólafur Haukur Símonarson Frumsýning mvd. 11/2 kl. 20.00 uppselt - sud. 15/2 nokkur sæti laus - mvd. 18/2 - sud. 22/2 HAMLET eftir William Shakespeare Id. 14/2 - föd. 20/2 YNDISFRÍÐ OG ÓFRESKJAN Laurence Boswell á morgun sud. kl. 14.00 - sud. 15/2 Litla sviðið kl. 20.30 Kaffi - Bjarni Jónsson á morgun sud. nokkur sæti laus - mvd. 11/2 - sud. 15/2 Sýnt í Loftkastalanum kl. 21.00 ath. breyttan sýningartíma LISTAVERKIÐ Yasmina Reza í kvöld Id. - föd. 13/2 Listaklúbbur Leikhúskjallarans mán. 9/2 kl. 20:30 Leikarar, tónskáld, hönnuðir, mynd- listarmenn, arkitektar, jarðræktendur, veiðimenn og mat- og framleiðslufólk . buðu til veislu. Frásögn af einstæðu gestaboði í Vasa í Finnlandi árið 1996. Gjafakort er gjöf sem gleður. Miðasalan er opin mánud. - þriðjud. 13-18, miðvikud. - sunnud. 13-20. Símapantanir frá kl. 10:00 virka daga. skömmu eftir að hann hafði yfir- gefið hana og börn þeirra tvö vegna annarrar konu. The Times lagði margar blaðasíður undir Ijóðin og gamlar myndir af þeim hjónum. Því fylgdu lærðar grein- ar um þetta mikla ástarævintýri sem endaði í harmleik fyrir 35 árum. Otrúlegar tölur hafa verið nefndar um hversu milda pen- inga The Times greiddi fyrir birt- inguna, eða um 15 milljónir króna, sem er fordæmislaust þeg- ar Ijóð eru annars vegar. Verðlatm og deilur Beint í kjölfar þessarar óvenju- legu birtingar ljóðanna var til- kynnt um úrslit svonefndra Whitbread-verðlauna. Þau eru veitt fyrir bestu bók ársins í Bret- landi og nema um 2.5 milljónum króna. Ted Hughes fór með sigur af hólmi fyrir bók sem kom út á síðasta ári. „Tales from Ovid“ nefnist hún og hefur að geyma nýja þýðingu á „Meta- morphoses," frægum ljóðabálki rómverska skáldsins Ovíd sem lést árið 17 eftir Krist. Þar sem Hughes er almennt viðurkenndur sem eitt merkasta núlifandi ljóðskáld Englendinga er út af fyrir sig athyglisvert hvað hann hefur fengið lítið af verð- Iaunum í heimalandinu. Fyrsta bók hans - „The Hawk in the Rain“ - hlaut slíka viðurkenningu árið 1957 - en síðan ekki söguna meir, nema hvað breskt vikublað verðlaunaði hann fyrir nokkrum árum fyrir afrek í skáldskap. Það fór heldur ekki svo að þessi nýja verðlaunaveiting gengi hljóðalaust fyrir sig. Einn dóm- nefndarmanna, Edwina Currie - fyrrum þingmaður og núverandi skáldsagnahöfundur - sætti sig ekki við niðurstöðuna og hakkaði „Tales from Ovid“ í sig í breskum fjölmiðlum. Sagði þýðingu Hug- hes mun lakari en fyrri enskar út- gáfur af þessu margþýdda verki og vitnaði til margra dæma þar að lútandi. Þessu hafa aðdáendur Hughes mótmælt harðlega; segja að með þýðingum sínum hafi skáldið hafist upp til fyrri hæða eftir langt „þurrkatímabil“ í skáld- skapnum. Bókin hefur einnig selst mun betur en flestar nýjar ljóðabækur. Leiksoppar örlaganna Ljóðin um sex ára sambúð Hug- hes með Sylvíu Plath hafa þó vakið enn meiri athygli - svo milda að bókin þaut beint upp í efsta sæti metsölulista í Bret- landi fyTstu vikuna - nokkuð sem er nær óþekkt um ljóðabækur. Astæðan er auðvitað sú að Hughes hefur um áratuga skeið verið þögull sem gröfin um sam- búð sína við Sylvíu, þótt hann hafi aðstoðað einn ævisagnarit- ara á bak við tjöldin; Anne Stevenson, sem tók Sylvíu til bæna í bókinni „Bitter Fame.“ í „Birthday Letters" eru 88 ljóð sem ort hafa verið á ýmsum tím- um. Þeim er beint til Sylvíu og fjalla um margvíslega atburði í lífi þeirra saman - bæði góða og slæma - allt frá því þau hittust fyrsta sinni í samkvæmi árið 1956. Þá var Sylvía á námsstyrk í Bretlandi. Það var eldheit og ofsafengin ást við fyrstu sýn, ekki síst af hennar hálfu. Þau giftu sig skömmu síðar, ferðuðust saman til Spánar og Bandaríkjanna, stunduðu kennslu, ortu Ijóð og eignuðust tvö börn. En sambúðin var oft stormasöm og árið 1962 tók Hughes saman við Assia Wevill, eiginkonu vinar síns. Sylvía bjó ein með börnum sínum í London þar sem hún framdi sjálfsmorð einn kaldan vetrardag árið 1963 (11. febrúar) - ein og óþekkt. Hughes eignaðist dóttur með Assia, Shura að nafni, en ævi þeirra endaði einnig í harmleik: Assia réði dóttur sinni bana árið 1969 og svipti svo sjálfa sig lífi. Ári síðar kvæntist Hughes núver- andi konu sinni. Ljóðabók Hughes þykir sýna að sambúðin með Sylvíu sé hon- um enn ofarlega í huga. Hins vegar hafa ýmsir þegar bent á að í ljóðunum axli hann enga ábyrgð á dapurlegum endalokum fyrstu eiginkonu sinnar; þar komi skýrt fram sú skoðun að þau hafi bæði verið Ieiksoppar örlaganna. Heilagir syndarar í Grafarvogi Heilagir syndarar heitir nýtt verk eftir Guðrúnu Ásmunds- dóttur semfrumsýnt verður á þriðjudag. Höfundurinn Guðrún Ásmundsdóttir leikur líka eitt hlutverkanna í sýningunni, en með hlutverk prestsins sem er aðalpersóna verks- ins fer Þröstur Leó Gunnarsson. Magnús Geir Þórðarson leikstýrir sýningunni en aðrir leikarar eru: Edda Þórarinsdóttir, Karl Guð- mundsson, Margrét Ákadóttir, Olafur Guð- mundsson og Marta Nordal. Verkið fjallar um sænskan prest sem starfar meðal landa sinna í skattaparadísinni Sviss. Hann kallar söfnuðinn á sinn fund og til- kynnir þeim að hann sé samkynhneigður og smitaður af alnæmi. Hann segir söfnuðinum að hann hyggist snú til Svíþjóðar til að deyja og uppfrá því fer ýmsilegt að gerast í lífi sókn- arbarnanna. Guðrún Ásmundsdóttir skrifaði verk fyrir nokkrum árum um danska kenninmanninn Kaj Munk og naut það mikillar hylli. Guðrún segir þessa tvo presta eiga margt sameigin- legt. Báðir hafi þann kjark að horfast í augu við sjálfa sig og standa andspænis guði sínum og afhjúpa fyrir honum eigin breysldeika. „Ég ræddi þessa hugmynd einu sinni við ungan vin minn og hann sagði við mig: Þú hefur svo mikinn áhuga á þessum heilögu syndurum. Ég vissi um leið að þarna var nafnið á verkið komið. Heilagir syndarar eru þeir sem hafa þennan súper kjark sem þessir tveir menn höfðu,“ segir Guðrún. Áleitið verk Magnús Geir Þórðarson leikstjóri sýningar- innar segir þetta sterkt og áleitið verk. „Þetta vekur upp þess konar spurningar að það hljó- ta að verða mjög skiptar skoðanir um það.“ Magnús segir að það sé sérlega skemmtilegt að setja þetta verk upp í kirkju. „Grafarvogs- kirkja er rétt fokheld og hrátt rýmið hentar vel efni leikritsins." „Þessi prestur sem verkið íjallar um var til og atburðir þess áttu sér raunverulega stað,“ segir Guðrún. „Hann dó úr alnæmi fyrir níu árum síðan. Fordæmi hans varð til þess að margir fóru að skoða hug sinn og heilagir hlutir fóru að gerast í kringum hann. Guð elskar syndara og guð elskar okkur, en við erum oft svo hrædd við að vera það sem við erum. Syndin og fyrigefningin eru þunga- miðjan í verkinu." Gæfusömu syndarar Ég er að skrifa um fólk sem var til og fékk einhverja undarlega svörun frá guði, en ég ætla mér ekki að svara öllum spurningunum í verkinu. Fólk flykktist að dánarbeði þessa prests og sóknarbörn hans komu frá Sviss þrátt fyrir að eiga á hættu að vera sótt til saka Guðrún Ásmundsdóttir, höfundur Heilagra syndara ásamt leikstjóra sýningarinnar, Magnúsi Geir Þórðarsyni. fyrir skattsvik. Þessi maður var einn af glæsi- legustu kennimönnum Svía og í dauðanum varð hann heilagur maður. Hann hefði getað farið heim og dáið í þeirri gloríu sem umlukti hann, en hann kaus fremur að standa ber- skjaldaður fyrir guði og mönnum. Sigurbjörn Einarsson biskup var svo elsku- legur að skrifa í leikskrána hjá okkur og eins og honum einum er lagið þá birti hann mér dýpri skilning þess sem ég er að fjalla um í verkinu. Sigurbjörn vitnar í Kaj Munk sem sagði í predikun: „Gæfusömu syndarar sem þjáist fyrir synd yðar, því þið eigið frelsar- ann.“ Sigurbjörn bætir svo við: „Það eitt á maður sem maður þiggur. Það eitt þiggur hver og einn sem hann veit sig þurfa. Það minnir Jesús á þegar hann segir, Ekki þurfa heil- brigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara. Nýja Testamentið kallar þá heilaga sem hafa skynjað sig í ljósi þessara orða og leyft Kristi að gegnumlýsa og afhjúpa sig. Þar með hafa þeir lifað þau hvörf sem eru upphaf eilífs bata.““ hh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.