Dagur - 07.02.1998, Side 15
Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaðurhef-
urafgerandi stíl og lifirviðburðaríku lífi.
Þess vegna erhann í lífog stíl.
„Ég held að fatasmekkur fólks mótist á unglingsárunum. Alla-
vega sér maður marga sem voru hippar í kringum 1970 og hafa
ennþá það yfirbragð,“ segir Óskar Jónasson kvikmyndagerðar-
maður. „Pönkarar eru ennþá pönkarar, þó að stíllinn aðlagist
Gore-tex efninu. Minn stíll mótaðist þegar ég var í myndlistar-
skólanum og ég er ennþá með bartana og Presleygreiðsluna. Þetta
er orðinn hluti af genunum og erfist frá manni til manns héðan í
frá.“
Þú ert með skyrturnar fráhnepptar. Við sem erum sköllóttir á
bringunni hneppum aldrei meira en einni tölu.
„Þú verður að passa þig á því. Ykkur er ekki einu sinni óhætt að
fara svo Iangt. Við hinir tjöldum því sem til er. Maður verður að
velja mjög vandlega töluna sem hneppt er niður að, því
annars kemur bumban í ljós. Ég er líka með rándýra
gullkeðju um hálsinn sem ég keypti í Liverpool - Liver-
pool á Laugaveginum. Keðjan táknar gullið sem er fyrir
innan; gull af manni, kvennagull og hjarta úr gulli.
Bringuhárin eru rjóðrið sem kvennagullið... ég
meina gullið er fjársjóðurinn í skógarrjóðrinu sem
bringuhárin eru.“
Prófessorinn innra með mér
Af hverju ferðu úr sokkunum þegar þú burstar
tennurnar?
„Það er nú saga að segja frá því skal ég
segja þér. Ég er mjög viðkvæmur í fótunum
og ef ég er í sokum úr næloni eða svona
krepefni og stend í þokkabót á nælonteppi þá
fríka ég alveg út. Það versta sem fyrir mig kemur
er ef ég af einhverjum ástæðum gleymi því að ég er í
svona sokkum og bursta í mér tennurnar. Það fer rosa-
Iega í tærnar á mér og þegar þetta gerist verð ég að
rífa mig úr sokkunum og henda þeim eins langt frá mér
og ég get. Þetta er mjög skrýtið og þetta gerist Iíka ef ég
fæ eitthvað kalt á tennurnar, borða epli eða svoleiðis."
A vegg í stofunni er andlitsmynd sem Oskar segir að sé sjálfs-
mynd
Sjálfsmyndin sem er á veggnum minnir einhvern veginn á blíð-
lyndan eðlisfræðiprófessor.
„Já, þú segir það. Það er eflaust eitthvað til í því, ég hefði eflaust
orðið eitthvað svoleiðis ef ég hefði ekki dottið í þessa vitleysu sem
kvikmyndagerðin er. Þetta er týpan sem Evu Maríu konuna mína
dreymdi alltaf um að hún myndi enda með. Hún sá alltaf fyrir sér að
hún myndi enda með svona eðlisfræðiprófessor með pípu, í svona
prjónapeysu sem er hneppt að framan, í rifflaflauelsbuxum og í flóka-
inniskóm. Og þó ég sé Skari skrípó og kvikmyndagerðarmaður
refainniskóm, þá veit hún að þessi eðlisfræðiprófessor býr innra með mér.
Innkaupalistiim stjómar tökustöðum
Refirnir í refainniskónum eru reyndar af úlfskyni. Við búum uppi í risi og
þeir eru það fyrsta sem gestir sjá þegar þeir koma upp stigann. Þeir eru
svona valdatákn og sýna hver það er á heimilinum sem hefur varðhundana
undir sér. Inniskórnir koma í staðinn fyrir gæludýr sem við höfum ekki treyst
okkur að taka af sömu ástæðu og að blómin á heimilinu deyja.
Lífsstíllinn mótast mikið af því sem maður er að gera og þegar maður er
í tökum þá vinnur maður frá morgni til kvölds. Ég var að gera þætti
með Fóstbræðrum og þá skipulagði ég tökur eftir því sem vant-
aði til heimilisins. Ef þurfti að kaupa í matinn, þá tókum við bút
í matvöruverslun og við vorum einmitt við tökur hjá skóbúð
Steinars Waage þegar ég keypti inniskóna.
Annars er ég að fara til Berlínar að kynna Perlur og svín og þá
þarf ég að vera í sölumannsgallanum. Það eru sparifötin og það er
svolítið merkilegt hvað þau eru lík fötum Skara skrípó. Skari er lé-
legur töframaður og ég vona að ég sé ekki eins og hann, því þá væri
ég í vondum málum þegar ég er að kynna kvikmyndirnar rnínar."
- HH
Refainniskórnir eru svona vaidatákn og sýna hver það er á heimiiinu
sem hefur varðhundana undir sér. - myndir: e.ól
Tannburstun oo sokkar nr ■