Dagur - 07.02.1998, Side 11

Dagur - 07.02.1998, Side 11
Tfcsgwr LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 - 27 Grænmetisfjölskyldan sem telur tll dæmis lauk, hvítlauk, blaðlauk og graslauk hefur u.þ.b. 320 félaga, þannig að við á íslandi þekkjum ekki stóran hluta fjölskyldunnar. um, þannið að þegar hann er afhýddur eru oft tveir jafnvel þrír kjarnar frá sömu rótinni. Þessi laukur er nauðsynlegur í margar uppskriftir af sósum og ekki fæst sama bragðið með öðrum Iauk. Blaðlaukur hefur einnig langa sögu og var eldaður í Egyptalandi og Grikklandi á tímum Rómverja. Heimildir eru um að blaðlaukur hafi verið notaður á miðöld- um í Englandi en hann var lítið notaður þar til á nítjándu öld en þá var hann kall- aður spergill fátæka mannsins, hugsan- lega af því að hann er auðveldur í rækt- un, nokkuð fljótsprottin óháð loftslagi. Blaðlaukurinn er þjóðartákn Wales og fjöldi staða á Englandi heita eftir þessu algenga grænmeti t.d. . Leekhampstead (hann heitir á ensku leek). Eins og við vitum er efri hluti lauksins grænn en sá neðri hvítur en ásæðan fyrir því er sú að græni hutinn er ofan jarðar og á hann skín sólin en sá hvíti er neðanjarðar og nýtur þar af Ieiðandi ekki sólarljós. Blað- laukur er mjög hentugur í súpur og einnig til snöggsteikingar og grillunar. I Kanada vex skyldur ættingi sem oft er kallaður villilaukur eða „ramp“, hann er ekki ósvipaður vorlauk en bragðast svdpað og blaðlaukur en er þó með talsverðum hvítlaukskeim. Hvítlaukur. Fyrstu heimildir um rækt- un hvítlauks eru frá 3200 f.k. Lýsingar af honum fundust í fornum egv'pskum pýramídum þar kom fram að hvítlaukur- inn var ekki bara mikilvægur í matargerð, hann var einnig nauðsynlegur við merki- legar athafnir. Grikkir og Rómverjar trúðu að hvítlaukur hefði galdramátt, hann átti t.d. að fæla burt djöfla og illa anda. Hvítlaukurinn breiddist síðan um allan heim og er alkunnugur t.d. í austur- lenskum mat, indverskum mat og alls staðar í Evrópu. Til eru heimildir um hvítlaukssmjör á Irlandi fyrir 200 til 300 árum. Þegar nota á hvítlauk er gott að rífa hann í sundur og leggja rifin í heitt v'atn og flysja síðan með hníf. Hvítlauks ilmur af fólki er algengt vandamál. Sumir segja að borða ferska steinselju leysi vandann en ég veit að það er skammtíma lausn því lyktin kemur aftur. Að tyggja fersk kardi- mommufræ leysir hins vegar vandann, en þá er spurningin hvor lyktin er betri, af hvítlauk eða kardimommu. Eg á aðeins eitt ráð sem aldrei bregst, sjáðu til þess að allir sem koma til með að umgangast þig eftir matinn hafi einnig borðað hvít- lauk þá finnur enginn ilminn. Hvítlaukur er það hráefni sem nánast allir sem eitt- hvað elda og allir sem gaman hafa af því, svo og að borða geta ekki verið án. Þegar \áð kaupum lauk á hann að vera stinnur, hýðið á að tolla vel utan á hon- um og rótarendinn á ekki að vera grár. Allan lauk er best að geyma á köldum og þurrum stað en ekki í ískáp, þar verður hann Iinur. Eg mæli ekki með því að nið- urskorinn laukur sé ge)Tndur, nema þá í soð, og geymið hann ekki lengi, og alls ekki í ískápnum, vegna þess að það er nánast vonlaust að ná lauklyktinni aftur úr kælinum. Þegar laukur er notaður í kjötsoð er allt í lagi að setja hýðið með, þá fáum við fallegan lit á soðið en í gamla daga var það notað til að lita tau og þess háttar. Margir virkir útigrillarar nudda ný- skornum lauk á grillgrindina rétt áður en þeir setja kjötið eða fiskinn á grillið og telja sig fá bæði gott bragð og að hráefnið festist síður við grindina. Eg vona að þessar upplýsingar komi að notum og vil að lokum hvetja alla til þess að nota hvít- lauk, og munið að ef \ið horðuni þorra- mat og skötu aðeins af því að forfeður okkar gerðu það, þá stendur hvítlaukur og annar laukur talsvert betur að \agi hvað hefðina varðar, ef marka má sagn- fræði og fornleifafræðilegar heimildir. Laukur er algeng- asta hráefni sem notaö erímatar- gerð og rannsóknir sýna að hann hef- urverið borðaðurí þúsundir ára. Talið er að laukur komi upprunalega frá mið-austurlöndum og útbreiðslan verið ör og Biblían staðfestir að laukur var tals- vert borðaður í Egyptalandi fyrir fæðingu frelsarans. A miðöídum var laukur orðinn algengt hráefni í Evrópu, þó aðallega not- aður í súpur og kássur. Grænmetisfjöl- skyldan sem telur til dæniis. lauk, hvít- lauk, blaðlauk og graslauk hefur u.þ.b. 320 félaga, þannig að við á Islandi þekkj- um ekki stóran hluta fjölsky'ldunnar. Hér á eftir koma upplýsingar um nokkrar lauktegundir sem við þekkjum. Gulur laukur er sá laukur sem við not- um hvað mest og köllum í daglegu tali bara lauk. Hann hefur beiskasta bragðið, er svipaður spænska lauknum, sem er þá mun stærri (oft kallaður bufflaukur) og mun mildari á bragðið. Því meiri hiti sem er þar sem Iaukur er ræktaður því mildari verður hann. Smár, gulur Iaukur er oft súrsaður en stærri hentar hann nánast í alla eldaða rétti. Rauðlaukur er oft kallaður ítalskur laukur og fæst nú allt árið á Islandi. Hann er mildur, með sætt eftirbragð og hentar þess vegna vel ferskur í salöt og aðra rétti þar sem það á við. Vorlaukur ber nafnið af því að hann er tekinn upp mjög snemma þegar stilkur- inn er enn grænn og fallegur. Bragðið er milt, bæði af hvíta og græna hlutanum. Vorlaukur er notaður ferskur í salat, snöggsteiktur og oft létt soðinn sem með- læti. Hann er líka oft notaður í ídýfur og annað þar sem leitað er eftir mildum laukkeim. Shallot laukur er ekki smávaxinn lauk- ur heldur fjarskyldur ættingi sem er með talsvert frábrugðið bragð og ekki eins beiskt. Laukurinn samlagast auðveldlega vökva við suðu og gefur kröftugt bragð, þess vegna hentar vel að nota hann í sós- ur. Shallot laukurinn vex í smáum kipp- skrifar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.