Dagur - 07.02.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 07.02.1998, Blaðsíða 9
LAVGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 - 25 Tfc^ur 27 góðir mánuðir Framundan voru betri tímar, 27 mánuðir við sumamnnu og kennslu í Réttarholtsskóla. Allt virtist með felldu. Hildur segir að sér hafi liðið þannig að hún hafi örugglega komist fyrir sjúk- dóminn. Læknarnir höfðu lagt henni vissar lífsreglur, meðal annars sagt henni að hún mætti alls ekki verða ólétt fyrr en eftir tvö ár í fyrsta lagi. Kannski var Hildur fullfljöt að kasta sér út í Iífið, þannig metur hún það í dag. Það átti að gera alla hluti í einu. En batinn var góður, hún braggaðist fljótt, þótt hún segist hafa verið nokkuð „krabbameinsleg", gráleit á húð og guggin, svona framanaf. „Eg hugsaði aldrei um sjúk- dóminn þessi tvö ár og þrjá mánuði. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar sjúkdómurinn greindist aftur. Eg var svo hress og heilbrigð, stundaði erobikk, göngur og gerði það sem mig langaði til og var í fínu formi,“ segir Hildur. Móðir hennar bætir við að einmitt í júlí í fyrra hafi þær ráð- gert að fara í fimm daga göngu- ferð austur á land. Af henni varð ekki í það skiptið. Veröldin hrynur - aftur „Eg fór þrisvar á ári í ósköp ein- falda skoðun. Þetta var á yndis- legum sumardegi í fyrrasumar, ég var nýkomin úr flugi frá Baltimore morguninn áður, búin að fara í klippingu, fór í Ful- bright-stofnunina vegna styrks sem ég hafði fengið til fram- haldsnáms í íþróttafræðum í Bandaríkjunum um haustið. Síðan rölti ég viö á Landspítal- anum í blóðprufu. Eg settist út á svalir í sólskininu. Síðan kom læknirinn, ég sá það strax á svipnum á henni að eitthvað var að,“ segir Hildur. Hún segist hafa haft nokkra leikni eftir það sem á undan var gengið að lesa út úr læknatölum, og sá í sjón- hendingu að hér var illt í efni. Hún leit hins vegar vel út og enginn trúði að krabbameinið hefði tekið sig upp, hér væri frekar um miltað að ræða. Morguninn eftir fór Hildur aftur á spítalann í mergstungu. Þar kom í ljós 4-5 tímum seinna að blóðkrabbamein var komið aftur, en á byxjunarstigi og mikiu viðráðanlegra en í fyrra sinnið. En engu að síður var áfallið þungt, þegar flestir voru farnir að gleyma fyrri sjúkdóms- raunum Hildar rúmum tveim árum fyrr. Hildur segir að þetta áfall hafi reynst sér og sínum meira en hið fyrra tveim árum fyrr. Fljótlega kom til tals að merg- flutningur, afar flókið læknis- verk, kæmi helst til greina sem lækning. Merg sjúldingsins er útrýmt, - en nýr mergur frá merggjafanum látinn seytla inn í líkamann gegnum æð. Mergur- inn ratar á sinn rétta stað í bein- unum. Onnur lota lyfjameðferð- ar kom ekki til greina. Hildur og Sveinn unnusti hennar hugleiddu framhaldið áður en þau fóru til Svíþjóðar. Þau vilja eignast afkomendur. Og það er hægt í dag, enda þótt kona verði óftjó af algeislun eins og þeirri sem Hildur gekkst und- ir í Stokkhólmi. „Mér fannst það skipta mig miklu máli að geta átt barn. Mér datt í hug hvort hægt væri að taka egg hjá mér. En það út af fyrir sig er ekki nægilegt. Eg fékk tíma hjá yfirlækni glasa- frjóvgunardeildarinnar. Utlitið var nokkuð svart hjá mér, en ég fékk þó grænt Ijós á hormóna- meðferð þótt ég væri í uppbygg- ingarmeðferð vegna krabba- meinsins. Það var mitt að ákveða hvort ég legði þetta á mig. Eg var ákveðin og við Svenni bæði. Þetta var mögu- leiki. Það er leiðinlegt að eiga engan möguleika á að eiga barn,“ sagði Hildur Björk. Tuttugu egg voru tekin og níu þeirra frjóvguðust. Níu fóstur- vísar bíða því í frysti. Hildur og Sveinn eiga því góða möguleika á að verða foreldrar þegar þau óska eftir. Hildur segir að hún hafi hringt í læknana daginn eft- ir frjóvgunina. Það hafi verið gleðilegar fréttir sem hún fékk gegnum símann. Mál sem aldrei þurfti að ræða Mergskipti eru eitt þeirra lækn- isverka sem ekki eru unnin á Is- landi. I Svíþjóð eru afar full- komin sjúkrahús, talin þau bestu í heimi ásamt nokkrum bandarískum, og þar fer þessi flókna aðgerð fram. Læknar við Huddinge Sjuklms tóku vel í óskir íslenska heilbrigðiskerfis- ins að taka á móti þeim systrum til aðgerðar strax á síðasta hausti. „Þegar verið var að athuga hvort einhver i íjölskyldunni væri með samskonar beinmerg haustið 1994, þegar Hildur veiktist fyrst, þá sátum við Hild- ur einmitt inni á setustofunni í krabbameinsdeildinni. Við vor- um að bíða eftir niðurstöðun- um. Svo kemur Jóhanna læknir og segir okkur að við séum með samskonar merg. Þetta voru auðvitað miklar gleðifréttir og við fórum að gráta af gleði og það gerði hjúkrunarfólkið í kringum okkur líka,“ sagði Ágústa. Það var eiginlega þegj- andi samkomulag frá upphafi að Ágústa gæfi systur sinni merg ef einhverntíma yrði þörf fyrir. Það þurfti ekki að ræða. Og sú þörf kom upp rúmum tveim árum síðar. En Ágústa segir að þessu hafi fylgt noltkuð einkennileg hugsun. „Eg var eiginlega hrædd um að ef þetta gengi ekki vel, þá mundi ég kenna sjálfri mér um. Það skilur auðvitað enginn. En svona blasir þetta við mörgum sem eru að gefa merg eða líf- færi. En þetta var eina leiðin og það kom ekki annað til greina en að við reyndum," segir Ágústa. „Það var minn einlægur vilji að gefa Hildi merginn minn. Núna veit ég að það er örugg- lega það besta sem ég hef gert í lífinu.“ Hjá allri fjölskyldunni blund- uðu órólegar tilfinningar. Móðir systranna segir að hún hafi stundum hugsað sem svo að ef eitthvað kæmi fyrir Ágústu gæti farið svo að hún missti þær báð- ar, dætur sínar. Þetta hefði verið óbærileg hugsun. Sigríður fór utan ásamt dætrum sínum. Það gerði faðir þeirra, Hilmar Ragn- arsson, einnig, sem og Birgir bróðir þeirra systra. Og með Hildi Björk í för var kærasti hennar, Sveinn Zoéga, og reynd- ist henni meira en lítill styrkur í erfiðri raun. Guðrún, móðir Sveins, kom líka til Stokkhólms. Kærasti Ágústu Ernu, Jón Brynj- ólfsson, var þar líka systrunum til trausts og halds. Báðar segja þær í dag að nærvera þessara vandamanna sinna hafi skipt þær verulegu máli. Systurnar voru undirbúnar fyrir mergskiptin í Huddinge- sjúkrahúsinu, og Hildur fyrir geislunarmeðferð á Södre- sjúkrahúsinu. Þær slógu á létta strengi, þrátt fyrir mikið álag við rannsóknir, áður en þær fóru í aðgerð. Hildur hvatti systur sína óspart að hætta að reykja, hún sagðist ekki vilja reyktan merg! Ágústa segir að aðgerðin hafi verið öllu meiri en hún átti kannski von á. Henni var sagt að merggjafi færi á fætur eftir sól- arhring nokkuð hress. Ágústa var þá alls ófær um að ganga. Hún lá í tvo sólarhringa og var áfram með mikla beinverki og þurfti morfínsprautur næstu daga. Sigríður móðir þeirra systr- anna segir að læknarnir hafi tek- ið 1,1 lítra af blóði og merg úr Ágústu. Hér er ekki um að ræða skurðaðgerð, heldur er farið með nálar inn í bein aftan í mjaðmarkambi til að ná í merg- inn. Nokkra klukkutíma tekur að fá blóð og merg að komast inn í líkamann. Hjá Hildi tók það lengri tíma. Hún var þá mjög veik eftir heilgeislun sem gerð var á henni á Södre-sjúkra- húsinu. Hún segir að þar hafi hún upplifað sína verstu reynslu, hún hefði hreinlega haldið að hún myndi deyja. Geislunin veldur þ\a að augun brennast, munnvatnskirtlar bólgna, hún veldur slæmum höfuðverk, skjálfta og kulda. Til Huddinge-spítalans kom Hildur með 39 stiga hita til að taka á móti ferskum beinmerg úr syst- ur sinni, sem gengist hafði undir aðgerð sama dag. Framundan var sjúkralega í þrjár og hálfa viku í einangrun. Heimaum jólin Ágústa segist hafa jafnað sig andlega mjög fljótt, en líkamlega mun seinna. Hún var blóðlítil og fann til. 1 dag finnur hún ekki fyrir neinu. Bati Hildar er góður, en tekur lengri tíma. Hún er í endurhæfingu alla virka daga á Reykjalundi og lætur vel af sér. Hún er á hjartadeildinni, þar er engin sérstök endurhæfingar- deild krabbameinssjúklinga. Hildur segir að það væri verðugt verkefni að koma slíkri deild á fót við Reykjalund eða annars staðar. Hildur segir að læknar og hjúkrunarlið hér heima og er- Iendis hafi reynst sér afskaplega vel. Aðbúnaður á sjúkrahúsum hér og í Svíþjóð sé hins vegar ekki sambærilegur, svo góður sem hann er hjá Svíum. Sigríður móðir hennar er fagmaður á þessu sviði. Hún segir að álag á lækna og hjúkrunarfólk sé til muna minna en við þekkjum hér á landi. Sjúklingar fá því mun meiri umönnun en þekkist hér á landi þar sem undirmönnun og álag sé með ólíkindum. Eftir meðferðina ytra hafa vissar breytingar átt sér stað hjá Hildi. Onæmiskerfið er eins og hjá nýfæddu barni. Allar bólu- setningar frá æskudögunum verður að endurnýja þegar þar að kemur. Hildur Björk og Sveinn kærasti hennar komu heim rétt fyrir jólin eftir þriggja mánaða \ist f Stokkhólmi þar sem þau tóku íbúð á leigu í ná- grenni við sjúkrahúsið í fremur leiðinlegu borgarhverfi. Ágústa og Jón komu hins vegar heim í byrjun október. Þær systur eru hressar og kátar og ánægðar að vera heima meðal vina og vandamanna. Þær hafa hins vegar gild rök fyrir því að vera ánægðar. Útkoman lofar góðu. Þetta var sigurför þeirra beggja. Systir bjargaði systur. Og eins og Hildur segir: „I baráttu eins og þessari þá er það jákvæða hugar- farið sem skiptir öllu“. Hér er Ágústa mætt við sjúkrarúm systur sinnar, sæmiiega hress, eftir aðgerðina sem hún gekkst undir. Foreldrar systranna, þau Sigríður Kristinsdóttir svæfingarhjúkrunarfræðingur og Hilmar Ragnarsson verkfræðingur, komu bæði til Svíþjóðar til að styðja við bakið á þeim systrunum, og það gerði Birgiryngri bróðir þeirra einnig og það gerði Sveinn Zoéga kærasti Hiidar og Guðrún móðir hans. Einnig var þar staddur kærasti Ágústu, Jón Btynjólfsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.