Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 2
2-LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 D^ir FRÉTTIR Þeir Jóharm Linriet og Hjálmur Gunnarsson hafa samið texta um Súðavikursiysið við skoskt þjóðlag sem þeir ætla að gefa út á næstunni. Tvímenningar nir verða 77 ára i sumar og búa báðir i Mosfellsbæ. Þeir eru náttúruunnendur og þvi kom ekkert annað tii greina en að mynda þá i réttu umhverfi. Mynd: Pjetur Diskiir í mmningu Súðavíkurslvssins Legsteinar frá SúðavíJkur slysinu hrifu tvo imglinga á 17. ári. Ágóðiim til styrktar krabbameins- sjúkum bömum. Allt uim ið í sjálfboðaviunu. „Okkur datt í hug að semja texta við þekkt skoskt þjóðlag og tileinka það Súðavíkursnjóflóðinu. Þessi hugmynd kom upp eftir að við sáum tvo legsteina frá slysinu í kirkjugarðinum við Lága- fellskirkju í Mosfellsbæ," segja þeir Jó- hann Linnet og Hjálmur Gunnarsson. Þeir verða báðir 17 ára í sumar og búa í Mosfellsbæ. Áhxif legsteina Þeir félagar segjast ætla að gefa út þessa lagasmíð sína á litlum geisladiski og láta andvirði sölunnar renna til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Geislaplatan verður að öllum líkindum seld í gegnum símasölu þar sem allir sem að málinu koma munu vinna að því í sjálfboðavinnu. Tilgangurinn með þessu er einnig öðru fremur til að halda uppi minningunni um náttúru- hamfarirnar sem urðu f Súðavík í árs- byrjun árið 1995 þar sem fjöldi manns Iét lífið. Upphaflega var ætlunin að gera myndband af Lágafellskirkju og nágrenni en legsteinarnir höfðu þau áhrif á þá að sú áaetlun var Iögð tfma- bundið á hilluna. Þótt textinn sé nær fullsaminn er töluvert í að þessi útgáfa þeirra verði að veruleika. Meðal annars vantar þá tvo sekkjapípuleikara og einn fiðluleik- ara áður en hægt verður að hljóðrita lagið. Akvörðun um það verður hins- vegar ekki tekin fyrr en séð verður hvaða stuðning þeir fá til verksins. Sjálfir ætla þeir að syngja lagið saman auk þess sem Jóhann mun leika undir á hljómborð. Lagið verður að öllum Iíkindum um fjórar mínútur að Iengd. Þótt ungir séu að árum telja þeir sig hafa ýmislegt til brunns að bera í tón- listinni og m.a. segist Jóhann hafa samið lög og texta áður. Þá er Hjálmur í tónskóla Þjóðkirkjunnar að læra á orgel. Skólinn á hilluna Báðir höfðu þeir verið í Iðnskólanum í Reykjavík áður en þeir lögðu námið á hilluna, f bili að minnsta kosti. Jóhann var í almennu námi en Hjálmur lagði stund á trésmíði. Hann er atvinnulaus um stundir og er að leita sér að vinnu. Hann segir nóg komið af skólagöngu eftir að hafa hangið í skólum í 10 ár. Jóhann hefur hinsvegar unnið sl. hálft ár sem sendill hjá Mótorsendlum. Hans draumur liggur þó í háloftunum því hann stefnir að því að verða flug- maður með tíð og tíma. -GRH í heita pottinum á Akureyri voru menn að ræða uppákom- una hjá framsóknarmönnum sem eiga í basli með að stilla upp lista. Oddur Halldórsson sagði í Degi í gær að hann vildi vera með þeim efstu eða alls ekki með. Mesta athygli vakti þó að Oddur sagðist kannski ekki vera framsóknarmaður. Undrar menn að hann skuli fyrst nú fatta það eftir 4 ára starf í hæjarstjóm og langa vem í flokknum, m.a. í Félagi ungra framsóknar- manna. Ýmsir benda svo á að það sé betra seint en aldrei í þessum efnum. Oddur Halldórsson. Pólitíski „plottarinn" í heita pottinum velti þvi fyrir sér í gær hvers vegna Ásdís Halla Bragadóttir var að birta skoð- anakönnun um það hvort ungu fólki þætti ísland fýsi- legur kostur sem framtíðar- land. Tveir af hverjum þreinur töldu önnur lönd álitlegri kost. Þessi niðurstaða í skoð- anakönnuninni cr einhver harðasti dómur sem felldur hefur verið yfir forsætiaráðherra Davíð Oddssyni og ríkisstjóm hans. Davíð hefur verið leiðtogi þjóðarhmar 1 7 ár og þetta er dóinurinn hjá unga fólkinu á því hlutverki. En „plottar- inn“ skyggndist dýpra. Ásdís Halla cr aðstoðar- maður Björns Bjarnasonar menntamálaráð- herra. Björn hefur lengi stefnt að því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins og dreymt um forsætisráðherraembættið. Hann stefnir að og dreymir eim um þetta. Þess vegna gerir ekkert til að láta niðurstöður skoðanakönnunariimar fara til fjölmiðla. Ásdís Halla Bragadóttir V Reykjavík Akureyrí c Sun Mán Þrí Mið mm_ £ Sun Mán Þrí Mið mm SSV2 SSA4 S3 SSVS SSV6 S2 VSV4 SSV6 SSV5 VSV3 SSV3 SV3 SSV4 S4 SV2 SV3 SSV3 SSV4 Stykkishólmur Sun Mán Þrí Mið SV4 SSA5 SSV4 SSV6 SSV6 S3 VSV5 SSV6 SSV7 Egilsstaðir 15 -10 -5 Sun____Mán Þrí Mið mm V3 SV2 VSV2 SSV4 SSV4 NV2 SSV4 SSV4 SV4 Bolungarvík ’S Sun Mán Þrí Mið mm 1_ ■ 11 m VSV3 S3 SV4 S5 S5 SSV2 VSV3 ASA2 ’SSV3 Kirkjubæjarklaustur jj* Sun Mán Þri IW/d™™ :l Hdi Jiirf V2 S2 SSV2 SSV3 SSV3 N2 VSV2 SV3 SSV3 Blönduós gg N- MM VSV2 S2 SSV3 SSV4 S4 SSV1 SV2 S2 SSV3 Stórhöfði 9 Sun Mán Þri Mið mm --------------------------------15 10 Sun Mán Þri Mið mm_ 5- 0 -5 10 - 5 0 SV3 SSA6 S5 SSVS SSV9 N3 usra SSV? SSV7 Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Vestan- eða suðvestanátt, stormur eða rok allra nyrst en annars allhvöss eða hvöss fram að hádegi en hægt minnkandi síðdegis. El vestantil en léttskýjað austan- til. Hiti um frost- mark syðst en annars vægt frost. Færð á vegum Hálka er á öllum leiðum í öllum landshlutum. Skafrenningur er á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. A Vestfjörðum er skafrenningur á Gemlufallsheiði og Steingrímsfjarðarheiði. Að öðru leyti er fært um allar aðalleiðir á landinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.