Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 4
4-LAUGARDAGVR 14. FEBRÚAR 1998 rD^tr FRÉTTJR Skólavist imdirbúin Félagið Þroskahjálp á Norðurlandi eystra hefur gefið út bækling sem inniheldur Ieiðbeiningar til foreldra og er gjöf til foreldra barna með sér- þarfir sem hverju sinni búa börn sín undir skólavist í grunnskóla. Bækling- urinn verður sendur í alla grunnskóla og Ieikskóla á landinu, heilsugæslu- Svanfríður Larsen afhendir fulltrú- stöðva, skólaskrifstofa o.fl. Höfundar um foreldra, Ernu Guðjónsdóttur eru Ingibjörg Auðunsdóttir sérkennari °9 Þorgerði Kristinsdóttur fyrstu og móðir fjölfatlaðs drengs og Svan- eintök bækiingsins. - mynd: bös fríður Larsen, kennari og aðstand- andi. I bæklingnum er sett fram tillaga um ákveðið vinnuferli sem fara á af stað einu til tveimur árum áður en skólaganga hefst. Dvalarheimili fyrir aldraða í Kjamarlimdi Lögð var fram á fundi bæjarráðs viljayfirlýsing af hálfu Akureyrarbæj- ar um gerð samnings um Ieigu Akureyrarbæjar á fasteign NLFI, Kjarnalundi, til þess að reka þar þjónustustarfsemi fyrir aldraða. Gert er ráð fyrir að leigutími hefjist 1. október 1998 og er til 6 ára með forleigurétti til tveggja ára til viðbótar. Hugmyndin er að í Kjarna- lundi verði starfrækt dvalarheimili fyrir aldraða sem leysi af hólmi dvalarheimilið að Skjaldarvík, en við reksturinn þar hefur heilbrigð- isnefnd gert allnokkrar athugasemdir. Hótel Harpa hefur haft Kjarnalund á leigu síðustu ár. íslendingar eru vinnusöm þjóð a.m.k. er atvinnuþátttaka hvergi í veröldinni meiri en hér á landi. - mynd: bös Viimufiísasta fólk í heimi Bæjarráð vUl innlenda smíði á varðskipi Samtök iðnaðarins og fyrirtæki í skipaþjónustu hafa hafið baráttu fyrir því að varðskip verði smíðað innnanlands, en ekki farið í al- þjóðlegt útboð um smíðina. Rök- in eru þau að alls staðar í nár- grannalöndunum sé litið á smíð- ina sem hernaðarleynd. Bæjarráð tekur heilshugar undir að skipið verði smíðað hérlendis og skorar á ríkisstjórnina að sjá til þess að smíði varðskips verði verkefni ís- lenskra skipasmíðastöðva. Hér getur verið um gríðarlegt hagsmunamál fyrir Akureyrarbæ og Slipp- stöðina, m.a. sem mótvægi við miklar fjárfestingar á suðvesturhorni landins og vaxandi fólksflutninga þangað. Öryggisverðir skipaðir Bæjarráo samvkkti tillögu starftmannastjóra um skipan 17 öryggis- varða hjá stofnunum bæjarins og 4ra manna öry'ggisnefndar, sbr. ákvæði í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Skipunin gildir til 1. mars árið 2000. — GG Danska varðskiþið Vædderen, en skiþ af þessari stærð viija íslendingar eignast. 10 mánuðir fyrir að svikja öldruð hjón Fyrrverandi sölumaður á fasteignasölunni Huginn hefur verið dæmdur í 10 mánuða fangelsi, en hann var sakfelldur fyTÍr að hafa svikið um 11 milljónir króna af öldruðum hjónum. Maðurinn blekkti hjón á áttræðisaldri og fékk hjá þeim andvirði tæplega ellefu milljóna króna undir því yfirskini að fasteignasalan myndi ávaxta féð. Skömmu áður en þetta gerðist hafði bú sölu- mannsins verið tekið til gjaldþrotaskipta, en fyrir rétti kvaðst maður- inn ekki hafa vitað af þ\a. Maðurinn annaðist fasteignaskipti fyrir hjónin og komu þá umræddir peningar til kastanna, sem maðurinn bauðst til að ávaxta. Fyrir dómi sagði sölumaðurinn að hjónin hefðu lánað sér þetta fé. Dómari málsins tók mið af því að hjónin hefðu orðið fyrir miklu fjárhagstjóni og mátt þola milda vanlíðan. Dæmdur fyrix kyuferöisafbrot Hæstiréttur hefur staðfest 15 mánaða óskilorðsbundinn fangelsis- dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir Karli Sigurðssyni, sem 23. september sl. var fundinn sekur um gróft kynferðisbrot gegn Ijögurra ára stúlkubarni. Hinn dæmdi og kona hans voru með barnið í fóstri á vegum barna- verndarnefndar Hafnaríjarðar og höfðu þau oft tekið að sér börn áður án þess að grunur kæmi upp um ósiðleg athæfi. — Fl>G Atvinnuþátttaka á ís- landi nálgast 90%, sem er það mesta sem þekkist í nokkru landi - og sjötti hver er þar á ofan í tveim störfum eða meira. Atvinnuþátttaka á Islandi er nú komin nálægt náttúrulegu há- marki, sem þýðir að hún getur tæpast orðið öllu meiri, að mati sérfræðinga Hagstofunnar. Störf sem bætast við verða því einkum til að fækka atvinnulausum en varla til að draga hærra hlutfall landsmanna út á vinnumarkað- inn, sem taldi um 148.000 manns árið 1996. Atvinnuþátttaka Islendinga (hlutfall \innuaflsins af fjölda landsmanna 15-64 ára) er komið í 94% hjá körlum og 84% hjá konum, eða nálægt 90% að meðaltali. Þetta er 10% hærra en á nokkru hinna Norðurland- anna, enda langhæsta hlutfall sem þekkist í löndum OECD og þott víðar væri leitað. Við Mið- jarðarhafið er sama hlutfall að- eins kringum 60%. Karlar, t.d. í Sviss og Japan, vinna lítið minna en íslenskir. En konur annarra landa standa íslenskum langt að baki í launastreðinu. Sjötti hver í meira en einu starfi Framangreindar tölur koma fram f nýrri skýrslu Hagstofunn- ar, um víðtækar vinnumark- aðskannanir gerðar eru vor og haust ár hvert. Þeir tiltölulega fáu sem ekki eru á vinnumarkaði tilheyra aðallega 3 hópum: námsmenn, ungar mæður og konur yfir miðjum aldri og síðan aldrað fólk. Ur öllum þessum hópum eru hér hiutfallslega fleiri í starfi en tíðkast í öðrum löndum, svo ólíklegt þykir að það hlutfall aukist öllu frekar, nema kannski í mjög afbrigði- legum tilfellum (t.d. á skattlausa árinu 1987). Annað sérkenni íslensks vinnumarkaðar er það að rúm- lega sjötti hver vinnandi maður er í fleiru en einu starfi, sem á jafnt við um konur og karla. Nær fimmti hver landsbyggðarmaður tilheyrir þessunt hopt „fjölvinnu- lólks , en liðlega 15% borgarbúa. Helmingur námsmanna í vinnu með skóla Þrátt fyrir töluverða Iækkun á undanförnum árum er hlutfall 65-75 ára fólks á vinnumarkaði hér líka miklu hærra en þekkist í nokkru öðru Iandi (55% karla og 32% kvenna). Enn eitt íslenska sérkennið er mjög hátt hlutfall námsmanna f vinnu, og þeim hefur fjölgað töluvert á þessum áratug. Arið 1996 var um helmingur allra námsmanna í meiri og minni vinnu með námi, sem er mjög hátt hlutfall miðað við það sem annars staðar gerist. Að Islendingar, með 90% at- vinnuþátttöku, séu ein Mnnufús- asta þjóð veraldar verður því vart ofsagt. Við spár um þróun Hnnumarkaðarins sem ESB lét gera fyrir nokkrum árum var t.d Danmörk, með 80% atvinnu- þátttöku, notuð til viðmiðunar um hugsanlegt hámark. Fram- vegis ræðst því aukning vinnu- aflsins af mismun þeirra ungu sem koma inn á vinnumarkað- inn og þeim sem falla út al hon- um í hinn endann — HE( Loðna veiðist á N orðfj ar ðardýpi Þrír bátar fengu loðnuafla á Norðfjarð- ardýpi í gær en veður hamlar uú veiðum. Hólmaborg frá Eskifirði, stærsta Ioðnuskip flotans, fékk um 800 tonn í flottroll á NorðQarðardýpi sem er tæpur þriðjungur þess sem skipið ber. Loðnan er mjög góð til vinnslu og uppfyllir skil- yrði japanskra kaupenda, enda var henni allri landað til frysting- ar hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Beitir fékk um 200 tonn og Þor- steinn eitthvað svipað og lönd- uðu bæði skipin hjá Síldar- vinnslunni á Neskaupstað. Guð- rún Þorkelsdóttir fékk þó um 100 tonn í nót á svipuðum slóð- um en það er fyrsti loðnuaflinn sem fæst í nót á þessu ári. Loðnan stendur enn mjög djúpt, eða á allt að 100 föðmum, sem torveldar nótaskipum að fá einhvern afla. Bræla er fyrir austan svo ekki þarf að reikna með neinni veiði á meðan. Rannsóknarskipið Arni Friðriks- son var í gær á Glettinganes- grunni á leið til Seyðisfjarðar og sagði skipstjórinn, Guðmundur Bjarnason, að þar væri viltaust veður, „labbað á veggjum"! Vart hefur orðið loðnu norður af Glettinganesi og á Seyðisfjarðar- dýpi en mest hefur orðið vart Ioðnu austur af Hvalbak í Ieið- angri Arna Friðrikssonar. „Við skulum vona að hún þétti sig núna og fari að sýna sig bet- ur. Fallaskil, eða stærstur straumur, var á fimmtudag og því er nú minnkandi straumur sem hefur áhrif til hins betra. Auk þess hefur verið fullt tungl og heiðskír himinn og því allt of bjart svo það er ekkert skrýtið að ekkert hafi veiðst. Eg trúi því að það verði góð veiði þegar veður gengur niður," sagði Guðmund- ur Bjarnason skipstjóri. — gg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.