Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
L
Aftökur halda áfram
Körlu Faye Tucker tókst það sem fáum sem biða dauðadóms i Bandarikjunum
hefur tekist - að sannfæra almenning um að hún hafi ekki bara verið morðingi,
heldur líka manneskja.
Öll sú athygli sem
aftakan á Kðrlu Faye
Tucker hlaut í síðustu
viku var fljót að dvina
þegar að næstu aftöku
kom.
Bærinn Huntsville í Texas er
frægastur fyrir fangelsið sem þar
er og þær aftökur sem þar fara
fram. Allt bæjarlífið var í upp-
námi í síðustu viku þegar Karla
Faye Tucker var tekin af lífi
vegna morðs sem hún framdi
fyrir einum og hálfum áratug.
En það var í síðustu viku, og líf-
ið er nú aftur farið að taka á sig
sína hversdagslegu mynd í
Huntsville.
Síðastliðinn mánudag, aðeins
sex dögum eftir aftökuna á
Tucker, var röðin komin að
Steven Ceon Renfro. Eitthvað á
þriðja tug mótmælenda lét sjá
sig fyrir utan fangelsið þegar
hann var tekinn af lífi, en viku
fyrr mættu þangað um 1200
manns. Og það voru ekki neinir
200 fréttamenn hvaðanæva úr
heiminum mættir að þessu
sinni, heldur fulltrúar frá Qórum
sjónvarpsstöðvum í nágrenninu
og nokkrir náungar með skrif-
blokkir. Páfinn Iét ekkert í sér
heyra, og Bianca Jagger var ekki
mætt.
Eins og dagur og nótt
A mánudaginn var reyndar svo
rólegt í bænum að fjölmiðlafull-
trúi fangelsins, David Nunnalee,
hafði feykinógan tíma til að setj-
ast niður til að fá sér nokkrar
sígarettur og ráða krossgátu.
„Þetta er eins ólíkt og dagur og
nótt,“ sagði hann um aftökurnar
tvær. Munurinn á þeim er „s\ip-
aður og munurinn á því hve
margir hafa séð Titanic og hve
margir hafa séð Waterworld,"
sagði hann og var ekkert að
draga úr því að líkja aftökum við
afþreyingarefni á borð við kvik-
myndir.
Reyndar verður að viðurkenn-
ast að Renfro var ekki að sækjast
eftir athygli almennings. Þessi
fertugi maður, sem var dæmdur
fyrir þrjú morð, neitaði öllum
viðtölum og vildi ekki notfæra
sér nein tækifæri til að áfrýja.
Hann vildi deyja. En jafnvel þótt
hann hefði ræst út heilan her af
lögfræðingum og þrábeðið ríkis-
stjórann í Texas, George W.
Bush, unt miskunn, þá eru ekki
miklar líkur til þess að mál hans
hefði vakið nema lítið brot af
þeirri athygli sem helltist yfir
Tucker.
Ekki bara kona
í fyrsta lagi var Reno karlmaður,
eins og allir þeir 146 fangar - að
Körlu Faye Tucker einni undan-
skilinni - sem líflátnir hafa verið
í Texas frá þ vf dauðarefsingin var
tekin upp að nýju árið 1976. Og
Tucker var ekki bara kona. „Hún
var hvít, hún var kristin, hún átti
gott með að tjá sig og hún var að-
laðandi," sagði David Dow, pró-
fessor í lögfræði við Houston há-
skóla. „Allir þessir þættir, saman
komnir, gerðu henni ldeift að
gera það sem afar fáir þeirra sem
bíða eftir fullnustu dauðadóms
geta gert - að sannfæra aimenn-
ing um að þeir séu mannlegar
verur, að þeir séu eitthvað annað
og meira en glæpirnir sem þeir
hafa framið."
Aðeins ein önnur kona hefur
verið líflátin í Bandaríkjunum á
undanförnum tveimur áratug-
um, en það var Velma Barfield,
sem tekin var af lífi í Norður-
Karólínu árið 1984. Hún naut
líka stuðnings valdamikilla trúar-
leiðtoga eins og Tucker - sjálfs
Billy Graham. En öfugt við
Tucker, sem var grönn og spengi-
leg 38 ára gömul kona sem
kunni að nota varalit og farða, þá
var Barfield þéttvaxin og komin á
efri ár - og með gleraugu.
Enginn spurði uni lokaorðin
„Þverstæðan í þessu öllu er að
nákvæmlega þeir sömu þættir
sem gerðu Körlu Faye Tucker að
eftirlæti fjölmiðlanna gerði það
að verkum að ómögulegt var að
koma í veg fyrir aftöku hennar,“
sagði Dow, sem hefur áfrýjað
mörgum líflátsdómum í Texas.
Þótt fólk horfi á einhvern í sjón-
varpi vegna útlitsins, segir hann,
sleppa einhverjum við líflátsdóm
vegna þess.
Það voru 12 þúsund manns
sem hringdu í ríkisstjórann í
Texas vegna Tucker, en sjö
hringdu í hann út af Renfro.
Þegar aftakan var af staðin
spurði enginn þá fulltrúa
Qömiðla sem voru viðstaddir um
það í hvernig skapi hann hafi
verið, hvernig hann hafi hagað
sér, hver síðustu orðin hafi verið
eða hvernig lokastunur og and-
vörp hafi hljómað.
Síðustu orð Tuckers voru hins
vegar fjölmiðlaefni um allan
heim og sagt frá þeim í beinni
útsendingu. Samt var ekki svo
mikill munur á þeim. „Taktu í
hönd mína, Jesús,“ sagði Renfro
rétt áður en eitri var sprautað í
æð á honum. „Eg er að koma
heim.“
er ekki þar með sagt að það vilji
- The Washington Post.
HEIMURINN
Cohen farinn heim eftir
árangurslausa ferð
RUSSLAND - William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
flaug aftur heim í gær eftir árangurslausan fund með Jevgení Príma-
kov, starfsbróður sínum í Rússlandi. Prímakov þverneitaði að veita
Bandaríkjunum stuðning til árásar á Irak, en Bandaríkjamenn hafa
undanfarið gert víðreist til þess að afla stuðnings sem flestra ríkja við
innrásina, ef af henni yrði. Eftir fundinn sagði Prímakov að Rússar
legðu mikla áherslu á að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, héldi til Iraks til að freista þess að finna friðsamlega lausn
á deilunni.
Netanjahú hótar uppsögn
friðarsamningsins
ÍSRAEL - Viðbrögð Benjamins Netanjahús, forsætisráðherra Israels,
við yfirlýsingu Jassers Arafats um að strax á næsta ári muni Palestínu-
menn lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis, voru þau að hóta uppsögn
friðarsamninganna sem kenndir eru við Osló. Netanjahú segist líta
svo á að það sé ótvírætt samningsbrot að lýsa einhliða yfir sjálfstæði
Palestínu.
Ástralir stíga lyrsta skrefið í átt til
lýðveldis
ÁSTFIALÍA - Akveðið hefur verið að íbúar Astralíu gangi til kosninga
á næsta ári um það hvort Iandið eigi að verða lýðveldi árið 2001, sem
þýddi það að slitið yrði á tengslin við Bretland og Elísabet Breta-
drottning yrði ekki lengur drottning í Ástralíu. Það var sérstakt stjórn-
lagaþing sem lauk tveggja \dkna fundi sínum í gær með ákvörðun um
að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Samkvæmt síðustu skoð-
anakönnunum eru nærri 60% Ástrala því fylgjandi að afleggja kon-
ungdæmið.
UTBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í loftræsibúnað og stjórntæki í Iðnó.
Verklok: 31. mars 1998.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr.
skilatryggingu.
Opnun tilboða:
miðvikudaginn 25. febrúar 1998 kl. 14.00 á sama stað.
bgd 13/8
F.h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum
í jarðvinnu og útdrátt stengja. Verkið nefnist: Lagning
132 kV jarðstrengs frá Korpu að Bringum, (áfangar 1
og 2). Verkið er hluti af tengingu Nesjavallavirkjunar við raf-
orkukerfið í Reykjavík.
Verktími: 6. apríl - 15. ágúst 1998.
Helstu magntölur í báða áfanga:
Skurðgröftur: 11.500 m3
Söndun strengja: 4.000 m3
Útdráttur aflstrengja 11.500 m
Útdráttur stýristrengja og jarðvíra: 18.000 m
Útlagning háspennuhella: 5.800 m2
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu vorri frá þriðjudegin-
um 17. febrúar 1998, gegn 15.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða:
þriðjudaginn 10. mars 1998 kl. 14.00 á sama stað.
rvr 14/8
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í steypuviðgerðir í Kolaporti, bílageymslu-
húsi við Kalkofnsveg.
Verkið felst m.a. í múrbroti og háþrýstiþvotti á gólfum, við-
gerðum á bendistáli, endursteypu og sílanböðun.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr.
skilatryggingu.
Opnun tilboða:
miðvikudaginn 11. mars 1998 kl. 11.00 á sama stað.
bgd 15/8
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í nýbyggingu og viðgerðir við Mela-
skóla.
Helstu magntölur:
Steypumót: 5.700 nf
Steinsteypa: 790 m3
Steinaðir útveggir: 550 m2
Utanhússklæðningar: 490 m
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu vorri frá þriðjudegin-
um 17. febrúar 1998 gegn 15.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða:
miðvikudaginn 4. mars 1998 kl. 14.00 á sama stað.
bgd 16/8
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Vatnsveitu, Gatnamála-
stjóra, Rafmagnsveitu og Landssíma íslands er ósk-
að eftir tilboði í verkið: „Endurnýjun gangstétta og
veitukerfa 2. áfangi 1998, Rauðalækur o.fl.“ Endur-
nýja skal dreifikerfi hitaveitu, leggja strengi fyrir Landssíma
íslands og annast jarðvinnu fyrir veitustofnanir í Rauðalæk,
Sundlaugavegi og Hrísateigi.
Helstu magntölur:
Skurðlengd 4.200 m
Lengd hitaveitulagna í plastkápu alls 5.700 m
Lengd plaströra fyrir LÍ 1.800 m
Lengd strengja fyrir LÍ 14.300 m
Steyptar stéttar 200 m2
Hellulögn 200 m2
Þökulögn 750 m2
Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri
frá þriðjudeginum 17. febrúar 1998,
gegn 15.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða:
þriðjudaginn 10. mars 1998 kl. 11.00
á sama stað.
hvr 17/8
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16