Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 12
12- LAVGARUAGUR 14. FF.BRÚAR 1998 ro^ir ÍÞRÓTTIR iUÉimrtrag Bætir Vala heimsmetiö sitt? Þrír íslenskir frjálsíþróttamenn verða í sviðsljósinu í Eskilstuna í Svíþjóð í dag, en þar fer fram sænska meistaramótið. Vala Flosadóttir, heimsmethafi innan- húss, og Þórey Edda Elíasdóttir keppa báðar, en átján konur eru skráðar til leiks. Þetta er fyrsta mót Völu frá því í Bielefeldt í Þýskalandi, þar sem hún setti nýtt heimsmet innanhúss, 4,42 m. Þriðji íslenski keppand- inn er Einar Karl Hjartarson, sem setti Islandsmet í hástökki, um síðustu helgi þegar hann fór yfir 2,16 m. Vala Flosadóttir. Sex á Thomas-híkariim íslensku karla- og kvennalandsliðin í badminton taka þátt í alþjóðleg- um mótum um næstu helgi. Karlaliðið tekur þátt í undankeppni Thom- as-bikarsins sem fram fer í Noregi og Filippseyjum samtímis. Islenska karlaliðið er skipað þeim Tryggva Nielsen, Arna Þór Hallgrímssyni, Nirði Ludvigssyni, Guðmundi Adolfssyni, Sveini Sölvasyni og Brodda Kristjánssyni, sem jafnframt er þjálfari hópsins. Islenska liðið mun leika við Slóvena á laugardag, Letta á sunnudag og þriðja og síðasta viðureignin verður gegn Frökkum á mánudaginn. Kvennaliðið tekur þátt í Uber Cup, þar sem leikið verður gegn Eistlandi, Suður-Afríku og Póllandi. Það er skipað þeim EIsu Nielsen, Vigdísi Asgeirsdóttur, Drífu Harðardóttur, Brynju Pétursdóttur, Katrínu Atladóttur og Birnu Peder- sen. Varnarliðið / laust starf Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða bif- vélavirkja til starfa á Bifreiðaverkstæði Stofnunar verklegra framkvæmda. Starfið felst í vélastillingum ásamt öllum almenn- um viðgerðum. Æskilegt er að viððkomandi hafi þekkingu á bílarafmagni og reynslu af notkun tölvustýrðra vélastillingatækja. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varnarmála- skrifstofu, Brekkustíg 39, Reykjanesbæ, sími 421 1973, eigi síðar en 20. febrúar 1998. Starfslýsing liggur þar frammi til aflestrar fyrir um- sækjendur og er þeim bent á að lesa hana áður en sótt er um. Umsóknareyðublöð fást á sama stað. BORGARBIO KYNNIR: í New York er framinn glæpur á 8. hverri sekúndu. Rétt utan við New York er smábærinn Garrison þar sem lögreglustjóri bæjarins hefur valdið á yfirborðinu en löggur stórborgarinnar stjórna í raun öllu. Lögreglustjórinn (Stallone) stendur nú frammi fyrir því að þurfa að velja milli þess að vernda þá sem hann lítur upp til eða framfylgja lögunum. Mögnuð mynd með stórleikurunum Silvester Stallone, Robert DeNiro, Harvey Keitel og Ray Liotta. HTTP://WWW.NET.IS/BORGARBÍÓ CcreArbié Grindvíkingar hömpuðu bikarnum 1995. Tekst þeim að endurtaka afrekið I dag? - mynd: bg Klófesta ísflrd- tngar bikariim? Bikarveislan verður í Laugardagshöllinni í dag. ísflrðingar reyna að vinna sinn fyrsta stðra titil meðan Grindvíkingar ætlar sér að endurheimta bikarinn. Körfuboltaveisla verður í Laugar- dalshöllini í dag. Klukkan 15.00 hefst leikur Keflvíkinga og IS í kvennaflokki og strax að honum loknum takast Grindvíkingar og Isfirðingar á um karlabikarinn. Keflavíkurstelpurnar hafa verið með yfirburði í kvennakörfunni hér á Iandi í mörg ár. Þær unnu KR stelpurnar í ævintýralegum úrslitaleik á síðasta ári og ætla sér ugglaust að vinna bikarinn aftur nú. Stúdínur geta þó bitið frá sér og eru eina liðið, ásamt KR, í kvennaboltanum sem getur velgt Keflvíkingunum undir uggum. Nýr vcrðlaimagripur Atlavík á Eskifirði, fyrirtæki sem flytur inn verðlaunagripi, hefur geííð nýjan og glæsilegan bikar sem stelpurnar keppa um. Ekki var vanþörf á, því gamli bikarinn var Iítið fyrir augað og ekki sam- bærilegur við karlabikarinn. Töl- fræðin segir að það verði Kefla- víkurstúlkurnar sem vinna. Þær hafa unnið bikarkeppnina átta sinnum frá árinu 1987. Stúdínur gera þó örugglega sitt til að koma í veg fyrir að bikarinn fari suður fyrir Straum. UMFG og KFI Lið Grindvíkinga og Isfirðinga eru þau lið sem hafa staðið sig hvað best í vetur ásamt Haukum. Bæði hafa liðin þó verið að hiksta í síðustu Ieikjum sínum. Isfirð- ingar hafa ekki unnið leik frá því þeir rótburstuðu Njarðvíkinga í undanúrslitaleiknum á Isafirði á dögunum. Grindvíkingar hafa að vísu klárað sína leiki en ekki með þeim glæsibrag sem af þeim er ætlast. KFI og Grindavík eru afar ólfk lið og spila ólíkan körfubolta. Is- firðingar eru með mjög sterka mið- og framherja, þá Friðrik Stefánsson og David Bevis. Nái þessir menn sér á strik og ef Marco Salas dælir inn á þá send- ingum er fátt sem stoppar KFI. Grindvíkingar tefla aftur á móti fram besta bakvarðapari landsins, Helga Jónasi Guðfinnssyni og Darryl Wilson. Þá er ekki ónýtt fyrir þá að hafa gríska risann, Konstantin Tsartsaris. Konstantin er að öllum líkindum besti leik- maður DHL-deildarinnar á þess- ari leiktíð og því full átæða að koma í Höllina þó ekki sé til ann- ars en að sjá þennan frábæra leik- mann sem örugglega leikur ekki á Islandi annað keppnistímabil. LykiII ísfirðinga að sigri er að stöðva skyttur Grindvíkinga strax í upphafi. Nái þær sér hinsvegar á strik og Konstantín og Pétur Guðmundsson leika af eðlilegri getu eiga Isfirðingar litla mögu- leika. Olafur Ormsson og Baldur Jónasson ættu að geta haldið Is- firðingum á góðri siglingu nái þeir sér vel á strik. Ólafur hefur sýnt mjög góða leiki í vetur og er að verða ein allra besta skytta landsins auk þess sem hann leik- ur mjög góðan varnarleik. Það eru því ekki aðeins KFI og UMFG sem beijast um bikarinn heldur verða á boðstólum tvær ólíkar leikaðferðir. Hvor reynist betur kemur í Ijós í dag. — GÞÖ UM HELGINA HANDBOLTI Sunnudagur 1. deild karla: Stjaman-Víkingur kl. 20 HK-ÍR kl. 20 Fram-Haukar kl. 20 FH-ÍBV kl. 20 KA-UMFA kl. 20 Breiðablik-Valur kl. 20 2. deild ltarla Laugardagur ÍH-Fjölnir kl. 16 Fylkir-HM U. 16:30 Sunnudagur Þór-Hörður kl. 13:30 KNATTSPYRNA Leikið verður til úrslita í yngri ald- ursflokkum karla og kvenna í innan- hússknattspyrnu í Laugardalshöll og íþróttahúsinu við Austurberg um helgina. I Austurbergi: Laugardagur 5. flokkur karla: kl. 10:00 - 15:20 3. flokkur kvenna: kl. 16:00 -18:50 Sunnudagur 4. flokkur kvenna: 9:00 - 11:30 4. flokkur karla: 12:00 - 16:50 í Laugardalshöll: Sunnudagur 2. floldcur karla: kl. 9:30 - 16:00 Leikið verður í 2. flokki kvenna og í 3. flokki karla um aðra helgi í Aust- urbergi. Á skjánimi í vikimni Laugardagur 14. feb. RÚV kl. 15.00 Þýski boltinn Hertha Berlin - Byern Munchen STÖÐ2 kl. 14.50 Enski boltinn (FA Cup - 5. umferð) WEST HAM UNITED - BLACK- BURN ROVERS kl. 16.50 Bikarúrslitaleikur karla í körfubolta GRINDAVÍK - KFÍ SÝN kl. 15.00 Bikarúrslitaleikur kvenna í körfubolta KEFLAVÍK -ÍS Sunnudagur 15. febrúar STÖÐ 2 kl. 13.05 NBA-nýliðaleikurinn (stjörnuleikurinn) kl. 14.00 ítalski boltinn UDINESE - PARMA SÝN kl. 13.55 Enski boltinn (FA Cup - 5. umferð) ARSENAL - CRYSTAL PALACE kl. 16.25 Enski boltinn (FA Cup - 5. umferð) MANCHESTER UNITED - BARNSLEY kl. 18.25 Golfmót í Bandaríkjun- um BOB HOPE CHRYSLER CLASSIC a kl. 19.25 ítalski boltinn JUVENTUS - SAMPDORIA Þriðjudagur 17. febrúar SÝN kl. 22.30 Enski boltinn - þáttur Sýndar verða svipmyndir úr eftir- minnilegum leikjum með LIVER- POOL frá árinu 1994. Miðvikudagur 18. febrúar kl. 19.40 Enski boltinn (Coca- Cola Cup) CHELSEA - ARSENAL undanúr- slit/seinni leikur. Nagano á hverjum degi Sjónvar])ið mun vera með beinar útsendingar frá Vetrarólympíleik- unum f Nagano á hverjum degi alla vikuna. Auk þess verða sam- antektir frá helstu viðburðum Ieikanna dag hvern fyrir átta fréttirnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.