Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 10
10-LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 O^ttr Au-pair ÞJÓÐMÁL Au-pair óskast til íslenskrar fjölskyldu í Noregi sem fyrst. Við búum í nágrenni Osló og eigum fjögur börn, 2ja-10 ára. Þú þarft að vera barngóð, reyklaus og með bílpróf (eldri en 18 ára). Ef þú hefur áhuga sendu umsókn til Ragnhildar Magnús- dóttur, Bergslobtvegen 86 3400 Lier, Norge. Uppl. í síma 0047-32847084 eða 0047-91595042. Verslun / heimilistæki Vaxandi fyrirtæki / verslun sem selur m.a. þvotta- vélar, kæliskápa, sjónvörp og ýmis önnur raf- magnstæki óskar eftir sölumanni. Óskum eftir jákvæðum, metnaðarfullum og heiðar- legum starfsmanni, sem er tilbúinn í krefjandi starf. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Svör sendist Degi, merkt: „Akureyri 1234“, með upplýsingum um nafn, aldur og fyrri störf fyrir 25. febrúar. 100% trúnaður. EES-samningurinn hefur verid birtur á vefsetri utanríkisráðuneytisins: www.utn.stjr.is Þar eru einnig fjölmargar upplýsingar um ut- anríkisþjónustuna og utanríkismál, m.a. frétta- tilkynningar, skýrslur, ræður og greinar. verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 18. febrúar kl. 14.00. Sigurlína Magnúsdóttir, Jóhann Lúðvíksson, Elísabet Valgerður Magnúsdóttir, Jóhann Birgir Magnússon, Magnús Bragi Magnússon, Steingrímur Magnússon, Halldóra Magnúsdóttir, Þorgils Magnússon, Ólafur Bjömsson, systkini, tengdabörn og barnabörn. J - L ORÐ DAGSINS 462 1840 S____________r Samgönguvandi Grafarvogs var ræddur á fundi sem Sjálfstæðisfélagið i hverfinu boðaði nýiega með ibúum, Halldóri Blöndal samgönguráðherra og Guörúnu Ágústsdóttur, forseta borgarstjórnar. Samgönguvandi Grafarvogs FRIÐRIK HANSEN GUÐMUNDS- SON FORMAÐUR ÍBÚASAM- TAKA GRAFARVOGS, SKRIFAR Fyrir hönd íbúasamtaka Grafar- vogs fagna ég þeim áhuga sem borgarstjóri og samgönguráð- herra sýna á því að leysa sam- gönguvanda Grafarvogs. Þessar áætlanir Ieysa hins vegar engan vanda fyrr en í fyrsta lagi árið 1999 og þá aðeins hvað varðar Gullinbrú. Umferðarþungi um Vfkurveg og Vesturlandsveg fer ört vaxandi eftir því sem íbúum í Grafarvogi fjölgar. Þar stefnir í meiri vanda en við Gullinbrú. Furðu sætir að borgarstjóri skuli fyrst nú Iýsa því yfir að borgin ætli að leggja áherslu á fram- kvæmdir við Gullinbrú. íbúa- samtök Grafarvogs hafa á síð- ustu árum margítrekað við borg- aryfirvöld nauðsyn þess að ráð- ast í samgöngubætur. Þrátt fyrir þetta hefur borgarstjóri ekki lagt megináherslu á þessar fram- kvæmdir fyrr en nú með bréfi til ríkisvaldsins. Ljóst er að borgar- yfirvöld hafa það í hendi sér að forgangsraða þeim fjármunum sem ríkið Ieggur til vegagerðar í þéttbýli. Með því að borgaryfir- völd hafa ekki sett Gullinbrú á forgangslista, hafa Grafan'ogs- búar mátt þola viðvarandi tafir á leið til og frá hverfinu. Samgöngur í ólestri Það mættu flestir Grafarvogsbú- ar of seint til vinnu miðvikudag- inn 4. febrúar síðastiiðinn. Það tók 20 til 40 mínútur lengur en venjulega að komast úr úr hverf- inu. Þetta er ]jví miður ekki í fyrsta sinn sem slíkt ófremdar ástand skapast. Það sem veldur hinsvegar mestu um gremju íbú- anna er að það er fyrirsjáanlegt að þetta muni gerast æ oftar. Ekki þarf annað til en einn árekstur eða snjókomu og hálku, þá stórminnkar afkastageta þess- ara tveggja einbreiðu gatna sem öll umferð inn og úr hverfinu fer um. Eða þær lokast alveg. Vegna góðs tíðarfars í vetur hefur þetta gengið. Ef þetta væri snjóavetur væri ekki að sökum að spyrja, umferðarhnútar myndast og biðraðir, sem mælast í kílómetr- um. Gullinbní Stjórn Ibúasamtakanna hefur undanfarin 3 til 4 ár unnið að því að vekja athygli á þessum málum og þrýst á stjórnvöld að bæta úr. Itrekað hefur verið bent Væri verkið boðið út nú í febrúar eða mars ’98, væri hægur vandi að taha tvö- falda Gullinbrú í notkun nú í haust. á að helja eigi strax breikkun Gullinbrúar. Hvað dvelur sam- komulag milli borgarinnar og ríkisins um GuIIinbrúna og af hverju er ekki þegar búið að setja framkvæmdir í gang. Einnig vek- ur undrun hve Iangur tími er ætlaður í framkvæmdir. Verkinu á ekki að ljúka fyrr en 1999. Hvers vegna? Væri verkið boð- ið út nú í febrúar eða mars 98, væri hægur vandi að taka tvö- falda Gullinbrú í notkun nú í haust. A virkilega að leggja það á íbúa Grafarvogs að vera með einfalda Gullinbrú einn veturinn í viðbót? Vesturlandsvegur og Víkur- vegur Annað mál sem er að verða ekki minna vandamál en Gullinbrúin eru gatnamótin Víkurvegur, Vesturlandsvegur og Vestur- Iandsvegur niður að gatnamót- um við Suðurlandsveg. A þess- um gatnamótum hefur ástandið stórversnað frá því í sumar og Vesturlandsvegur milli þessara Ijósa annar orðið ekki umferð- inni. Biðröð bíla að koma frá Mosfellsbæ á morgnana og þurfa að bíða á ljósum við Víkur- veg er gjarnan tvö til þrjú hund- ruð metra löng, en getur hæg- lega orðið lengri á „góðum degi“. A Vesturlandsveginum milli Vfk- urvegar og Suðurlandsbrautar er síðan bíll við bíl í samfelldri röð. Hér er verið að tala um venjulegt ástandið á góðum þurrum degi. Sundabraut Þriðja málið er að byggja þarf brú yfir Kleppsvíkina. Ibúasam- tökin hafa krafist þess að ekki verði hafin nein uppbygging í Geldinganesi og umferðarálagið á núverandi gatnakerfi aukið, nema samhliða verði farið af stað með byggingu brúar yfir Kleppsvíkina. Breikkun Gullin- brúar ein og sér mun ekki duga til þess að taka við umferð úr Geldinganesi ofan á allt annað. Knýja verður á um framkvæmdir því aðeins með Kleppsvíkur- brúnni verða samgöngumálin hér í Grafarvogi leyst. Þó Gullin- brúin verði breikkuð og lagfært við Víkurveg og Vesturlandsveg, þá er staðan áfram sú að aðeins tvær vegtengingar eru inn í Graf- arvoginn. Þegar eitthvað er að veðri þá skapast vandræði á báð- um þessum götum. Framkvæmda er þörf Ibúar í Grafarvogi sjá fram á meira og minna óbreytt ástand í umferðarmálunum næstu árin. Mannfjöldi á stærð við bæjarfé- lag eins og Sigluljörð mun flytj- ast inn í Grafarvog á næstu 12 mánuðum. Þessi umferð á að bætast ofaná þegar yfirhlaðið gatnakerfi. Tvöföldun Höfða- bakka frá Stórhöfða að Hallsvegi og þar með tvöföldun Gullinbrú- ar er eins og plástur á beinbrot. Miklu meira þarf að koma til. Þessi mál verða ekki leyst til frambúðar nema til komi fleiri tengingar inn í hverfið og byggð verði brú yfir Kleppsvíkina. Fyr- irsjáanleg er hver uppákoman á fætur annarri næstu mánuði, að ekki sé minnst á næsta vetur að óbreyttu ástandi. Krafa íbúasamtakanna er skýr. Höfðabakki verði tvöfaldaður ásamt Gullinbrú og framkvæmd- um Ijúki nú í haust. Vesturlands- t'egur verði tvöfaldaður milli Víkurvegar og Suðurlandsbraut- ar og framkvæmdum Ijúki nú í haust. Brúin yfir Kleppsvíkina verði tekin í notkun inna 4 ára svo og mislæg gatnamót á mót- um Víkurvegar og Vesturlands- vegar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.