Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 9
8 - LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 19 9 8 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 -§ FRÉTTASKÝRING FRÉTTIR Tnmaðarfarestur og lögfarot SIGURDÓR SIGURDÓRSSON OG FRIDRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON SKRIFA Alvarlegar ásakanir um tnmaðarbrest og lögbrot hafa gengið milli ráðherra og lög- reglunnar síðustu vik- ur vegna hins um- deilda Steiner-máls. Ráðherrar og þing- menn tala um trúnað- arbrest og stjómar- andstaðan efiist í kröfunni um að Alls herjamefnd skoði Steiner-málin ofan í kjölinn. Dóms- og löggæslukerfi landsins hefur undanfarið fengið á sig mjög alvarlegan brotsjó vegna mála tveggja dæmdra afbrota- manna, Franklins Kr. Steiner og Þórðar Þ. Þórðarsonar. Vegna Þórðar hefur skollið á samskipta- stríð, sem enn er ekki lokið og ekki verður fjallað urn hér. Vegna Steiner hefur orðið alvarlegur trúnaðarbrestur milli dómsmála- ráðuneytisins og lögreglunnar og tveir ráðherrar sagðir í vondum málum; Halldór Asgrímsson og Þorsteinn Pálsson. Þeir aftur á móti saka Sturlu Þórðarson, yfir- lögfræðing lögreglunnar í Reykja- vík, um að hafa framið trúnaðar- brot með yfirlýsingum í fjölmiðl- um. Hvað gerðist sem varð til þess að yfirlögfræðingur lögreglunnar veitti fjölmiðli upplýsingar um efni trúnaðarfundar hans með ráðherra um afar viðkvæmt mál? Eftir Steiner-skýrslu Atla Gísla- sonar er Ijóst að lögreglan hefur verið í mikilli vörn, enda sökuð um ólögleg og ósiðleg vinnubrögð við rannsókn fíkniefnamála. Stjórnmálamenn hafa sloppið bærilega frá málinu til þessa og því er von að spurt sé; er lögregl- an að koma hitanum af sér yfir á stjórnmálamennina - þar sem ábyrgðin liggur? I utandagskrárumræðum á AI- þingi 2. febrúar kom fram hörð gagnrýni á að Steiner skyldi hafa verið veitt reynslulausn árið 1991 eftir að hafa afplánað aðeins helming af 29 mánaða fangelsis- dómi fyrir fíkniefnabrot. Atli spurði ítrekað en fékk engin svör I frétt Dags 4. febrúar upplýstist að Fullnustumatsnefnd lagðist gegn umsókn Steiner um reynslulausn, en hann kærði það til dómsmálaráðuneytisins. 1 skýrslu Atla Gíslasonar kemur fram að daginn fyrir þessa kæru hafi Arnar Jensson heimsótt Steiner á Litla-Hraun. Við yfir- heyrslur bar Steiner að heimsókn þessi hefði ekki staðið í sambandi við umsókn hans um reynslu- Iausn, heldur vegna „greinargerð- ar um fíkniefnaheiminn11 sem hann, Steiner, hefði unnið að fyr- ir fíkniefnadeildina. Til þessarar greinargerðar hefur ekkert spurst. Vegna kærunnar óskaði ráðu- neytið eftir þvf að Fullnustumats- nefnd tæki málið upp aftur. Það gerði hún og mælti með reynslu- lausn vegna „nýrra upplýsinga". Fékk Steiner síðan reynslulausn. I frétt Dags kom fram að Arnar Jensson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, og Sturla Þórðarson, yfirlögfræðingur lög- regluembættisins, hefðu þrýst á dómsmálaráðuneytið um að Steiner fengi reynslulausn. Þar kemur einnig fram að Böðvar Bragason Iögreglustjóri hafi sett ofan í við þá fyrir það. Þáverandi formaður Fullnustumatsnefndar, Jónatan Þórmundsson, staðfestir í skýrslu Atla að fíkniefnadeildin hafi þrýst mjög á að Steiner yrði Iátinn laus til reynslu, þar sem honum hefði verið veitt vilyrði fyrir slíku og hann væri mikilvæg- ur í að upplýsa önnur brot. Jafn- framt var vísað til þess að það gæti verið hættulegt að verða ekki við ósk Steiner um reynslulausn. Svo virðist sem menn hafi skilið það svo að Arnar Jensson gæti verið í einhverri hættu. Hugleiddi Jónatan að hætta störfum í nefndinni vegna þessa máls. I skýrslu Atla Gíslasonar, setts rannsóknarlögreglustjóra, kemur fram að Atli hafi ítrekað óskað eftir upplýsingum frá dómsmála- ráðuneytinu um afskipti Arnars og Sturlu af málinu. Þeim fyrir- spurnum svaraði ráðuneytið ekki. YfirlögfræðingiiTiim sagði frá leyndarmálinu I greinargerð dómsmálaráðherra um rannsókn málsins var lítið sem ekkert fjallað um aðdragand- ann að reynslulausn Steiner. Þar segir þó að meðferð Fullnustu- matsnefndar hafi hvorki verið andstæð lögum né venjubundinni framkvæmd á þessum tíma. Sam- kvæmt vinnureglum nefndarinn- ar hefði Steiner þó ekki átt að fá reynslulausn fyrr en að 2/3 hluta refsitímans liðnum. Fréttir und- anfarinna daga og yfirlýsingar ráðherra og Iögreglumanna hafa staðfest í hvívetna fréttaflutning Dags. Nú hafa málin skýrst eftir að Sturla Þórðarson lýsti opin- berlega yfir hvað gerst hefði á fundum sínum og Arnars Jens- sonar með Halldóri Ásgrímssyni dómsmálaráðherra fyrir sjö árum eða skömmu áður en Þorsteinn Pálsson tók við ráðuneytinu. Einnig hefur komið í ljós að þrýstingur um snemmbæra reynslulausn Franklins Kr. Stein- er hófst í dómsmálaráðherratíð Óla Þ. Guðbjartssonar. Óli stað- hæfir að hann hafi staðist þennan þrýsting og hafnað reynslulausn. Á fundi Arnars og Sturlu með Halldóri Ásgrímssyni fengu þeir vilyrði Halldórs fyrir reynslulausn Steiner, en rökin voru þau að þá myndi Steiner upplýsa tvö stór fíkniefnamál. Það var síðan í tíð Þorsteins í dómsmálaráðuneytinu sem Fangelsismálastofnun veitti Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Pálsson stóðu báðir frammi fyrir spurningunni um hvort rétt væri að veita Franklin Steiner umdeilda reynslulausn og það eru ekki allir sáttir við svörin sem þeir gáfu. í skýrslu Atla Gíslasonar kemur fram að Franklin var látinn laus til reynslu eftir mikinn þrýsting fíkniefnadeildarinnar. reynslulausnina umtöluðu. Ekk- ert hefur komið fram um að fíkni- efnamálín tvö hafi verið upplýst. Dagur ræddi við nokkra stjórn- málamenn í gær um það hvaða afleiðingar þessi uppljóstrun mun hafa. Þjóðarstuðningur nauðsyn- legur „Það gefur auga leið hversu mik- ilvægt það er að þjóðin standi að baki fíkniefnalögreglunni í bar- áttunni gegn þessum vágesti. Fíkniefnalögreglan þarf á miklum stuðningi að halda. Hún verður að hafa stuðning ráðuneytisins og hún verður að hafa stuðning þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að það ríki trúnaður á milli lögreglu, dómsmálaráðuneytisins og dóms- málaráðherra. Þessir aðilar þurfa að eiga mörg trúnaðarsamtöl, sem ekki á að upplýsa um. Það á ekki að segja frá því hverjar eru starfsaðferðir Iögreglunnar. Þeir sem stunda glæpi eiga aldrei að vera öruggir. Segja má að þarna hafi orðið trúnaðarbrestur sem ég vil þó alls ekki gera að aðalatriði. Eg vil gera að aðalatriði að við sameinumst í því að standa að baki þeirra manna sem eru að vinna gegn fíkniefnavágestinum," sagði Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra en fyrrum dóms- málaráðherra, í samtali við Dag. Halldór segir að þeir Iögreglu- menn sem hann kynntist á sínum tíma, Arnar Jensson, Björn Hall- dórsson og fleiri, hafi unnið ( þessum málum af mikilli ósér- hlífni og af samviskusemi. „Eg vildi gera mitt til þess að styðja við bakið á þeim. Ef þeir voru þeirrar skoðunar að það mætti með ákveðnum hætti bjarga mörgum ungmennum frá því að lenda f klónum á þessum aðilum þá hlustaði ég að sjálf- sögðu á það og ég vona að allir geri það,“ sagði Halldór Ásgríms- son. Nafnleynd forsenda „Auðvitað á lögreglan mikið undir því að almenningur hafi traust á lögreglunni og að vinnu- brögð séu þar með þeim hætti að þau efli trúnað almennings. Eg tel að með þeim skipulagsbreyt- ingum sem við höfum gert hafi verið kippt í liðinn jánsum brota- Iömum, sem Atli Gíslason benti á í sinni rannsókn að hafi verið. Því lít ég svo á að nú séu öll efni til að byggja upp traust og trún- að við lögregluna og lít á það sem þjóðarnauðsyn. Baráttan gegn fíkniefnaglæpamönnunum er mikilvægari en svo að við get- um leyft okkur að brjóta lögregl- una niður,“ sagði Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, þegar Dagur spurði hann hvort hætta væri á að orðið hefði trún- aðarbrestur milli þjóðarinnar og lögreglu við Steiner-málið. Þorsteinn segir að það sem hann hafi áhyggjur af sé hvort lögreglan hefur verið veikt í bar- áttu sinni gegn glæpamönnun- um. „Baráttan gegn fíkniefna- glæpamönnum byggir fyrst og fremst á upplýsingum sem lög- reglan aflar sér og þeir sem veita lögreglunni upplýsingar verða að geta treyst nafnleynd. Geti þeir ekki treyst henni er hætt við að lokist á upplýsingaflæðið. Það tjón tel ég að hafi orðið þegar lögreglan upplýsir og greinir frá nafni uppljóstrara," segir Þor- steinn. Grafalvarlegt mál Ljóst er að stjórnarandstaðan lít- ur Steiner-málið og nýjustu upp- lýsingarnar í því alvarlegum aug- um. Búast má við umræðum um það á Alþingi eftir helgina eftir því sem þau Sighvatur Björg- vinsson og Guðný Guðbjörns- dóttir segja. „Mér brá harkalega þegar ég sá þá félaga Halldór Ásgrímsson og Þorstein Pálsson í sjónvarp- inu með yfirlýsingar sínar. Það kom eins og köld vatnsgusa yfir þjóðina," sagði Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokks- ins. Hann segir að þingmenn jafnaðarmanna hafi tilkynnt að þeir muni taka málið fyrir á Al- þingi eins fljótt og hægt er. „Við ætlum að fara eins vel og hægt er yfir öll efnisatriði þess og stefnum að því að ljúka þeirri vinnu um helgina. Vegna þess vil ég ekki segja fleira um þetta mál á þessu stigi," sagði Sighvatur. „Eg Iít á þetta sem grafalvar- legt mál. Það er nú til umræðu í allsherjarnefnd Alþingis sem ætlar að fara íram á að taka það upp með sérstökum hætti. Þá beiðni er ekki búið að útkljá eða hvernig það verður gert. Á með- an verið er að vinna í þessu í nefndinni vil ég ekki tjá mig um málið efnislega, segi það eitt að ég lít það mjög alvarlegum aug- um,“ sagði Guðný Guðbjörns- dóttir, formaður þingflokks Kvennalistans. Trúnaðarlirestur „Eg óttast að á vissan hátt hafi nú orðið trúnaðarbrestur milli þjóðarinnar og lögreglu annars vegar og dómsmálaráðuneytisins hins vegar. Eg vona aftur á móti að afleiðingarnar verði þær að settar verði skýrar reglur varð- andi óhefðbundnar rannsóknar- aðferðir lögreglunnar,“ segir Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins. „Eg treysti mér ekki til að dæma þá ákvörðun sem ráðherra tók á sínum tíma. Eg er sann- færð um að þegar yfirmenn fíkniefnalögreglunnar fara til ráðherra og óska eftir að maður fái reynslulaust er það vegna þess að þeir telja milda hags- muni í húfi hvað varðar upplýs- ingar. Það sem mér þykir hins vegar vítavert er að maðurinn brýtur síðan af sér á reynslu- lausnartfmanum en var ekki settur inn,“ sagði Margrét. Grásleppan í uppnámi Birgöasöfnim á heims- markaði. Óvissa um komandi vertíð. Af- koma í hættu hjá fjöl- mörgum. „Þetta er mikið áfall fyrir fjöl- marga grásleppukarla. Það eru mörg dæmi um það að megin- hluti tekna þessara manna bygg- ist upp á grásleppuveiðum. Þannig að það má búast við að það verði víða þröngt í ári, því miður,“ segir Orn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Töluverð óvissa ríkir um kom- andi grásleppuvertíð sem hefst eftir rúrnan mánuð vegna mikilla birgða á heimsmarkaði frá síð- ustu vertíð sem var óvenju gjöful. Lætur nærri að um fimm þúsund tunnur af hrognum séu enn óseldar til verksmiðja. Mestur hluti þess er í Kanada og nokkuð í Noregi. Hérlendis eru enn óseldar nokkur hundruð tunnur. Auk þess sitja verksmiðjur uppi með töluvert magn af hrognum frá því í fyrra. Á meðan halda kaupendur að sér höndum. Ekki er vitað hvaða verð fæst fyrir hrognatunnuna og engir sölu- samningar hafa verið gerðir. Örn Pálsson segir að í ljósi þessarar stöðu sé mjög mikilvægt að grásleppukarlar hefji ekki veiðar fyrr en þeir séu komir með trygga samninga. Þá sé fyrirsjá- anlegt að mun minna verði veitt á komandi vertíð en í fyrra, auk þess sem verðið mun Iækka. Hann telur brýnt að ráðist verði í markaðsátak fyrir afurðir grá- sleppuhrogna en þekktust þeirra er kavíar. -GRH í nýtt húsnæði að Skipagötu 9 3. hæð Gengið inn frá Hofsbót Afgreiðslutíminn verður hér eftir frá 9-16 HÚSNÆÐISSKRIFSTOFAN Á AKUREYRI Skipagötu 9 • Sími 462 5311 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.