Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 1
Rfldd innheiinti tugi milljóna án heimildar Hjón í Bolungarvík lögðu fjármálaráðu- neytið. Ólögmætt skráningargjald sjó- inaima innheimt í fjögur ár. Mannleg mistök, segir ráðu- neytið. „Þingmenn hafa sett lög sem segja að rfkið megi stela ef það kemst upp með lengur en tvö ár og þá á það,“ segir Jón Guðbjarts- son, útgerðarmaður Gunnbjarnar IS í Bolungarvík. Fjármálaráðuneytið viður- kenndi á dögunum að það hefði látið innheimtumenn ríkissjóðs innheimta ólöglega 5 þúsund króna skráningargjald í hvert sinn sem undanþágumaður var skráð- ur í skipsrúm. Endurgreiðsla rfk- isins nær þó aðeins til síðustu tveggja ára þótt þetta hafi við- gengist frá árinu 1994. Gjaldið var greitt hjá sýslumannsembætt- um landsins þar sem lögskráning fer fram. Lætur nærri að þarna sé um tugi milljóna króna að ræða sem ríkið hefur haft af útgerðum Iandsins án þess að hafa heimild til þess í lögum. Hinsvegar hafði ríkið heimild til þess í lögum frá 1991 um aukatekjur ríkissjóðs en sú heimild datt út við setningu laga nr. 50 frá 1994. Engu að síð- ur var innheimtunni haldið áfram, eða þangað til starfsmönn- Jón Guðbjartsson, útgerðarmaður í Bolungarvfk. um ráðuneytisins var sýnt fram á ólögmæti þess. Þyrnir í augum Jón segir að þetta skráningargjald hafi lengi venð útgerðum þyrnir í augum. LÍÚ hafi lengi gert at- hugasemdir við það en án árang- urs og hefur þó aðgang að fjö\- mörgum lögfræðingum. Það fór svo að Jón og kona hans fóru að grafast fyrir um það á eigin spýtur hvort þessi innheimta gæti stað- ist, en hvorugt þeirra er lögfræði- menntað. Eftir fjölmargar bréfa- skriftir, símtöl og fyrirspurnir við ýmsa aðila komst loks skriður á málið eftir að Jón náði sambandi við starfsmann í tekju- og laga- skrifstofu fjármálaráðuneytisins. Eftir nokkra yfirlegu fann starfs- maðurinn að það væri engin laga- stoð fyrir innheimtu á þessu skráningargjaldi og því ætti hann rétt á endurkröfu frá ríkinu. Mistök „Það uppgötvuðust þarna mann- leg mistök og menn brugðust við þeim með eðlilegum hætti,“ segir Indriði H. Þorláksson, skrifstofu- stjóri í tekjudeild fjármálaráðu- neytisins. Hann segir að þetta dæmi úti- heimti ekki frekari skoðun á inn- heimtumálum ríkisins. Þarna sé um einstakt mál að ræða sem rekja megi til mannlegrar yfirsjón- ar þegar verið var að færa inn breytingar á innheimtunni í tölvu- kerfinu í framhaldi af gildistöku laga frá 1994. — GRH Laxness kvaddur Útför Halldórs Kiljan Laxness verður gerð frá Kristskirkju í dag. Athöfnin hefst kl. 13.30. Henni verður sjónvarpað og útvarpað beint. Útsending ríkissjónvarps- ins hefst kl. 13. Hægt verður að fylgjast með útförinni á sjónvarps- skjám í safnaðarheimili kaþólska safnaðarins og í Hlégarði í Mos- fellssveit. Kristskirkja verður opnuð ld. 12.30. Séra Jakob Roland, prest- ur hjá kaþólska söfnuðinum, syngur sálumessu, en séra Gunn- ar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós, flytur minn- ingarorð. Að athöfn lokinni verð- ur kistan flutt í Fossvogskapellu, en þar mun bálför fara fram síðar. Duft skáldsins verður Iagt í mold að Mosfelli í kyrrþey. Að athöfninni í Kristskirkju lok- inni býður ríkisstjórnin til erfi- drykkju í Súlnasal Hótel Sögu. Listamenn efndu til samveru- stunda í Reykjavík og á Akureyri í gær og Pjotr Sabiro afhenti ríkis- stjórninni að gjöf brjóstmynd af Halldóri. Islendingaþættir Dags eru helg- aðir minningu Halldórs Kiljan Laxness. Hans er einnig minnst á leiðaraopnu blaðsins. GabrioW (höggdeyfar) Gi varahlutir Hamarshöfða 1-112 Reykjavík Sími 567 6744-Fax 567 3703 Halldór Kiljan Laxness. Útför hans verður gerð i dag. Ráðuneyt- ið svaraði ekki Nýjustu upplýsingarnar um að- draganda og meðferð Steiner- málsins hafa orsakað alvarlegan trúnaðarbrest milli lögregluyfir- valda og dómsmálaráðuneytisins og hafa ráðherrar sakað yfirlög- fræðing lögreglunnar um sak- næmt trúnaðarbrot. Þar greindi Sturla Þórðarson yfirlögfræðingur frá efni funda hans og Arnars Jenssonar með dómsmálaráð- herra um reynslulausn Franklins Steiner. I skýrslu Atla Gíslasonar, setts rannsóknarlögreglustjóra, kemur fram að Atli hafi ítrekað óskað eft- ir upplýsingum frá dómsmála- ráðuneytinu um afskipti Arnars og Sturlu af málinu. Þeim fyrir- spurnum svaraði ráðuneytið ekki. Stjórnarandstaðan í Allsherjar- nefnd Alþingis ætlar að herða róðurinn fyrir því að Steiner-mál- ið verði tekið fyrir í nefndinni, málsaðilar kallaðir til að svara spurningum og skýrsla Atla Gísla- sonar öll afhent nefndinni. Þar fyrir utan verður að líkindum efnt til utandagskrárumræðu um trún- aðarbrestinn. — FÞG/s.DÓR Sjá fréttashýringu hls. 8-9. m BIACKSOECKER _HonJverUæri SINDRI k -sterkur í verki BORGARTUNI 31 • SIMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.