Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 14.02.1998, Blaðsíða 5
Ð^ur LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 - S FRÉTTIR Engin sýning Meirihluti vætanlegra þátttakenda á sjávar- útvegssýningnm 1. - 4. september 1999 valdi að táka þátt í þeirri sýningu sem verður í Kópavogi í stað sýningar í Reykjavík. Það var að frumkvæði þrettán fyrirtækja sem tekið höfðu þátt í sjávarútvegssýningunni 1996 að efnt var til atkvæðagreiðslu um sýningarnar. Þeir töldu að ef haldnar yrðu tvær sýningar á sama tíma yrðu það tvær veikar sýningar í stað einnar sterkrar. Nexus Media Ltd. hefur staðið að sýningum í Laugardalshöll, Icelandic Fisheries Exhibition, en átti lægra tilboð í Laugardals- höllina eftir útboð Reykjavíkur- borgar en Sýningar ehf., sem hugðist standa fyrir sýningunni FishTec. Tilboð Sýningar var 25 milljónir króna, en fyrir síðustu trvara. Forsvarsmenn fjölmargra sjávarútvegsrfyrirtækja komu saman nýlega til að lýsa yfir stuðningi við Nexus i slagnum um sjávarútvegssýningu hér á landi 1999 og nú hafa þeir haft betur. sjávarútvegssýningu voru greidd- ar um 3 milljónir króna í leigu. Nexus gerði í framhaldi af því samning við Kópavogsbæ um sýningarhald í íþróttamannvirkj- um þar. Alls höfðu 155 fyrirtæki kjör- gengi í atkvæðagreiðslunni, þar af tóku 136 þátt, eða 87,7% en skilyrði var að þátttakan yrði 70%. Þau skiptu með sér 433 at- kvæðaseðlum en atkvæðavægi var reiknað út frá stærð sýning- arsvæðanna og af þeim skiluðu sér 406 og því var gerð grein fyr- ir 93,8% atkvæða. Nexus Media hlaut 238 atkvæða, eða 65,6% þeirra sem tóku afstöðu, en Sýn-. ingar 125 atkvæði, eða 34,4%. I kjölfar atkvæðagreiðslunnar ákváðu Sýningar að standa ekki fyrir FishTec ‘99 til að lægja þær öldur sem risið höfðu. Sýningar höfðu þegar greitt um 12 milljónir króna í leigu fyr- ir Laugardalshöll og sett banka- tryggingar fyrir eftirstöðvunum, 13 milljónum króna, en kominn var á bindandi samningur án fyr- Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri, segir að samningurinn tryggi Reykjavík- urborg umrædda upphæð. „Við ætluðum okkur aldrei að hafa þessa sjávarútvegssýningu að neinni tekjulind fyrir borgar- sjóð. Hins vegar teygðu menn sig ansi langt í samkeppninni um húsið, og við eðlilegar aðstæður hefðu tekjur borgarinnar orðið 3 milljónir króna. Við munum ekki hefta það þó þarná verði sýning annarar tegundar, þ.e. sem ekki tengist sjávarútvegi, heldur ræða það við forsvarsmenn Sýninga. Eg held að það hafi aldrei neinn haft trú á því að hér yrðu tvær sjávarútvegssýningar og engum til hagsbóta. Þegar sýning af þessu tagi er haldin á höfuðborg- arsvæðinu þá skilur hún eftir miklar tekjur í Reykjavík. Hér eru t.d. hótelin, veitingastaðirnir og leigubílarnir og því breytir það engu um tekjur Reykjavíkur þó sjávarútvegssýningin sé hald- in í Kópavogi," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. — GG Endurgreiða Cargolux Samgöngu- ráðuneytið hefur samið við Cargolux um að flugfé- lagið fái end- urgreitt of- greitt elds- neytisgjald vegna frakt- flutninga til N-Ameríku. Endur- greiðslan er milljónir Halldór Blöndal, samgönguráðherra. upp á tæplega 10 króna og fellur Car- golux um leið frá frekari kröfum. Eins og fram hefur komið í frétt- um Dags kom í ljós eftir ítrekað- ar fyrirspurnir í Flugráði og úr- skurð samkeppnisráðs, að Car- golux sæti ekki við sama borð og Flugleiðir við greiðslu eldsneyt- isgjalds. Flugleiðir hafa sloppið viö gjaldið af N-Ameríkuflugi, og af flugi til Luxemburg og Kaup- mannahafnar. Eftir úrskurð samkeppnisráðs varð Halldór Blöndal að afnema eldsneytis- gjaldið eða láta jafnt yfir alla ganga. Með ákvörðun um að endurgreiða Cargolux hefur sú afstaða verið tekin að eldsneytis- gjaldið haldi sér, en að farið verði eftir forskrift Flugleiða. Ljóst er að tekjur Flugmálastjórnar munu Iækka og miðað við fjár- hag stofnunarinnar verða aðrar tekjur að koma í staðinn. — FÞG íslenska útvarps- félagið í farsímann Islenska útvarpsfélagið, sem m.a. á og rekur Stöð 2 og Bylgj- una, undirritaði í gær viljayfirlýs- ingu um kaup á 35% í Islenska farsímafélaginu. Það hefur feng- ið leyfi til að reka GSM símkerfi í landinu og mun fara í loftið á fyrri hluta ársins. Þá hefur félag- ið sótt um Ieyfi til reksturs svo- nefndra DCS - 1800 síma. Með þessum samningi verður íslenska útvarpsfélagið næst- stærsti eigandinn í Islenska far- símafélaginu á eftir bandaríska stórfyrirtækinu Western Wire- less sem á 47,3%. Þá á The Walt- er Group sem einnig er bandar- ískt 17,4% og Ragnar Aðalsteins- son lögmaður 0,5%. Forráðamenn Islenska út- varpsfélagsins telja að með kaup- um sínum í Islenska farsímafé- laginu gefst fyrirtækinu nýtt tækifæri til að auka enn þjón- ustu við sína viðskiptavini. I því sambandi er m.a. bent á þá miklu möguleika sem felast í samtengingu og samvirkni Inter- nets við GSM síma. — GRH Jón Ólafsson og Brad Horwitz handsaia viijayfiriýsingu um kaup íslenska útvarpsfé- lagsins á 35% hlut i íslenska farsímafélaginu, sem var undirrituð í gær í höfuö- stöðvum þess siðastnefnda að Síðumúla 28. - mynd: hilmar Landssíminn lækkar Þriðjungur íslendinga eldri en 15 ára er kominn með farsíma og reikriað með að þeim fari áfram hraðljölgandi. GMS notendum hefur Ijölgað tvöfalt hraðar en áætlað var 1994 og voru orðnir fleiri en 40 þúsund í byrjun árs- ins. Auk þess voru þá 25 þúsund NMT farsímar í notkun. „Mjög góð afkoma er af rekstri GMS kerfisins. Tekjur hafa skilað sér mun hraðar og uppbygging kerf- isins kostað minna en ráð var fyrir gert,“ segir í tilkynningu frá Landssímanum um lækkun á gjaldskrá fyrir farsímaþjónustu. Mínútugjald á dagtaxta verður lækkað um 3 kr. þann 1. mars, og verður 21.90 kr. Jafnframt stendur GMS notendum til boða að greiða hærra mánaðargjald - 1.560 kr. í stað 633 kr. - gegn lækkun á mínútugjaldi í 17,50 kr. á dagtaxta og 11.70 kr. á kvöldin. Þetta segir Landssíminn hagstæðara fyrir þá sem nota GMS-símann a.m.k. tvær klukkustundir á mánuði. Verð símtala til útlanda breytist ekki. - HEl Krafa Odds vekur óróa Krafa Odds Helga Halldórssonar, bæjarfulltrúa Framsóknar á Akureyri, um eitt af þremur efstu sæt- um á framboðslista flokksins vekur óróa meðal flokksmanna. Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Fram- sóknarfélags Akureyrar, segir að stefnt sé að því að til- lögur uppstillingarnefndar, sem byggja eiga á niður- stöðu skoðanakönnunar meðal flokksmanna, verði af- greiddar í fulltrúaráði flokksins helgina 21.- 22. febr- Halldórsson. úar nk. Elsu þykir miður að menn séu að tjá sig um listann áður en niður- staða liggur fyrir. „Það er mjög óþægilegt, því framboðslistinn er ekki frágenginn og það er ákveðin kurteisi við þá sem eru í fulltrúaráðinu að þeir fái fyrstir að fjalla um sætaskipan án utanaðkomandi þrýstings gegnum fjölmiðla," segir Elsa Friðfinnsdóttir. — GG Oddur Laxness minnst um allt land Bandalag íslenskra lista- manna, rithöfundasam- bandið og fleiri gengust fyr- ir minningarstund um Hall- dór Kiljan Laxness víða um land í gær. Markmiðið var að gefa sem flestum lands- mönnum kost á því að koma saman til að heiðra minn- ingu skáldsins, en útför hans fer fram í dag. Fjöl- menni var á Ingólfstorgi í Reykjavík og margir komu einnig saman á minningarstund á Ráðhústorginu á Akureyri þar sem þessi mynd var tekin. Minningarstundir voru t.d. einnig á ísafirði og Egilsstöðum. Jóhanna ekki á lista Athygli vekur að Jóhanna Engilbertsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, er ekki á lista yfir efstu menn sem Framsóknar- flokkurinn í Hafnarfirði hefur stillt upp fyrir kosningarnar í vor, en hún Ieiddi listann í síðustu kosningum. Formaður fulltrúaráðs flokks- ins segir það alfarið ákvörðun Jóhönnu að taka ekki sæti meðal efstu manna. Þorsteinn Njálsson, heimilislæknir og tóbaksvarnafrömuður, mun skipa efsta sætið. I öðru sæti verður Guðrún Hjörleifsdóttir, leiðbein- andi, spámiðill og dulspekingur, sem starfar hjá Sálarrannsóknarfé- laginu. — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.