Dagur - 04.03.1998, Page 4

Dagur - 04.03.1998, Page 4
J 20-MJÐ VIKUDAGUR 4. MARS 1998 UMB ÚÐALAUST brjóstinþm Hver er markhópur Flugfélags íslands? „Satt best að segja treysti ég mér ekki til þess að skilgreina hann nákvæmlega. Einföld lýsing væri: karlmaður, hvítur, milli tvftugs og fertugs með vanþroska tilfinningalíf og sterka þrá eftir móðurbrjósti," segir Áslaug Jónsdóttir m.a. teikning: Aslaug JóNSDómrt. W^ 4I ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR P?i.. •— . . SKRIFAR Nýlega veitti ÍMARK, félag ís- lensks markaðsfólks, verðlaun fyrir „athyglisverðustu auglýs- ingu ársins". Viðburðurinn er ár- leg húrrahátíð auglýsingafólks- ins fyrir það sjálft, á meðan fórnarlömb auglýsinganna: hinn almenni neytandi, hefur lítið um úrslitin að segja. Þó væri ekki óeðlilegt að almenningur gæfi þessu blaða- og sjónvarpsefni gagnrýninn gaum, svo plássfrekt sem það er í Ijölmiðlum. Eiiinar iiæíiir orðaleikjagaman I fjölskrúðugri auglýsingaflóru er alltaf eitthvað sem vekur at- hygli, stundum undrun og furðu. Þannig hafa t.d. Flugleið- ir og Flugfélag Islands skarað fram úr með kynlegustu auglýs- ingarnar. Þær eru ekki síður at- hygliverðar en þær bestu, a.m.k. út frá sálar- eða atferlisfræði. Flugleiðir hafa, eins og fram hefur komið, kynnt landið á afar umdeildan hátt, lofað „einnar nætur gamni“ og „heitu“ nætur- Iifi í selskap glæsipía. Með þess- um Iitla orðieik upp á ensku, um „one-night-stand“, varð aldrei komist hjá ósmekklegri tvíræðni og í ýtrustu túlkun ósvífni. Ekki nægði að selja ódýr flugfargjöld eða lofa veðurblíðu upp í erm- ina. Flugleiðamenn gerðust óumbeðnir umboðsmenn fyrir reykvískt næturlíf, sætar stelpur og einnar nætur gaman. Má bjóða þér brjóst? A meðan markhópur Flugleiða erlendis gæti sýnst vera hinn lausgirti karlmaður, er markhóp- ur Flugfélags Islands öllu óvana- legri. Satt best að segja treysti ég mér ekki til þess að skilgreina hann nákvæmlega. Einföld Iýs- ing væri: karlmaður, hvítur, milli tvítugs og fertugs með van- þroska tilfinningalíf og sterka þrá eftir móðurbijósti. (Eða er þetta bara auglýsing fyrir bleiur eða bijóstainnlegg sem var af misgáningi skeytt framan við nýju auglýsinguna frá Flugfélagi Islands?) Auglýsingin hefst þar sem hvítvoðungur hvílir við nak- ið móðurbijóst og hefur augljós- lega fengið að sjúga sig saddan og væran. Þá sést lítil flugvél svífa yfir skýjabólstrum. Jú, Iík- lega væri hægt að gefa barni brjóst þama þrátt fyrir þrengslin inni í rellunni. En við sjáum ei meir af móður eða barni. I stað sofandi barns birtist nú mynd af ungum, sofandi karlmanni sem brosir að draumum sínum. Hann opnar augun og hver kem- ur þar og hallar sér yfir hann nema Hún! Hún, sem þerrar tár, snýtir, skeinir og gefur pelann ef brjóstið er þurrt. Gjafmild og glöð, mild og mjúk eins og móð- urbrjóstið: Flugfreyjan! „Móðurást með slæðu“? Hvað á þessi auglýsing að segja okkur? Og hvers eiga flugfreyjur að gjalda? Hvað halda menn að hægt sé að smyija væmninni þykkt á ímynd þeirra sem hinni líknandi móður, án þess að gera þær hlægilegar? Auðvitað er ekki nema sjálfsagt að reyna að gera gott úr málunum þegar flugferð- ir eru ekki annað en þreytandi, tímafrek, ill nauðsyn. Afkáraleg fegrun á raunveruleikanum er þó ekki annað en skot f fótinn. Þannig fer fyrir þeim sem reynir að selja farþega þá ímynd að honum muni líða í flugvél eins og barni við móðurbrjóst, þegar nær væri að líkja aðstæðum hans við jóðlíf þríþura í þröngu legi, - á þriðju viku fram yfir! Er óhugsandi að höfða til vitsmuna fólks þegar kemur að því að vinna traust þess? Hvaða full- þroska, heilvita maður vill Iáta líkja sér við ósjálfbjarga korna- barn þó hann hafi ekki kunnáttu til að stýra farþegaflugvél? Það má vera að margur reyni allt til þess að slæva meðvitund sína á ömurlegum flugferðum og ein- hverjum líði svo illa að hann reyni í huganum að hverfa aftur til móðurbijóstsins. Það bendir ekki til þess að „öryggistilfinn- ingin“ eftirsótta sé byggð á traustum grunni. Það ætti að vera óhætt að bjóða fullvaxta fólki einhverjar edrú upplýsingar um að fargjaldið fari í að halda græjunum í lagi, endurnýja véla- kostinn og símennta flugstjór- ana. Stjórnendur Flugleiða og Flugfélags Islands og auglýs- ingaráðgjafar þeirra hafa hins vegar valið að pakka varningn- um inn í vafasamar klisjur. Kannski er eina eðlilega skýring þessarar furðulegu auglýsingar sú, að þar sé verið að túlka skilj- anlegt viðhorf flugáhafnarinnar: Smábörn og farþegar eru falleg- ust þegar þau sofa. MeimingarvaMm Efahyggjumenn á raftækj afyllcríi Miðað við lífsrými og einstak- lingshyggju okkar Islendinga erum við ótrúlega mikill múgur. Okkur skortir oft tilfinnanlega stöðugleika Evrópubúans sem búið hefur við borgarmenningu um aldir. Við erum vertíðarþjóð sem veiðir þegar fiskast; bændaþjóð sem heyjar þegar er þurrkur. Við kaupum líka raftæki þegar þau eru ódýr og fyllum frystikisturn- ar okkar af mat, jafnvel mat sem okkur finnst vondur, ef verðið lækkar skyndilega. Þúsundir manna flykktust í nýja raftækjaverslun um helgina og gerðu eflaust reyfarakaup. Margir hafa eflaust fengið fyrir slikk: Ijórða sjónvarpstækið, þriðju brauðristina, níunda út- varpstækið og auka uppþvottavél (ef hin skyldi bila). Skoski heimspekingurinn Dav- id Hume setti fram hugmyndir sínar á 18. öld um það að orsak- imar í tilverunni væru ekki til marks um orsakasamband í heiminum sjálfum, heldur til marks um það hvernig við lítum á heiminn. Þannig væri ekkert nema væntingar okkar sjálfra sem segðu okkur að sólin kæmi upp á morgun eins og hún hefur gert á hveijum degi til þessa. Engin þjóð hefur tileinkað sér betur þessa róttæku efahyggju Hunies og í Ijósi þess að ekkert er skemmtilegra en að gera góð kaup; flykkist hálf þjóðin út til að ná sér í rafmagnstæki sem verða örugglega ekki til í heim- inum að morgni næsta dags. Maður sem rætt var við í ösinni f raftækjabúðinni var með níu útvarpstæki og sagði að alla á heimilinu hefði vantað útvarp. Eg hugsaði með hryllingi til heimilislífsins, þar sem níu tæki væru í gangi í einu. Maður dreg- ur líka ósjálfrátt þá ályktun að menn séu ekki mjög samstíga í fjölskyldu þar sem enginn getur fengið Iánað annars tæki, þegar ekki er verið að nota það. Frægt er í sögunni þegar einn meðlima Ghandi fjölskyldunnar gaf karlmönnum á Indlandi út- varpstæki gegn því að þeir gengjust undir ófrjósemisaðgerð. Ekki veit ég hvort maðurinn með útvarpstækin níu hafði slíkt í huga, en ég held svei mér að hann ætti ekki að loka á þann möguleika. Það fer ekki á milli mála að ís- lendingar eru byrjaðir enn eitt þenslufylleríið. Timburmennirn- ir bíða auðvitað handan við hornið, en hver hugsar svo sem um þá meðan er gaman á fyllerí- inu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.