Dagur - 04.03.1998, Page 11
MIDVIKUDAGUR 4. MARS 1998 - 27
T>nptr„
LÍFID í LANDINU
Flosi Eiríksson,
efsti maðurá
Kópavogslistan-
um, sameinuð-
um listaA-flokk-
anna, Kvenna-
lista og óflokks-
bundinna. Hann
erfæddurog
uppalinn íKópa-
vogi og stúdent
fráMK.
Flosi Eiríksson hefur lengi verið virkur í Alþýðubandalaginu. Hann leiðir nú Kópavogslistann, sam-
einaðan iista vinstri aflanna og óbundinna i Kópavogi.
Siðbótístjóm-
sýslunni
Flosi Eiríksson er ungur húsa-
smiður og stúdent úr MK. Hann
hefur um árabil verið virkur í
stjórnmálum og var meðal ann-
ars framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins um l 'A árs tímabil,
þegar hann var rétt liðlega tví-
tugur. Hann er ógiftur og barn-
laus, fæddur og uppalinn í
Kópavogi.
„Þetta er ekki kosningabanda-
lag, heldur fyrst og fremst félag
um bæjarmálefni í Kópavogi.
Það sem einkennir listann er
það að á honum er mikið af nýju
fólki og ungu og á honum er
einstaklingsaðild, ekki það að
menn séu flokksbundnir," segir
FIosi Eiríksson.
Allt of miMð iim lokuð útboð
„Það fer í taugarnar á okkur
hvernig staðið er að ýmsum
framkvæmdum hér £ bænum,
það er til að mynda allt of mikið
um lokuð útboð og yfirstjórn
bæjarins í litlum tengslum við
bæjarbúa," segir Flosi. „En efst
á lista hjá okkur er fjöl-
skyldupólitík í víðum skilningi,
„Hér vantar skóla og
leikskóla, það eru eng-
ar almenningssam-
göngurogfólk kemst
ekki heim til sín vegna
skurða sem liggja um
allt, “ segirFlosi. Þess
vegna býðurKópavogs-
listinnfram.
að búa vel að hag fjölskyldunnar.
Skólamálin standa þar uppúr,
bæði grunnskólinn og leikskól-
inn og við viljum láta búa vel að
hvoru tveggja. Svo er Kópavogur
eitt skuldsettasta sveitarfélag
landsins og brýn nauðsyn að
vinda ofan af því og ná utan um
stjórnsýsluna.11
Mikil uppbygging
I Kópavogi hefur verið geysimik-
il uppbygging að undanförnu og
ný hverfi rísa þar hratt. Vegna
þessa hefur íbúafjöldinn aukist
mikið. Hvað finnst Flosa um
þau mál?
„Hér er gott að búa,“ segir
hann, „fínar Ióðir og gott Iand
sem Iiggur miðsvæðis á höfuð-
borgarsvæðinu og okkur finnst
auðvitað gott til þess að vita
hversu margir vilja búa hér. En
hvernig við eigum að halda uppi
þjónustu við allt þetta fólk, það
veldur okkur satt að segja dálitl-
um áhyggjum. Þeir sem nú stýra
bænum virðast ekki vera mjög
hrjáðir af slíkum hugsunum, en
ég er að vinna í nýju hverfunum
við uppslátt og hér er allt ófrá-
gengið. Hér vantar skóla og Ieik-
skóla, það eru engar almenn-
ingssamgöngur og fólk kemst
ekki heim til sín vegna skurða
sem liggja um allt. Það er auð-
vitað argasti dónaskapur að selja
fólki lóðir og svo fylgir þeim
engin þjónusta. En þegar við
höfum bent á þetta, þá erum við
kallaðir úrtölumenn," bætir
hann við. „Þessu viljum við
breyta meðal annars.“ -VS
N17ARISLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR
Guðlaugur fer íbúðavUlt
Um þann mæta mann Guðlaug
heitinn Þorvaldsson ríkissátta-
jsemjara eru til nokkrar þjóðsög-
ur - og spunnust þær einna
helst af þeim sökum að hann
var ekki einasta prófessor við
Háskóla Islands heldur Ifka í
hinni orðsins merkingu, það er
svolítið utan við sig á köflum.
Til að mynda segir frá því í bók-
inni Nærmyndum, sem blaða-
menn Helgarpóstsins sendu frá
pér árið 1983, að Guðlaugur
hafi verið með Ijölskyldu sinni á
leið í veislu í fjölbýlishús í
Reykjavík og á leiðinni upp stig-
ann í íbúðina hafi hann orðið
viðskila og snúið til baka aftur
út í bíl. Síðan segir í Nærmynd-
um:
„Hann þurfti að læsa bílnum
eða eitthvað- þessháttar. Svo
gengur hann inn, upp stigann
og opnar hurðina að íbúðinni.
Hann þekkti húsráðendur vel,
hann tók af sér yfirhöfnina í
mestu makindum og setti hana í
fatahengið. Svo gekk hann til
stofu. Þá hrökk hann í kút, því í
stofunni sátu ókunn hjón. Guð-
laugur hafði farið íbúðavillt.
Hjónunum brá ekki síður en
honum, en eftir venjulegar af-
sakanir og því sem svona að-
stæðum fylgir, fór Guðlaugur
upp á næstu hæð fýrir ofan, þar
sem fólkið var farið að undrast
um hann. Varð talsverð kæti
þegar fólkið heyrði sögu hans og
ekki minnkaði hún þegar í Ijós
kom að eiginmaðurinn á neðri
hæðinni var sjómaður sem að-
eins nokkrum klukklutímum
áður hafði komið í land eftir
hálfsmánaðarútivist."
Lhnsjón: Sigurður Bogi
Sævarsson.
SMÁTTOGSTÓRT
Bjönn
Þorláhsson
skrifar
Árni Johnsen.
Áhrifagjamir fréttameim
Kostulegt er að fylgjast með hve Ijölmiðlamenn
eru áhrifagjamir íslenskumenn. Orðið deiluaðili
hefur riðið röftum um nokkurra ára skeið, ís-
lenskulærðum besservisserum til nokkurs ama, en fyrir skömmu
brá svo við að einn fréttamaður tók sig til, lagði niður „deiluað-
ila“og fór að kalla þá deilendur eins og Gísli Jónsson mennta-
skólakennari hefur mælt með árum saman. Aðrir fréttamenn
tóku sér þetta strax til fyrirmyndar og nú tala allir um deilendur.
Sá er þetta ritar er mjög ánægður með breytinguna, en þó skal
varpað fram þeirri spurningu hvort fréttamönnum sé treystandi
til að taka hlutlaust á málum samfélagsins ef ekki þarf nema
einn kollega til að breyta tungumáli heillar stéttar. Er ístaðan
eitthvað rýr?
Ámi og
tónverkin
Árni Johnsen þingmaður „í
kartöflugarðinum heiiiimaaa"
upplýsti á dögunum að ný
hljómsveitarsvíta væri í smíð-
um hjá kappanum. Fyrir hef-
ur hann gert Stórhöfðasvítuna
sem flutt var í fyrra á Stór-
höfða í Vestmannaeyjum. Um
það tónverk sagði Árni nýver-
ið í viðtalsþættinum „Á elleftu
stundu" að Sinfónuhljómsveit
Islands hefði verið lengur að
æfa verkið en gert hefði verið
ráð fyrir. Sennilega vegna þess
að svítan hefði verið flóknari
en menn hefðu átt von á. Gár-
ungarnir aftur á móti, telja að
sú hafi ástæðan ekki verið, heldur frekar sú að það hafi tekið
hljómsveitina extra yfirlegu og blóð svita og tár að koma tón-
smíðinni í viðunandi horf. Hæfileikar þingmannsins í músíkinni
hafa nefnilega alltaf verið umdeildir.
Miimimáttar-
kennd
Akureyringa
Fyrir síðustu helgi gekk sú
saga fjöllum hærra að ráðning
útibússtjóra Landsbankans á
Akureyri, Eiríks S. Jóhanns-
sonar, hefði verið að undirlagi
bankans, þar sem KEA væri
komið á gjörgæslu Ijárhags-
lega. Ekkert nýtt er að sam-
særiskenningar blómstri þegar
hrókeringar í toppstöðum fara
fram, en stjórnarmönnum
Kaupfélagsins mun ekki hafa
verið skemmt vegna umræð-
unnar. Mun einn þeirra hafa
varpað því fram að þessi kenn-
ing væri dæmi um króníska
minnimáttarkennd Akureyringa. Þeir tryðu því einfaldlega ekki
eftir að hafa fylgst með hnignun atvinnulífsins og erfliðleikum
fyrirtækja á siðustu áratugum, að svona skref væri stigið af heil-
brigðum ástæðum.
Forboðnir ávextir
Glöggir vínáhugamenn hafa tekið eftir nýrri vöru í hillum ÁTVR,
nefnilega kokkteilberjum í krukkum. Finnst sumum skjóta
skökku við að sjá þann varning, innan um rauðvínið og vodkað,
en ástæðan er sú að berin liggja í nokkurra prósenta sterkum
sykurlegi. Andstæðingar ríkiseinokunar á útsölu áfengis, benda á
að það sé hlægilegt að ekki sé hægt að kaupa blessuð berin í
Bónusi eða Hagkaupi, heldur þurfi einkennisklædda ríkisemb-
ættismenn til að vega og meta hvort kaupandinn hafi aldur til að
kaupa berin, ef ske kynni að hann ætlaði að éta þau sér til vímu!
Eiríkur S. Jóhannsson.
/ov*