Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 7
 MIÐVIKVDAGUR 18. MARS 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL Forðum stðrslysi í hixsiiæö i s iu ál um JOHANNA SIGURÐAR- DOTTIR ALÞINGISMAÐUR, SKRIFAR ASÍ og BSRB héldu blaða- mannafund í sl. viku um frum- varp ríkisstjórnarinnar að nýrri húsnæðislöggjöf. Dómurinn var skýr. Hörð gagnrýni. Formaður BSRB sagði að þessu stórslysi yrði að forða. Markvisst vaeri stefnt að því að færri fjölskyldum Iáglaunafólks sé gert kleift að eignast húsnæði og hundruð fjölskyldna standi í biðröð eftir leiguhúsnæði. 10 af 300 fjölskylduin fá aðstoð Fylgi verkalýðshreyfingin gagn- rýni sinni fast eftir má vera að hægt sé að forða því stórslysi að mörg hundruð fjölskyldur verði árlega skildar eftir án nokkurs öryggis í húsnæðismálum. Ut- reikningar sýna að af 1000 fjöl- skyldum sem árlega hefur verið tryggð íbúð gegnum félagslega kerfið hafa um 600 ekki greiðslugetu til að fá fyrir- greiðslu í nýja húsnæðiskerfinu. Dæmið er jafnvel enn svartara. Húsnæðisnefnd Kópavogs gerði lauslegt mat á því hvað margir sem eru eða hafa verið á biðlista eftir húsnæði í Kópavogi sl. 2-3 ár gætu fengið aðstoð, ef boðuð breyting í húsnæðismálum kæmi til framkvæmda. Af 300 fjöl- skyldum uppfylltu aðeins 10 þeirra, eða liðlega 3%, skilyrði til að fá inni í nýju húsnæðislána- kerfi. Ríkisvaldið hefur einungis áform um að styðja kaup á 50 leiguíbúðum á tveim árum, þó hátt í tvö þúsund íjölskyldur verði að óbreyttu þá á götunni. Það er þessu slysi sem við verð- um að forða, því með því erum við að hverfa marga áratugi aftur í tímann í húsnæðismálum Is- lendinga, þegar láglaunafólk hafði ekkert öryggi í húsnæðis- málum. Valfrelsi takmarkað Þeim tiltölulega fáu sem fá inni í nýju lánakerfi eru settar þröngar skorður um að geta valið sér íbúð á markaðnum. Frelsi fólks um hvar það velur sér húsnæði er þó það sem félagsmálaráð- herra notar til að fá fylgi við frumvarpið. Sveitarfélögin geta skilyrt aðgang að kerfinu, því að fólk kaupi eldri íbúðir í félags- lega kerfinu, sem sveitarfélögin fá til innlausnar. Sveitarfélög þurfa líka að greiða ákveðið framlag í varasjóð hjá nýjaíbúðar Iánasjóðnum. Geri þau það ekki fá íbúar þess sveitarfélags ekki aðgang að nýja kerfinu. Pólitísk skömmtun verður vafalaust innleidd, en fjöldi lána á hverju ári verður mjög takmarkaður, en þau eru m.a. takmörkuð við það að þau raski ekki fjárhag sveitarfélaga. Sú alhæfing stjórnarliða, að nú geti fólk sem er í félagslega kerf- inu valið sér íbúð hvar sem er í sveitarfélaginu er því blekking, því þeir fáu sem geta það verða iðulega settar þröngar skorður. Meiri kostnaður - iinnni niðuigreiðsla lána Vaxtabætur sem nú eiga að taka við af niðurgreiddum vöxtum, verða miklu óhagstæðari fyrir einstæða foreldra og einstak- linga í nýja kerfinu og skiptir það tugum þúsunda á ári, sem fólk tekur á sig í auknum út- gjöldum vegna þess. Samt held- ur félagsmálaráðherra því fram að fólk verði jafnsett með vaxta- bótum og núverandi niður- greiðslu lán. Hér er á ferðinni enn ein blekkingin. A höfuðborgarsvæð- inu eru nýjar íbúðir í félagslega kerfinu líka almennt 10% ódýr- ari en á almennum markaði. Þetta er staðfest af Ríkisendur- skoðun og Húsnæðisstofnun. Við það eitt þyngist greiðslubyrð- in um 700 þúsund krónur m.v. 7 milljóna króna íbúð, auk þess sem 10% framlag kaupenda af íbúðarverði verður ófrávíkjanlegt skilyrði. Auk þess hætta sveitar- félögin að greiða 3 1/2% af kostnaðarverði félagslegrar íbúð- ar, sem runnið hefur til lækkun- ar á verði íbúðar. Þetta taka nú kaupendur á sig. Útreikningar sýna líka í mörg- um tilvikum þyngri greiðslubyrði af lánunum fyrstu árin og í öll- um tilvikum þyngist greiðslu- byrði síðari hluta Iánstímans um allt að 150 þúsund krónur á ári. - Kostnaður fólks og ýmis ný gjaldtaka við að komast inn í nýja lánakerfið eykst verulega, iðulega yfir 100 þúsund krónur. Við sölu íbúðarinnar þarf líka að greiða söluþóknun til fasteigna- sala, sem aukið getur útgjöld seljenda um 100-200 þúsund krónur, enda má taka eftir því að fasteignasalar fagna breyting- unni. Verið að plata sveitarfélögin Sveitarfélögin verða líka að skoða nákvæmlega þessa breyt- ingu. a) Hvaða áhrif hefur það á fjárhag sveitarfélaganna ef mikill fjöldi þeirra sem eru í félagsleg- um íbúðum og kaupskylda hvflir á vilja að sveitarfélögin leysi til sín gömlu íbúðirnar svo þeir geti farið yfir í nýja kerfið? b) Hvað þýðir það í auknum útgjöldum fyrir sveitarfélögin í húsaleigubótum ef mikill þrýst- ingur skapast á aukningu leiguí- búða, þar sem fjöldi fólks getur ekki keypt sér eignaríbúð? Það þýðir að verið er að færa núver- andi niðurgreiðslu á lánum, sem ríkið hefur haft á sinni hendi yfir á sveitarfélögin. M.ö.o. frá vaxta- bótum yfir í húsaleigubætur. c) Einungis er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á lánum vegna leiguíbúða í tvö ár. Eru uppi áform um að hætta eftir þann tíma niðurgreiðslum á lánum vegna leiguíbúða, sem nú er 1% og færa lánin að markaðsvöxt- um? Það þýðir aukin útgjöld sveitarfélaganna, sem væntan- lega hækkar leigu á leiguíbúðum verulega. Hvað þýðir þetta fyrir námsmenn, aldraða, fatlaða og félagasamtök þeirra sem fengið hafa lán til leiguíbúða. d) Félagsmálaráðherra getur hækkað 5% framlag sveitarfélaga í varasjóð hvenær sem er að fengnu áliti Seðlabanka, ekki sveitarfélaganna. Það á m.a. að renna til að létta skuldir hjá skuldugustu sveitarfélögunum. M.ö.o. sveitarfélög sem hafa staðið sig vel í uppbyggingu fé- lagslegra íbúða fara nú að greiða niður skuldir hjá öðrum sveitar- félögum, sem byggt hafa félags- legar íbúðir umfram þörf í sínu sveitarfélagi. Af hverju á að rústa kerfiuu? Af hverju á að fara að rústa fé- lagslegri aðstoð í húsnæðismál- um við láglaunafólk með ofan- greindum afleiðingum. Er það tilefni nægjanlegt að 32 félags- legar íbúðir af 11 þúsund hafa staðið auðar í 1 ár? Er tilefnið að núverandi félagsmálaráðherra hefur skorið svo grimmilega nið- ur ríkisframlag í Byggingarsjóð verkamanna að hann stefnir nú í þrot? Kallar það á að stöðva alla aðstoð við þá verst settu, að af 600 ljölskyldum sem fengið hafa 100% Ián í núverandi kerfi eru 17% í vanskilum og 15 af þess- um 600 fjölskyldum hafa misst íbúðir sínar? Eða að útlánatap beggja bygg- ingasjóðanna var 65 milljónir á 4 árum, þegar á sama tíma út- lánatap banka og sjóða fyrirtækj- anna var 22 milljarðar? Nei auð- vitað ekki. Það á að lagfæra gall- ana á núverandi kerfi og fjölga verulega leiguíbúðum, sem er krafa verkalýðshreyfingarinnar og stjórnarandstöðunnar. I 70 ára sögu félagslegra íbúða á Is- Iandi hefur þúsundum láglauna- fólks verið gert mögulegt að búa við öryggi í húsnæðismálum. Þessi kúvending yfir í mark- aðsvæðingu í stað félagslegrar aðstoðar í húsnæðismálum er stærsti skellur sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi. Afkomumöguleikar þúsunda Ijölskyldna á Islandi eru nú und- ir því komnir að þetta stórslys í sögu félagslegra íbúða á Islandi verði stöðvað. - Aldrei hefur jafn- mikið og nú reynt á styrk verka- lýðshreyfingarinnar. Stjórnar- andstaðan og verkalýðshreyfing- in verða að hrinda þessari alvar- legu atlögu að láglaunafjölskyld- unum. Vonandi átta sveitarfé- lögin sig líka á að hér er ekki allt sem sýnist.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.