Dagur - 18.03.1998, Síða 8

Dagur - 18.03.1998, Síða 8
8- MIÐVIKUDAGIIR 18. MARS 1998 Tftyur FRÉTTASKÝRING Tvísýnar kosmngar Það stefnir í tvísýnar kosningar iun miðlim- artillögu sáttasemj- ara. Líkur eru taldar á því að útvegsmenn felli miðlunartiUög- iirnar. Loðnusjómenn óánægðir. Atkvæði talin annað kvöld. „Þetta er svona fyrsta þrepið inn í jarðarför útgerðarmanna,11 seg- ir Magnús Kristinsson, formað- ur Utvegsbændafélags Vest- mannaeyja og fulltrúi í samn- inganefnd LIU. Hann segir að þetta sé trúlega í fyrsta skipti í sögu samninga- nefnda þar sem einhver stétta- félög Iaunafólks geta barið í gegn þijá Iagabálka og sannfært ríkissáttasemjara svo heiftarlega um mikilvægi sinna kröfugerða að margar þeirra voru teknar með í miðlunartillögurnar. A sama tíma er kröfum útgerðar- manna hreinlega ýtt út af borð- um. „Væntanlega erum við svo lé- legir og stöndum ekki undir nafni,“ segir Magnús, aðspurð- ur hverju það sætir að það hall- ar svona mikið á útvegsmenn í tillögum ríkissáttasemjara. Hann telur jafnframt einsýnt að einyrkjar í útgerð muni týna tölunni smám saman ef frum- varpsdrög um kvótaþing, aukna veiðiskyldu og verðlagsstofu skiptaverðs ná fram að ganga. Það er rökstutt m.a. með því að útgerð með einn bát getur ekki hagrætt með flutningi aflaheim- ilda auk þess sem kvótalitlar út- gerðir hafa enga möguleika á því að veiða fyrir aðra með til- komu kvótaþingsins. Þar fyrir utan sjá menn ekki að kvótaverð muni eitthvað lækka með til- komu þess. Sanngimi hafnað Það sem fer einna mest íyrir brjóstið á útvegsmönnum er sú staðreynd að í tillögum ríkis- sáttasemjara er ekki tekið undir kröfu þeirra um lækkun útgerð- arkostnaðar samfara fækkun í áhöfn. Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir þessa kröfu vera mikið sanngirnismál. Þar fyrir utan hefði mönnum þótt það bæði eðlilegt og sanngjarnt að eitthvað hefði verið komið til móts við þá í tillögum ríkissátta- semjara en ekki bara sjómanna. Af þeim sökum m.a. telur hann ekki ólíklegt að útvegsmenn muni jafnvel fella miðlunartil- lögurnar í atkvæðagreiðslu. Hann telur hinsvegar að sjó- menn hljóti að vera ánægðir með sínar heimtur. Einhliða „Þetta eru ákaflega einhliða til- lögur þar sem ekkert tillit er tek- ið til krafna útgerða," segir Olafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma á Siglufirði. Hann segir t.d. að tillaga um stofnun þriggja manna úrskurð- arnefndar vegna aukahluta og annarra greiðslna til vélstjóra vera alveg út í hött. Að hans mati er það fáránlegt og raunar fyrir neðan allar hellur að stofna einhvers konar gerðardóm um þetta mál. Sérstaklega þegar haft er í huga að pólitískt afl í formi sjávarútvegsráðherra er ætlað að skipa oddmann þessar- ar nefndar. Tvísýnar kosningar Þótt andstaðan við tillögur ríkis- sáttasemjara sé einna mest inn- an raða útvegsmanna ber einnig á óánægju hjá einstökum hóp- um sjómanna. Meðal annars telja Ioðnusjómenn sig lítið sem ekkert græða á þessum tillögum og því vandséð á hvaða forsend- um þeir eigi að ljá þeim sam- þykki sitt. Þá eru aðrir sjómenn heldur ekkert of hrifnir vegna þess að ekki tókst að ná fram aðalkröfu sjómanna um mark- aðstengingu fiskverðs. Á móti kemur sú skoðun að það sé til- raunarinnar virði að fá laga- frumvörpin samþykkt og koma kvótabraskinu fyrir kattarnef. Ef það tekst sé hægt að einhenda sér í önnur kjaramál sem bíða úrlausnar. Það bendir því margt til þess að framundan séu tvísýnar kosningar um tillögur ríkissátta- semjara þótt forystumenn sjó- manna hafi ákveðið að mæla með þeim við sína félagsmenn. Talið verður upp úr kjörkössun- um annað kvöld, fimmtudags- kvöld. Hinsvegar hefur það vak- ið athygli að samninganefnd LÍU ákvað að taka ekki afstöðu til tillagna ríkissáttasemjara. Þetta hefur verið túlkað sem svo að ekki hafi ríkt einhugur til málsins innan LIU. Þessu neita útvegsmenn og benda á að það sé mjög eðlilegt að hver og einn félagsmaður geri það upp sig við hvaða afstöðu hann eigi að taka til tillagnana. I því sambandi benda útvegsmenn á að hags- munir þeirra innbyrðis geta ver- ið harla ólíkir eftir því hvaða út- gerð þeir stunda. Óljós framtíð Menn vilja hinsvegar lítið tjá sig um hvað tekur við ef t.d. útgerð- armenn fella tillögurnar en sjó- menn samþykkja þær. I þeirri stöðu kemur m.a. til greina að sjómenn hreinlega haldi verk- fallinu áfram og taki enn einn slaginn við útvegsmenn. I ann- an stað geta sjómenn aflýst verkfalli til að fá frumvarpsdrög- in samþykkt á Alþingi. Ef þeir gera það þá hafa þeir engan kjarasamning nema þann gamla. I þriðja lagi gætu sjó- menn og útvegsmenn komið sér saman um að fresta verkfalli enn og aftur í þeirri von að það mundi skila einhverjum árangri við samningaborðið. A móti kemur að sjávarútvegsráðherra stendur fast á því að frumvörpin þrjú verða ekki lögð fram nema sjómenn aflýsi verkfalli. Geri þeir það geta þeir engu að síður boðað til nýs verkfalls síðar á ár- inu ef ekkert hefur miðað í sam- komulagsátt við útvegsmenn úm gerð nýs kjarasamnings. Aðalfundur íslandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf 1998 verður haldinn í Súlnasal Ilótel Sögu tnánudaginn 23. mars 1998 og hefst kl. 14:00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum í íslandsbanka hf. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð, 19. og 20. mars frá kl. 9:15 - 16:00 og á fundardegi frá kl. 9:15 - 12:00. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins fyrir árið 1997 verður hluthöfum til sýnis á sama stað frá og með mánudeginum 16. mars 1998. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út þriðjudaginn 17. mars n.k. ld. 17:00. Framboðum skal skila til bankastjórnar, Kirkjusandi. Illuthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12:00 á hádegi fundardags. 10. mars 1998 Bankaráð íslandsbanka hf. ISLANDSBANKI Símtdlsflutniagur tí R Þarftu aðflytja símtöl úrþínum | síma í annan? Með einfaldki aðgerð get- urðu flutt símtöl í venjulegan síma, farsíma eða boðtæki. Nánari upplýsingar um verð og sérþjónustu Landssímans færðu í síma 800 7000 eða SÍMASKRÁNNI. LANDS SÍMINN

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.