Dagur - 31.03.1998, Page 4

Dagur - 31.03.1998, Page 4
20-ÞRIDJUDAGUR 31. MARS 1998 Thyyir UMBÚÐALAUST L Dæmisaga um dýr „ísland hefur enga sérstöðu hvað varðar viðleitni til að verjast búfjársjúkdómum. Víðast hvar gilda ströng lög. ísland hefur aftur á móti sérstöðu hvað varðar góðar landfræðilegar aðstæður til sóttvarna og stórkostlega sérstöðu vegna fárra sjúkdóma og sníkjudýra." ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR i ÍVi SKRIFAR v m Síðustu vikur hafa fréttir af hita- sótt í hrossum magnast og al- vara málsins er runnin upp fyrir hestamönnum. Það væri ekki verra að fleiri upplykju augum. Leggi menn við hlustir má greina merkilega ólík viðhorf gagnvart pestinni, bæði meðal hestamanna og hinna hestlausu. Leyniþráðurinn Hverjum kemur þetta svo við? Er hestahaldið í landinu ekki bara ofmetið hobbí og sóttin ekki verri en kvef í páfagaukum? Að öllu því gamni slepptu kemur í Ijós að her manns hefur at- vinnu af verslun, þjónustu og útflutningi tengdum hrossabú- skap. Þó hrossum hafi Qölgað svo ört að mörgum stendur stuggur af, mega illar tungur vara sig á því kalla pestina lið í „náttúrulegri“ fækkun. Fækki hrossum vegna hitasóttar er það trúlega fyrst og síðast af manna- völdum. Alkunnur er sá „leyni- þráður“ er liggur milli manns og hests. Nú kemur berlega í ljós að eftir þeim ósýnilegu leiðum berast bráðsmitandi pestir. Við það bætist að á milli hesta- mannanna sjálfra liggja svo rammar taugar að landamæri upphefjast og sóttvarnir gleym- ast. fþrnftaandiTin Keppnismenn í hestarækt og hestaíþróttum eiga vist bágt með sig um þessar mundir. Sannir íþróttamenn vilja gera allt til að vinna. Líka drífa í því að smita skepnurnar sínar, svo allt verði afstaðið fyrir keppnir og mót. Eg efast reyndar um að iþróttafólk stundi þessa aðferð: að ná sér í pestir í tíma fyrir mót, svo ekki sé talað um óþekktar veirusýk- ingar. En hestamenn þurfa nátt- úrulega ekki að leggja eigin skrokka að veði, — svo þá hlýtur það að vera í lagi!!! Ef bráir af mönnum keppnismóður og gróðavon, má minna á lög um dýravernd. Af þeim sökum verð- ur að veija hveija skepnu fyrir smiti. Dýr dæniisaga I áratugi hafa verið í gildi strangar reglur um innflutning á dýrum og búfjárafurðum til landsins. Reyndar strangari en svo að auðvelt hafi verið að framfylgja þeim lögum. Þó ótrú- legt megi virðast vefst tilgangur sóttvarna fyrir sumum. Auðveld- lega mætti semja hryllingsfyrir- Iestur um mögulegar pestir og plágur sem hægt væri að flytja inn með lítilli fyrirhöfn. Island hefur enga sérstöðu hvað varðar viðleitni til að veijast búfjársjúk- dómum. Víðast hvar gilda ströng Iög. Island hefur aftur á móti sérstöðu hvað varðar góðar land- fræðilegar aðstæður til sóttvarna og stórkostlega sérstöðu vegna fárra sjúkdóma og sníkjudýra. Þessi staðreynd er ekki auglýs- ingabrella bænda. Títtnefnd hitasótt er Iéttvæg að því leyti að ekki er um að ræða sýkingu sem gæti haft áhrif á heilsufar manna, eins og t.d. kúariða eða hundaæði. í reynd verður þessi uppákoma dýr dæmisaga um pest sem veldur faraldri því hún er óþekkt meðal íslensku teg- undarinnar. Þeir sem eiga hags- muna að gæta í þetta sinn finna fyrir afleiðingunum á eigin skinni. Aðrar pestir meðal ann- arra dýrategunda gætu haft skelfilegri eftirköst. Bændasam- félög fyrri tíma urðu fyrir mikl- um skakkaföllum vegna tilrauna með innflutning á búfé. Það tókst að útrýma sumum plágun- um, en vegna annarra fara í dag gífurlegir fjármunir í t.d. bólu- setningar og niðurskurð. Köttur út í endurreistri mýri Kannski telur okkar pasta- maulandi þjóð það engu skipta þó við flyttum inn allt okkar fóð- ur og kjötsneið vikunnar kæmi frá útlöndum. En það væri eðli- leg afleiðing þess að fornnor- rænu dýrastofnarnir í landinu væru lagðir í rúst. Lýsir það ekki bara óþolandi þjóðardrambi þeg- ar sumir halda því fram að ís- lenskt kjöt sé „hreinna" en ann- að? Lifir ekki landinn góðu lífi á ódýrum steikum í útlöndum? Ef lyfseðillinn fylgir ekki matseðlin- um má bara Ioka aúgum og njóta. Væri það ekki sannur draumur í dós að leggja niður allar hömlur og smitvarnir og fá loksins fijálsan innflutning? Bændum hefur hvort eð er fækkað svo hressilega á undan- förnum árum að þeir sem eftir sitja gætu auðveldlega fengið vinnu í nýbyggðum álverum eða túristaleikhúsum við að sýna forna búskaparhætti. Lands- byggðin væri endanlega friðuð af búfénaði og nýtt sem leikvöll- ur þéttbýlissvæðanna. Þar mætti svo sofna þyrnirósarsvefni í ný- ræktuðu kjarri milli fjalls og fjöru. Á meðan sæi prinsinn af ES um að gefa næringu í æð. Meimmgarvaktiu Konur skelfa - þegar þær byrja að tala í öllum þeim bókmenntum um „samskipti" kynjanna sem komið hafa fram á liðnum árum er mikið gert með þá staðreynd að karlar og konur tali ekki sama tungumál. „Þú skilur hreinlega ekki“ (You just don’t under- stand) fékk nokkuð góðar við- tökur - meðal kvenna. Meiri at- hygli vakti síðan „Konur eru frá Venus, karlar frá Mars“ - ekki síst vegna þess að hún var mark- aðssett á klingjandi hátt og framsetning hennar frekar ein- föld. Síðan kom „kynlífs" bókin eftir sama höfund. Þessar bækur og ákveðinn hluti í opinberri umræðu hefur snúist um þá staðreynd að konur og karlar tjá sig á mjög mismunandi hátt. Og misskilja hvert annað greiðlega. Þrátt fyrir marga hræðilega ann- marka á stílfimi og framsetningu í „Venusar/Mars-bókunum“ er punkturinn í þeim góður. Karlar vilja helst ekki tjá sig um sam- skipti kynjanna, meðan konur vilja það eindregið. Konur vilja tala Það er staðreynd að þegar karlar heyra konuna í lífi sínu segja: „Við þurfum að ræða sarnan," þá virkar það eins og þegar smá- barn er ávarpað með fullu nafni. Viðbragðið er: nú hef ég gert eitthvað af mér. Mun verra er síðan þegar konan segist þurfa að ræða um kynlífið. Þá er stórt vandamál í uppsiglingu. Nógu slæmt er að vera kallaður á teppið um sambúðarmálin, en þegar kallað er á fund um sjálft höfuðmálið er karlinn fyrst kom- inn í vamarstöðu. Opinber lunræða Þessi umræða hefur ekki verið mikið um það hvernig kynin tala sín í milli á opinberum vett- vangi. Sem er þó áhugavert. Til að mynda virðist komið upp op- inbert afbrigði af hinum per- sónulega baklás sem margir karlar hrökkva í þegar kona seg- ir: við þurfum að tala saman. Ég á við kynlífspistla Halldóru Bjarnadóttur hér í Degi. Rit- stjórn þessa blaðs lagði talsvert upp úr því að fá í það opna og vitræna umfjöllun um eina af frumþörfum mannsins og stór- mál í Iífi marga, sjálft kynlífið. Sem er undarlega afskipt í ís- lenskum Qölmiðlum. Kona fannst til starfans í Eyjafirði. Hæf, einörð kona, sem hefur aflað sér menntunar á þessu sviði. Og hugrökk þurfti hún að vera. Fyrstu viðbrögð við vel undirbúnum pistlum komu nokkuð á óvart: ánægja kvenna, og stolt yfir því að kynsystir skyldi þora. Önnur viðbrögð einstaklinga sem létu frá sér heyra voru meiri ánægja, og svo einn og einn sem sagði upp blaðinu út af dónaskap. Opin- berlega eru viðbrögðin mest hinn blábjánalegi neðanþindar- húmor karlpunga sem greinilega eru 18. aldar menn í kynlífsum- fjöllun. Þótt Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynlífsfræðingur hafi unnið brautryðjendastarf hér um árið, er því ekki lokið. Halldóra á heiður skilinn fyrir sitt framlag hér í blaðinu, því þótt það hafi komið aðeins á óvart að kona skelfi þegar hún talar um kynlíf í Qölmiðlum - þá er það stað- reynd. Kvíðakastið og varnarvið- brögðin sem koma heima í rúmi þegar konan segir: „heyrðu elsk- an, við þurfum að tala saman," á sér greinilega hliðstæðu opin- berlega. Imyndaðri karlmennsku er ógnað. Þörfin er brýn. Blað sem helgar sig lífinu í landinu getur ekki látið kynlífið í land- inu órætt.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.