Dagur - 09.04.1998, Page 14

Dagur - 09.04.1998, Page 14
30 — FIMMTUDAGUR 9.APRÍL 1998 ro^tr LÍFID í LANDINU w Líka presísfmm Jóna Hrönn og Bjarni prédika í upphafi Þjóðhátíðar. Jóna Hrönn Bolladóttir er ekki bara prestur í Vestmannaeyjum. Hún gegnir einnig því hlutverki að vera prestsfrú því maður- inn hennarerlíka presturþar. Nú stendur yfír stærsta hátíð kristínna manna, Páskahátíðin, þegar kristnir menn minnast písl- argöngu Jesú Krists og fómar- dauða. A hátíð sem þessari er mikið að gera hjá prestastéttinni sem stýrir helgihaldi kirkjunnar þar sem þessara atburða er minnst. I Vestmannaeyjum eru tveir prestar, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson og það vill svo til að þau eru hjón. Gæfuspor að fara til Eyja Jóna Hrönn er fædd í Hrísey, dóttir séra Bolla Gústavssonar og Matthildar Jónsdóttur, en fluttist þaðan tveggja ára gömul að Laufási við Eyjafjörð og bjó þar hjá foreldum sínum þar til hún fór að heiman til náms. I guðfræðináminu kynntist hún eiginmanni sínum Bjarna Karls- syni. Þegar þau höfðu lokið námi þurfti að taka ákvörðun um hvar ætti að stíga fyrstu skrefín í preststarfínu. Á þeim tíma losn- aði Vestmannaeyjaprestakall og þau drifu sig þangað. „Það var mikið gæfuspor," seg- ir Jóna. „I raun ætti það að vera skylda í íslensku þjóðkirkjunni að menn færu út á land í prests- þjónustu. Mér finnst ég hafa tekið út meiri þroska þessi sjö ár í Eyj- um en alla mína ævi. Það er svo margt sem ég hef þurft að takast á við í mínu starfí og það hefur verið hollt. Og ég fæ seint þakkað Vesmanna- eyingum hversu vel þeir tóku á móti okkur hjónum og hversu þolinmóðir þeir hafa verið gagn- vart öllum okkar uppátækjum. Það er einnig merkilegt að kynn- ast samfélagi þar sem allt bygg- ist upp á sjósókn og fiskvinnslu. Hér hef ég svo sannarlega Iært að bera virðingu fyrir öllum sem vinna að þeirri atvinnugrein sem ber uppi efnahag þessarar þjóðar,“ bætir hún við. Tveir prestar á sama heimili - Hvernig er það að búa á heitnili þar sem prestamir eru tveir, er einhver frítími ? „Það var sagt við okkur þegar við fluttum til Eyja af „kollega" okkar í prestastétt að annað- hvort yrðum við snarvitlaus eða hjónabandið færi út um þúfur fyrst við ætluðum að þjóna sam- an. Hjónabandið hefur aldrei verið betra, en það er auðvitað ekki á mínu valdi að dæma um hitt,“ segir Jóna kankvís. „Það hefur sína kosti og galla að þjóna saman. Kostirnir eru þeir að við eigum auðvelt með að setja okkur í spor hvors ann- ars og sýna hvort öðru skilning. Við erum miklir sálufélagar. Gallarnir eru þeir að við getum ekki leyst hvort annað af í frí. Preststarfíð er mjög krefjandi starf og allt Ieggst þetta á eitt heimili. Og svo er ég ekki bara prestur, ég er líka prestsfrú," segir hún. „Ef ég hefði ætlað að sinna því eins og móðir mín, Matthildur Jónsdóttir og prests- frúr þeirrar kynslóðar gera þá væri ég löngu útbrunnin. Vest- mannaeyingar hafa aldrei gert kröfur á mig í einhverju maddömuhlutverki." Málþing um Þjóðhátíð Á haustdögum hélt Jóna Hrönn málþing í Landakirkju um Þjóð- hátíð í Eyjum. Málþingið þótti takast með ágætum og voru menn ósparir á að segja skoðun sína. Það kom á annað hundrað manns og fólk var sátt við framtakið. „Það sem vakti okkur prestana til umhugs- unar var að við uppgötvuðum að kirkjan er dýrmætur vettvangur til að ræða brýn samfélagsleg málefni. Við fundum að þar leggja menn frá sér vopnin og eignast vilja til að ræða saman f bróðerni. I kirkjunni erum við jafningjar og þetta er sá vett- vangur sem við eigum öll sam- an,“ segir Jóna. Fáskamir annatími - Ntí hljóta páskamir að vera annasamir hjá tveim prestum? „Eg geri ekki miklar kröfur til heimilishalds um hátíðar," segir Jóna, „heldur reynum við sem Qölskylda að vera saman í helgi- haldinu og það er afar dýrmætt. Við eigum þrjú yndisleg börn. Elstur er Andri 15 ára, svo kem- ur Matthildur 10 ára og yngstur er Bolli Már 6 ára. Þessar elskur eru aldar upp í kirkjunni frá blautu barnsbeini. Þegar Bolli Már var tveggja vikna mætti ég í messu og predikaði. Það var á boðunardegi Maríu. Hann Iá í burðarrúminu og svaf vært í kirkjubekknum meðan mamman predikaði. Börnin hafa lært að semja sig að hinu kirkjulega andrúmslofti eins og ég gerði sjálf í uppvextinum. Andri er t.d. mikill gítarleikari og nú er hann farin að þjóna í barnastarfinu með okkur, mér til mikillar gleði,“ segir Jóna. - I Vestmannaeyjum er ekki fermt á páskum. Afhverju ekki? „Þegar við komum til Eyja lögðum við til að fermingarat- hafíiirnar færu fram eftir páska og m.a. á Hvítasunnunni. Það er skoðun okkar að þrátt fyrir að fermingarnar séu mikilvægar og yndislegar athafnir verður boskapur páskanna að fá rými. Vestmannaeyingar tóku þessari breytingu vel. Á skírdagskvöld minnumst við síðustu kvöldmál- tíðarinnar í Landakirkju. Þá neytum við altarissakramentis- ins saman, afskrýðum altarið með táknrænum hætti, setjum á það svart sorgarklæði, róðukross og fimm rauðar rósir sem tákna fimm sár Krists á krossinum. Þannig minnumst við þess með tákn- rænum hætti að Jesús gekk út í garðinn Getsema- ne, þar sem hann hóf píslir sínar og afskrýddist allri mannlegri reisn. Á föstudaginn langa er guðsþjón- usta þar sem fólk úr Leikfélagi Vest- mannaeyja les úr Passíusálmunum og píslarsagan er flutt í tali og tónum. Á páska- dagsmorgni komum við saman í kirkjunni og fögnum sigri Jesú yfir dauðanum. Þegar guðsþjón- ustunni er lokið og við höfum neytt andlegrar fæðu, förum við yfir í safnaðarheimilið og neyt- um líkamlegrar fæðu saman. Aldrei á árinu bragðast rún- stykkin og kaffið eins vel og þá,“ segir Jóna. -Hvaða skilaboðum vill klerk- urinn koma til landsmanna á páskahátíðinni ? „Eg hvet fólk til að nota pásk- ana til að þiggja lífíð. Upprisa Jesú er staðfesting þess að Guð stendur með okkur og vill að við lifum lífi í fullri gnægð. Hann hefur keypt okkur laus frá dauð- anum yfir til lífsins með dauða sonar síns. Það er einfaldlega Iffsspursmál hverjum manni að taka við þessari gleðifrétt í trú og gera sigur Jesú að sínum sigri.“ -vs og LANDSPITALINN .. í þágu mannúðar og vísinda... Líknardeild í Kópavogi Fyrirhugað er að opna líknardeild við Endurhæfingar- hæfingardeild Landspítalans í Kópavogi síðar á þessu ári. Deildin er ætluð sjúklingum með ólæknandi og langtgengna sjúk- dóma sem þurfa á líknarmeðferð að halda. Fyrirhugað er að deild- in verði 12-14 rúma legudeild og dagdeild. Hlutverk yfirmanna deildarinnar verður m.a. að byggja upp og þróa líknardeildina, stjórnun starfsmanna, bera ábyrgð á fræðslu og gæðamati. Staða yfirlæknis er laus til umsóknar (100% starf). Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðiviðurkenningu í krabbameins-, end- urhæfingar- eða taugalækningum og reynslu af líknarmeðferð. Ætlast er til þátttöku í kennslu og rannóknum. Umsóknir með upplýsingum um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu og vísindastörfum sendist á eyðublöðum stöðunefndar til Gísla Einarssonar, forstöðulæknis Endurhæfingar- og hæfingar- deildar, sem veitir nánari upplýsingar í síma 560 1430 eða 560 2700. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Launa- kjör samkvæmt fastlaunasamningi Læknafélags íslands. Umsókn- arfrestur er til 5. maí 1998. Staða hjúkrunardeildarstjóra er laus til umsóknar (100% starf). Umsækjendur skulu hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu í hjúkr- un, reynslu í stjórnun starfsmanna og nauðsynleg er reynsla í hjúkrun krabbameinssjúklinga. Æskilegt er að umsækjendur hafi meistaragráðu í hjúkrun. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir berist skrifstofu hjúkrunarforstjóra fyrir 5. maí 1998. Nánari upplýsingar gefa Sigríður Harðardóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Endurhæfingar- og hæfingardeildar Landspítalans í Kópavogi, s. 560 2700 og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 560 1000. Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.