Dagur - 23.04.1998, Síða 2

Dagur - 23.04.1998, Síða 2
-2 —FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 FRÉTTIR Skátar fagna sumardeginum fyrsta í Reykjavík. Ekki var búist við að vetur og sumar frysu saman í nótt og segir Siguriaug á Kárastöðum í Skagafirði það verra, því það kemur oft kuldatíð ef ekki frýs á miiti. Gamasp ákonan hafði rétt fyrir sér Eina gamaspakona lands- ins segir að það hafi oft sannast, að ef ekki frýs milli sumars og vetrar, komi kuldatíð. Samkvæmt Herði Þórðarsyni, veður- fræðingi á Veðurstofu Islands, voru engar Iíkur til þess í nótt, að frysi milli sumars og vetrar. I gamla daga fóru Is- lendingar gjarnan með öðuskel út und- ir vegg og settu í hana vatn. Ef fraus, boðaði það gott sumar, en annars gat orðið kalsasamt. Sigurlaug Jónasdóttir á Kárastöðum í Skagafirði hefur löng- um leikið sér að veðurspádómum. Eitthvað til í þjóðtrúnni „Það var nú verra,“ sagði Sigurlaug í gær þegar Dagur tjáði henni að ekki myndi fijósa í nótt. „Eg hef tekið eftir því að það kemur oft kuldatíð, þegar ekki frýs,“ bætti Sigurlaug við. Garnimar segja satt! Sigurlaug er 83 ára gömul og hefur spáð í kindagarnir á haustin. Að öðru Ieyti er aðferðin leyndarmál. Oftar en ekki hafa spádómar hennar ræst og má rifja upp spá nýliðins vetrar í því sam- hengi. Sigurlaug spáði mildum vetri fyrir utan kuldahret í febrúar eða mars og er hægt að vera nákvæmari, a.m.k. hvað Norðurland varðar? „Já þetta gekk þokkalega. Eg spáði engum harð- indum.“ Sigurlaug hefur aldrei spáð um sum- arið, enda hefur hún engin tæki til þess á vorin. Þegar blaðið spyr hvort hún telji sig oftast hafa orðið sannspá, svarar hún „nokkuð svo“. Riöst í mér Ekki er vitað til þess að aðrir lands- menn skoði iður kinda í þeim tilgangi að spá fyrir um veður og að sögn Sig- urlaugar hefur hún engum kennt þessa iðju. „Þetta glopraðist bara eitt sinn út úr frændfólki mínu og síðan hafa menn rifist í mér. Þetta var þekkt í mínu ungdæmi, en aðferðirnar eru núna orðnar eitthvað öðruvfsi." Ekki hætt ef heilsan leyfir Mun Lauga á Kárastöðum, eins og hún er kölluð í daglegu tali heima- manna, taka upp spáþráðinn að nýju í haust? Að öllum líkindum ef heilsan Ieyfir. „Maður veit ekkert hvað maður hjarir. Eg er orðin lappalaus, enda er ég búin að nota þær í gegnum tíðina. Eg hljóp mikið fyrir fé og óð oft í bleytu. Eg held að það fari illa með mann,“ segir Sigurlaug. — BÞ í heita pottmum hafa menn íylgst grannt með umræðum um hvað hafi oröið af skuldum Þjóð- viljans í Landsbankanum. Pottverjum ber sam- an um að nú sé einmitt rétti tíminn til að opna málið, því ef í ljós komi að einhverjar skuldir séu emi ógreiddar þá vill svo vel til að nokkrir ungir frjálshyggjumenn eru búnir að endur- vekja Þjóðviljann á Netinu. Net-Þjóðviljinn hlýtur að rísa undir nafni og sjá um að skuldir „blaðsins" séu í skilum... Það hefur vakið mikla atliygli í heita pottinum að lista- og hand- verksmaðurinn Georg Holland- ers, sem m.a. hefur unnið til mcnningarverðlauna DV og var fyrir nokkrum dögum valinn til að gcra minjagripi fyrir Akureyr- arbæ, fékk ekki inngöngu í lista- og handverksmannafélagið „Samlagið" sem starfar á Akurcyri og selur verk sín í Iistagilinu. Samlagið samanstendur af 12 lista- og handverksmönnum og þurfa allir 12 að vera sammála því að taka inn nýja meðlimi. Það mun hins vegar ekki hafa verið í þcssu tilfelli og ástæðan sem gefin var upp var sú að Georg Hollanders hentaði ekki hugsunarhætti sam lagsins! í pottinum velta menn því fýrir sér hvort það sé hugsunarháttur vinsælda og vel- gengni sem ekki hentar! í Hveragerði er mikill hiti og hræringar, ekki síst í pólitíkinni. Menn voru að ræða það í pottin- um að framsókn ætlar að kljúfa sig út úr H-Iista og bjóða fram sér. Efsti maður framsóknarlista verður enginn annar en Ámi Magnússon, aðstoðarmaður Finns Ingólfssonar ráðherra, en Ámi býr í Hveragerði og stýröi m.a. kosninga- baráttunni á Suðurlandi í síðustu þingkosning- Georg Holland- ers. Reykjavík Akureyri NA3 ASA3 NNA3 N3 ANA3 SA4 NA3 NNA4 NA4 0 SV2 NNA2 NV3 ANA2 SA3 NA2 NV3 ANA3 Stykkishólmur Egilsstaðir -5 NNA5 ASA3 NNA4 NNA4 NA3 A4 NNA3 NNA5 NNA6 Bolungarvík °c Fös 5- 0 -5- Lau Sun Mán mm •15 .5 .... \mm mm\ imrn^A q SA2 ASA2 NNA2 SSA2 NA3 SSA3 NNA3 NNV3 NA3 Kirkjubæjarklaustur °C Fös Lau Sun Mán mm 10-1--- ---- ---- -----1-15 •10 - 5 0 -10 NNA5 NA4 NA4 NNA5 NA4 NA4 NA3 NNA5 NNA5 5- 0 -5 •10 - 5 0 S2 A2 NNA1 NV2 ANA3 SSA3 NA2 ANA2 A3 Biönduós Stórhöfði “C Fös Lau 10- 5- 0- Sun Mán mm 15 NNA3 NNA1 NNA1 N1 NA1 ANAI N1 N1 NA1 - 5 0 SV3 ASA5 NNV4 NNV4 A6 SSA6 ANA4 NA4 A5 Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. BBL « 9 . 6 b Veðrið í dag... Norðaustanstinningskaldi eða allhvasst á Vestljörðum en annars austankaldi. Nærri samfelld rigning allra austast, úrkomulítið á Vesturlandi en smáskúrir annars staðar fram að hádegi. Rigning um landið austanvert en smáskúrir vestan til síðdegis. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast sunnanlands.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.