Dagur - 23.04.1998, Page 5

Dagur - 23.04.1998, Page 5
 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 - S FRÉTTIR Tveir hyggj ast segja af sér „Það eru atriði sem hafa valdið mér heila- hrotum í samhandi við veru mína í hauka- ráðinu og þá ekki hara í sambandi við þau mál sem hafa komið upp að luidan fömu. Ég þarf að ræða þessa hluti við félaga mína í hanka- ráðinu og flokknum. Ég vil undirbúa af- sögnina vel ef af henni verður,“ segir Jóhann Arsælsson. „Ég er vissulega alvarlega að velta því fyrir mér að segja af mér setu í bankaráði Landsbankans. Ég hugleiddi það strax í upphafi málsins að segja af mér en komst að þeirri niðurstöðu að það væri hættulegt fyrir bankann að yfir- gefa hann meðan á mestu hríð- Jóhann Ársælsson og Anna Margrét Guðmundsdóttir eru bæði sögð ætla að segja af sér i bankaráði Landsbankans. inni stóð þegar bankastjórarnir sögðu af sér. Ég taldi að það væri skylda okkar að koma bankanum í gang aftur en hugleiða málið síðan eftir það og það hef ég ver- ið að gera,“ sagði Jóhann Arsæls- son, bankaráðsmaður í Lands- bankanum, í samtali \ið Dag. Ekki náðist í Onnu Margréti Jónsdóttur bankaráðsmann, hún er erlendis, en hún er einnig sögð vera að hugsa um það í al- vöru að segja af sér. Jóhann vildi ekki nefna þær ástæður sem hann hefur fyrir því að hugleiða afsögn, sagðist í raun varla tilbúinn með alla skýringuna. Sérstakar ástæður Hann staðfesti þó að ástæðurnar fyrir þessu séu fleiri en aðalmál- ið sjálft. „Það eru atriði sem hafa valdið mér heilabrotum í sambandi við veru mína í bankaráðinu og þá ekki bara í sambandi við þau mál sem hafa komið upp að undan- förnu. Ég þarf að ræða þessa hluti við félaga mína í bankaráð- inu og flokknum. Ég vil undir- búa afsögnina vel ef af henni verður," sagði Jóhann Arsælsson. Spurning um siðferði Samkvæmt heimildum úr A- flokkunum eru það nokkur sið- ferðisatriði sem þau Jóhann og Anna Margrét velta fyrir sér. Fólk segir við þau að þau hafi átt að vita um hneykslið og hafi þau ekki vitað það hafi þau ekki stað- ið sig í stykkinu. Það er ekki síst þetta atriði sem veldur þeim hugarangri. Eins er því haldið fram að þau vilji gjarnan fá fram rannsókn á því hvort einhverju hafi verið haldið leyndu fyrir þeim viljandi. Það geta þau ekki gert nema segja af sér. Þingmenn A-flokkanna, sem Dagur ræddi við í gær, sögðu að það yrði ekki aftur snúið, alla vega ekki hjá Jóhanni. Það gæti ekki verið trúverðugt að koma fram um næstu helgi og segjast vera hættur við að segja af sér. - S.DÓR Sjald- gæfur saurgerill Búið er að greina bakteríu í þremur sýnum af fjórum sem fóru til Danmerkur vegna mat- areitrunar á höfuðborgarsvæð- inu um páskana. I sýnunum fannst ákveðin tegund kólíbakt- eríu eða saurgerils sem hingað til hefur verið óþekkt hér á landi og sjaldgæf á Vesturlöndum. At- hygli vekur að gerill þessi smit- ast yfirleitt frá mönnnum, en ekki matvælum í aðra menn. Rögnvaldur Ingólfsson, sviðs- stjóri matvæla hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur, segir niður- stöðuna mikilvægt skref í að upplýsa málið en því sé þó hvergi nærri lokið. „Það er rétt að samkvæmt okkar upplýsing- um koma flestar gerðir þessara baktería sem valda sýkingum í mönnum frá mönnum. Þær koma ekki úr dýraumhverfinu. Þess vegna er mjög mikilvægt að það sé hægt að greina hvaðan þetta sé upprunnið. Þessi niður- staða kemur frá fyrstu saursýn- um sem tekin voru, en það hef- ur ekkert fundist í matvælunum sjálfum sem við höfum verið að rannsaka." Rögnvaldur tekur fram að rannsóknin bendi ekki til þess að matvæli hafi verið innflutt. Um 150 manns veiktust eftir að hafa notið veislufanga frá veit- ingahúsinu Arbergi í Reykjavík. Veitingahúsinu var lokað strax í kjölfar eitrunarinnar. Ekki hefur verið hægt að ná tali af forráða- mönnum veitingahússins. — bþ ■llllllil ■ niifiJiivlR HiPf mW ' "./'ý*'"" ' <> ■■ , " OSOMKWMW ' ''Zm ~ ~ rsmí- Jt ■ ■ ■ ■ i .... 1 - s- V. ' ■ i ' Háötdruð kona sem dvaidi á sjúkrahúsi Skagfirðinga var féfiett afsyni sínum og hefur ekkja hans nú verið dæmd til að greiða gömlu konunni til baka. Tók fé frá móður Ekkja dæmd til að greiða tengdamóður siiuii hálfa mifljón vegna fjárdráttar son- ar á peningum háaldr- aðrar móður sinnar. Rúmlega sextug ekkja í Reykja- vík hefur verið dæmd til að greiða háaldraðri tengdamóður sinni á Sauðárkróki rúmlega hálfa milljón króna þar sem sannað þótti að eiginmaður ekkj- unnar heitinn hafi nýtt sér elli og bágindi hinnar öldruðu móður sinnar og slegið eign sinni á pen- inga hennar. Það var bróðir hins látna sem höfðaði málið fyrir hönd móður þeirra. Látni bróðirinn annaðist fjár- reiður móður sinnar þar til hann andaðist í september 1993, en þá tók hinn bróðirinn við um- sýslunni. Hann uppgötvaði fljót- lega að ekki var allt með felldu í Ijármálum móður sinnar, sem dvaldi á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, úr öllum tengslum við raunveru- leikann. í ljós kom að búið var að tæma og eyðileggja sparisjóðsbók gömlu konunnar, þar sem lagt hafði verið inn andvirði húseign- ar hennar á Sauðárkróki. Gögn Búnaðarbanka staðfestu að innistæðan hefði verið lögð inn á reikning hins látna bróðurs og peningarnir nýttir m.a. til að framlengja víxla, greiða skulda- bréf og kaupa erlendan gjaldeyri. Þetta gerðist síðustu tvö árin sem bróðir kærandans var á lífi, en eftir lát hans lét ekkjan eyði- leggja bókina. Taldi eftirlifandi bróðirinn að gögnin sönnuðu að látni bróðirinn hefði í heimildar- Ieysi og með saknæmum og ólög- mætum hætti dregið sér og nýtt fé móður sinnar. Ekkja hins látna bróður mót- mælti því að maður sinn hefði notað féð í heimildarleysi. Halla Bachmann Olafsdóttir settur héraðsdómari komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, í ljósi veik- inda móðurinnar og að bróðirinn hefði ekki látið systkini sín vita um ráðstöfunina, að ekkjan skyldi greiða tengdamóður sinni það sem upp var sett, ásamt vöxtum og 170 þúsund króna málskostnaði. — FÞG INNLENT Hvatningin til Ingibjjargar Dr. Ingibjörg Harðardóttir matvælafræð- ingur fékk hvatningar- verðlaun Rannsóknar- ráðs sem af- hent voru í gær, fyrir rannsóknir hennar á áhrifum fisk- olía á sýkingu. Olafur Ragnar Grímsson forseti afhenti Ingibjörgu verðlaunin en þau nema 1 milljón króna. Krefst ámiim- ingar Vilhjálmur Ingi Árnason, stjórn- armaður í Neytendasamtökun- um og fyrrverandi formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, mun bera upp álykt- unartillögu á þingi Neytenda- samtakanna sem hefst á morgun gegn Jóhannesi Gunnarssyni, núverandi framkvæmdastjóra og verðandi formanni Neytenda- samtakanna. Vilhjálmur vill að Jóhannesi verði veitt alvarleg áminning fyrir að hafa látið Neytendasamtökin nota ólögleg- an tölvubúnað. I ályktuninni er mælst til að þingið feli stjórn að sjá til þess í framtíðinni að Neyt- endasamtökin noti aðeins lög- Iegan tölvuhugbúnað. — BÞ Hjálmar for- maður Nýr formaður tók við í Blaðamanna- félagi íslands á aðalfundi félagsins á þriðjudag. Lúðvík Geirs- son sem verið hefur for- maður í 11 ár Hjáimar Jónsson, lét af embætti formaður BÍ. og Hjálmar Jónsson vara- formaður tók við formennskunni. Björgiinarskip tH Raufarhafnar I dag, sumardaginn fyrsta, er væntanlegt til Raufarhafnar nýtt björgunarskip Slysavarnafélags- ins. Þetta er síðasta skipið af fimm sem keypt eru til iandsins - en hin eru á Neskaupstað, Rifi, Isafirði og Siglufirði. Þetta nýjasta skip kemur frá hollenska sjóbjörgunarfélaginu og hefur verið í notkun frá árinu 1968. Það er búið fullkomnum tækj- um til leitar og björgunarstarfa og um borð er aðstaða til þess að hlynna að sjúkum. I frétt frá Slysavarnafélagi íslands segir að í 70 ára sögu þess hafi alla tíð verið markmið í starfi þess að hafa öflugt björgunarskip í hverjum landshluta. Nú sé sá draumur að rætast „...sem þýðir byltingu í öryggi sæfarenda við Islandsstrendur." — SBS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.