Dagur - 23.04.1998, Síða 7
FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 - 7
ÞJÓÐMÁL
Kosninga fyrir-
heitin og efndimar
Það er mikilvægt að standa vel að undirbúningnum og leita eftir samstöðu félagsmanna um kröfugerðina. Viö heitum því að
vinna eins vel að þessu og kostur er.
Sigríður Ólafsdóttir,
sem býður sig fram til
varaformanns í Dags-
brún og Framsókn -
stéttarfélags, skrifar
I stjórnarkosningunum í Dags-
brún 1996 gaf A-listinn fyrirheit
um að vinna að breytingum á
mikilvægum þáttum í starfsemi
félagsins.
I kjaramálum gáfum við fyrir-
heit um að beita okkur fyrir
grunntaxtahækkunum til að taxt-
ar nálguðust raunvérulegar
launagreiðslur. Þetta höfum við
staðið við. I ársbyrjun 1996 var
Iágmarkstaxti 49.538. kr. Við
settum fram þá kröfu að lág-
markslaun fyrir dagvinnu yrðu
70.000 kr. Frá síðustu áramót-
um varð þetta að raunveruleika.
Við breyttum lögum
félagsins
Þá lofuðum við að breyta lögum
félagsins sem ekki höfðu tekið
breytingum í áratugi. I dag hafa
verið samþykkt ný lög fyrir félag-
ið Dagsbrún og Framsókn - stétt-
arfélag. OIlu stjórnkerfi og kosn-
ingafyrirkomulagi hefur verið
gerbreytt. í framtíðinni verða all-
ar breytingar á lögunum miklu
auðveldari. Þetta voru þau
ákvæði sem mest voru gagnrýnd
í gömlu lögunum. Við höfum
efnt kosningaloforð okkar.
Dagsbrún og Framsókn sam-
einuð
Þá lofuðum við að beita okkur
fyrir sameiningu Dagsbrúnar og
Framsóknar í eitt stéttarfélag.
Við það höfum við staðið enda
nutum við stuðnings 90% félags-
manna. Frá og með áramótunum
1997-1998 höfum við starfað
saman í einu félagi og unnið á
einni skrifstofu sem allir eru
sammála um að er öflug og virk í
þjónustu og útgáfustarfsemi.
Taka má það sem dæmi um
öfluga skrifstofu að í dag þjón-
ustar skrifstofan 1.500 atvinnu-
lausa Iaunamenn ffá á þriðja tug
stéttarfélaga.
Þá gáfum við þau loforð um að
við myndum ráða sérstakan
skrifstofustjóra. Við það stóðum
við.
Þá lofuðum við persónulegri
afgreiðslu og notalegra viðmóti
en verið hafði. Til þess að þetta
væri framkvæmanlegt þurfti að
breyta um húsnæði félagsins. Því
var húsnæðið að Skipholti 50d
keypt og Lindargata 9 seld. Allir
þeir sem á skifstofuna koma og
jafnvel þeir sem gagnrýna okkur
harðast eru á einu máli um að
hér hafi vel til tekist.
Þá lofuðum við því að beita
okkur fyrir starfsmenntun.
Uiiiiið í starfsiiieiiiitaiiiáluin
I síðustu samningum gerðum við
kröfu um 0,25% í starfsmennta-
sjóð en það gekk ekki eftir. Þrátt
fyrir þetta höfum við kortlagt
starfsmenntun í félaginu, hafið
undirbúningsvinnu og rætt við
marga aðila sem koma að starfs-
menntamálum. Þá eru verkefni í
undirbúningi m.a. í trúnaðar-
mannafræðslu og starfsmenntun
sem unnin verða á næstu mán-
uðum.
Hvemig sjáum við fyrir okk
ur framtíðina?
Eftir mjög afgerandi atkvæða-
greiðslu sem lauk um síðustu
helgi um vi Ija félagsmanna til að
sameinast í einu stóru félagi á
Reykjavíkursvæðinu, er Ijóst að
okkar bíður mikið starf við að
sameina þessi félög. Við munum
einhenda okkur í það verkefni og
reyna að ljúka því um næstu ára-
mót.
Kjaramálin
A næsta ári munum við fara að
móta kjarastefnu félagsins fyrir
kjarasamningana árið 2000.
Eins og áður munum við kalla
saman trúnaðarmenn og fulltrúa
starfsmanna til að vinna að
samningamálunum. I síðustu
samningum tók undirbúnings-
starf félagsins upp undir hálft ár.
Það er mikilvægt að standa vel
að undirbúningnum og Ieita eft-
ir samstöðu félagsmanna um
kröfugerðina. Við heitum því að
vinna eins vel að þessu og kostur
er.
Við biðjum um traust
Verkalýðshreyfingin í heild
stendur frammi fyrir miklum
breytingum bæði með EES
samningunum og öllum þeim
samruna í Evrópu sem við erum
að verða meira og meira þátttak-
endur í.
Einnig þurfum við að halda vel
vöku okkar fyrir þeim skerðing-
um sem sífellt dynja á launafólki
eins og t.d. lífeyrirssjóð okkar.
Við erum fólk framfara - ekki
fólk stöðnunar. Við treystum
fólki til að taka ákvarðanir og
biðjum um traust félagsmanna
okkar.
Treystið okkur - við treystum
þér! X-A.
Dagur bókadimar
„Bók er i vitund okkar aö öllum jafni einungis bók, hlutur sem við grípum til i fróð-
leiks skyni og skemmtunar, sögur, Ijóð, fræöi; ung fáum við hana i hendur og hún
fylgir okkur að meira eða minna leyti upp frá því, nokkurn veginn eins og ekkert
sé, “ segir Þorsteinn frá Hamri..
„Þá þótti honum hart um
höggva, því að þar var yndi hans,
sem bækurnar voru,“ segir í
Sturlungu um Ingimund prest
Þorgeirsson, er bókakista hans
var fyrir borð drepin úti fyrir
Hornströndum haustið 1180.
Sennilegt má þykja að helsta un-
aðsbótin í bókum Ingimundar
prests hafi verið hómilíur og heil-
agra manna sögur - þýðingar
helgar og annað guðsorð.
Einhverju sinni, þegar ég var
um tvítugsaldur, greip ég í fisk-
vinnu hjá Bæjarútgerð Reykjavík-
ur. Þar vann við umstöflun, salt-
mokstur og annað sem til féll
hveiju sinni, útslitin gömul kona,
svo bogin í baki af striti að hún
var nær gengin í vinkil. Hún tók
mikið í nefið, en í öllu var fas
hennar hreinlátt og hæversklegt.
Yrði andartaks hlé á aðburði tók
hún mig stundum tali, hallaði sér
fram á skófluna og sagði:
Mikil guðs gjöf eru bækurnar.
Þar var auðheyrilega yndi
hennar sem bækurnar voru:
hljóðlát nautn í einhverju að
vinnudegi Ioknum. Fráleitt var að
ímynda sér þessa konu sem ein-
stæðing. Stundum Iét hún mig
heyra bjóra úr söguþræðinum
sem það sinnið átti hug hennar
allan. Þegar ég minnist þessarar
gömlu konu minnist ég líka
ósjálfrátt Ingimundar prests.
Bók er í vitund okkar að öllum
jafni einungis bók, hlutur sem
við grípum til í fróðleiks skyni og
skemmtunar, sögur, ljóð, fræði;
ung fáum við hana í hendur og
hún fylgir okkur að meira eða
minna leyti upp frá því, nokkurn
veginn eins og ekkert sé.
En þeim okkar, sem hafa bein-
línis dálæti á bókum, vitrast
stöku sinnum hið nánast yfir-
þyrmandi eðli og inntak þeirra.
Ekki bara þetta „eljuverk þús-
unda, varðveitt á skrifuðum blöð-
um, heldur einnig hin ögrandi
nánd við manninn: heilu veggina
þéttsetna, iðandi, kvika af hugs-
unum, viðbrögðum mannlegs
heila. Þarna er kröm hans og
kvöl, gleði og gaman, hugsjónir,
hamingjuleit og trú.
Skjámenning, tölva, veraldar-
vefur og aðrir hraðboðar okkar
tíma hafa slegist í för með mann-
inum til frambúðar, og er það vel,
sé farsællega á haldið. Ekkert í
öllum þessum flýtisauka óþolin-
mæðinnar kemur þó í staðinn
fyrir yndi Ingimundar prests og
gömlu konunnar í Bæjarútgerð-
inni: þá sérstöku leiðsögn orðins
um mennska stigu, sem góð bók
hefur að bjóða; ígrundað, hugsað
tungutak og annan menningar-
þokka sem hún ein hefur til að
bera, hið ytra sem innra. Þar með
er auðvitað ekki sjálfgefið að hún
geti umsvifalaust sagt okkur
„hvert Norðurhlíðarstígurinn
liggur“, svo vitnað sé til hinnar
gömlu góðu sögu, Ferðin á
heimsenda; það getur kannski
enginn mannlegur máttur, hver-
su mjög sem til er reynt.