Dagur - 25.04.1998, Side 4
74 - ÍAÚbÁÁb'AGUR 25.' :Á,PRÍÉ lbbb
<r
FRÉTTIR
Stjórn listamannalauna
Til umsækjenda um starfslaun
listamanna árið 1998.
Hér með eru þeir umsækjendur um starfs-
laun listamanna sem ekki hafa sótt fylgi-
gögn með umsóknum, svo sem handrit,
bækur eða myndir, minntir á að sækja þarf
fylgigögnin fyrir 1. maí nk. í menntmála-
ráðuneytið. Hafi gögnin ekki verið sótt fyr-
ir þann tíma verða þau send umsækjanda
á hans kostnað.
Reykjavík, 22. apríl 1998.
Stjórn listamannalauna.
Kennarar
Lausar eru til umsóknar kennarastöður
við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Kennslugreinar:
Raungreinar, heimilisfræði, smíðar og byrjendakennsla
eða almenn kennsla á miðstigi.
Hrafnagilsskóli er 12 km innan Akureyrar.
Þar eru 170 nemendur í 1.-10. bekk.
Nánari upplýsingar gefur
Anna Guðmundsdóttir skólastjóri í
síma 463 1137 vs. og 463 1127 hs.
Umsóknarfrestur er til 18. maí 1998.
Útför bróður okkar
SIGMARS JÓNSSONAR
sem lést 16. apríl fer fram frá Höfðakapellu á Akureyri,
mánudaginn 27. apríl kl. 13.30.
Stefán Þór Jónsson,
Arnheiður Jónsdóttir,
Jón EyþórJónsson,
Þorgerður Jónsdóttir,
Þóra Hildur Jónsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar
HELGI HINRIK SCHIÖTH
sem lóst 18. þessa mánaðar, verður kvadd-
ur í Akureyrarkirkju 28. apríl kl. 13.30.
Sigríður Schiöth,
Reynir H. Schiöth,
Margrét A. Schiöth,
Valgerður G. Schiöth
og fjölskyldur.
Frá útifundi í nóvember þar sem gjaldskrárbreytingunum var mótmæit. Nú hefur komið í Ijós að hækkunin byggði ekki á raun-
verulegum talnalegum forsendum.
Póstur og sími
byggði alnilli
Rýr skýrsla Ríkisend-
urskoðunar segir m.a.
að yfirmenn Pósts og
síma hafi ekki haft
talnalegar forsendur
til að ákvarða gjald-
skrárhreytingamar í
nóvember sl.
I skýrslu Ríkisendurskoðunar
um Póst og síma hf. kemur m.a.
fram að gjaldskrárbreytingarnar
umdeildu í nóvember hafi verið
ákveðnar án talnalegra for-
sendna. Þá segir að samgöngu-
ráðherra hafi með breytingunum
um síðustu áramót ekkert stjórn-
vald gagnvart Landssímanum
hf., þótti hann geti haft úrslita-
áhrif á hluthafafundum á meðan
hann er handhafi eina hluta-
bréfsins. Einnig kemur fram að
skylda fyrirtækisins til að veita
ráðuneyti og Alþingi upplýsingar
hefur minnkað til rauna.
Við breytingarnar á fyrirtæk-
inu var yfirvinna yfirmanna færð
inn í grunnlaun þeirra og þeir
fengið bifreiðar til afnota. Ríkis-
endurskoðun telur að á sama
tíma og mikill tími yfirmanna
hefur farið í undirbúning hluta-
félagsvæðingarinnar og skipting-
ar fyrirtækisins þá hafi „fljótt á
Iitið“ skort á að stefna væri mót-
uð í málefnum fyrirtækisins til
nógu langs tíma af hálfu eigenda
þess, þ.e. ríkissjóðs.
Þá er fjallað um gjaldskrár-
'oreytingarnar tvær í nóvember
sl., þar sem inngrip þurfti til að
draga úr hækkun gjaídskrár fyrir
símanotkun. Niðurstaða Ríkis-
endurskoðunar um gjaldskrár-
breytingarnar er að stjórnendur
Pósts og síma hafi engar talna-
legar forsendur haft í höndunum
til þessara gjaldskrárbreytinga og
að við þær hefði „þurft að liggja
fyrir mat á verðteygni eftirspurn-
ar í einstökum þjónustuþáttum
símans og áætlun um notkun á
næstu misserum, s.s. með tilliti
til þróunar í gagnaflutningum í
gegnum notendalínur vegna
Internetsins o.fl.“ - fþg
Akademía í
svefnherbergjum
Vinnuaðstaða margra fræðimanna er hetdur bágborin. Reykjavíkur Akademían sem
stofnuð var í fyrra ætlar að reyna að bæta úr þvf og hefur m.a. falast eftir fjárhags-
styrk frá Reykjavikurborg.
ReykjavOmr Akademí-
an er regnhlífarsam-
tök sjálfstætt starf-
aiidi fræðimanna sem
enn sem komið er
vantar húsnæði til að
stunda sín fræði.
„Hugsunin með þessu var fyrst
og fremst að koma fólki undir
þak. Það er margt fólk eins og ég
sem er að skrifa öll mín fræði
hérna í svefnherberginu heima
hjá mér,“ segir Sigurður Gylfi
Magnússon, sagnfræðingur og
varaformaður Reykjavíkur Aka-
demíunnar.
Engin vinnuaðstaða
Þarna er um að ræða samtök
sjálfstætt starfandi fræðimanna,
en stofnfundur Akademíunnar
var í fyrra. Frá þeim tíma hafa
um 150 manns haft samband við
forsvarsmenn Akademíunnar en
mjög mikið er af frambærilegu
og vel menntuðu fólki sem á
hvergi höfði sínu að halla til að
geta stundað sína fræði-
mennsku. Þetta fólk hefur enga
vinnuaðstöðu nema þá heima
hjá sér. I þessum hópi eru flestir
úr hug- og félagsvísindum en
minna úr hópi raunvísinda. Talið
er að fólkið mundi ná miklum ár-
angri ef það væri saman undir
sama þaki, enda er Akademían
hugsuð sem regnhlífarsamtök.
Fyrirmyndin er m.a. sótt til
Bandaríkjanna í það sem nefnt
hefur verið „Think Tank“, eða
„hugsanageymu r. “
Borgin jákvæð
Fyrir skömmu fóru tveir stjórn-
armenn Akademíunnar á fund
Atvinnu- og ferðamálanefndar
Reykjavíkur til að falast eftir
rúmlega einnar milljóna króna
styrk. Vel var tekið í málaleitan
Akademíunnar en niðurstaða
liggur ekki formlega fyrir. Ætlun-
in er að nota styrkinn til að geta
ráðið starfsmann í hálft starf í
einhvern tíma. Verksvið hans
væri m.a. að finna húsnæði fyrir
Akademíuna og vinna að öðrum
skipulagsmálum. Hugmyndin er
að fá stórt húsnæði þar sem fólk
mundi kannski fá 15 fermetra
skrifstofupláss. -GRH