Dagur - 25.04.1998, Blaðsíða 5
LAVGARDAGU S 2Sv APRÍL 1998 - *S
FRÉTTIR
Hótaði að reka
Jóhann Ársælsson boðaði til blaðamannafundar I gær eftir að hafa sagt sig úr
bankaráði Landsbankans.
Jóhann Ársælsson
sagði sig úr bankaráði
Landsbankans í gær.
Hann sakar viðskipta-
ráðherra um vald-
níðslu og segir hann
hafa hótað að reka sig.
„Með afsögn minni vil ég mót-
mæla því valdi sem viðskiptaráð-
herra hefur verið falið yfir
Landsbankanum og hvernig
hann beitir því. Eg vona að al-
þingismenn skoði vandlega sína
ábyrgð á sameiginlegum eigum
okkar í hlutafélögum sem þeir
hafa gert ráðherrum ldeift að
nota sem skiptimynt í flokkspóli-
tískum kaupskap sín í milli,“ seg-
ir m.a. í greinargerð Jóhanns Ar-
sælssonar, sem í gær sagði af sér
sem bankaráðsmaður í Lands-
bankanum.
Jóhann sagði á blaðamanna-
fundi í gær, að Finnur Ingólfsson
viðskiptaráðherra hefði hótað
sér brottrekstri á fundi með
bankaráði Landsbankans ef
hann færi ekki að vilja hans og
samþykkti ráðningu Halldórs
Kristjánssonar.
Tilbúiim í breytingar
„Ráðherra hótaði að reka mig úr
bankaráðinu vegna þess að ég
hafði verið með ýmsar yfirlýsing-
ar og athugasemdir við það
hvernig staðið hefði verið að því
að ráða bankastjóra. Hann sagði
það óheppilegt að menn væru
með slíkar yfirlýsingar á gatna-
mótum. Hann gat þess líka að
hann væri tilbúinn að gera breyt-
ingar á bankaráðinu til að trygg-
ja samstöðu, þannig að ég vissi
svo sem að hverjum hótuninni
var beint. Eg sagði honum að ég
væri enginn húskarl ráðherrans
og færi frekar úr bankaráðinu en
að taka mark á svona skilaboð-
um. Þá snéri ráðherra við blað-
inu og sagði þetta ekki hafa ver-
ið hótun," sagði Jóhann
Haldiö leyndu íyrir okkur
Jóhann sagði að enda þótt end-
urskoðendur reikninga bankans
hefðu oft gert athugasemdir við
laxveiðar og lúxus bankastjór-
anna hefðu þær aldrei komið inn
á borð bankaráðs. Allar aðrar at-
hugasemdir hefðu hins vegar
komist í gegn. Hann segist hafa
vitað af því að bankinn notaði
hluta af risnu sinni til að kaupa
laxveiðileyfi. I umræðum um
málið í bankaráðinu hafi banka-
stjórarnir haldið því fram að far-
ið væri í þessar ferðir með mikil-
væga viðskiptavini, oftast útlend-
inga, og allar hefðu þær við-
skiptalegan tilgang.
„Eg tel mig því hafa verið
mlg
blekktan, þegar það liggur nú
fyrir, að mati Ríkisendurskoðun-
ar að ýmsar af þessum ferðum
voru einungis til skemmtunar
fyrir bankastjóra og vini þeirra,"
segir Jóhann.
Vandlega athugað mál
Jóhann sagði að fólk segi sem
svo að bankaráðið hafi brugðist
skyldu sinni með því að stöðva
ekki sukkið. En þegar því sé sagt
að bankaráðið hafi verið leynt
upplýsingum segi það að banka-
ráðsmenn séu aular. M.a. þess
vegna hafi hann ákveðið að segja
af sér.
„Þessi ákvörðun mín um af-
sögn úr bankaráðinu er tekin að
vandlega athuguðu máli. Eg tel
að við þær aðstæður sem nú hafa
skapast sé heppilegra fyrir
Landsbankann að annar taki við
starfi mínu í bankanum,“ sagði
Jóhann.
Hann vildi ekkert um það
segja hvort aðrir bankaráðsmenn
ættu að fylgja fordæmi hans.
Hann svaraði því til aðspurður
um laxveiðar að hann hefði ákaf-
lega gaman af þeim
„Eg hef hins vegar aldrei farið
í laxveiðar á kostnað annarra. Eg
hef alltaf greitt mín veiðileyfi
sjálfur," sagði Jóhann Ársælsson.
-S.DÓR
Anna Margrét Guðmundsdóttir.
Situr áfram í
bankaráðinu
Anna Margrét Guðmundsdóttir,
sem sæti á í bankaráði Lands-
bankans, sendi frá sér tilkynn-
ingu í gær um að hún ætli að
sitja áfram í bankaráði Lands-
bankans. Undanfarna daga hafa
verið uppi sögusagnir um að hún
ætlaði að segja af sér eins og Jó-
hann Ársælsson.
Anna Margrét segir í tilkynn-
ingu sinni að hún hafi vissulega
hugleitt að segja af sér en komist
að þeirri niðurstöðu að sitja
áfram. Hún segist ekki kannast
við að hafa orðið neitt á í störf-
um sínum í bankaráðinu. Hins
vegar hafi þeim atriðum sem
urðu til þess að bankastjórarnir
þrír sögðu af sér verið haldið
leyndum fyrir bankaráðinu.
„Við þessar aðstæður lít ég svo
á að ég myndi hlaupast undan
ábyrgð með því að segja af mér,“
segir Anna Margrét Guðmunds-
dóttir í yfirlýsingu sinni. -S.DÓR
Minnisvarði reistux að Hnjóti
Ríkisstjórnin ákvað í gær að setja 2,5 milljónir í að reisa minnisvarða
að Hnjóti í Örygshöfn til minningar um afrek íslenskra björgunar-
manna. Ágreiningur hefur verið uppi milli Egils Ólafssonar safnvarð-
ar að Hnjóti og bæjaryfirvalda í Vesturbyggð um staðsetningu minn-
isvarðans, en bæjaryfirvöld vildu hafa varðann á Patreksfirði og
ákváðu að reisa hann þar. Verður eftir sem áður reistur minnisvarði á
Patreksfirði en Bjarni Jónsson listmálari hefur gert uppdrátt að minn-
isvarðanum sem verður að Hnjóti og mun hann einnig smíða hann.
Skíðaskól/nn í Kerlingarfjöllum verður óstarfhæfur i sumar vegna snjóleysis.
Böðvar skilaði greinargerð
Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, hefur skilað Ragnari H.
Hall greinargerð með skýringum frá embættinu vegna rannsóknar-
innar á afdrifum Ijögurra kílóa af fíkniefnum úr geymslum fíkniefna-
lögreglunnar. Áður hafði hann skilað bráðabirgðaskýrslu og Iýst því
yfir á Rás 2 að magn óútskýrðra efna væri að minnka verulega.
Ragnar Hall, settur rfkislögreglustjóri í málinu, segir í samtali við
Dag að hann stefni að því að klára rannsókn málsins í næstu viku. Þá
hefur dómsmálaráðuneytið enn til skoðunar afdrif 2.700 sektarmála
hjá embættinu. - Fþg
NevðarkaU úr
Kerlmgarfí öHum
Hvammsmörk - nýtt útivistarsvæði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gróðursetti í
gærdag fyrstu trjáplöntuna í landi Veitustofnana
Reykjavákur í Hvammsvík f Hvalfirði. Þar með var
tekið formlega í notkun nýtt skógræktarsvæði fyrir
íbúa Reykjavíkur og heitir það Hvammsmörk. Á
Heiðmörk er rými til skógræktar til þurrðar gengið,
en á hinu nýja skógræktarsvæði verða landnema-
spildur sem hægt verður að fá úthlutað. Svæðið sem
hér um ræðir er 100 hektarar að stærð. Að upp-
græðsluverkefninu við Hvalljörð standa Veitustofn-
anir og Skógræktarfélag Reykjavíkur. Hitaveitan legg-
ur 3 milljónir króna í sumar í gerð skjólbelta, stíga-
gerð og merkingar á landnemaspildum. Á staðnum
eru vinsælt veiðivatn og golfvöllur. - JBP
Ákvörðiui frestað
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að fresta ákvörðunartöku um
að helja hrefnuveiðar í sumar. Bæði er að Þorsteinn Pálssonar sjávar-
útvegsráðherra var ekki á ríkisstjórnarfundinum vegna anna erlendis
og svo hitt að ríkisstjórnin er beitt ofurþrýstingi hagsmunaaðila að
leyfa ekki hrefnuveiðar í sumar.
Það eru íslensku fisksölufyrirtækin í Bandaríkjunum sem leggjast
hvað harðast gegn hrefnuveiðunum sem og þeir sem standa fyrir
hvalaskoðunarferðum hér við (and. I | - s.dór
Hlýindiii valda því að
forráðameim skíða-
svæðisins í Kerlingar-
fjöUum neyðast til að
aflýsa öUum nám-
skeiðum í sumar. Jök-
iillinn aldrei verið
minni.
Engar líkur eru á að Skíðaskól-
inn í Kerlingarfjöllum verði starf-
ræktur í sumar vegna snjóleysis.
Á ferðaskrifstofu fengust þær
upplýsingar að búið væri að af-
lýsa öllum námskeiðum og er
þungt hljóð í rekstraraðilum.
Leitað er nýrra leiða til að virkja
svæðið fyrir útivist í sumar.
Erfiður fjárhagur
Einar Þorsteinsson, formaður
hlutafélagsins Fannborgar sem
sér um reksturinn í Kerlingar-
fjöllum, segir að ástandið sé
hörmulegt. „Þetta er hið versta
mál í alla staði. Við urðum illa úti
í fyrra þegar við urðum snjólaus-
ir um verslunarmannahelgi og
það hafði mjög alvarleg áhrif á
reksturinn. Núna er svo Iítill
snjór að við treystum okkur ekki
til að selja í námskeið, enda gæti
það þýtt að við myndum svíkja
viðskiptavininn. Fjárhagsstaðan
er mjög erfið, en við verðum að
krossa fingur og vonast til að fólk
muni koma í sumar og njóta
fjallamennskunnar þótt skíðin
verði ekki í aðalhlutverki.“
JökuHinn aldrei ininni
Eftir sem áður verður boðið upp
á aðstöðuna í skálanum í sumar
og á stjórn Fannborgar nú í þreif-
ingum við Skíðasambandið og
fleiri áhugasama aðila til að fólk
geti komið i KerlingaríjöII. Einar
hefur fylgst með svæðinu svo
áratugum skiptir og hann minn-
ist þessi ekki að jökullinn hafi
verið minni en í fyrra og hlýindin
í vetur valdi því að vafamál sé
hvort snjórinn dugi út júlí. Þegar
best lét fóru um 2000 manns í
Kerlingarfjöll að sumarlagi og
stóð þá vertíðin yfir frá Iokum
júní og fram í september.
NeyðarkaU
„Aðsóknin hefur minnkað að
undanförnu og við erum í lífróðri
að viðhalda þessari há-
lendisperlu. Það er ljóst að nýjar
áherslur verða að koma til. Menn
hafa meira og minna sinnt þess-
um störfum í sjálfboðavinnu en
\ið vonumst eftir liðsinni góðra
manna," segir Einar.
Valdimar Ornólfsson var frum-
kvöðull í nýtingu skíðasvæðisins
í Kerlingarfjöllum en breytingar
urðu í rekstrinum fyrir tveimur
árum. BÞ