Dagur - 25.04.1998, Síða 9

Dagur - 25.04.1998, Síða 9
8- LAUGARDAGUR 2S. APRÍL 1998 ro^ftr FRÉTTASKÝRING Ottast ánrif Sauðkraddnga Töluverðrar speirnu er farið að gæta í Skaga- fírði vegna kosning- anna í vor, ekki síst vegna þess að kosin verður bæjarstjóm í nýju sveitarfélagi sem varð til við samein- ingu Sauðárkróks og 10 af 11 hreppum í Skagafirði. Sameining Sauðárkróks og hrepp- anna tíu setur óneitanlega mark sitt á kosningarnar í vor og gerir það m.a. að verkum að erfitt er að spá um úrslit. Fimm listar buðu fram á Króknum 1994, A, B, D, G og K-listi óháðra borgara, en kosningar hafa yfirleitt verið óhlutbundnar í hreppunum, þ.e. aðeins hefur komið fram einn listi. Nokkurrar tortryggni gætir sums staðar í sveitahreppunum gagnvart Sauðkrækingum og ótt- ast sumir að Sauðárkrókur verði strax í upphafi of ráðandi í hinu nýju sveitarfélagi. Þrír listar hafa verið lagðir fram; Skagaijarðar- listinn, sem samanstendur af fólki úr Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki, Kvennalista og óháðum, Fram- sóknarlistinn og listi sjálfstæðis- manna. Ljóst er að kosningarnar munu snúast um sameininguna, skóla- mál og kannski ekki síst atvinnu- mál en ekki er búist við miklum átökum þar sem áherslur fram- boðanna þriggja virðast svipaðar. Úrslit 1994 á Sauðárkróki Alþýðuflokkur (A) 173 atkv., 1 fulltr. Framsóknarfl. (B) 486 atkv., 2 fulltr Sjálfstæðisfl. (D) 430 atku, 2 fulltr. Alþýðubandalag (G) 327atkv., 1 fulltr. Óháðir borgarar (K) 170 atkv., 1 fulltr. Meirihlutasamstarf er með Ai- þýðuflokki (A), Sjálfstæðis- flokki (D) og Óháðum borgur- um (K). í hreppunum var óhlutbund- in kosning. Fjármálin erfið Fjárhagsstaða hins nýja sveitarfé- lags er nokkuð erfið. Skuldir þess eru um 800 milljónir króna, sem gæti sett mark sitt á umræðuna fram að kjördegi. Mörgum kemur spánskt fyrir sjónir að yfirstjórn grunnskólanna á Sauðárkróki skuli vera sameinuð skömmu fyr- ir kosningar og telja að það hefði átt að vera verkefni nýrrar sveitar- stjórnar. Málið er þó ekki nýtt og hefði átt að vera afgreitt fyrir all- löngu en tengist þó að nokkru þeirri staðreynd að báðir skóla- stjórarnir sitja í núverandi bæjar- stjórn og sátu því beggja vegna borðsins. Kostnaður vegna ný- byggingar skóla á Króknum gæti numið allt að 300 milljónum króna, en annars staðar í Skaga- firði eru skólabyggingamál í góðu Iagi. Vilja nýsköpunarsjóð Skagafjarðarlistinn leggur áherslu á að hin raunverulega sameining gangi snurðulaust fýrir sig og vill móta stjórnkerfi hins nýja sveitar- félags þannig að allflestir geti ver- ið sáttir. Ingibjörg Hafstað, odd- viti Iistans, segist ekki vera fylgj- andi því að allir íbúar njóti hita- veitu í nánustu framtíð. Hag- kvæmni lagnar á afskekktustu bæi hindri það, en nýlega hafi verið stofnað byggðasamlag um hita- veitu Sauðárkróks og Seyluhrepps sem nýtist fleirum eftir samein- ingu. Ný hola við Varmahlíð veki þó bjartsýni að mikill meirihluti íbúa muni njóta hitaveitu í nán- ustu framtíð. Komi til jöfnunar hítunarkostnaðar mun það ekki hækka gjaldskrá hjá þeim sem þegar hafi hitaveitu. „Auðvitað er sú hætta fyrir hendi að þjónustan verði ekki sú sama í jaðarbyggðunum en við viljum vinna að því að við samein- inguna verði staðið þannig að því að sú þjónusta sem er fyrir alla íbúana standi undir því en sumt verður kannski að setja „á hjól,“ segja efstu menn á Skagafjarðar- lista, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson. „Leikskólaþjónusta verður ekki boðin alls staðar. Það er nærtækara að styðja við bakið á dagmæðrum til sveita svo að þær geti veitt betri þjónustu en al- mennt gerist hjá dagmæðrum í þéttbýli. Þá verður ekki þörf á því að aka um langan veg með börn- in. Það er ekki verkefni sveitarfé- laga að reka atvinnufyrirtæki heldur styðja við þróun atvinnu- lífsins, og hingað eru m.a. að koma Náttúrustofa og þróunar- svið Byggðastofnunar og við mun- um stuðla að því að fleiri atvinnu- tækifæri skapist í kjölfarið. Skaga- fjörður er að verða mikill skóla- bær með tilvist Hólaskóla og Fjöl- brautarskólans og því fylgja mörg Fjárhagsstaða hins nýja sveitarfélags er nokkuð erfið. Skuldir þess eru um 800 miiijónir króna, sem gæti sett mark sitt á umræðuna fram að kjördegi. störf og möguleikar. Hér styðja hinar dreifðu byggðir við þéttbýlið og öfugt og það er nauðsynlegt til þess að atvinnulífið byggi ekki allt á fiski og öll fjöreggin séu í sömu körfunni. Sveitarfélögin eiga umtalsverð- ar eignir í atvinnulífinu í formi hlutabréfa og við erum fýlgjandi því að stofnaður verði nýsköpun- arsjóður um þá eign með stuðn- ingi skagfirskra fyrirtækja og stofnana auk opinberra aðila. Með tilstilli hans væri hægt að fjárfesta í nýjum atvinnurekstri. Við stefnum að því að ná fjórum fulltrúum í sveitarstjórn Skaga- fjarðar, en um hugsanlegt meiri- hlutasamstarf hefur alls ekkert verið rætt. En við erum opin fyrir báðum möguleikunum." Fastmótað skipulag Efsta sæti á lista Framsóknar- flokksins skipar Herdís A. Sæ- mundardóttir, leiðbeinandi og bæjarfulltrúi á Sauðárkróki. Hún segir að helst þurfi að taka á í at- vinnumálum. Skagfirðingar hafi búið við mikið atvinnuleysi og fólksflótta og þörf sé á fleiri öflug- um fyrirtækjum. Einnig séu enn margir lausir endar í sameining- unni og mikið verði örugglega rætt um hvernig sveitarfélagi kjósendur vilji búa í. Ekki megi gleyma fjölskylduvænum gildum í stefnumótuninni og menningar- lífinu og halda verði við því orð- spori sem fari af Skagfirðingum, ekki síst í söng. „Það er mjög aðkallandi að finna grunnskólamálum fast skipulag, aðallega á Sauðárkróki, og það þarf að byggja við skólann til þess að einsetning sé fram- kvæmanleg,“ segir Herdís. „Stjórnsýslan hér hefur verið veik og það hefur ekki verið unn- ið markvisst í atvinnuuppbygg- ingu. Því viljum við framsóknar- menn stofna hér íjárfestingafélag með þátttöku sveitarfélagsins, op- inberra sjóða, nýsköpunarsjóðs og fyrirtækja. Þetta fyrirtæki mundi taka þátt í stofnun fyrirtækja með hlutabréfakaupum. Við viljum einnig stuðla að stofnun Atvinnu- þróunarfélags Skagafjarðar sem hefði ráðgjafa á sínum snærum því við teljum að Atvinnuþróunar- félag Norðurlands vestra hafi ekki skilað Skagfirðingum miklu. Það eru vannj4tir möguleikar í land- búnaðargeiranum, fiskeldi, ylrækt og skógrækt en ekki síst hrossa- rækt. Margir kjósa nú í fyrsta skipti eftir flokkslínum svo það er erfitt að spá um úrslit. Eg tel þó raun- hæft að við fáum íjóra fulltrúa enda erum við með frambjóðend- ur úr hverjum hreppi. Við konur erum færri á listanum en við erum í tveimur efstu sætunum, og því er ég sátt við hlut kvenna.“ Skipan alviimumálaftillírúa Efsti maður á Iista Sjálfstæðis- flokks er sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ sem nú þjónar Sauðár- króki um stundarsakir. Hann segir að sjálfstæðismenn muni leggja einna mesta áherslu á að fram- fylgja þeim hugmyndum sem sam- einingarnefndin hafi lagt fram sem grundvöll fyrir hið nýja sveit- arfélag. Atvinnumál munu síðan skipa stærsta sessinn en ýmsir erf- iðleikar hafa skapast, m.a. í fisk- vinnslunni og fækkun starfa þar. „Ef atvinnumálin eru ekki í ásættanlegu standi þýðir ekkert að ræða um önnur mál eins og skóla- mál og félagsmál. Við viljum að hér verði atvinnumálafulltrúi í fullu starfi til að kynna möguleika Skagaljarðar, laða að fólk og hrein- lega finna fyrirtæki. Á því hefur verið misbrestur og því hefur tími bæjarstjóra um of farið í þau mál. En við eigum að taka þátt í At- vinnuþróunarfélagi Norðurlands vestra og nýta þjónustu Byggða- stofnunar," segir Gísli. Hann segir sjálfstæðismenn alls ekki ætla að lofa sömu þjónustu um allan Skagafjörð enda viti fólk sem búi til sveita eða á jaðarsvæð- um að það fær ekki sömu þjónustu og t.d. fólk á Sauðárkróki, en það geti borið sig eftir henni. Það geri vonandi allir sér grein fyrir. „Það er markmið að koma hita- veitu á þá bæi þar sem það er hag- kvæmt og eins viljum við ræða við Akrahrepp um sölu á heitu vatni. Mér finnst líklegt að Akrahreppur muni sameinast okkur, en ég mun ekki þrýsta á um það. Fjórði maður á okkar lista er í baráttusætinu. Ætli framsókn fái ekki Ijóra fulltrúa, jafnvel fimm, og Skagafjarðarlistinn þá þrjá eða bara tvo.“ Framsóknarflokkurinn 1. Herdís Sæmundsdóttir, Sauðárkróki. 2. Elínborg Hilmarsdóttír, Hofshreppi. 3. Stefán Guðmundsson, Sauðárkróki. 4. Sigurður Friðriksson, Lýtingsstaðahreppi. 5. Einar Gíslason, Sauðárkróki. 6. Ingimar Ingimarsson, Seyluhreppi. 7. Örn Þórarinsson, Fljótahreppi. 8. Þóra Björk Þórhallsdóttir, Sauðárkróki. 9. Hlín Bolladóttir, Hofsósi. 10. Bjöm Jónasson, Sauðárkróki. 11. Símon Traustason, Rípurhreppi. Sjálfstæðisflokkuriim 1. Gfsli Gunnarsson, Glaumbæ. 2. Páll Kolbeinsson, Sauðárkróki. 3. Ásdís Gunnarsdóttir, Sauðárkróki. 4. Arni Egilsson, Hofsósi. 5. SigrúnAlda Sighvatsdóttir, Sauðárkróki. 6. Helgi Sigurðsson, Reynistað. 7. Brynjar Pálsson, Sauðárkróki. 8. Kristín Bjarnaóttir, Hofsósi. 9. Páll Ragnarsson, Sauðárkróki. 10. Lárus Dagur Pálsson, Varmahlíð. 11. Sólveig Jónasdóttir, Sauðárkróki. Skagafj arðarlistinn 1. Ingibjörg Hafstað, Staðarhreppi. 2. Snorri Styrkársson, Sauðárkróki. 3. Pétur Valdemarsson, Sauðárkróki. 4. Anna Margrét Stefánsdóttir, Seyluhreppi. 5. Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Fljótahreppi. 6. Jóhann Svavarsson, Sauðárkróki. 7. Helgi Thorarensen, Hólahreppi. 8. Hjalti Þórðarson, Hofshreppi. , 9. Þórarinn Leifsson, Rípurhreppi. 10. Gréta Sjöfrí Guðmundsdóttir, Seyluhreppi. 11. Jón Helgi Amljótsson, Lýtingsstaðahreppi. .mw?.«hýH uöjýuD LAUGARDAGUR 2S. APRÍL 1 9 9 8'-9 % / Spurning Dags: Hver verda úrslit kosninganna í Skagafirði? Jóhann Svavarsson, Sauóárkróki: „Það er erfitt að segja til um það vegna þess að um nýtt sveitarfélag er að ræða. Ætli tvö framboðanna fái ekki Ijóra full- trúa og það þriðja þrjá. Það gæti munað litlu." Hallur Sigurðsson, Sauöárkróki: „Ætli Skagaíjarðarlistinn fái ekki þrjá fulltrúa og hinir list- arnir Ijóra fulltrúa hvor.“ Guðný Kjartansdóttir, Hofsósi: „Hef alls ekki hugsað um þær og ætla ekki að kjósa. Eg finn ekkert almennilegt fólk á fram- boðslistunum til þess. Eg hefði viljað sjá einhvern frá Hofsósi sem ætti möguleika á að kom- ast í sveitarstjórnina. Það er kannski enginn hér með viti, allir svo linir.“ Jóhann Sigmarsson Hofsósi: „Eg gæti trúað að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi hreinan meiri- hluta, Skagaíjarðarlistinn Ijóra og Framsóknarflokkurinn þá einn. www visir is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR UTBOÐ F.h. Reykjavíkurhafnar er óskað eftir tilboðum í byggingu og frágang bryggju vegna nýrrar olíuhafnar í Örfirisey. Verkið nefnist: “Eyjargarður - bygging bryggju." Helstu verkþættir eru: Niðurrekstur á stálþili m.t.h. stögun 300 m, Steypumót 1.500 m2 Steinsteypa 850 m3 Fyllingar 25.000 m3 Malbik 3.500 m2 Verklok eru 1. september 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: miðvikudaginn 20. maí 1998 kl. 14.00 á sama stað. rvh 44/8 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið: “Dælu- stöð á Reykjum - breytingar á pípukerfi." Um dælustöðina liggja tvær af helstu stofnæðum veitunnar. Breyta þarf tengingum, setja upp nýja loka, skipta um eldri loka, mála og einangra pípur. Pípuþvermál í eru frá DN100 - DN700 mm. Setja þarf upp stál- grindargólf, u.þ.b. 51 m2. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá miðvikudeginum 29. apríl 1998, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: miðvikudaginn 13. maí 1998 kl. 14.00 á sama stað. hvr 45/8 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið: Dælustöð á Reykjum - breytingar á raflögnum. Verkið felst í uppsetningu og breytingu á rafbúnaði fyrir fjóra 450 kW dælumótora ásamt strengjalögnum og tengingum. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá miðvikudeginum 29. apríi 1998 gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: miðvikudaginn 13. maí 1998 kl. 11.00 á sama stað. hvr 46/8 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurgerð lóðar leikskólans Sunnuborgar. Helstu magntölur: Hellulagnir: 650 m2 Gróðurbeð: 220 m2 Malbik: 408 m2 Grasþakning: 520 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opn- un tilboða: fimmtudaginn 14. maí 1998 kl. 14.00 á sama stað. bgd 47/8 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í eftirfar- andi verk: Grafarholt - Aðalræsi, 3. áfangi. Helstu magntölur eru: Gröftur: u.þ.b. 5.500 m3 Sprengingar: u.þ.b. 1.000 m3 Fyllingar: u.þ.b. 1.800 m3 Holræsi, 500 mm pípur: u.þ.b. 1.200 m Vatnslögn, 600 mm pípur: u.þ.b. 580m Skiladagur verksins er 15. nóvember 1998. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá þriðjudeginum 28. apríl 1998 gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtudaginn 7. maí.1998 kl. 15.00 á sama stað. gat 48/8 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gerð 30 km hverfa í Híðum og Pingholtum ásamt úrbótum við göngu- og hjólaleiðir víðs vegar um borgina. Verkið nefnist: “Ýmsar fram- kvæmdir-l, 1998“. Helstu magntölur eru: Stein-og hellulagðir fletir: 2.400 m2 Steyptir fletir: 600 m2 Malbikaðir fletir: 600 m2 Grásteinskantur: 265 m Síðasti skiladagur verksins er 1. október 1998. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá þriðjudeginum 28. apríl 1998, gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtudaginn 7 maí 1998 kl 14.00 á sama stað. gat 49/8 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.