Dagur - 25.04.1998, Page 11
LAUGARDAGVR 25. APRÍL 1998 - 11
l^ur
ERLENDAR FRÉTTIR
Síðustu ílagar Pols Pot
Ógnvalduriim fyrrver-
andi var einmana,
hræddur og heilsu-
veill síðustu dagana
sem hann lifði.
Pol Pot, harðstjórinn sem afrek-
aði það helst í lífinu að myrða
milljónir landa sinna, þjáðist af
niðurgangi og átti erfitt um bæði
andardrátt og gang vegna hjart-
veiki sfðustu daga lífs síns. Hann
fylgdist óttasleginn með því þeg-
ar hermenn ríkisstjórnarinnar
komu sífellt nær fylgsni hans í
frumskóginum, heyrði í skot-
vopnum þeirra og þurfti
nokkrum sinnum að leita skjóls í
gryfju rétt hjá tijákofanum sem
hann og kona hans höfðust við í.
15. apríl síðastliðinn heyrði
hann í útvarpinu að fyrrverandi
félagar hans f Rauðu kmerunum
ættu í samningaviðræðum um að
/ framselja hann til alþjóðlegs
dómstóls þar sem fjallað yrði um
ákærur á hendur honum vegna
þjóðarmorðs. Rúmlega tveimur
Idukkustundum síðar var hann
látinn. Eiginkona hans og félagar
segja dánarorsökina sennilega
hafa verið hjartaáfall.
„Við héldum að áfallið eftir að
hafa heyrt þessar fréttir hafi orð-
ið honum að bana,“ sagði Khem
Nuon, yfirmaður herráðs Rauðu
kmeranna, í viðtali við Nate
Thayer, blaðamann frá Kambó-
díu. Thayer átti einnig löng við-
töl við eiginkonu Pols Pot,
Muon, og sömuleiðis við hinn
nýja leiðtoga Rauðu kmeranna,
harðlínumanninn Ta Mok.
Thayer var fyrsti fréttamaður-
inn sem fékk að fara yfir Ianda-
mærin fyrir rúmri viku síðan til
þess að virða fyrir sér líkið af Pol
Pot, og sagðist hafa skoðað líkið
nákvæmlega og ekki fundið nein
ummerki um að hann hafi dáið
af mannavöldum.
Rauðu kmerarnir leggja greini-
lega mikla áherslu á að sannfæra
umheiminn um að þeir hafi ekki
ráðið hann af dögum, en lík Pols
Pots var fljótlega brennt þannig
að ekki var hægt að kryfja það til
að komast að dánarorsökinni.
Litaði hár sitt svart
Frásagnir Thayers benda til þess
að Pol Pot hafi verið mjög
hræddur við að hermenn kam-
bódísku stjórnarinnar hefðu
hendur í hári sér. Hann leit á
ráðamenn í Kambódiu sem
strengjabrúður Víetnams, sem
frá fornu fari hefur verið erki-
óvinur Kambódíu.
Ta Mok, hinn einfætti leiðtogi
Rauðu kmeranna sem gengur
undir nafninu „Slátrarinn", sagði
við Thayer að Pol Pot hafi óttast
dauðann mjög. „Hann tók lyfin
sín alltaf. Hann vildi lifa. Hann
vildi ekki deyja, en hann hafði
tapað öllu og var gamall maður.“
10. apríl síðastliðinn, fimm
dögum áður en hann lést, mun
hann hafa litað grátt hár sitt
svart í því skyni að blekkja fyrr-
verandi liðsmenn Rauðu kmer-
anna sem höfðu gengið í lið með
stjórnarhernum.
-The Washington Post
VísbencLing
Lestu blaðid og taktuþátt íleiknum!
550 oooo
þú grciðir ekkert umfram venjulegt símtal
Qíjrr
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Viðtalstímar Bæjarfulltrúa
Mánudaginn 27. apríl 1998 kl. 20-22
verða bæjarfulltrúarnir Jakob Björnsson
og Sigurður J. Sigurðsson til viðtals á
skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9,
2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara símavið-
tölum eftir því sem aðstæður leyfa.
Síminn er 462 1000.
HEIMURINN
Kirijenkó orðinn forsætisráðherra
RUSSLAND - Boris Jeltsín, forseti Rússlands, skipaði í gær Sergei
Kirijenkó i embætti forsætisráðherra. Ljóst er að nokkuð margir
kommúnistar á rússneska þinginu hafa greitt Sergei Kirijenkó at-
kvæði sitt í embættið, en tillaga Jeltsíns forseta þess efnis var sam-
þykkt með góðum meirihluta þingmanna i þriðju atkvæðagreiðslu í
gær. Atkvæðagreiðslan var leynileg, og hefur það væntanlega komið
Kirijenkó í hag.
Belgíska stjómin gagnrýnd
BELGIA - Bæði dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra belgísku
stjórnarinnar sögðu af sér á fimmtudag eftir flótta barnaníðingsins
Marc Dutroux úr fangelsi. Ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagn-
rýnd og stjórnarandstaðan krafist þess að hún segi af sér í heild. For-
sætisráðherrann hafnar því þó, en lofar því að umbótum í réttarkerf-
inu verði hraðað. Kæruíeysi lögreglunnar hefur verið kennt um að
Dutroux tókst að flýja, en hann náðist aftur skömmu síðar.
Aftökur vegna þjóðarmorðs
fordæmdar
RUANDA - Opinberar aftökur fóru fram í Rúanda í gær, og voru
teknir af lífi 22 hútúar, bæði menn og konur, sem hlotið höfðu lífláts-
dóm vegna fjöldamorða. Evrópusambandið fordæmdi aftökurnar
harðlega, en bæði Evrópusambandið, Bandaríkin og Páfagarður
höfðu áður farið fram á að aftökurnar yrðu ekki framkvæmdar.
HÍH Slippstöðin hf
Iðnnemar
Slippstöðin hf. á Akureyri óskar að ráða
iðnnema í stálsmíði, vélvirkjun og rennismíði
frá og með 1. júní 1998.
Upplýsingar veitir Ólafur Sverrisson í
síma 460 7600 milli kl. 8.00 og 16.00.
Umsóknum ásamt námsferilsblaði frá verknámsskóla skal senda til
Slippstöðvarinnar hf., Hjalteyrargötu 20, 600 Akureyri.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 8. maí 1998.
Slippstöðin hf.
Auglýsing frá yfirkjörstjórn
Reykjavíkur um framboðslista
Framboðsfrestur til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík
23. maí 1998 rennur út laugardaginn 2. maí nk., kl.
12.00 á hádegi. Kosið er sameiginlega til borgar-
stjórnar í Reykjavík og Kjalarneshreppi, sbr. lög nr.
17/1998 um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykja-
víkur í eitt sveitarfélag.
Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag kl.
10.00 til 12.00 í fundarsal borgarráðs í Ráðhúsi Reykja-
víkur, Tjarnargötu 11.
Á framboðslista skulu vera að lágmarki 15 nöfn fram-
bjóðenda og eigi fleiri en 30. Framboðslistum fylgi yfir-
lýsing þeirra, sem á listunum eru, að þeir hafi leyft að
setja nöfn sín á listana. Hverjum lista skal fylgja skrifleg
yfirlýsing 160 meðmælenda hið fæsta og eigi fleiri en
320. Þá skal fylgja tilkynning um hverjir séu umboðs-
menn lista.
Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega
fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og
heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á þvi hverjir í
kjöri eru. Greina skal fullt nafn og kennitölu með-
mælanda.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkur
Eiríkur Tómasson
Guðríður Þorsteinsdóttir
Jón Steinar Gunnlaugsson
AKUREYRARBÆR
Búsetu- og öldrunardeild
Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar
Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings í heimahjúkrun við
Heilsugæslustöðina á Akureyri. Um er að ræða 50-80 % starf, sem
felur í sér vitjanir í heimahús í umdæmi heilsugæslustöðvarinnar.
Áhersla er lögð á mikla lipurð í mannlegum samskiptum.
Laun skv. kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ak-
ureyrarbæjar.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til sumarafleysinga.
Skemmtileg og lifandi störf. Möguleikar á dagvinnu og/eða kvöld-
vinnu. Laun skv. kjarasamningi Fél. Islenskra hjúkrunarfræðinga og
Akureyrarbæjar eða Sjúkraliðafélags (slands/STAK við Launanefnd
sveitarfélaga.
Upplýsingar um störfin veitir deildarstjóri Rut Petersen í síma 460-
4600 og upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmannadeild í síma
462-1000.
Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar Akureyrarbæjar, Geisla-
götu 9, á eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 1998.