Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 7
MIDVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 - 7
ÞJÓÐMÁL
Róiim af fyrirhyggj u á
veiðislóð tækifæraima
BRYNJÓLF-
URINGVARS-
SON
LÆKNIR A FSA
SKR/FAR
Til að byrja með ætla ég að lýsa
yfir fullum stuðningi mínum við
allt það merkilega starf, sem
unnið er daglega hjá Islenskri
erfðagreiningu á Lynghálsinum.
Þarna vinnur hörkuduglegt
starfsfólk af mikilli elju og sam-
viskusemi með hugvit og þekk-
ingu að leiðarljósi undir forystu
kjarkmikils atorkumanns, sem
vílar ekki fyrir sér að taka verk-
efnin með áhlaupi. Eg er hrifinn
af áræði hans og fyrirmyndar-
meðferð á móðurmálinu. Það er
enn í mér tilhlökkun yfir sam-
starfsverkefninu, sem ég er aðili
að og hefur nú verið í undirbún-
ingi í tæp 2 ár. Af minni hálfu
verður samt ekkert af samstarfi
nema staðið verði að málum af
heiðarleika og hreinskiptni og ís-
lenskar leikreglur í heiðri hafðar
frá upphafi bæði fyrir norðan og
sunnan. Brellur geta komið
manni í koll.
Ættfræðiáhugi
Islendingar eiga sennilega
heimsmet í ættfræðiáhuga.
Óvíða erlendis sést annað eins
magn af prentuðu máli um ættir
og ættrakningu. Utlendingar
skilja ekkert í þessu og verða
stundum toginleitir og skipta
jafnvel um umræðuefni þegar
sagt er frá þessari sérstöðu Is-
lendinga. A hinn bóginn takast
þeir sumir á loft af hrifningu,
þegar maður útskýrir fyrir þeim
stuðla og höfuðstafi. Þetta fékk
mig til að hugsa dæmið upp á
nýtt, þangað til ég fór að nálgast
þá niðurstöðu, að kannske væri
þessi fræðigrein líkari venjulegri
hnýsni um persónuhagi annarra
en raunverulegum vísindum.
Samt ætla ég einn góðan veður-
„Þarna vinnur hörkuduglegt starfsfólk af mikilli elju og samviskusemi með hugvit og þekkingu að leiðarljósi undir forystu kjark-
mikils atorkumanns, sem vílar ekki fyrir sér að taka verkefnin með áhlaupi, “ segir Brynjólfur Ingvarsson læknir m.a. I grein sinni
um fyrirtækið íslenska erfðagreiningu.
dag að fá mér ættfræðiforrit.
Gnmdvallarraimsóknir
Læknisfræðilegar erfðarann-
sóknir eru grundvallarrannsókn-
ir. Vísindavinna, sem uppfyllir
mjög strangar kröfur um aðferð-
ir og vinnubrögð. í sem allra
stystu máli má segja, að þær
gangi út á samspil sjúkdóms-
greininga, ættrakningar og Iík-
indareiknings. Slíkar rannsóknir
á sviði geðlækninga hafa verið
framkvæmdar hér á landi sl. 15
ár og niðurstöður hingað til
vekja ekki bjartsýni um tilkomu
nýrra geðlyfja á næstunni. Al-
menningur veit, að þetta er að-
eins hluti af þrotlausri leit vís-
indamanna um allan heim að
margvíslegum sjúkdómsorsok-
um. Sem betur fer, er alltaf ver-
ið að ráða einhveijar gátur og
kennslubækur í sjúkdómafræð-
um frá upphafi og fram á okkar
daga hafa stöðugt verið að taka
stórfelldum breytingum eftir því
sem þekkingin eykst. Hlutdeild
erfða sem sjúkdómsorsakar er af
einhveijum ástæðum sérstaklega
áleitin spurning um þessar
mundir, og ráðgátur geðsjúk-
dómanna heilla vísindamenn
okkar ekkert sfður en aðrar. Fjár-
magnseigendur gera vitanlega út
á þessi mið eins og önnur. Það er
ekkert bogið við það í sjálfu sér,
en menn verða samt að kunna
og virða ákveðnar reglur, því að
annars getum við lent í við-
skiptagildrum eða hafnað í Iög-
málum frumskógarins, og þar er
alltaf á reiki margur óhreinn
andinn eins og löng sambúðar-
saga vísinda og viðskiptaheims
kennir okkur. Samt er engin
ástæða fyrir okkur að missa
kjarkinn núna né leggja árar í
bát. Við skulum róa af kappi og
fyrirhyggju á veiðislóð tækifær-
anna, þegar gefur. Veiðieðlið er
enn ríkt í Islendingum, og okkur
ber að hagnýta það þjóðinni allri
til góðs. Aðrar þjóðir kunna sitt
af hverju og sumt betur en við,
m.a. að versla, og því þarf að
viðhafa ýtrustu gát. Heims-
markaður er ekkert grín og við
gætum einmitt núna verið að fá
enn einn smjörþefinn af því. Út-
lendir Islandsbersar eru líka til í
fjöldamörgum útgáfum og þeir
virðast ekki skilja merkingu orðs-
ins ábyrgð.
Gagnagnumur
Fréttir og fjölmiðlar hafa tekið af
mér ómakið og fjallað um flest
það sem ég ætlaði að segja í
þessari blaðagrein. Almenn um-
ræða er hafin og það er aðalat-
riðið. Aðeins örfá lokaorð um
gagnagrunn:
Það vefst fyrir einstaka manni
að skilja til fulls, hvað orðið
gagnagrunnur þýðir, og þó að
það sé gott og lýsandi og fái all-
an minn stuðning sem íslensku-
vinar, þá er til skilningsauka
betra að nota annað orð yfir hug-
takið í þessari umQöllun. Við
skulum kalla þetta upplýsinga-
banka, sem nú eru starfræktir á
hverju sjúkrahúsi og hverri
heilsugæslustöð fyrir sig eftir
ströngum reglum. Abyrgð hvers
„bankastjóra" er mikil, og starf
hans verður nú flóknara og
vandasamara með hverri tækni-
byltingunni, en upplýsingarnar
eru fyrst og fremst trúnaðarmál
sjúklinga, sem geta átt framtíð-
arheill sína undir því, að þær séu
verndaðar með öllum hugsanleg-
um ráðum. Þetta er kjarni máls-
ins.
Það hefði hins vegar orðið
stórslys að samþykkja gagna-
grunnsfrumvarpið óbreytt. Til
útskýringar má líkja þessu við
það, að allir sparisjóðir og bank-
ar landsins yrðu með lögum
sameinaðir í einn risastóran rík-
isbanka, þar sem vinnsluferlin
og flæðilínumar yrðu skipulagð-
ar eftir pöntun eða séróskum
eins viðskiptavinar, sem einnig
væri höfundur gangvirkisins, og
hann þyrfti svo að fá forgang að
bankanum til einkaafnota í 12 ár
upp í hönnunarkostnað! Það má
sjá í þessu hagræðingu, sparnað
og fækkun stöðugilda og reikna
sig sveittan upp í háar fjárhæðir,
sem gætu sparast. En kannske
um leið einhverja þá umfangs-
mestu ríkisvæðingu viðkvæm-
ustu einkamála, sem um getur í
sögu þjóðanna, a.m.k. „vestan-
tjalds"?
Eg bið alþingismenn enn og
aftur að fara varlega. Allir bera
ábyrgð, sem að þessu koma, en
endanleg ábyrgð hvílir á Alþingi.
Að viima með íbúuniun en
ekki gegn hagsmunum þeirra
KRISTJAN
ÞÍJRJULIUS-
SON
ODDVITI SJALFSTÆÐIS-
FLOKKS I BÆJARSTJÓRN-
ARKOSNINGUNUM A
AKUREYRI
SKRIFAR
Grundvallaratriði í störfum kjör-
inna fulltrúa í sveitarstjórnum er
að þeir hafi ætíð ríkt í huga í
hvers umboði þeir vinna. Sveitar-
félag er samfélag fólks og sveitar-
stjórnin er tæki til að gera því
samfélagi kleift að starfa með það
að markmiði að íbúunum Iíði þar
vel.
Andmæli íbúa virt að
vettugi
Undanfarnar vikur hefur skipu-
lagsnefnd og starfsfólk Skipu-
Iagsdeildar Akureyrarbæjar kynnt
íbúum afrakstur mikillar og góðr-
ar vinnu við endurskoðun aðal-
skipulags bæjarins. I þeirri tillögu
sem kynnt hefur verið er enn að
finna hugmynd að tveimur ak-
brautum í Lundarhverfi. Báðar
eru brautirnar afar umdeildar í
hugum þeirra sem byggja hverfið.
Upplýst er að allt frá því að hug-
myndir um lagningu Dalsbrautar
og „Mjólkursamlagsvegar" komu
fyrst fram árið 1973, hafa íbúar
hverfisins mótmælt þeim harð-
lega. Þrátt fyrir það eru sömu eða
svipaðar hugmyndir enn á teikni-
borði bæjaryfirvalda og kjörnir
Svona gera meim
ekki. Taka á fullt til-
lit til eindreginna
óska íbúa hverfisins
og færa svonefndan
„Mjólkursamlags-
veg“ til vesturs, sam-
kvæmt tillðgu íbú-
anna.
fulltrúar hafa jafnvel leyft sér að
svara andmælum íbúanna með
útúrsnúningum.
Svona gera menn ekki
Svona gera menn ekki. Taka á
fullt tillit til eindreginna óska
íbúa hverfisins og færa svonefnd-
an „Mjó 1 ku rsamIagsveg“ til vest-
urs, samkvæmt tillögu íbúanna.
Ennfremur hnfga afar sterk rök í
þá átt að falla eigi frá hugmynd-
um um lagningu Dalsbrautar,
sérstaklega þess hluta hennar
sem leggja á sunnan Þingvalla-
strætis. Formaður skipulags-
nefndar hefur upplýst að það
verði ekki fyrr en Iangt er Iiðið á
næstu öld að þörf verði fyrir
„samgöngubótina" Dalsbraut,
sem m.a. klýfur skólahverfið í
tvennt. Jafnframt var gefið í skyn
að ein af grunnforsendunum íyr-
ir útreikningi á hávaðamengun
við þessar umdeildu götur er sú
að hámarkshraði Fíatbifreiðar
formannsins er ekki nema 50
km/klst!
Samferða íbúunum!
D-listinn vill að „Mjólkursam-
Iagsvegurinn" verði færður vestar
og að fallið verði frá legu Dals-
brautar í gegnum Lundarhverfið.
Kjörnir fulltrúar og embættis-
menn eiga að vera samferða íbú-
um bæjarins í máli sem þessu.
Kerfið á að vinna með íbúunum
að lausn mála en ekki gegn hags-
munum þeirra.