Dagur - 29.04.1998, Blaðsíða 10
10 -MIÐVIKUDAGUR 29. APRlL 1998
SD^jpr
ÞJÓÐMÁL
Einsetmiig leikskóla
)RÐ
LEIKSKÓLAKENNARI OG
LEKTOR ILEIKSKÓLA-
FRÆÐUM VIÐ HÁSKÓL-
ANN A AKUREYRI
SKRIFAR
Mikil og þörf umræða hefur átt
sér stað um einsetningu grunn-
skóla hin síðari ár. Mörg og gild
rök hníga í þá átt að einsetinn
grunnskóli sé það sem koma skal.
Minna hefur horið á umræðu um
einsetningu leikskóla. Sú um-
ræða hlýtur þó að verða meiri og
meiri. Hvað er einsetning? Ein-
setning er að á vinnutíma skóla sé
einn umgangur barna sem notar
skólahúsnæðið. Margir þekkja úr
grunnskólanum þegar fleiri en
einn bekkur notar sömu kennslu-
stofu fyrir og eftir hádegi. I flest-
um leikskólanum er þessu örlítið
öðruvísi háttað. Þar koma böm að
morgni frá því um hálf átta til níu
hálf tíu, síðan er byrjað að sækja
börn um tólf og eitt, tvö og svo
framvegis. Samtímis koma önnur
börn í leikskólann klukkan tólf og
eitt. Þau börn sem eru sex tíma
eða lengur í Ieikskólanum skipta
því um hluta Ieikfélaganna um
miðjan dag.
Stórir bamahópar í
leikskólum
A meðal leikskóladeild fyrir 3 til 6
ára börn í Reykjavík svo tekið sé
AKUREYRI
Háskólinn á Akureyri
Auglýsing um innritun nýnema
Heilbrigðisdeild: Hjúkrunarfræði
Iðjuþjáifun
Kennaradeild: Grunnskólakennaranám
Leikskólakennaranám
Viðbótarnám til B.Ed. gráðu fyrir
Leikskólakennara
Rekstrardeild: Rekstrarfræði
Iðnrekstrarfræði
Framhaldsnám í gæðastjórnun
Tölvu- og upplýsingatækni
Ferðaþjónusta
Sjávarútvegsdeild: Sjávarútvegsfræði
Matvælaframleiðsla
Reglulegri innritun nýnema
lýkur 1. júní nk.
Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Ef próf-
um er ekki lokið skal senda skírteini um leið og þau liggja fyrir. Við
innritun ber að greiða staðfestingargjald, kr. 6.000,- sem er óaft-
urkræft fyrir þá nemendur sem veitt er skólavist. Bent er á að
auðveldast er að leggja þessa upphæð inn á ávísanareikning Há-
skólans á Akureyri, í Landsbanka íslands, reikningsnúmer 0162-
26-610 og láta kvittun fyrir greiðslunni fylgja umsókn. Gjalddagi
eftirstöðva skrásetningargjalds er 1. ágúst. Skilyrði fyrir innritun í
háskólann er stúdentspróf eða annað nám sem stjórn háskólans
metur jafngilt. í framhaldsnám í gæðastjórnun gilda þó sérstök
inntökuskilyrði um B.Sc. gráðu í rekstrarfræði eða annað nám
sem stjórn háskólans metur jafngilt. Á fyrsta ári í heilbrigðisdeild
er gert ráð fyrir að fjöldatakmörkunum verði beitt.
Ath: Nýtt námsframboð haustið 1998
Kennaradeild: Viðbótarnám til B.Ed. gráðu fyrir
leikskólakennara.
Rekstrardeild: 90 eininga B.Sc. nám í tölvu- og
upplýsingatækni.
90 eininga B.Sc. nám í ferðaþjónustu.
Umsóknarfrestur um húsnæði á vegum Fólagsstofnunar stúd-
enta á Akureyri er til 20. júní 1998.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á skrifstofu há-
skólans að Sólborg, 600 Akureyri, sími 463 0900, frá klukkan
8.00 til 16.00.
Upplýsingar um húsnæði á vegum
Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri veitir
Jónas Steingrímsson í síma 894 0787 og 463 0968.
Háskólinn á Akureyri.
dæmi eru 22 börn samtímis en
hluta af deginum þ.e. á milli 12
og 2 geta verið allt að 32 börn.
Það er algengt að heyra kenn-
ara ræða um hversu erfitt er fyrir
börn að flytjast úr litlum átta
barna hóp í Ieikskóla í stóra
bekkjardeildir í grunnskóla. I
þessari umræðu gleymist gjarnan
að börnin eru að koma úr fjöl-
mennum barnahópum. Það heyr-
ist ennfremur að í Ieikskólanum
sé einn starfsmaður með átta
börn meðan að kennari er með
mun stærri hóp. Það gleymist líka
að þegar reiknað er út hversu
mörg börn eru á starfsmann í
Ieikskóla er verið að reikna út frá
öllu starfsfólki sem annast börnin
frá átta að morgni til klukkan
fimm. Inn í þessum tíma eru líka
kaffitímar viðkomandi starfs-
manna. Böm eru því sjaldnast í
átta barna hópum með starfs-
manni. A sama tfma búa mörg
börn við það að um miðjan dag
fara leikfélagar og jafnvel starfs-
menn heim og nýir koma í stað-
inn, margir hafa h'kt þessum
dagsparti við brautarstöðvar á
annatímum. I leikskólanum er
allt á fullu frá því að hann opnar,
þar til að hann Iokar á kvöldin. A
það hefur verið bent að hentugast
er fyrir börnin að dagurinn Iíði
hægt út.
Nýting lexkskólarýma
Nýting á hveiju leikskólarými er
yfir 100%. Algengt er í Reykjavík
t.d. að barn sem kaupir heilsdags-
rými í leikskóla nýti það í 8,5 til 9
tíma. Foreldrar vinna flestir 8
tíma vinnu og þurfa síðan tíma til
að komast á milli staða.
„ Á sama tíma búa mörg börn við það að um miðjan dag fara ieikféiagar og jafnvel
starfsmenn heim og nýjir koma i staðinn, margir hafa líkt þessum dagsparti við
brautarstödvar á annatímum" segir Kristín m.a. ígrein sinni
Ennfremur var sú stefha mótuð
fyrir nokkrum árum að nýta hvert
rými þannig að á móti 6 tíma
barni fyrir hádegi kom 4 tíma
barn eftir hádegi. Eg tel að það
hafi á sínum tíma verið skynsam-
leg og rétt ákvörðun. Hún gaf
fleiri hörnum aðgang að leikskól-
um og braut niður þá félagslegu
múra sem ríkt höfðu innan leik-
skólanna. Með mikilli og glæsi-
Iegri uppbyggingu leikskóla er
komin tími til að staldra við og
skoða málið. Með einsetningu
grunnskólans hafa orðið miklar
breytingar t.d. varðandi vinnu-
tíma foreldra. Nú er tímabært að
leikskólinn fylgi í kjölfarið. Það
verði farið að ræða opinskátt um
einsetningu leikskóla sem raun-
hæft markmið sem stefna beri að
á t.d. fjórum árum.
Álag 1 leikskóliun
Tíð mannskipti þar sem alltaf er
verið að þjálfa nýtt starfsfólk er
bæði dýrt fyrir rekstraraðila og
álag á börn og fullorðna í Ieikskól-
anum. Kostnaður vegna veikinda
getur h'ka orðið óhóflegur og er
forvitnilegt fyrir sveitarstjórnar-
fólk að velta fyrir sér hversu mik-
ið af rekstarfé fer til þess. Það er
alkunna, að undanfarin ár hafa
víða verið tíð mannaskipti í leik-
skólum, veikindi á meðal starfs-
fólks hafa líka verið mikil.
Margir leikskólastjórar hafa
velt fyrir sér orsök þessa. Hennar
er ekki bara að leita í lágum Iaun-
um þó svo þau vegi auðvitað líka.
Starfsaðstæður og Iíðan starfs-
fólks skiptir mildu máli. Starfs-
fólk leikskóla kvartar margt hvert
undan milklu álagi í starfi. Ein
leið til að draga úr álagi, auka
gæði leikskóla og tryggja ánægð
börn og fullorðana er einsetning.
Það er von mín að þeir sem nú
eru i framboði til sveitarstjórna
íhugi þessa leið og leggi drög að
henni í málefnaskrám.
Hvað er framimdan í
skólamálum?
ELSA B.
FMÐFINNS-
DOTTIR
ÍEKTOR
Starfsfólk og nemendur Lundar-
skóla og Oddeyrarskóla standa nú
frammi fyrir miklum breytingum í
starfi skólanna. Skólaárið 1998-
1999 hefst kennsla í 8. bekk í
þessum skólum. Ibúar Oddeyrar
hafa nokkra reynslu af unglinga-
deildum en um algjöra nýjung er
hins vegar að ræða í Lundar-
hverfi. Eðlilega er nokkur óvissa
meðal starfsmanna skólans og
foreldra í hverfinu um hvernig til
muni takast. Skólanefnd Akureyr-
ar hefur með skipun starfshópa í
skólunum sunnan Glerár reynt að
vinna sem best að undirbúningi
málsins f samvinnu við skóla-
stjórnendur, kennara og foreldra.
Kennsla sérgreina
Sá þáttur sem einna helst virðist
skapa óvissu er möguleiki þessara
skóla til sérgreinakennslu á ung-
lingastigi. Ótti er við að kennarar
fáist ekki til að kenna sína sér-
grein í tveggja hliðstæðu skóla
eins og Luridarskóla, svo ekki sé
talað um Oddeyrarskólann þar
sem áætlanir gera einungis ráð
fyrir einni bekkjardeild í hveijum
árgangi. Því hefur jafnvel verið
haldið fram að menntaðir sér-
greinakennarar verði „neyddir" til
að taka að sér kennslu yngri
barna til að fylla kennsluskyldu
sína. Eg tel fráleitt að svo verði,
en bendi á þá leið að sérgreina-
kennarar kenni við fleiri en einn
skóla, enda eru kennarar ráðnir
við grunnskóla Akureyrar en ekki
einn ákveðinn skóla. Heimaskóli
hvers kennara yrði sá skóli þar
sem mestur hluti kennslunnar fer
fram. Stundatöflur efstu bekkja
viðkomandi skóla þyrfti að vinna í
mikilli samvinnu svo vinnutími og
aðstæður sérgreinakennaranna
yrðu viðunandi. A meðan ekki eru
sérbúnar stofur, t.d. í eðlisfræði
og tölvunotkun, í hveijum skóla
verður nauðsynlegt að nemendur
sæki þá tíma f aðra skóla. Slíkt
fyrirkomulag yrði einungis tfma-
bundið hér á Akureyri eða á með-
an á byggingaframkvæmdum
stendur við áðurnefnda skóla, en
eins og fram hefur komið leggur
skólanefnd til að viðbygging við
Lundarskóla verði tekin í notkun
haustið 1999 og við Oddeyrar-
skóla eigi síðan en árið 2001.
Kennsla valgreina
Hvað valgreinarnar áhrærir þá
býður tilkoma hverfisskólanna
upp á möguleika á ákveðinni sér-
hæfingu skólanna. Eg tel það vera
ögrandi verkefni fyrir hvern skóla
að skapa sér sérstöðu í framboði
valgreina, þannig að þar sé boðið
upp á það besta í ákveðinni
grein/greinum og nemendur 9. og
10. bekkja annarra skóla geti sótt
þangað valgreinatíma. Með því
móti stæðu nemendum til boða
fleiri valmöguleikar, meiri sér-
fræðiþekking og betri aðstaða í
hverri grein, en hver og einn skóli
getur boðið upp á. I kynningarriti
menntamálaráðherra „Enn betri
skóli. Þeirra réttur - okkar skylda“
er einmitt rík áhersla lögð á að
auka þurfí val nemenda þannig
að hver og einn geti lagt eigin
áherslur í námi miðað við áhuga-
svið og framtíðaráform.
Að lokum
I nýútkomnu riti Kennarasam-
bands íslands þar sem skóla-
stefna sambandsins 1997-2000
er kynnt, er lögð áhersla á að
stærð skóla skuli við það miðuð
að þeir verði aldrei stærri en svo
að tvær bekkjardeildir séu í ár-
gangi. Lundarskóli er því í kjör-
stærð ef miðað er við skólastefnu
KI. Á þeim tímamótum sem
Lundarskóli og Oddeyrarskóli
standa nú á, er án efa mikilvæg-
ast að skólastjórnendur, kennarar
og foreldrar skólabamanna takist
sameiginlega og af jákvæðni á við
það verkefni sem framundan er.
Því má heldur ekki gleyma að
uppbygging unglingadeilda þess-
ara skóla er þriggja ára þróunar-
verkefni. Eg hvet því til þess að í
stað þess að einblína á hugsanleg
vandamál leggist þessir aðilar á
eitt að finna Iausnir. Aðeins þan-
nig er hægt að tryggja gott skóla-
starf í þessum skólum.